Morgunblaðið - 13.05.1984, Side 30

Morgunblaðið - 13.05.1984, Side 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAf 1984 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliöi Jónsson, garöyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekiö að sér aö svara spurn- ingum lesenda Morgunblaösins um garöyrkju. Lesendur geta hringt spurningar sínar til Lesendaþjónustu Morgunblaösins í síma 10-100 milli kl. 13 og 15 mánudaga til föstudaga. Svörin birtast fáum dögum síöar. Hafliöi mun veita leiðbeiningar um hvers konar ræktun, jafnt blóma, trjáa og matjurta. Vorstörfin í garðinum Fjörusandur sem áburöur Sveinn Jóhannsson spyr: Er slæmt fyrir kálgarða, eða grasbletti þar sem mosi er orðinn vandamál að bera á fjörusand? Er kannski einhver selta í honum sem gæti skemmt út frá sér? Svar: Fjörusandur, þó einhver selta sé í honum, á ekki að valda neinum skaða, en í kálgarði bætir hann veruiega mó- eða leirjörð. Rétt er hinsvegar að bera hann hóflega á grasflatir þótt hann geti verið til mikilla bóta þar sem blautt er. Hann þurrkar upp og í svörtum sandi nýtist hiti sólarinn- ar betur, en allt kemur þó til lítils ef ekki er jafnframt borið vel á af áburði. Fjólur og stjúpmæöur íbúi vió Tjarnargötu í Reykjavík spyr: Eg er í vandræðum með íslensk- ar fjólur og einnig stjúpmæður í garðinum mínum, en þær skemm- ast alltaf eins og étnar af ein- hverju skordýri eða fuglum. Ég veit til að þetta sama hefur átt sér stað með þessar tegundir, aðallega stjúpmæðurnar, í gamla kirkju- garðinum, en hins vegar veit ég ekki til að þetta sé vandamá) ann- ars staðar í bænum. Hvað gæti valdið þessu? Er kannski eitthvað í Tjörninni, sem herjar á þessar tegundir? Svar: Engar sögur fara af því að brabra eða aðrir elskulegir fuglar sæki á fjólur eða önnur skraut- blóm og ekki hefur þess orðið vart að skaðar hafi gert vart við sig, t.d. á Austurvelli, af líku tagi og í garði fyrirspyrjanda. Mestar líkur eru á, að snigill hafi valdið þessum ósköpum, en einnig gæti hugsast að þarna hafi ranabjöllur verið á ferð. Það væri ráð til að komast að hvaða skaðvaldur er þarna á vakki, að Ieggja fjöl eða rakan klút í beðið hjá stjúpunum og ganga úr skugga um það að morgni, hvort meinvætturinn leynist ekki þar undir þegar hann forðar sér fyrir dagsbirtunni. Kartöflur í sandi Kinar Einarsson spyr: Mínar spurningar eru varðandi kartöflugarð með sandjarðvegi: Hvaða tegund af áburði ég að bera í hann? Hvað þarf að láta mikið í ca. 100 fermetra garð? Á að bera á, áður en stungið er upp eða eftir á? Svar: Sennilega væri hagkvæm- ast að bera þann áburð í garðinn, sem Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi selur undir heitinu Græðir 8. Það hefur jafnan gefist vel að hafa til viðmiðunar að bera á svip- aðan þunga af áburði og þunga þess útsæðis sem sett er niður, eða aðeins ríflega, og þegar um sand- jörð er að ræða er sjálfsagt að taka tillit til þess, að þar skolast áburður fyrr úr jarðvegi en ef um moldarjörð er að ræða. Það væri því athugandi að bera á auka- skammt þegar kemur fram á sum- arið, einkanlega ef votviðrasamt hefur verið fyrri hluta sumars. Þá t.d. 2—3 kg á 100 fm seinast í júlí eða fyrst í ágúst. Tilbúinn áburð skal ætíð bera á, eftir að jörð hefur verið unnin en áður en sett er niður. Aburður á tré Ágúst Jónsson spyn Er nauðsynlegt að bera hús- dýraáburð á tré árlega? Svar: Nauðsynlegt er það ekki, en skaðar þó ekki. Það er ágæt regla að bera lífrænan áburð á fimmta eða sjötta hvert ár, ef tök eru á að verða sér úti um húsdýra- áburð, en þó er það alls ekki nauð- synlegt, sé árlega borinn á kem- iskur áburður, Þá 15 til 20 kg á 100 fm t.d. af Græði 5. Þeim skammti væri síðan þrískipt og borinn á með mánaðar millibili, en ekki ausið á öllum í einu. Bjalla sækir í blóm 0%4—6418 spyr: f garðinum hjá mér í fyrra var brún bjalla sem át kringlótt göt á blöðin á blómunum hjá mér. Sum blómin át hún upp til agna. Hvaða bjöllutegund er þetta og hvaða eit- ur dugar gegn henni? Ég reyndi eina tegund af eitri í fyrra, „Basu- din Skadens Middel", en það bar engan árangur. Svar: Sennilega hefur ranabjalla verið að fá sér næringu úr blóm- unum og það er ekki sérlega auð- velt að fyrirbyggja ásælni hennar, þar sem hún er til staðar. Úðun með skordýraeitri hefur sjaldnast verulega tortímingu hennar i för með sér, en öðru máli gegnir ef eitrinu er blandað saman við hveitiklíð og síróp, þá freistar það hennar meira en laufblöðin og vel getur það orðið banabiti rana- bjöllunnar, eins og jafnan vill verða hjá öllum sem sjá ekki við freistingum heimsins. Þegar slík blanda er borin út fyrir vágesti í blómabeðum, er mikilvægt að leggja yfir „dópið" eitthvert ílát sem ver það, svo að fuglar nái ekki til þess. Grasmaðkur og gulrætur Maóur á Eyrarbakka spyr: Hvenær byrjar grasmaðkurinn að herja á gulrætur og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að hann geri það án þess að maður þurfi að eitra? Ég kannast við að hafa heyrt að ef beðin eru vökvuð mik- ið, fælist maðkurinn eða drepist. Er það rétt? Þá langar mig að vita hvort ekki þarf að vökva kartöflubeð, ef svart plast er sett yfir það. Svar: Það er rétt að játa það strax, að þetta er í fyrsta sinn sem ég hef heyrt um það, að grasmaðk- ur sæki í gulrótargrös. Yfirleitt fer grasmaðkur ekki að gera vart við sig fyrr en seinni hluta júní- mánaðar eða í júlí. Séu mikil brögð af því að slík plága sé á ferðinni í gulrótarbeðum eða inn- an um aðrar sveipjurtir hjá ykkur á Eyrarbakka, væri eðlilegt að rannsóknarmenn frá Keldnaholti yrðu kallaðir til að kanna málið. Vatnsúðun hefur engin lamandi áhrif á slíkan ófögnuð. Hvað varðar ræktun undir svörtum plastdúk, þá er sjálfsagt átt við það að gert sé gat á dúkinn fyrir grösunum og þau göt eiga í venjulegu árferði að vera full- nægjandi til að veita vatni leið til moldarinnar sem fullnægir gróðr- inum sem verið er að rækta, nema ef þurrviðrasamt er úr hófi, þá gildir það ekki síður að vökva slík ræktunarbeð en önnur og nýtist þá rakinn í moldinni betur þar sem plastið er yfir en í venju- legum opnum beðum. Mosi í blettinum Kristján Friðriksson spyr: Hvernig get ég losað mig við mosa á blettinum hjá mér? Eg bý á Eyrarbakka og mosinn virðist vera orðinn landlægur hérna. Það er aðallega siðastliðin tvö ár sem ég hef orðið var við mosann og ég vil endilega hreinsa garðinn af honum. Svar: Það hef ég lesið í mörgum bókum, að oft reki mikinn þara á land í vetrarbrimi við Eyrarbakka og Stokkseyri og ég trúi að svo gerist ennþá. Það væri heillaráð að bera slíkan gósenáburð á tún- blettina í byggðinni seinnipart vetrar og ég trúi ekki öðru en að grösin græn verði fljótlega búin að ná yfirhöndinni og kæfa allan mosa, jafnvel á fyrsta sumri. NYTT SENDUM UM ALLT LAND Verð frá krónum 1.500 1) LAMBDA meö veggfestingu 2) LAMBDA meö veggfestingu 3) SWIFTY með veggfestingu 4) SWIFTY meö veggfestingu 5) SWIFTY meö „musik“ kr. 1.500 kr. 2.250 kr. 2.374 kr. 3.274 kr. 2.640 1 minni 10 minni 1 minni 10 minni 1 minni Arsábyrgð sam- þykkt af Póst og síma. Kló fylgir. Pantið strax í dag. Skipholti 19 — Sími 29800.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.