Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.05.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 81 Kábi Laretei ANKlKli SKH'ANSikH..'' H.V.VMU* HttV U VlH KM ! N 1946 í Stokkhólmi vakti hún mikla athygli, þá aðeins 24 ára að aldri. Laretei hefir og snúið sér að ritstörfum, en skífunni fylgja á fjórblöðungi greinar eft- ir hana, sem hún nefnir „Nær- myndir". Skrifar hún þar um tónlistina sem hún leikur, en einnig um kvikmyndir Bergmans og kringumstæður þær og atvik, sem hún minnist og tengir tón- listinni. Er að því mikill fengur og má með sanni segja að lýs- ingar og frásagnir Laretei.gefi skífunni aukið gildi. Minnist hún meðal annars þess, að er hún var unglingur hafi hún á 4. áratugnum dvalið ásamt fjölskyldu sinni á pólsk- um herragarði í Litáen, alveg við pólsku landamærin, sem þá voru öllum lokuð. Segir hún pólska gestgjafa sína hafa lent öfugu megin við landamærin og þeir þannig verið sviptir öllum mögu- leikum á að hafa samband við ættland sitt og venslalið, en bjuggu á setri sínu, sem gjald- þrota fyrirfólk, haldið sjúklegri heimþrá. Hún lýsir á myndræn- an hátt sumarkvöldunum á niðurníddum garðsvölum, þrungnum ilmi tóbaksblómanna og gá varðhundanna í fjarska, en út um opna stofugluggana barst tónlist Chopin frá útvarpi heimalandsins í Varsjá. Laretei segir, að snortin af þessari sáru heimþrá hinna pólsku gestgjafa sinna og hinni sérstæðu slav- nesku blöndu af stolti, veglyndi og trega hafi hún öðlast sér- kennilega þekkingu á tónlist Chopin. Hún bætir því við, að sjálf hafi hún á æskuárum sín- um átt Pleyel-flygil, með björt- um fögrum hljómi, sömu flygil- gerð ogChopin hafi sjálfur leikið á. Vera má að Laretei finni til samkenndar með Chopin, enda bæði landflótta hvort á sinn hátt. Laretei segir, að allt frá þess- um tíma hafi hún leikið og unnið með tónlist Chopin, og heyrist það fljótt er hlustað er á skífu þessa, að tónlist hans túlkar hún af fágætri næmni og tilfinningu, sem hrífur hlustandann skjótt. Nýtur Fantasíu-improntu Chop- in sín einkar vel í túlkun hennar, en þar notar hún þá upprunalegu gerð, sem Rubinstein uppgötvaði 1960. Um kvikmyndina „Höstsonat- en“ frá árinu 1978, þar sem þær leika a móti hvorri annarri þær Ingrid Bergman og Liv Ullman, segir Laretei að hún hafi leið- beint þeim stöllum í leik og einn- ig leikið prelúdíum Chopin í a-moll í tveimur útgáfum: Ann- ars vegar útgáfu hins reynda og skólaða listamanns og hins veg- ar ástúðiega, en ófrumiega túlk- un áhugamannsins. Greinir Lar- etei frá samstarfi þeirra, en lýk- ur þeim kafla á að segja að tóm- legt hafi henni þótt að skilja við slíkt samstarfsfólk og lista- menn, þegar upptöku á þessum þætti kvikmyndarinnar var lok- ið, og taka upp hið einmanalega hlutskipti píanóleikarans og endalausar æfingar. Greinargóð lýsing er á tækni- vinnu við upptöku skífunnar. Fór hún fram hjá sænska út- varpinu og fylgir það sögunni að Kábi Laretei hafi leikið á Steinway-flygil. Er þess getið að með vissum umbótum á upp- tökutækjum hafi tekist að ná 80dB tónstyrk með aðeins-0, 5dB fráviki á tónsviðinu 30—20.000 rið. Enda þótt svo glæsileg gildi skili sér aldrei á venjulegri hljómplötu, þá dylst ekki að hér er verulega vandað til allrar tæknivinnu og skífan ákaflega vel unnin. Hljómmyndin er ná- læg og skýr og hljómurinn einkar eðlilegur og blæbrigða- ríkur. Enda þótt upptakan sé frá árinu 1978 verður þess ekki vart við samanburð á yngri útgáfum. Að öllu samanlögðu óvenju eigu- leg heild texta og tónlistar. Konráð S. Konráðsson Til sölu Tilboö óskast í húseignina Hvanneyrarbraut 21, Siglufirði. Húsiö er kjallari, hæö og ris ásamt stórum bílskúr. Frekari uppl. í síma 41018 eöa 96-7813 Siglufirði. TANGARHðFÐA 4. SÍMI 91 86619. Verslun með varahluti í vörubíla og vagna HPflTll Sænskir 1 bremsuborðar í vörubíla og tengivagna, m.a. Volvo 7-10- 12 tramhj. kr. 1430,-, afturhj. kr. 1680,-, búkkahj. kr. 1190,- Scania 110-141 framhj. kr. 1220,-, afturhj. kr. 1770,-, búkkahj. kr. 1220, ■ffif Ert þú ekki samferða í sumar? - Síminn er 26900. —i----— tílMánds 25. maí verður sérlega ódýr 10 daga ferð til frlands. I maí og júní skartar írsk náttúra sír,u fegursta og óteljandi golfvellirnirsínu grænasta. Hægt er að velja um ýmsa ferðamöguleika, en alltaf er innifalin gisting með morgunverði tvær fyrstu næturnar á Burlington, sem er 4ra stjörnu hótel í miðborg Dublin. Þar mun umboðsmaður Úrvals í Dublin aðstoða farþega við skipulagningu ferðaáætlana. Flug og 2ja nátta gisting: Verð frá kr 10.100.-Innifalið flug og 2ja nátta gisting og morgunverður á Burlington. Flug og bfll: Jrland er lítið land og þægilegtyfirferðar. T.d. eru aðeins 219 km frá Dublin þvert yfir til Galway og 309 km frá Dublin niður til Killarney. Bíllinn er afhentur á Hótel Burlington að morgni 27. maí. Verð frá kr. 11.036.- Innifalið flug, 2ja nátta gisting og morgunverður á Burlington, bíll í 9 daga með ótakmörkuðum akstri, söluskattur og ábyrgðartrygging. Frjáls eins og fuglinn: Hótelpassi, sem gildir á yfir 20 góðum hótelum víðs vegar um Irland. Ferðaáætlunin er gerð frá degi til dags, allt eftir skapi ferðalanganna eða veðurguðanna. Þessi ferðamáti er tilvalinn fyrir golfáhugafólk. Verð frá kr. 15.252.- Innifalið flug, gisting og morgunverðurá Burlington, bíll f 9 daga með ótakmörkuðum akstri, söluskattur og ábyrgðartrygging og hótelpassi í 8 nætur. Flug og sumarhús, í Killarney Lakeland Cottage, Kerry Caragh Village eða Waterford Tramore Villas. Allt eru þetta ný og glæsileg sumarhúsahverfi með fullkominni aðstöðu og stórglæsilegum húsum. 8 daga leiga á 4ra manna sumarhúsi kostar aðeins 5.750 kr., 6 manna frá kr. 6.330.- og 8 manna frá kr. 7.400.- Flug, bíll og sumarhús kostar frá kr. 12.473.- Flug og sigling: Ein vinsælasta aðferðin við að eyða fríinu sínu á írlandi er að sigla á glæsilegum vatnabát um hið rómaða vatnasvæði Shannon. 8 daga leiga á 4ra manna bát kostar kr. 13.838.- Innifalið er þá einnig flutningur milli Hótels og Shannon, tilsögn í meðferð bátsins og kynnig á siglingaleiðum. Flug, gisting og morqunveróur á Burlington og sigling kostar frá kr.13.560.- FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.