Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 ?; Qetur pti ótab\2> á- hœqri -num?’ Ast er... ... ab baka fallega tertu fyrir hann. TM Rag. U.S. Pat Oft-tf rights rotrvwi « 1981 Lot Angales Tlmes Syndicate Ertu að binda í mij» svo cg hiaupist ekki á brott án þess að borga? Þið hefðuð átt að halda storknum. Skilaboð til þingmanna Jóhann Þórólfsson skrifar: Ekki þykir mér þeir menn, sem nú sitja á Alþingi, nema svipur hjá sjón, þegar ég hugsa til margra þeirra sem áður prýddu þingsali. Þar voru áður margir þjóðhollir menn, sem ekki hugs- uðu eingöngu um eiginn hag. Sem betur fer eru nú á því und- antekningar, en flestir eru eigin- hagsmunapotarar, sem ekki hugsa um annað en sjálfa sig. Ég nefni bara þjóðholla skör- unga eins og Bjarna Benediktsson, Gylfa Þ. Gíslason, Lúðvík Jóseps- son og Jóhann Hafstein. Ef þeir væru nú á þingi þá hallaðist þjóð- arskútan ekki um 60—70 gráður eins og núna. Ef þeir hefðu verið við stýrið í dag, þá hefði verið miklu fjölbreyttara atvinnulíf hér pg betra ástand í öllum greinum. Ég vildi beina því til þeirra, sem nú sitja á þingi, að taka sér þessa menn til fyrirmyndar og reyna að minnka hallann á þjóðarskútunni. Og svona í lokin: rúsínan í vell- inginn hjá Steingrími: Hvernig væri nú að forsætis- ráðherra flytti þingsályktun um það að þingmenn tækju nokkur prósent — svona 3—4% svo sult- arólin gengi ekki inn í bein á þeim — til að rétta hag þjóðarbúsins? Eða á bara að borða velling og láta skútuna leggjast endanlega á hliðina, Steingrímur minn!? Allt of margir vilja vera „stikkfrP Sigurður Sveinsson skrifar: Vegna greinar G.Þ. í Velvak- anda 10.5. langar mig að leggja orð í belg. Ég er sammála honum að stefna og viðhorf félagsskaparins Sam- hygðar sé mjög góð og jákvæð hugmyndafræði. Þar sem ég hef kynnt mér hugmyndafræði þeirra all ýtar- lega, trúi ég því að hún eigi brýnt erindi til okkar íslendinga og alls mannkynsins. G.Þ. talar um sóðaskap vegna veggspjalda sem félagsmáladeild Samhygðar stóð fyrir að hengja upp í tilefni 1. maí. „Með atvinnu gegn atvinnu- leysi." Stjórnmálamenn sem aðrir tala um atvinnuleysisbölið sem mál númer eitt. Það er ekki nóg að tala um málin það þarf líka að aðhafast eitthvað. Allt of margir vilja vera „stikkfrí". G.Þ. talar líka um sóðaskap sem fylgir veggspjöldunum. Mér sýnist sá sóðaskapur vera smámunir ein- ir og með öllu skaðlaus. Ég vil aft- ur á móti benda G.Þ. á skaðlegan sóðaskap sem hlýst af næturlífinu, þ.e. flöskubrot. Ég harma það að borgarráð skuli hafa samþykkt að senda Samhygð 16 þúsund króna reikn- ing vegna hreinsunar. Áminningin frá borgarráði vegna þessa máls fannst mér ósmekkleg og bera vott um hroka. Einnig harma ég að lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík, 30 manns, sem í góðri trú voru að vinna fyrir gott málefni. Fordómar og hleypidómar virð- ast alltof margir í okkar þjóðfé- lagi. Margir hverjir virðast hvorki hafa áhuga né tíma til að kynna sér ýmis mál og málefni. HERFERÐ MEÐ ATVINNU OG GEGN ATVINNULEYSI ' 1 Fólk liöur vegna efnahagslegs of- beldis. sem þegar hefur svipt milljón- ir manna atvinnu. Þetta fólk hefur ekki fengió nægilegan stuóning frá hinum hefðbundnu pólitisku öflum. Þ.a.l. lysum vió yfir nauðsyn þess að styrkja serhver|a felagslega hreyf- ingu sem vinnur að þvi að létta af þessari byrði Synum ollum rikisstjórnum að þetta ástand gengur ekki lengur Hin dulbuna heimsvaldastefna. græðgi hins alþioðlega auðmagns. innreiö fjolþjoðafyrirtæk|a og hern- aðarutyjold valda gialdþroti fyrir- lækja og atvmnuleysi GÆTTU ÞIN' A morgun gætir þu og t|Olskylda þin venð komin i raðir hinna orvæntingarfullu: I Evrópu eru þeir yfir 20 mill|. á Islandi a.m.k. 3000 I DAG EN EKKI A MORGUN' Taktu þatt, syndu samstóðu og starf- aðu með i þessari herferð. HVERNIG? 1) Safnaðu undirskriftum. 2) Með þvi að hvetja aðra til að styðja þetta og taka þatt fjölskyldu. vini og vinnufélaga 3) Leitaðu upplysinga og fáðu þer gógn á samskiptamiðstöðvum Sam- hygðar. V J /7 _ /<j A-Yiyvxt,\_/e^ 3 é HÖGNI HREKKVISI UPPBOÐ /. E6 5AG>0\ PÉR APKLÖRA pé(Z EKKI A&AK'i/lp EÍKAP" Svíar hafa ekki neytt „mellanöls“ síðan ’77 Árni Helgason, Stykkishólmi, skrifar: Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum árum var ég á fundi þar sem Karin Söder, þáver- andi félagsmálaráðherra Svía, flutti fyrirlestur og minntist m.a. á blessun milliölsbannsins fyrir sænskan æskulýð. í venjulegum norrænum skýrslum um áfengis- neyslu sést að Svíar neyttu „mell- anöls" frá 1965—1977. — Síðan ekki söguna meir. Á þessu hafa ýmsir vakið athygli, þar á meðal Áfengisvarnaráð, og þá ekki síður á hinu að eftir að hætt var að framleiða og selja þessa tegund öls hefur drykkja Svía minnkað álíka mikið og hún jókst meðan þessi öltegund var á markaði. — Þetta vita flestir sem hafa kynnt sér norræna áfengismálastefnu. Jón Ragnarsson, sem skrifar um öl í Morgunblaðið, ruglar milliöl- inu greinilega saman við „starköl" og gefur sér úr þeirri grautargerð tilefni til fávíslegra sparka í ýms- ar áttir. Hann gerir Áfengis- varnaráði upp ákveðnar skoðanir á ýmsum efnum, m.a. heila- skemmdum af völdum áfengis. — Áfengisvarnaráð hefur mér vit- anlega enga burði né aðstæður til að hafa skoðanir á heilaskemmd- um. Hins vegar kemur það gjarn- an á framfæri niðurstöðum vís- indamanna og rannsókna se marktækar teljast. Má vera að Jóni sárni að Áfengisvarnaráð skuli ekki hafa gleypt við einka- skoðunum hans á nauðsyn þess að bæta áfengu öli án tafar í vímu- efnaflóðið á fslandi, jafnvel ekki einu sinni fundist geðvonskuraus hans svaravert. En ef Jón Ragnarsson vill láta taka mark á sér ætti hann að skýra undanbragðalaust frá því hvar í veröldinni áfengt öl hefur gert þau kraftaverk sem hann seg- ir það muni gera hér. — Meðan hann gerir það ekki eru þessi und- ur hvergi til nema í hans eigin heilabúi. Jón bregður Áfengisvarnaráði um vanþekkingu. — Þar hafa jafnan setið læknar, reynslunni og þekkingunni ríkari en Jón þessi. Nú situr þar Jóhannes Bergsveins- son yfirlæknir stofnana ríkisins fyrir drykkjusjúka og mun Jón geta talið á eyrum sér þá menn íslenska sem vita jafnmikið um áfengismál og hann. Enda þau mál á sviði geðlækna og afbrotafræð- inga en ekki bjórfroðusnakka sem halda sig allt vita.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.