Tíminn - 31.08.1965, Qupperneq 2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1965
MÁNUDAGUR 30. ágúst
NTB—Kaupmannahöfn.
C.V.Bramsnæs, fyrrum fjár-
málaráðherra Dana og Þjóð-
bankastjóri, lézt í Kaupmanna-
höfn í gær. Hann var einn af
helztu stuðningsmönnum nor-
rænnar samvi'nnu, og stofnaði
Norræna félagið árið 1919.
Bramsnæs varð 86 ára gam-
all.
NTB—París.
Ball, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna mun
ræða við de Gaulle á morgun,
þriðjudag. De Gaulle dvaldist
á sveitasetri sínu í Colombey-
lesi-deus-Eglises um helgina,
en er nú kominn aftur til Par-
ísar.
Ball er í opinberri heimsókn
í Frakklandi ágamt fjármála-
ráðherranum Henry Fowler,
en talið er að hinn eiginlegi til
gangur farar hans sé að ræða
við de Gaulle. Sagt er að John
son Bandaríkjaforseti vilji
skýra sjónarmið sin í Víetnam-
deilunni og kynna sér jafn-
framt skoðanir de Gaulle á
endurskipulagningu samstarfs
Bandaríkjanna og annarra
ríkja á Vesturlöndum.
Henry Fowler mun ræða við
franska fjármálaráðherrann,
Valery Giscard d‘Estaing, um
alþjóðleg gjaldeyrismál.
NTB—Stokkhólmur.
Miklar óeirðir urðu í Stokk-
hólmi um helgina. Á laugar-
dagskvöldið söfnuðust ungling
ar saman í miðborginni og
hófu ærsl og óspektir. Lög-
reglustjórinn í Stokkhólmi hef
ur tilkynnt, að hér eftir verði
tekið harðar á slíkum óeirðum
en hingað til, og sé hugsan-
legt, að notaðar verði vatns-
slöngur til þess að stilla til
friðar.
Á su'nnudagskvöldið reyndu
unglingar aftur að efna til ó-
eirða, en 50 af þeim voru hand
teknir, og hjaðnaði þá allt
niður. Eipnig kom til átaka í
Gautaborg, og voru 10—12
umglingar handteknir þar. Blöð
útvarp og sjónvarp gerðu mjög
mikið úr þessum atburðum.
NTB—Moskvu.
Nasser, forseti Arabiska sam
bandslýðveldisins, ræddi í
morgun á ný við Kosygin, for
sætisráðherra Sovétríkjanna,
Breznev, aðalritara kommún-
istaflokksins og Mikojan for-
seta. Sjeljepin, aðstoðarforsæt-
isráðherra og Malinovski, land-
varnaráðherra, voru viðstaddir.
Ekkert hefur frétzt af viðræð
um þessum, og ekki hefur feng
izt upplýst, hvort Nasser hafi
lagt fyrir hina sovézku ráða-
menn áætlun um friðarsamn-
inga í Víetnam. Frá Kairó ber
ast þær fréttir, að Nasser hafi
lagt fram áætlun, sem undir-
búin er af forystumönnum hlut
lausra ríkja.
í Moskvu er talið ólíklegt,
að opinber tilkynning verði
gefin út um tillögur Nassers
fyrr en hann hefur rætt nánar
við leiðtoga hlutlausra ríkja.
Fyrsti fundur stjórnar Norræna hússins í Reykjavík var hald-
inn föstudaginn 27. ágúst s. I. í Reykjavík. f stjóminni eiga
sæti sjö menn, skipaðir af menntamálaráðuneytum Norður-
Iandar,íkjanna fimm: Frá Danmörku Eigil Thrane, skrifstofu-
stjóri, frá Finnlandi Ragnar Meinander, skrifstofustjóri, frá
íslandi Ármann Snævarr, háskólarektor, skipaður eftir tBnefn-
ingu Háskóla fslands, Gunnar Thoroddsen, ambassador, skipað-
ur eftir tilnefningu Norræna félagsins, og Halldór Laxness, rit-
höfundur, skipaður af menntamálaráðhen-a án tilnefningar.
Fulltrúi Norðmanna er Johan Z. Cappelen, ambassador, og full-
trúi Svía Gunnar Hoppe, prófessor. AlUr ofangreindir stjómar-
menn sótfcu fundinn, nema Gunnar Thoroddsen og Johan Z.
Cappelen, er ekki gátu komið, en í stað þeirra sátu fundinn,
varaformaður Norræna félagsins Vilhjálmur Þ. Gíslason, út-
varpsstjóri, og Odvar Hedlund, framkvæmdastjóri. Formaður
stjórnarinnar var kjörinn Ármann Snævarr og varaformaður
Ragnar Meinander. f þriggja manna framkvæmdanefnd, er
samkvæmt reglum stofnunarinnar skal starfa innan stjómarinn-
ar voru kjömir Ármann Snævarr, formaður, Ragnar Meinander
og Eigil Thrane. ,
Bygginganefnd Norræna hússins hélt fund í Reykjavík Iaug
ardaginn 28- ágúst.
Menntamálaráðuneytið, 28. ágúst 1965.
Elías Tsirímokos
baðst lausnar
NTB—Aþenu, mánudag.
Elias Tsirimokos,
sem baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt á sunnudag, hefur
sungið upp á ,að mynduð verði
eins og hann orðaði það „pólitísk
stjórn í Grikklandi“ en ekki
stjórn „fyrirferðarmikilla manna.“
Tsirimokos sat tí dag fund með
ráðhermm sínum, en þeir fara
með stjóm landsins þar til ný
ríkisstjórn hefur verið mynduð.
Konstantín konungur er nú á
Korfu að halda upp á 19. afmælis-
100 FARAST I SKRIÐUFOLLUM
NTB—Zermatt, mánudag.
Allt að hundr-
að manns fórust er skriða féll í
Saas-dalnum í Sviss í dag. Féll
hluti af Allalin-skriðjöklinum yf-
ir verkamannaskála. Var unrnið
þar að stíflubyggingu. Margir skúr
ar grófust undir ís, snjq og möl.
Atburðir þossi væð ; JÖukkan:
16.30 á mánudag. Flestir þeir, sem
fórust voru ítalskir verkamenn.
Björgunarstarf hófst þegar í stað,
Gjaf ir til Gils-
bakkakirkju.
Eftir messu í Gilsbakkakirkju
annan jóladag 1964 afhenti sókn-
arpresturinn: séra Einar Guðna-
son, kirkjunni veglega gjöf frá
börnum séra Einars Pálssonar og
frú Jóhönnu Briem til minningar
um foreldra sína.
Sóra Einar Pálsson var sóknar-
prestur Gilsbakkakirkju frá 1918
til 1930, og voru þau hjón mikils
virt af öllum sóknarbörnum fyrir
framúrskarandi drengskap og prúð
mennsku í allri kynningu. Gripir
þessir eru 2 kertastjakar úr kop-
ar og blómavasi, hinir vönduðustu
og fegurstu gripir. Auk þess, sem
gripir þessir eru mikil kirkju-
prýði, munu þeir sífellt minna
söfnuðinn á hin ástsælu prests-
hjón og geyma minningu þeirra
meðal safnaðarins.
Á s. 1. hausti, er kirkjan var
raflýst, gáfu konur safnaðarins
kirkjunni 6 mjög vandaða vegg-
lampa, hina beztu og fegurstu
gripi.
Fyrir allar þessar gjafir og þann
góðvilja og vinarhug, er að .baki
felst, vill sóknarnefndin f. h. safn-
aðarins færa gefendum sínar inni-
legustu þakkir með ósk um, að
guð launi gefendum stórhug þeirra
og velvilja í kirkjunnar garð.
Sóknarnefndin.
Heyskap að Ijúka
^ustarsfjalls
STJAS-Vorsabæ, laugardag.
Síðustu daga hefur verið góður
heyþurrkur hér um slóðir, og
margir bændur notað tækifærið að
ljúka við heyskapinn. Sumir eru
að heyja á engjum þessa dagana,
Framhald á 14. síðu
allar fáanlegar þyrlur sendar á I nesku lögreglunnar voru um
vettvang og sjúkrabílar kvaddir hundrað manns að vinnu við stíflu
frá nærliggjandi héruðum. gerðina og í skúrunum, er skriðan
Samkvæmt upplýsingum sviss-1 féll.
haldið fyrir
stjóriíendur lúðrasveita
HÓL-Reykjaví'k, föstudag.
Stjóm Sambands íslenzkra
lúðrasveita (SÍL) efnir í haust til
námskeiðs fyrir stjórnendur lúðra
sveita og aðra áhugamenn um
málefni lúðrasveita. Verður nám-
skeiðið haldið í Reykjavík dagana
9—19 september n. k., og verður
sett af formanni SÍL, Halldóri
Einarssyni, í Hljómskálanum hinn
9. september kl. 14.
Aðalkennarar á námskeiðinu
verða Páll Pampichler Pálsson,
sem kennir hljómsveitarstjórn,
bæði fræðilega og verklega á æf-
ingum lúðrasveitanna í Reykjavík,
og Jóhann Moravek Jóhannsson,
sem kennir raddfærslu og vinnu-
brögð, er lúta að gerð nótna fyrir
lúðrasveitir. Páll ísólfsson, Jón
Þórarinsson o. fl. flytja erindi á
námskeiðinu.
Áformað er að kennt verði
fimm stundir á dag meðan nám-
skéiðið stendur yfir, auk þess að
farið verður í heimsóknir á kvöld-
æfingar lúðrasveita. Þátttakendur
geta því eigi ætlað sér önnur verk-
efni samtímis námskeiðinu.
Flestar þær lúðrasveitir, sem
eru aðilar að Sambandi islenzkra
lúðrasveita munu senda þátttak-
endur á námskeiðið, en allar þátt-
tökutijkynningar hafa enn eigi
borizt. Kennslan á námskeiðinu
verður nemendum að kostnaðar-
lausu.
í SÍL eru nú 16 lúðrasveitir og
má ætla að í þeim séu um 300
manns. Sambandið veitir lúðra-
sveitunum þá aðstoð, sem um er
beðið. Auk þess vinnur það að
nótnaútgáfu, og vinnur Moravek
nú að útsetningu íslenzkra laga
fyrir lúðrasveitirnar. Einnig hef-
ur sambandið áhuga á, að sam-
Framhaid á 14. síðu
dag konu sinnar, en er væntan-
iegur til Aþenu í kvöld.
Tsirimokos sagði af sér í gær,
eftir að gríska þingið hafði fellt
traustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina.
Vantaði Tsirimokos 24 atkvæði til
þess að halda velli.
Eftir ríkisráðsfundinn í dag
sagði Tsirimokos að stjórn sín væri
sammála um að ekki beri að efna
til þingkosninga í landinu.
Mikil eftirspum
eftir miðum á
bitlatónleikana
f gær hófst aðgöngumiðasala að
fyrstu bítlatónleikum haustsins,
sem verða í Háskólabíói 7. og 8.
sept. og verður ekki annað sagt
en að miðarnir hafi runnið út eins
og heitar lummur. Þeir sem leika
á þessum hljómleikum eru Brian
Pools and the Tremoles, sem vel-
þekktir eru hér á landi fyrir mörg
góð lög, og íslenzku hljómsveitim-
ar Ponik, Dátar og Toxic. Þor-
steinn Eggertssonn sem_ eitt sinn
var nefndur Presley íslands á
„rokkárunum" kemur og fram á
tónleikunum ásamt gamanvísna-
söngvaranum Alla Rúts frá Siglu-
firði. Brian Pools and the Tremol-
es munu koma hingað til lands
mánudaginn 6. sept.
Næturfrost
STJAS-Vorsabæ, laugardag.
Síðast liðna föstudagsnótt var
hér allmikið næturfrost og féll
kartöflugras. í gærmorgun mátti
sjá reykjastróka stíga í loft upp
sums staðar á suðursléttunni, þar
sem bændur voru að verja garð-
lönd sín fyrir frostinu.
ATHUGASEMD FRÁ MEISTARA-
FÉLAGI HÚSASMIÐA
Minningarsjóður
Olavs Brunborgs
sud. oecon.
Úr sjóðnum verður íslenzkum
stúdent eða kandidat veittur
sfyrkur árið 1966 til náms við
norskan háskóla.
Styrkurinn er að þessu sinni
2300 norskar krónur. Umsóknir
skulu sendar Háskóla íslands fyr-
ir 1. október 1965.
Æskilegt er, að umsækjendur
sendi með umsókn skilríki um
námsferil sinn og ástundun.
(Frá Háskóla íslands)
Vegna greinar er birtist í dag-
blaðinu Tíminn 20. ágúst sl., og
ber fyrirsögnina „Uppmæling á
steypumótum tvöfaldaði vinnu-
launin“ telur Meistarafélag húsa-
smiða rétt að eftirfarandi komi
fram, vegna umsagnar Trésmiða-
félags Reykjavíkur um A1 Capone
aðferðir í sambandi við móta-
smíði, sem ræddar eru í blaðinu,
og dálkum Hannesar á horninu í
Alþýðublaðinu daginn áður.
Talsmaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur segir:
„Þá eru þær samningsbundnar
og lo’glegar og meistarinn hirðir
af þeim minnst tuttugu prósent."
Þar sem talað er um samninga-
bundna texta hlýtur að vera átt
við þá samninga, er síðast voru
í gildi á milli Meistarafélags húsa-
smiða og Trésmiðafélags Reykja-
víkur, það er að segja samning-
inn sem gerður var 22. janúar
1964. og framlengdur án breyt-
inga, er þetta atriði snertir 23.
janúar 1965 En þar segir:.
„Samningsaðilar komi sér sam-
an um að skipa nú þegar nefnd
í sambandi við ákvæðisvinnu.
Nefndin skal skipuð einum manni
frá hvoru félagi og hlutlausum að-
ila, tilnefndum af Iðnaðarmála-
stofnun íslands. Verksvið nefnd-
arinnar er að taka við kvörtun-
um í sambandi við verk, er þykja
koma út óeðlilega há eða lág.
Kæruaðild hafa sveinar, meistar-
ar og verkkaupi.
Þá teljum við ástæðu til að
leiðrétta þá fullyrðingu Trésmiða-
félags Reykjavíkur, að meistarinn
hirði minnst 20% af vinnulaunun-
um.
Það er rétt, að innheimta má
20% álag á vinn-ulaun, en það
fer ekki allt í vasa meistarans.
Hluti af því er hrein innheimta
fyrir það opinbera, svo sem launa-
skattur, Iðnlánasjóðsgjald og að-
stöðugjald, sem allir verða að
greiða sem atvinnurekstur hafa og
koma fram sem atvinnurekendur.
Einn hluti af þessum 20% á
að mæta lögboðnum og samnings-
bundnum greiðslum vegna veik-
indadaga, sem fara ört vaxandi,
og er ekki orðinn lítill liður í
kostnaði við atvinnureksturinn,
Framhald á bls. 14