Morgunblaðið - 13.05.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984
67
Bæjarstjórinn í Stavanger, Kari Thu, í
atvinnulífi, og þegar fram líða
stundir mun alþýða manna þar í
landi njóta góðs af þeim.
„Við hér í Skandinavíu
vorum með barlóm... “
Auðvitað er ástandið í Noregi
allt annað en á Englandi. Vanda-
málin eru allt önnur og því ekki
hægt að líkja þessu saman. En ef
Hægriflokkurinn væri einn við
völd hér í Noregi myndi stjórn-
arstefnan vera önnur. Samstarfs-
stjórnir líða alltaf fyrir það, að
taka verður tillit til samstarfsað-
ilanna, það eru málamiðlana-
stjórnir."
— Hefur Hægriflokkurinn
komið einhverju til leiðar, sem þú
ert stolt af ?
„Já, auðvitað hefur margt tekist
ágætlega. T.d. hefur sala á út-
flutningsvörum okkar Norðmanna
aukist verulega á erlendum mörk-
uðum, samtímis sem innflutning-
ur hefur minnkað nokkuð. Verð-
lagshækkanir eru nú aðeins helm-
ingur þess sem var í tíð Jafnaðar-
flokksins og fjöldi vinnustaða hef-
ur aukist að mun.“
— Hvernig horfir þetta við
sveitarfélögunum og bæjarfélög-
unum? Hefur hægristjórnin ekki
rekið niðurskurðarhnífinn í ýmis-
legt upp á síðkastið?
„Félagsleg þjónusta er fyrir-
ferðarmikil hérna í Stavanger og
auðvitað tekur fjárhagur bæjarfé-
lagsins mið af því. Mikill hluti
fjármunanna fer til félagslegrar
skrifstofu sinni.
þjónustu og svigrúm bæjarstjórn-
arinnar er nokkuð þröngt af þeim
sökum. Félagsleg þjónusta er mik-
ilvæg, sérstaklega við ellilífeyris-
þega. Ég man að ég sat einu sinni
á samnorrænni ráðstefnu, þar sem
umönnun aldraðra var til um-
ræðu. Við hér í Skandinavíu vor-
um með mikinn barlóm yfir fjár-
frekum opinberum aðgerðum, en
þið íslendingar leystuð þessi mál á
langtum ódýrari og kannski
mannlegri máta. Ég hef á tilfinn-
ingunni að betur sé hugsað um
aldraðra á íslandi en á hinum
Norðurlöndunum."
Ég segi ekkert, þó mig dauð-
langi til að segja nokkur vel valin
orð um ellilífeyrinn. Ég veit sem
er, að aldraðir komast síður en svo
betur af hér í Noregi en heima á
Fróni, og þar er ekki aðeins um
fjármál að ræða, heldur einnig al-
menna afstöðu fólks til aldraðra.
— Á að skera niður félagslega
þjónustu, spyr ég varlega.
„Nú verður breyting á skipulagi
fjármálanna. Sérhvertt sveitarfé-
lag og bæjarfélag fær ákveðna
fjármuni frá ríkinu, eftir hlutfalli
og þörf, og getur síðan ráðstafað
þessum fjármunum að miklu leyti
eftir eigin höfði eða þörfum, án
íhlutunar ríkisins. Ég er sannfærð
um að aukið svigrúm til að færa
fjármagnið til allt eftir þörfum
hvers einstaks sveitarfélags mun
reynast betur en miðstýrð fjár-
miðlun.“
— Er ekki Stavanger á grænni
grein fjárhagslega eftir að olíu-
Ljósm.: Kr.G.
ævintýrið hófst?
„Stavanger hefur ágætan fjár-
hag og það er að nokkrum hluta að
þakka olíuvinnslunni. Hún hefur
aukið fjölbreytni atvinnulífsins
mikið og dregið fjármagn að bæn-
um. Fjárhagur okkar batnaði svo í
upphafi olíuvinnslunnar, að bæj-
arfélagið fjárfesti í ýmsu og hóf
rekstur á fyrirtækjum. Nú þegar
erfiðari tímar fara í hönd, er ekki
eins auðvelt að losa sig út úr slík-
um fjárfestingum. Við viljum
halda vinnustöðunum gangandi og
bæta við nýjum. Það er mikilvægt
að atvinnulífið staðni ekki og
atvinnuleysi verði ekki að stóru
vandamáli hér. Þess vegna höfum
við lagt áherslu á vísindastörf í
tengslum við atvinnulífið. Fylk-
isháskólinn hér í Stavanger vinn-
ur að slíkum rannsóknum, bæði á
sviði olíuvinnslunnar og eins í fé-
lagsmálum, m.a. með fjárstuðn-
ingi bæjarfélagsins."
Nú er ég komin með myndavél-
ina á loft og sólargeislarnir laum-
ast inn af frostköldum himninum
inn á teppalagt gólfið á skrifstofu
bæjarstjórans.
— Má ég taka mynd af þér?
„Já, já. A ég að sitja hér?“
— Viltu ekki sitja við skrif-
borðið, það er miklu fagmann-
legra?
„Guð minn góður. Það er svo
mikil óreiða á skrifborðinu."
Það er greinilegt að bæjarstjór-
inn er líka húsmóðir, hugsa ég
þegar ég kveð Kari Thu og smokra
mér út í frostið.
Tilboð sem verður ekki endurtekið
Gildir til 19. maí ’84.
30% staðgreiðsluafsláttur
af öllum vörum verzlunarinnar
ATH:
OPIÐ:
alla daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 optð frá kl. 10—3 e.h.
Tílboöiö veröur
ekki endurtekíö.
K.M. Hósgögn
Langholtsvegur III — Símar 3701 0— 37144 — Reykjavík.
w«irsnm */+ __
/Ái| *' FERÐASKRIFSTOFA
VBV RtKlSlXS
Skógarhlíð 6. Sími 25855.
Eins og aö undanförnu mun Feröaskrifstofa ríkisins
bjóöa upp á feröir um landiö í sumar undir leiösögn
fróöra og reyndra manna. Fariö veröur um helstu
héruö landsins, svo fólki gefst kostur á aö skoöa
fagra og merka staði, rifja upp atburöi og sögur sem
tengjast þeim og njóta náttúru landsins áhyggjulaust
um mat, næturstað og leiöir.
HRINGVEGURINN Á 10 DÖGUM
Fararstjóri í öllum ferðum: Guömundur Guöbrands-
son. Brottfarardagar: 6. júlí, 20. júlí, 2. ágúst.
VESTFIRÐIR/SNÆFELLSNES — 9 DAGAR
Fararstjóri í öllum feröum: Jón Böðvarsson.
Brottfarardagar: 3. júlí, 22. júlí, 1. ágúst.
Ný ferð:
ÍSLENDINGASAGNAFERÐ — 4 DAGAR
Ferö um söguslóöir 10—12 islendingasagna meö
Jóni Böövarssyni. Þátttakendur fá í hendur gögn
varöandi sögurnar. Gist á Hótel Stykkishólmi allar
næturnar og fariö þaöan í ferðir um Snæfellsnes og
Dalasýlu.
TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI í ALLAR FERÐIR.
Nánari upplýsingar og bókanir á Feröaskrifstofu
ríkisins, Skógarhlíö 6, sími 25855.
íMíðarkápu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót.
j
Hafið samband við sölumann.
Múlalundur
Ármúla34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík