Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 1
Sunnudagur 13. maí
Litla landið Liechtenstein
Vaduz-kastali stendur í hæðinni fyrir ofan borgina Vaduz. Fursta-
fjölskyldan býr þar og hann er lokaður almenningi.
Hans Adam, erfðaprins, er fœddur 14.febrúar 1945.
Hann ólst upp í Vaduz-kastalanum, en Franz Josef
II, faðir hans, er fyrsti furstinn sem býr í Liechten-
stein. Forfeður hans stjórnuðu landinu frá Austur-
ríki. Erfðaprinsinn sótti barnaskóla í Vaduz, höfuð-
borg landsins. Hann gekk í menntaskóla í Vín í
Austurríki, og háskóla í St. Gallen í Sviss. Hann
lauk hagfrœðiprófi árið 1969. Hans Adam gekk að
eiga Marie Aglae Kinsky, greifinnu frá Prag (fœdd
14. apríl 1940), 30. júlí 1967. Þau eiga þrjá prinsa og
eina prinsessu. Elsti drengurinn er fæddur 1968, en
stúlkan er yngst, fœdd 1973. Erfðaprinsinn hefur
mikinn áhuga á efnahags- og alþjóðamálum. Hann
sér um eignir furstafjölskyldunnar og þykir gera það
með einstakri prýði.
Morgunblaðid/ab.
„Haldist hlutirnir óbreyttir
þurfum við engu að kvíða“
— sagði Hans Adam, erfðaprins, í einkaviðtali við Morgunblaðið
Fámennar þjóðir byggja ísland
og Liechtenstein. Hvaða hlutverki
geta svona litlar þjóðir gegnt á al-
þjóðavettvangi?
Stærð þjóðar hlýtur ávallt að
hafa áhrif á hlutverkið sem hún
getur gegnt. Það er augljóst að
Islendingar, sem eru þó nokkuð
fleiri en við, geta framfylgt mun
virkari utanrikisstefnu en við.
Við höfum aðeins einn sendi-
herra erlendis. Hann er búsettur
í Bern, Sviss, og er einnig sendi-
herra okkar í Austurríki.
fbúar Liechtenstein eru svo
fáir (26.500) að við verðum að
takmarka fulltrúa og sendi-
nefndir við ráðstefnur og þing
sem snerta okkur beint. En ég
held að einmitt vegna þess að við
erum svo fáir getum við gert
gagn á þessum ráðstefnum. Við
getum fylgt mjög sjálfstæðri
stefnu á fundum og aðrar þjóðir
gruna okkur ekki um græsku.
Við höfum aðeins áhuga á mál-
efnum sem koma okkur við og
höfum fyrst og fremst áhuga á
eigin hagsmunum.
Liechtenstein er hlutlaust ríki
eins og Austurríki og Sviss. Gæti
það gegnt hlutverki milligöngu-
manns milli stríðandi ríkja eins og
Sviss hefur gert?
Það er hlutverk sem Sviss hef-
ur gegnt í mjög langan tíma og
hefur aðstöðu og aðbúnað til.
Það hefur sendiráð út um allan
heim og ég held að það hafi eina
fjölmennustu sendinefndina við
Sameinuðu þjóðirnar þótt það sé
ekki aðili að þeim. Við gætum
aldrei gert hið sama og Sviss-
lendingar.
Fulltrúi Liechtenstein sótti fund-
ina í Helsinki, Madrid og Stokk-
hólmi. Er líklegt að eitthvað komi
út úr fundinum í Stokkhólmi?
Ég er hræddur um að lítið
komi út úr honum. En hvert
skref skiptir miklu máli og lítið
skref í rétta átt í Stokkhólmi
væri betra en ekkert.
Það er á ráðstefnum sem þess-
um sem við viljum vera virkir
þátttakendur. Við sendum gott
fólk sem er fært um og getur
gegnt gagnlegu hlutverki. Við
reynum að leggja til hugmyndir
sem geta leyst viss vandamál og
okkur hefur tekist það. Aðrar
þjóðir hafa þakkað okkur fyrir
að gegna jákvæðu hlutverki —
líklega stærra hlutverki en
stærð okkar bendir til. Við vilj-
um vera virkir þátttakendur á
þessum vettvangi þar sem mál-
efni Evrópu eru mjög mikilvæg
fyrir okkur.
Liechtenstein hefur haft fasta
fulltrúa við Evrópuráðið í Strass-
bourg síðan 1978. Er það mikil-
vægt fyrir ykkur?
Já, það er mikilvægt þar sem
Evrópuráðið fjallar t.d. um um-
hverfis-, skóla- og menningar-
mál sem snerta okkur beint. Við
eigum einnig sæti í einkaleyfa-
stofnun Evrópu en hún skiptir
okkur verulegu máli þar sem við
gefum ekki út okkar eigin einka-
leyfi.
Hefur aldrei komið til tals að
Liechtenstein gangi í NATO?
Nei, það kemur ekki til greina
af tveimur ástæðum. í fyrsta
lagi erum við umkrngd tveimur
hlutlausum ríkjum og það yrði
erfitt að komast til okkar. Og í
öðru lagi höfum við ekki her ...
Það er satt, þið hafið hann ekki
heldur. — ísland er staðsett
hernaðarlega á mjög mikilvæg-
um stað en Liechtenstein skiptir
engu máli hernaðarlega séð. Auk
þess tel ég að það sé nógu erfitt
fyrir NATO-löndin að komast að
samkomulagi nú án þess að
Liechtenstein bætist í hópinn og
fari að segja hvað það vilji og
hvað það vilji ekki gera.
Hvaða áhrif hafa efnahagserfió-
leikar í heiminum undanfarin ár
haft á Liechtenstein og eignir
furstafjölskyldunnar?
Þjóðin komst mjög vel í gegn-
um erfiðleikana. Við erum svo
SJÁ NÆSTU SÍÐU