Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 85 Pass kom stór- lega á óvart HLJÓMSVEITIN Pass sló heldur betur í gegn á fimmtudag í síö- ustu viku er hún „hitaöi upp“ fyrir Drýsil í Safari. Sýndi Pass þaö og sannaði að hvíldin hefur veriö sveitinni góð því hún mætti til leiks traustari en nokkru sinni. Hafi Pass veriö rokksveit fyrir breytingarnar er hún vissulega oröin þungarokkssveit núna og þaö í þess orös fyllstu merkingu. Umsjónarmaöur Járnsíöunnar heldur því blákalt fram, að tónlist Pass sé verulega „þyngri" en t.d. hjá Drýsli, Centaur og Lizard, sem þó kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Þótt vissulega sýndi Pass þrælgóöa takta er flokkurinn ekki alveg gallalaus, a.m.k. ekki ennþá. Söngurinn er hörkugóöur, sem og gítarleikurinn, en trymbillinn þarf aöeins aö heröa sig. Bassaleikar- inn skilaði sínu vel. Þá er annaö, sem Pass þarf aö laga, og þaö er sviösframkoma. Þar þarf söngvar- inn m.a. aö taka sér tak. Hann hef- ur góöa rödd en þarf aö gefa sig meira aö áhorfendum. Drýsill fylgdi í kjölfariö og þarf ekkert aö fjölyröa um frammistööu þess flokks. Hann veröur betri meö hverjum tónleikum. Frum- kvæði Drýsils hefur lika leitt þaö af sér, aö bárujárnssveitir spretta nú upp í höfuöborginni, og vonandi víöar, eins og gorkúlur. Sænska sveitin Imperiet er ein þeirra sem fram koma í Höllinni. Norrænt rokk í höllinni 3. júní athyglisverðir tónleikar 6 sveita frá 5 löndum NORRÆN rokkhátió verður hald- in í Laugardalshöllinni þann 3. júní meö þátttöku poppsveita frá öllum Noröurlöndunum. íslensku fulltrúarnir verða Þursaflokkurinn með Karl Sighvatsson innan- borös aö nýju svo og Vonbrigði. Frá Danmörku kemur Clinic Q, Hefty Load frá Finnlandi, Imperiet frá Svíþjóð og Cirkus Modern frá Noregi. Aö sögn Ásmundar Jónssonar, sem í samvinnu viö Hilmar J. Hauksson hefur boriö hitann og þungann af undirbúningsvinnunni, stefnir allt í að þetta geti oröiö góöir tónleikar. Almennt séu hljómsveitirnar, sem koma frá hin- um Noröurlöndunum, taldar mjög góöir fulltrúar sinnar tónlistar. Miöaverö hefur enn ekki veriö ákveöiö en búist er viö aö þaö verði 350 krónur. Ér ekki hægt aö hafa þaö lægra meö nokkru móti. Ef ekki heföi t.d. komiö til rúmlega 200.000 króna styrkur Menning- armálasjóðs Noröurlanda heföi miöaverö þurft aö vera a.m.k. 80 krónum hærra. Nú þeysa allir í Höllina og komast aö því hversu góöar hljómsveitir viö íslendingar eigum. Erlendu hljómsveitirnar veröa nánar kynntar á næstu Járnsíöu. Listamiðstödin fer vel af staö: Nær 2000 manns í tónlistarklúbbinn Á MILLI 1800 og 2000 manns hafa nú látið skrá sig í tónlistarklúbb Listamiðstöövarinnar, sem áður hét Gallerí Lækjartorg, aó sögn Þorvalds Jónssonar. Byrjunin lof- ar mjög góöu en allir þeir, sem áhuga hafa á aó vera meö, eru hvattir til þess aö skrá sig hiö fyrsta. Símarnir eru 16060 og 15310. Rétt er aó taka fram, aö ekkert kostar aö vera í klúbbi þessum og engar kvaöir hvíla á félagsmönnum. Geta þeir sagt sig úr honum þegar þeim sýnist. Frá því Listamiöstöðin tók til starfa hefur mikill fjörkippur færst í hljómplötuútsöluna, sem þar stendur yfir alla daga. Hefur veriö mikiö fjör í útsendingu pakka um land allt. Útsölunni lýkur formlega þann 14. maí, en klúbbfélagar njóta áfram sérstaks afsláttar. Hugmyndin er aö gefa út vand- aö tónlistarrit á vegum klúbbsins áður en langt um líöur. Er því ætl- aö aö koma út ársfjóröungslega. Sagðist Þorvaldur vonast til þess aö fyrsta tölublaðiö liti dagsins Ijós um mánaöamótin júní/júlí. Eiga menn að finna þar greinar og fróö- leikskorn um allar hugsanlegar tegundir tónlistar, þ.e. blaöiö, sem og og klúbburinn, veröur ekki ein- skoröaö viö eina sérstaka tónlist- arstefnu. Eru allir áhugamenn um tónlist, sem jafnframt eru vel pennafærir, hvattir til þess aö hafa samband viö klúbbinn. Þá er rétt aö geta þess í leiöinni úr því veriö er aö fjalla um þetta efni, aö stutt er siðan tónsnældan Á felgunni kom út. Hefur hún aö geyma fjölda laga af plötum Berg- þóru Árnadóttur svo og lög af plöt- um Hálft í hvoru og Guðmundar Árnasonar. Hór eru á ferðinni 19 hugljúf lög, sem allir unnendur góörar vísna-/þjóölagatónlistar ættu aö hafa gaman af. SOEHIMLE Pakkavog 20 kg. 50 kg. Raímagn + raíhlöður ÖUXÍUÍi GfSlilSOil S CO. ílf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 sriGio i V/ITIO í Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrgínn. Nokía stígvél eru þrælsterk og þolín, og þau endast von úr vití. Það er því vít í að kaupa Nokia stígvél. Handunnin gæðavara frá Finnlandi IMOKIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.