Morgunblaðið - 13.05.1984, Side 28

Morgunblaðið - 13.05.1984, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 76 3E A DROTnNS T>FGI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Félag guðfræðinema VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ HÚN sat vió eldhúsboröið mitt og grét. Ég var fegin. Ekki aó hún skyldi vera að gráta heldur að úr því henni leið illa skyldi hún geta grátið. Ég fann til auðmýktar og hátíöleika yfir því að hún skyldi hafa valið mitt eldhúsborð til að gráta við. Hún grúfði sig í gaupnir sér. Kannski var hún að gera það upp við sig hvað hún ætlaði að segja, kærði sig um að láta uppskátt. Á meðan ráðfærði ég mig við Drottin. I»ú veizt, sagði ég, að ég er þesNum vanda ekki vaxin. Ég óttast að ég muni ekki skilja þegar hún fer að tala, ekki geta gefið henni svör, sem duga henni. Ég veit það, Drottinn, að henni léttir kannski ögn við það eitt að tala. Én ef mér verður það á að svara henni allt öðru vísi en hún væntir, held ég að hún verði fyrir vonbrigðum og líði bara verr á eftir en undan. Hún þurrkaði sér um augun og horfði á mig. Ég hellti heitu, ilmandi kaffi í bollana okkar og beið átekta. Æ, ég veit það ekki, andvarpaði hún. Það er svo sem ekkert að mér. Ég skil ekki hvers vegna ég er svona aum. Ég er eitthvað svo algjör- lega framtakslaus. Heldurðu að það sé af ein- hverju, sem hefur gerzt og setzt að þér, spurði ég varlega. En henni fannt það líklega ekki. Ég held að við getum oft ekki mætt nema einum eða tveimur erfið- leikum eða vonbrigðum í einu, hélt ég áfram. Ef erfiðleikarnir verða meiri verður það okkur kannski um megn í bili. Hún hristi höfuðið og drakk kaffið. Við erum í rauninni öll svona aum, sagði ég. Við og við erum við öll svona aum. Þótt það sé ekki fallegt að segja það finnst mér gott að vita að það er ekki bara ég ein eða þú ein. Við erum 9. boðorðið Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns Hvar sem er unnið, hugur þinn starfar, hús vor og tæki eru þín verk. Þú vilt vér teljum vort það, sem gefur vizkan þín rík og höndin sterk. Úr sálmi 22 í sálmabók- inni í þýðingu Sigurbjarn- ar Einarssonar, biskups. í stórum og góðum félagsskap þegar við skiljum ekkert í sjálf- um okkur. Þetta virtust ekki svörin, sem hún vænti. Ég fór að segja henni ýmislegt, sem aðrir höfðu sagt mér eða ég hafði lesið. Kannski verðum við stundum svona niðurdregin af því að okkur finnst við ekki ráða við það, sem við erum að gera. Og svo verður það erfiðara og erfiðara að tak- ast á við það því meir sem okkur finnst við missa tökin á því. Ég hef heyrt suma segja að þeim finnist þá bezt að byrja á auð- veldustu verkefnunum og fikra sig svo áfram að því, sem þeim finnst svo leiðinlegt eða erfitt. Þeim finnst þau fá betri sam- vizku og meiri kjark þegar eitthvað fer að komast í rétt horf. Heldurðu að þetta gæti eitthvað hjálpað þér? Hún þurrkaði sér aftur um augun og andvarpaði. Æ, ég veit það ekki, sagði hún. Ég skil bara ekkert í sjálfri mér. Klukkan var að verða tólf þeg- ar ég horfði á eftir henni keyra burt í litla, brúna bílnum sínum. Líklega mun ég aldei vita hvort það, sem ég sagði, varð henni til einhverrar hjálpar eða engrar. Meðan ég þvoði kartöflurnar velti ég þvi fyrir mér hvort það myndi setjast að mér hvað ég var ómögulegur sálusorgari eða hvort ég myndi treysta því að eitthvað af því, sem ég hafði sagt frá sjálfri mér og öðrum myndi bætast við eitthvað, sem aðrir Það getur verið svo afskaplega erfitt að horfast í augu við sjálfan sig. Og það gerir þetta erfiða enn erfiðara. En björgunin er fyrir hendi. segðu henni til uppörvunar, vit- andi eða óafvitandi. Við erum flókin, Drottinn, sagði ég upphátt. Þakka þér innilega að þú skilur það í okkur, sem við skiljum ekki sjálf. Og þar með kveikti ég undir kartöfl- unum og vonaði að hún væri nú líka að kveikja undir sínum kartöflum. Kannski myndi svo lítil framkvæmd verða skref í áttina að öðrum meiri. Allt þar til fólk mitt settist að borðum og eldhúsið fylltist af annarri um- ræðu fór ég alvarlega fram á það við Drottin að hann hefði auga með okkur báðum. Biblíulestur vikuna 13.—20. maí Sunnudagur 13. maí: I. Mós. 20.17 — Ekki girnast hús Mánudagur 14. maí: 5. Mós. 6.10—12 — Guðgaf húsin Þriðjudagur 15. maí: Matt. 6.19—23 — Ekki treysta eignunum Miðvikudagur 16. maí: 5. Mós. 8.12—18 — Ekki ofmetn- ast Fimmtudagur 17. maí: Jes. 5.8 — Böl ágirndarinnar Föstudagur 18. maí: Matt. 13.22 — Tál auðæfanna Laugardagur 19. maí: Sálm. 127.1—2 — Drottinn bygg- ir húsið FRA YMSUM TIL ÞIN Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú, Drottinn, ert hjá mér. Komið til mín, þið öll, sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita ykkur hvíld. Jesús Davíð konungur Það sem við þörfnumst fyrst og fremst er að einhverjum þyki vænt um okkur. Guðrún Ég hef alltaf tamið mér að horfast í augu við það, sem mætir mér. Steinunn Ég vinn við að flytja hús. Ég þarf að sjá um að vegurinn framundan sé auður og enginn komi þjótandi á eftir okkur. Eins geri ég þegar ég einbeiti mér að þessu eða einhverju öðru. Ég útiloka úr huganum það sem er fram- undan og það sem búið er, og einbeiti mér að því, sem ég er að gera núna. Þórarinn Orlofshús og skálar í Skálholti í SKÁLHOLTI eru tvö orlofshús til leigu fyrir fjölskyldur og litla hópa. Kinnig eru tveir skálar fyrir stóra hópa. Húsin öll eru leigð allt árið og öllum opin, en starfsmenn kirkjunnar ganga fyrir. í sumar er verð fyrir dvöl í orlofshúsunum 2.300 krónur fyrir vikuna en 400 krónur fyrir sólarhringinn ef dvalið er skem- ur en viku. Verð fyrir hópa í skálunum er 200 krónur á mann yfir nóttina. Tekið er við pöntunum hjá Æskulýðsskrifstofu þjóðkirkj- unnar á Klapparstíg 27 í Reykja- vík. Síminn þar er 91-12445. Sóknarpresturinn í Skálholti tekur líka á móti pöntunum og veitir allar upplýsingar. Sókn- arpresturinn er séra Guðmundur Óli Ólafsson og sími hans er 99- 6860.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.