Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 46

Morgunblaðið - 13.05.1984, Síða 46
 94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 Morgunblaðið á hraðferð Texti og myndir: með einum besta rallökumanni landsins Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þessi bfll er ekkert art fjaöra í all- ar áttir,“ sagöi Birgir í æfingaakstri meö blaöamanni Morgunblaösins. Þetta stökk tók bfllinn án erfíö- leika. bremsuna, skipti niður í þriðja gír og afturendinn skutlaðist út, á meðan framendinn hélt tiltölulega beinni stefnu í beygjunni. Úff, tog- ið af völdum miðflóttaaflsins á líkamann var töluvert, líkast því að einhver vildi toga mig út úr bílnum, slíkur var krafturinn. „Það vantar allan kraft, allan kraft...“ muldraði Birgir, en ég jánkaði, því fyrri kynni mín af rallakstri voru aðallega frá akstri á máttlausum og veikburða rall- bílum. Mér fannst krafturinn því ævintýri líkastur. Ég var enn að jafna mig á lög- málum náttúrunnar, er næsta beygja var tekin og það glæsilega. Samspil hraða, hliðarskriðs og inngjafar bensíns var fullkomið og framendi bílsins fór eins innar- lega í beygjuna og hægt var á meðan afturhjólin reyndu að klóra afturhlutann áfram og i beina stefnu. Tréspýta í vegarkantinum rétt slapp við framhluta bílsins. Nákvæmni Birgis í akstri var þarna greinileg. Gírskiptingar tóku sekúndubrot í hvert skipti og daufur smellur heyrðist er tennur gírkassans læstu sig í rétta stöðu. Vegurinn var nú tiltölulega beinn, en mjög hæðóttur. Bensínið var nánast í botni, en á öllum hæðum steig Birgir snöggt á bremsuna og sleppti um leið og ljóst var hvað var framundan. Snúningshraða- mælirinn átti í fullu fangi við að halda í við snúningshraða vélar- innar, sem öskraði ámátlega í hvert skipti sem 7000 snúninga markið nálgaðist. Skyndilega birt- ist vinkilbeygja, fremur óvænt, en með því að stíga snöggt á brems- „ Fjölmargar ák varðanir á sekúndubroti — allar rerða að rera réttartí UM HELGINA fer fram hin svokallaöa jójó-rallkeppni á ýmsum sérleiðum á Suöurnesjum. Margir knáir ökumcnn eru þar meðal keppenda og hyggja líklega flestir á stóra hluti, en þessi keppni er sú fyrsta í Islandsmeistarakeppninni í rall- akstri. Eins og í öörum íþróttum eru nokkrir líklegri en aörir til aö berjast um sigurlaunin. Meðal þeirra eru þeir Birgir Bragason og Eiríkur Friöriksson á Escort 2000, en blaöamað- ur Morgunblaðsins brá sér í stutta æfingaferð meö Birgi í vikunni, til að kynnast lítillega hvernig þaö er að aka í keppnisbíl, sem er í toppbaráttunni í rallkeppni. Eg hef ekkert æft mig frá því í síð- ustu keppni," voru fyrstu orð Birgis er við komum okkur fyrir í körfustól- um bílsins. f þeirri keppni kræktu Birgir og Eiríkur í annað sætið, en Eiríkur var þá nýbúinn að festa kaup á bílnum, sem áður var í eigu Hafsteins heitins Haukssonar og Birgis Viðars Halldórssonar. „Það hefur ekki verið til bensíndropi á bílinn," þannig að það hefur ekki verið hægt að aka honum," sagði Birgir um leið og hann festi á sig fjögurra punkta öryggisbeltin, sem skylt er að nota í rallkeppni. Ef notað væri venjulegt bensín reyndu stimplar vélarinnar lík- lega að brjótast út, en hún er sér- hönnuð fyrir rallakstur og gerð fyrir hágæða bensín. Birgir start- aði bílnurn og vélin hrökk í gang með djúpu mali, en um leið byrj- aði að ýlfra í gírkassanum, sem var eðlilegt. Við ókum af stað og útúr borginni í átt að einkavegi, sem bóndi einn var svo vingjarn- legur að leyfa okkur afnot af í æf- ingaskyni. Á leiðinni bremsaði Birgir nokkrum sinnum þétt og kvað það nauðsynlegt til að hita diskabremsurnar, sem virka ekki sem skyldi, nema þetta sé gert. Eg hugaði hinsvegar að öryggisbelt- inu, sem var smellt yfir kviðinn og báðar axlir og var fest saman í læsingu við mittið. Hávært malið í vélinni vakti spennu og sú spenna magnaðist er Birgir gaf bensínið hressilega inn til að prófa við- bragðið, vélin hreinlega öskraði og var engu líkara en hún vildi úr vélarsalnum, slíkur var hávaðinn. ... var enn að jafna mig á lögmálum nátturunnar Er Kom að leiðinni, sem við ætl- uðum að aka, voru bremsurnar heitar, vélin heit og ég beið með eftirvæntingu ... Birgir gaf nokkrum sinnum hressilega inn bensínið og vélin svaraði með lát- um eins og viljugur hestur — kúplingin losnaði undan hægri fæti Birgis og organdi tók bíllinn af stað, þeytandi jarðveginum undan afturdekkjunum, sem læstu sig í jörðina og eins og elding nálgaðist bíllinn fyrstu beygjuna, nokkuð krappa. Mér leist satt að segja ekki á blikuna, því hraðinn var töluverður og beygjan nálgað- ist óðfluga. Með snöggum hreyf- ingum tiplaði Birgir lítillega á Birgir Bragason undir stýri, þar sem hann segist eiga heima

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.