Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Kart- öflur Kúmenkartöflur 5 stórar kartöflur 'k tsk fínt salt 3 tsk kúmen 1 msk brætt smjör, smjörlíki eða matarolía 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í 1 sm þykkar sneið- ar. Raðið á smurt eldfast fat. Smyrjið með smjöri/olíu. 2. Stráið salti og kúmeni yfir. 3. Hitið bakarofninn í 180°C og bakið kartöflurnar í 30 mínútur. Kartöflur bakaðar með osti 5 stórar kartöflur 100 g mjólkurostur í sneiðum álpappír smjör eða matarolía til að smyrja álpappírinn með 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í 1 sm þykkar sneið- ar. Skerið ostinn í sneiðar. Setjið ostinn milli sneið- anna. Látið kartöflurnar halda laginu. 2. Smyrjið 5 búta af álpappír sem nær vel utan um kartöflurnar og vefjið um þær. 3. Hitið bakarofninn í 200°C og bakið kartöflurnar í 60 mínútur. Þykk kartöflu- pönnukaka 5 stórar kartöflur 2 egg Vt tsk rifin múskathneta eða tilbúið duft 1 msk + 1 tsk matarolía 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í sneiðar. Sjóðið síðan í saltvatni í 10—15 mínútur. Hellið vatninu af og hristið pottinn með kartöflunum á hellunni smástund. 2. Setjið kartöflurnar í hrærivélarskál, bætið múskati og eggjum út í. Hrærið vel saman þar til allt er jafnt. 3. Hitið 1 msk af matarolíu á pönnu. Hafið hægan hita. Setjið síðan kartöflustöppuna jafnt á pönnuna, setjið lok á pönnuna. Fylgist vel með bakstrinum svo að pönnukakan brenni ekki. Hafið hana þannig í 10 mínút- ur. 4. Takið flatan hlemm, losið pönnukökuna frá með spaða. Rennið henni síðan á potthlemminn. 5. Setjið 1 tsk af matarolíu á pönnuna og hvolfið pönnu- kökunni þar á. Látið bakast í 5 mínútur. IGörðum á Álftanesi ræktaði Guðlaugur Þorgeirsson prófastur kartöflur árið 1760, sama ár og Björn Halldórsson prófastur í Sauðlauksdal, en þeir voru báðir áhugasamir um kartöflu- og matjurtarækt. Þó var F.W. Hastfer barón fyrstur til að rækta kartöflur á íslandi, nánar tiltekið á Bessastöðum, sumarið 1758. og fékk hann góða uppskeru. í Matjurtabókinni, sem gefin er út af Garðyrkjufélagi Islands, segir. „Kartaflan er sú mat- jurt, sem mest er ræktuð hér á landi enda ómissandi í daglegri fæðu vegna hins háa næringargildis síns. Talið er, að kartöflujurtin sé ættuð frá vesturhlíðum Andesfjalla, frá Perú og Bólivíu í Suður-Ameríku. Álitið er, að kartöflur hafi fyrst verið fluttar frá Perú til Spánar um 1565. Þaðan breiddist kartöfluræktin út til meginlands Evrópu." Núna rækta íslendingar ekki nægilega mikið af kartöflum til eigin nota og verða því að flytja inn mikið af kartöflum. Þetta stafar oft af erfiðu árferði sem veldur uppskerubresti eins og raunin varð á í fyrra, og hefur mikið verið flutt inn af kartöflum á þessu ári. Núna síðustu dagana hafa neytendur kvartað sáran yfir óætum kartöflum. Vonandi varir þetta ástand ekki lengi, en á þessum árstíma þegar lítið er um ferskt grænmeti og það er mjög dýrt, finnst mörgum erfitt að vera kartöflulausir. Þó er ýmislegt hægt að borða í stað kartaflna. íslenskar gúrkur eru'komnar í verslanir, inn- fluttar gulrætur og hvítkál fæst enn, hrísgrjón eru góð með öllum mat og mikið er til af alls kyns baunum. En við skulum bara vinda okkur í að búa til eitthvað ljúffengt úr þeim kart- öflum sem við fáum. Vondar kartöflur eru mun betri ef þær eru afhýddar fyrir suðu og soðnar í örlitlu saltvatni stutta stund. Best er að skera þær í sneiðar. Síðan er vatninu hellt af þeim og þær hristar yfir heitri hellunni smástund. Vont bragð kemur af hýðinu á vondum kartöflum og skemmdinni sem er inni í þeim, séu þær soðnar með hýðinu. Ýmis ráð eru til að bæta kartöflur í suðu. Hér get ég um átta þeirra. 1. Sjóðið kartöflurnar í mjólkur- eða undanrennublandi. 2. Setjið hálfa msk af ediki í 5 dl af suðuvatni. 3. Setjið xh súputening í 5 dl af suðuvatni. 4. Setjið 1 msk af súpujurtum í 5 dl af suðuvatni. 5. Setjið xh tsk af kúmeni í 5 dl af suðuvatni. 6. Setjið 1 tsk af skessujurt (lövstikke) í 5 dl af suðuvatni. 7. Setjið 1—2 sneiðar af sítrónu í 5 dl af suðuvatni. 8. Setjið xk msk af ediki, 1 tsk af sykri, 4 piparkorn og 1 lárviðarlauf í 5 dl af suðuvatni. Hér koma nokkrar uppskriftir af kartöfluréttum, sem auðvelt er að matreiða. Þeir eru góðir sem meðlæti með kjöti eða fiski. Þykk kartöflupönnukaka meÖ tómatsósu og dilli 5 stórar kartöflur 1 msk tómatsósa 2 egg 2 tsk dill Notið sömu aðferð og við kartöflupönnukökuna hér á undan. Bakaöar kartöflukúlur meö kornflögum 5 stórar kartöflur 1 egg 2 tsk klippt eða þurrkuð steinselja 1 'k dl kornflögur 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í sneiðar. Sjóðið síðan í saltvatni I 10—15 mínútur. Hellið vatninu af kartöfl- unum og hristið pottinn á hellunni smástund. 2. Setjið kartöflurnar í hrærivélarskál, bætið steinselju og eggjarauðunni út í. Hrærið vel saman. Þeytið hvít- una og setjið út í. 3. Merjið kornflögurnar lauslega með kökukefli. Setjið á disk. Mótið kúlur úr kartöflustöppunni og veltið upp úr kornflögunum. 4. Setjið kartöflukúlurnar á smurða bökunarplötu eða bökunarpappír. 5. Hitið bakarofninn í 180°C og bakið kúlurnar í 15 mínútur. 20 áraafinœE 11iíe/ni tvítugsafmœBsins vdtum við 20%. afsíátt 1964 A mgíonl 1984 Starmýri 2, sími 30580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.