Morgunblaðið - 13.05.1984, Page 36

Morgunblaðið - 13.05.1984, Page 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Jakob Magg í Centaur HLJÓMSVEITIN Centaur hefur fengið góöan liðsauka. Er þaö bassaleikarinn Jakob Magnús- son, sem síðast plokkaði bass- ann hjá Tappa Tíkarrassi. Þór- hallur Björnsson gerði stuttan stans í Centaur og er nú hættur. Þar með eru allir fyrrum meö- limir Tappa Tíkarrass komnir í nýj- ar sveitir, að Guðmundi Gunnars- syni, trymbli, undanskildum. Hann er þó sagöur leita logandi Ijósi aö mönnum til að spila með. Áöur voru þau Eyólfur Jóhannsson, nú í Dái, og Björk Guömundsdóttir, nú í Kukli, búin aö finna sér farveg. Sveinarnir i Centaur eru sagöir ætla aö gera lokatilraun í sumar til þess aö troða grýtta framabraut- ina. Gangi dæmiö ekki upp er allt eins víst aö dragi til tíöinda t haust. Vígaiegur aö vanda. Angus, „Gusai“, Young geiflar sig. Má vart minna vera hjá höfuðpaur AC/DC, aöalnúmerinu á Doning- ton. Bárujárns- klúbburinn blómstrar Stefnan tekin á Don- ington-rokkhátíðina JÁRNSÍÐAN skýrði fyrir ail- nokkru frá því, að fyrir dyrum stæði stofnun bárujárnsklúbbs í höfuðborginni. Klúbbur þessi hefur nú þegar verið stofnaður og var honum gefið nafniö Skarr á félagsfundi þann 14. apríl sl. Skarr er fornt íslenskt orð yfir sverð. Skráðir meðlimir Skarrs eru nú 140 í Reykjavík og nágrenni en auk þess hafa veriö stofnaðir klúbbar á Sauðárkróki og á Akur- eyri í tengslum við Skarr. Klúbb- urinn á Króknum heitir Lubbi og eru félagsmenn 25 talsins. Svip- aður fjöldi fólaga er í Akureyrar- klúbbnum. Á siöasta félagsfundi var kjörinn formaður svo og starfsstjórn. Sig- uröur Sverrisson var kjörinn for- maður, en í stjórn sitja þeir Andrés Magnússon, Brynjar Klemensson og Eiríkur Hauksson. Stjórnin hélt fysta fund sinn fyrir skemmstu og á honum var ákveöiö aö reyna aö fá hljómsveitina Tigon (hét áöur Clive Burr’s Escape) hingaö til lands. Burr var fyrrum trommari Ir- on Maiden og lék m.a. á fyrstu tveimur plötum sveitarinnar. Þaö skýrist á næstunni hvort og þá hvenær sveitin heimsækir ísland í nafni Skarrs. Hópferö á Donington-rokkhátíð- ina í Bretlandi i ágúst er eitt af meginmarkmiöum klúbbsins í ár. Er mikill áhugi fyrir þátttöku í ferð- inni. Félagsmenn fá sérstök kjör. Þeir, sem hafa áhuga á aö vera meö í feröinni, geta snúiö sér til klúbbsins og gerst meölimir. Næsti fundur er 2. júní og þurfa þeir, sem ætla aö vera meö í feröinni, þá aö greiöa sérstakt staöfestingargjald. Kikk-flokkurinn gripinn glóðvolgur: „Bjóðum sennilega upp á eitt eða tvö faðmlög“ „ÞAÐ er ekki endanlega búið aö ganga frá upptökunum, en við erum aö vinna aö því af fullum krafti aö Ijúka þessu," sögöu þeir Sveinn Kjartansson og Guömundur Jóns- son í Kikk er Járnsíöan rabbaöi viö þá fyrir nokkrum dögum. Kikk hefur aö undanförnu unnið sleitulaust í Hljóörita við upptöku fyrstu plötu sinnar, sem væntanleg er á markaö á vegum Steina hf. eftir nokkrar vik- ur. Ef aö líkum lætur veröur hér um 6-laga plötu aö ræöa. Tæpt ár er nú liðiö frá því fyrst var talaö um aö Kikk gæfi út hljómplötu. Sveitin var varla fyrr komin á götuna en henni var óformlega boöinn plötusamningur. Einhverra hluta vegna varö ekkert úr framkvæmdum fyrr en núna og á þeim tíma, sem liðiö hefur, hafa bæöi oröiö breyt- ingar á liösskipan Kikk og tónlist hljómsveitarinnar. Upphaflega voru í sveitinni þau Gunnar Rafnsson/hljómborö, Sig- uröur Helgason/trommur og Sigríð- ur Beinteinsdóttir/söngur auk þeirra Sveins, sem leikur á bassa, og Guö- mundar, sem sér um gítarleikinn. Gunnar hætti tiltölulega snemma og gekk til liðs viö Egó, en siöar hætti Siguröur og viö tók Jón Björgvins- son, sem áður lék meö KOS. Nikulás Róbertsson haföi áöur tekið viö af Gunnari. Biðin til góðs „Viö höfum vafalaust haft gott af þessari bið," sögöu strákarnir. „Þeg- ar þetta kom fyrst til tals þekktust meölimir hljómsveitarinnar nánast ekki neitt. Tengsl þeirra, sem eftir sitja í sveitinni, hafa styrkst vel og tónlistin hefur tekiö heilmiklum breytingum þótt viö höfum haldið ikarus-sveitin í nær allri sinni dýrð. Kormók vantar nefnilega á myndina. íkarus sendir frá sér aðra breiðskífu FYRSTA útgáfuplata Gramms á þessu ári — og hún er jafnframt sannkölluð sumarplata — er ný breiöskífa með íkarusi. Á henni eru 10 lög og ber hún nafniö „Rás 5—20“. Segir í snaggaralega orðaðri fréttatilkynningu frá Gramminu, að á plötunni sé íkar- us á „nýjum rásum“. Fyrir þá, sem ekki eru alveg með á nótunum hvaö íkarus er, sakar ekki aö geta þess, aö þetta er feikifrískur flokkur manna undir forystu Þórláks Kristinssonar (gjarnan kallaöur Tolli Morthens). Meö honum eru ekkl ómerkari menn en Megas, Bergþór Morthens, Bragi Ólafsson og Kormákur Geirharösson. Nokkuö langt er um liöiö frá því þessi plata hófst í vinnslu. Fyrstu upptökurnar voru geröar fljótlega eftir hina eftirminnilegu tónleika „Viö krefjumst framtíöar" sl. haust. Hefur vinnslan staöið yfir meö hlé- um. Ef marka má fyrri plötu íkar- uss-hópsins, sem var fantalega góö á köflum, er „Rás 5—20“ grip- ur sem vert er aö taka eftir. okkur nokkuö aö upprunalegum hugmyndum. Upphaflega mættust mjög ólíkir pólar innan sveitarinnar og þaö tók sinn tíma að slétta mis- fellurnar. Undanfarna mánuöi hefur skipanin veriö óbreytt og allir eru sáttir viö þá stefnu, sem nú er.“ — Nú hafið þiö spilað mjög lítiö í vetur, hver er skýringin? „Þaö hefur eitt og annaö komiö til, m.a. sú staöreynd aö viö áttum alltaf aö vera á leiðinni í hljóöver. Sú til-, hugsun kom einhvern veginn í veg fyrir alla framtakssemi á tónleika- sviðinu. Vonandi veröur breyting á þessu eftir aö upptökunum lýkur. Hafi menn áhuga á að fá okkur til aö spila er hægt aö ná í okkur í símum 15310 og 79479 (Sveinn).“ — Hvernig hefur svo gengið í hljóðverinu? „Bærilega, þakka þér. Þaö hefur eölilega tekiö okkur sinn tíma aö komast inn í hlutina, en þetta er sem betur fer allt í áttina. Viö erum búin aö fullvinna grunna og annaö slíkt en söngurinn er enn eftir. Samvinnan við Gunnar Smára og Tomma Tomm hefur gengiö eins og i sögu." — Hefur eitthvert nafn veriö fundiö á plötuna? „Nei, ekkert sérstakt. Ætli hún heiti ekki bara Kikk.“ — Hvernig tónlist fær fólk aö heyra á þessari plötu? „Þaö veröur allra handa rokktón- list. Keyrslan veröur eftir sem áöur ráöandi í þessu, en við bjóöum sennilega upp á eitt eöa tvö faðmlög (Þessi lög hafa til þessa veriö þekkt undir nafninu vangalög -SSv.) — Hvaöa vonir gerið þið ykkur meö þessa fyrstu plötu? „Þaö er í sjálfu sér érfitt að gera sér einhverjar fyrirfram mótaðar vonir, viö getum samt ekki vonaö annað en hún auki á hróöur sveitar- innar. Annaö veröur bara að ráð- ast.“ — Hafiö þið gert samning um fleiri plötur? „Nei, viö erum reyndar ekki einu sinni búnir aö skrifa undir samning um þessa plötu. Undirskriftin er þó bara formsatriöi úr þessu. Samning- urinn hljóðar hins vegar bara upp á þessa einu plötu. Það kemur seinna í Ijós hvort viö ráöumst í útgáfu ann- arrar plötu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.