Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 18
fjfi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984
Ekki árekstralaust
od vera kona
í norskri pólitík
Kristján Guðlaugsson rœðir við
Kari Thu, bœjarstjóra í Stavanger
Fyrir skemmstu var forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, boð-
ið til Stavanger til að halda aðalræðuna á þjóðhátíðinni 17. maí. Því
miður gat ekki orðiö af heimsókn forsetans að þessu sinni, vegna
anna. Þetta mun í fyrsta sinni, sem erlendum þjóðhöfðingja er
sýndur slíkur heiður. Að baki boðsins stóð önnur kona, bæjarstjóri
Stavanger, Kari Thu. Á hrollköldum marsmorgni keypti ég filmu í
gömlu myndavélina mína og rölti inn á bæjarskrifstofurnar sem eru
til húsa í sama húsi og bókasafnið, mitt í hjarta olíubæjarins.
Einkaritari bæjarstjórans tvísté í kringum mig, meðan ég týndi af
mér vetrarflíkurnar. „Frúin er við“ sagði hún eins og í trúnaði um
leið og hún bankaði varlega á stórar eikardyrnar að skrifstofu Kari
Thu.
Hlýtt til
íslendinga
Bæjarstjórinn er myndarleg
kona á miðjum aldri, með breitt
bros og hlýtt viðmót. Hún vísar
mér til sætis við langborð mikið
og byrjar strax að inna mig frétta
af íslandi. Það er engu líkara en
ég sé viðmælandinn en hún frétta-
ritarinn.
„Já, það var leiðinlegt þetta með
hana Vígdísi. En vonandi kemur
hún seinna þegar betur stendur
á.“
— Er þetta ekki óvenjulegt, að
erlendum þjóðhöfðingja sé boðið
til að halda hátíðarræðu á þjóðhá-
tíðardegi ykkar Norðmanna?
„Jú, venjulega eru það nú Norð-
menn sem tala á 17. maí, alla vega
hér í Stavanger. En Vigdís er svo-
lítið sérstök. Fyrir það fyrsta er
hún kona og mjög frambærilegur
fulltrúi lands síns og svo er hún
líka dugleg tungumálamanneskja.
En auðvitað iiggja hin sérstöku
tengsl íslands og Vestur-Noregs
að baki þessu öllu saman. Okkur
hér i Vestur-Noregi er hlýtt til ís-
lendinga, og flestir eru reyndar
komnir héðan af þessum slóðum,
ef taka má mark af fornsögunum."
— Lestu fornsögurnar? Ég get
ekki stillt mig um að spyrja þess-
arar spurningar, þótt ég eigi ekki
von á jákvæðu svari.
„Ég get ekki sagt að ég lesi forn-
sögur að jafnaði,“ Kari Thu brosir
breitt, „en ég les bækur Veru
Henriksen og eins og þú kannski
veist fjalla flestar bækur hennar
um forfeður okkar á víkingaöld
eða miðöldum. Sögusviðið er ekki
síður ísland en Noregur í bókum
hennar. Mér þykir afskaplega
vænt um hana sem rithöfund,"
bætir hún við.
Áður en mér gefst færi á að
spyrja hana frekar, upplýsir hún
mig um að hún hafi ætíð haft mik-
inn áhuga á norrænni sögu. Og
böndin milli íslands og Noregs eru
svo snar þáttur þeirrar sögu, að
heimsókn islensks þjóðhöfðingja á
norskum þjóðhátíðardegi er ekk-
ert óeðlilegt að hennar mati.
— Hvernig kom þetta til?
„Ja, eiginlega var það þjóðhátíð-
arnefndin, sem lagði þetta til. Það
var hringt í mig og ég skrifaði bréf
um hæl til íslands. En því miður
gat ekki orðið af þessu að þessu
sinni. En ég vona að Vigdís geti
komið í heimsókn seinna."
— Það stendur ekki til að setja
Hafursfjarðarorrustuna á svið,
líkt og gert var með Stikla-
staðabardaga, spyr ég.
„Mikil ósköp, það hefur þegar
verið gert. Þegar minnismerkið
um Hafursfjarðarorrustuna var
afhjúpað, var leikþáttur fluttur
um þá atburði sem Alfred Hauge
skrifaði á sínum tíma."
— Ég gæti ímyndað mér að for-
seti íslands hafði gaman af að
heimsækja Stavanger, skýt ég inn
í, sérstaklega með leiklistina í
huga.
„Já, hér er starfrækt barnaleik-
hús, hið fyrsta sem sett hefur ver-
ið á stofn í Noregi, og kannski þó
víðar væri leitað. Við erum mjög
stolt af því og ef forsetinn ykkar
kemur í heimsókn gef-st henni von-
andi tækifæri til að heimsækja
það.
— Er hugsanlegt að af slíku
heimboði verði?
„Já, ég get vel hugsað mér að fá
Vigdísi hingað sem gest. Við ætl-
um að halda Listahátíð hérna í
Stavanger á næsta ári og þá væri
vissulega gaman ef hún sæi sér
fært að koma.“
Konur þurfa að hafa
fleira til brunns að
bera, en vera konur
Meðan Kari Thu skýrir mér frá
vinasambandi Stavanger við Nes-
kaupstað og aðra bæi á hinum
Norðurlöndunum kemur ritarinn
inn. Undir hendinni er hann með
þykka möppu með margvíslegum
upplýsingapésum og kynningar-
efni um Stavanger.
„Því miður er þetta allt á
ensku,“ segir Kari Thu, „við erum
bara búin að láta allt af hendi eins
og er, en það er í prentun. Ég
þakka fyrir mig og velti því fyrir
mér hvernig samstarfið milli Nes-
kaupstaðar og Stavanger gangi.
Kari Thu er bæjarstjóri hægri-
flokksins.
„Jú, það gengur ágætlega. Auð-
vitað er ekki um náið samstarf að
ræða, en fulltrúar vinabæjanna
hittast reglulega og ræða sam-
skipti á sviði íþrótta, skólamála,
félagsmála og lista. Én þar fyrir
utan eru engin sérstök tengsl,
nema hvað við erum alltaf tilbúin
að greiða götu fólks frá vinabæj-
um okkar, ef það kemur hingað til
okkar í heimsókn. Nú, svo hafa
stjórnmálaflokkarnir einhver
tengsl sfn á milli, hver við sína
skoðanabræður."
— Er Stavanger hægribær?
„Nei, ekki get ég sagt það. Hér
hafa ýmsir flokkar farið með völd,
bæði hægrimenn, jafnaðarmenn
og samsteypur Kristilega Alþýðu-
flokksins og Miðflokksins."
— Hvenær byrjaðir þú í póli-
tík?
„Það er orðið langt síðan. En ég
var valin í bæjarstjórn árið 1971
fyrir Hægriflokkinn og hef setið
þar sfðan. En ég varð ekki bæjar-
stjóri fyrr en 1981.“
— Er ekki erfitt að vera kona í
norskri pólitík?
Nú verður Kari Thu hugsi.
„Jú, það er ekki árekstralaust.
En þó hefur það breyst mjög á
sfðari árum. Konur eiga erfiðara
uppdráttar í stjórnmálum en
karlmenn, sem kannski sést best
af því, hve fáar konur gegna mik-
ilvægum embættum í Noregi. Það
eru 454 sveitarfélög f landinu og
einungis fimmtán þeirra er
stjórnað af konum. Hér í Roga-
landi eru þrjú sveitarfélög undir
stjórn kvenna, en Stavanger er
auk Þrándheims eini stórbærinn
sem lýtur stjórn konu. Við þurfum
langtum fleiri konur í pólitíkina,
en það er á brattann að sækja og
ekki margar konur sem treysta sér
til að takast á við þá erfiðleika
sem eru samfara ábyrgðarstörfum
í stjórnmálum."
— Hver konar breytingar hafa
átt sér stað?
„Ég held að konur séu betur
undirbúnar undir slfk störf nú, en
fyrir t.d. tveimur áratugum. Bæði
hefur menntun meðal kvenna auk-
ist verulega og eins hefur afstaðan
til heimilishalds breyst mikið. Ég
á tvö börn og er húsmóðir auk
bæjarstjórastarfanna og auðvitað
hefur þetta tvöfalda álag oftlega
valdið árekstrum. En ég er sann-
færð um að stjórnmálastörfin hafi
ekki bara verið til ama fyrir fjöl-
skyldu mína. Börnin hafa til að
mynda öðlast betri innsýn f lands-
mál og þroskast verulega f félags-
legu tilliti. En það er ekki langt
síðan ég byrjaði að starfa að
stjórnmálum sem heilsdagsvinnu.
Ég tók kennarapróf frá Kennara-
háskólanum hér í Stavanger 1962
og kenndi við barna- og ungl-
ingaskóla allar götur til ársins
1981 er ég var kosin bæjarstjóri."
Ég skýri henni frá landvinning-
um kvenna í fslenskum stjórnmál-
um með nokkru stolti.
„Við höfðum líka kvennafram-
boð hér í Noregi fyrir nokkrum
árum, en árangurinn af því varð
kannski fremur sá, að hin fram-
boðin rýmdu sæti fyrir konur,
heldur en að kvennaframboðið
sjálft gerði stóra lukku. Þetta
gerðist upp úr kvennaári Samein-
uðu þjóðanna 1974 og ég held að
það hafi breytt talsverðu."
Enn get ég ekki setið á mér að
raupa af íslensku kvenfólki og
skýri henni frá Læjartorgsfundin-
um fræga, þegar nálega hver kerl-
ing í Stór-Reykjavík hijóp frá
daglegum önnum og amstri til að
brýna kynsystur sínar til afreka i
jafnréttisbaráttunni.
„Kvennaárið var mér mikil
hvatning. En ég vil leggja áherslu
á það, að Hægriflokkurinn otar
ekki konum fram í stjórnmál af
því einu saman að þær eru konur.
Þær verða að hafa fleira til
brunns að bera.“
— Er það ekki dálítið óvenju-
legt, að Hægriflokkurinn skuli
hafa konu sem bæjarstjóra. Þetta
er oft gert að einkamáli sósíal-
ista?
„Nei, síður en svo. Það er ekki
síður hjartans mál hægri flokks-
ins en annarra flokka, að konur
starfi að stjórnmálum, og við höf-
um gert mikið í því sambandi. En
afstaða flokksins er sú, að hæfi-
leikar og reynsla flokksmanna
ráði því hverja verðleika hann eða
hún hlýtur í starfi flokksins, ekki
kynið.“
— Hvernig lýst þér á Margaret
Thatcher og stjórnarstefnu henn-
ar í Englandi?
„Hún hefur gert margt gott.
Enskur efnahagur væri ekki þar
sem hann er í dag, ef hún sæti
ekki við stjórnvöl Ihaldsflokksins.
Efnahagsúrbætur ríkisstjórna
Thatchers hafa skapað nýjar vaxt-
arforsendur í ensku fjármála- og
60% kynningarafsláttur
á vegg- og huröamyndum
Veggmyndir 10 fm kr. 688,00.
Veggmyndir 5 fm kr. 408,00.
46 gerðir
Hurðamyndir 40 gerðir. Verö
kr. 274,00.
Myndin
Dalshrauni 13, sími 54171.
Opið alla daga frá kl. 19—18.
Laugardaga frá kl. 10—17.
Sunnudaga frá kl. 1—5.
Svæðameðferðin
viðbragðssvæði á fótum
er góö heilsubót
Svæðanuddstofan,
Lindargötu 38.
Sími 18612.