Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 16
16_____________MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984_ Örlagaþættir og ís- lenzk blaðamennska íslenzkt mannlíf I-IVeftir Jón Helgason Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér nýja útgáfu verksins ís- lenzkt mannlíf en það eru heim- ildarþættir eftir Jón Helgason, ritstjóra. Verkið er í fjórum bind- um og kom fyrst út á árunum 1958—1962. Það hefur að geyma alls 45 frásöguþætti. Nú eru öll bindin gefin út í einu lagi, í sam- stæðu bandi i öskju, til að minn- ast þess, að Jón Helgason hefði orðið sjötugur 27. maí sl., en hann andaðist sumarið 1981. Ytri búnaður hinnar nýju útgáfu er með sama sniði og á bók Jóns, Tyrkjaráninu, eins og segir í fréttatilkynningu frá forlaginu, en hin síðastnefnda bókin var endurútgefin á vegum Iðunnar fyrir síðustu jól. Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, ritar inngang að þessari nýju útgáfu íslenzks mannlífs, Jón Helgason og verk hans. Þar rekur Andrés rithöfundarferil Jóns og gerir grein fyrir einkenn- um rita hans. Jón Helgason var eins og kunnugt er í hópi ritfær- ustu blaðamanna landsins um sfna daga og í þáttum þessum náði ritlist hans hæst. Þeir urðu að verðleikum vinsælt lesefni og báru hróður Jóns um allt land. Hann naut sín öðrum fremur í ritun slíkra örlagaþátta úr fyrri alda sögu íslendinga, setti saman heimildir og skáldlega sýn, svo að úr urðu sérstæðir og listrænir þættir um íslenzkt mannlíf. íslenzk skáld hafa stundum hert járn sitt f eldi gamalla heim- ilda og má þar til nefna Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson, en af örlagaþáttum í ætt við þessar bókmenntir Jóns Helgasonar má einkum nefna þætti Sverris Kristjánssonar og Tómasar Guð- mundssonar en þeir komu út í nokkrum bindum undir samheit- inu íslenzkir örlagaþættir. Slfkar bókmenntir eru mjög í ætt við blaðamennsku, eins og kunnugt er, en með þessum þáttum hafa þeir sem nefndir eru — og þá ekki sízt Jón Helgason — lyft þeirri tegund ritmennsku í æðra veldi og listrænt. í inngangi sínum segir Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, m.a.: „Frá því íslendingasögur voru færðar á bók fyrir 7—800 árum hefur persónusaga venjulega ver- ið drjúgur þáttur f íslenskri sagnfræði, ekki síst síðustu tvær aldir. Afkastamiklir fræðimenn 19. aldar, Jón Espólfn og Gísli Konráðsson og síðan Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, létu eft- ir sig firna mikil söfn til persónu- sögu. Nöfn þeirra eru aðeins nefnd sem dæmi, þvf að margir fleiri lögðu hér hönd á plóg. í fór um sínum áttu þessir fræðimenn margs konar efnivið til íslenskrar sagnagerðar, annálsgreinar, ætt- artölur og frásagnir, sem síðan hefur verið unnið úr með marg- víslegu móti og oft af mikilli snilld ..." Síðan getur Andrés Bjömsson þess, að Jón Helgason hafi látið eftir sig mikinn og merkilegan skerf til þjóðarsög- í Jón Helgason unnar í mynd, sem „að ýmsu svip- ar til þeirrar sem höfundar ls- lendingasagna mótuðu á 13. öld og fyrr og síðar hefur orðið fyrir- mynd sagnaritara, sem fjölluðu um íslenska persónusögu að breyttu breytanda eftir aldarfari og ástandi þjóðarinnar á hverjum tíma“. Þá skýrir Andrés Björnsson frá ætt og uppruna Jóns Helgasonar, námi hans og starfsferli, getur blaðamannsstarfs hans og rit- stjórnar, en Jón hóf blaða- mennsku við Nýja Dagblaðið í ársbyrjun 1937, var þó lengst af hjá Tímanum, en einnig ritstjóri Frjálsrar þjóðar um skeið. Og enn segir Andrés Björnsson: „Auðsætt er, að þeir sem fást við blaðamennsku öðlast stærra og víðfeðmara reynslusvið en gengur og gerist, og hefur sá skóli nýst mörgum íslenskum blaðamönn- um til sjálfstæðra ritstarfa með ágætum eins og dæmin sanna. Jón Helgason hafði farið sér hægt á rithöfundarbrautinni. Fyrsta ritverk sitt í bókarformi lét hann frá sér fara 1950. Var það bindi í Árbók Ferðafélags ís- lands sem fjallaði um átthaga höfundarins, Suður-Borgarfjarð- arsýslu. Jón varð ferðagarpur mikill, athugull náttúruskoðandi og staðkunnugur um allt land, og kom það honum síðar í góðar þarfir. En nú varð hlé á sjálf- stæðu höfundarverki um sinn. Jón Helgason var um fertugt er hann tók við ritstjórn Frjálsrar þjóðar. Ein fyrsta greinin, sem hann merkir sér I blaði sínu, birt- ist í maí 1954 og nefnist Sjónar- svið þúsund ára gamllar sögu. Þar ritar hann um ættbyggð sína og æskuslóðir, Hvalfjörðinn, og tengir nákvæma staðþekkingu sína við forna sögu Harðar og Hólmverja. Þó að Jón Helgason fengist annars ekki við íslend- í orðinu leita menn að eðli sínu „/ orðinu leita menn að eðli sínu. „Oghvar eru st'einarnir örsmáu sem glitruðu bláir, gulir oggrænir eins og sörvi í festi ?“ (Jón úr Vör). Bókmenntir Jenna Jensdóttir og Sigríöur Ragna Siguröardóttir Það hefur sannarlega ver- ið uppörvandi fyrir þá er að þættinum standa hve íslensk tunga og verðmæti hennar í bóklegum menningararfi eiga sér djúpar rætur í hug- um þeirra er þátturinn hefur beðið að eiga við sig orð. Áslaug Magnúsdóttir og Friðrik G. Olgeirsson hafa lagt þar góð orð til þeirra er vilja veg fornsagnanna sem mestan innan grunnskólans. Þökk fyrir svörin. í dag verður leitað svara um skáldsöguna, smásöguna og ljóðið, eða það sem við köllum hér fagurbókmennt- ir. Viðmælendur eru Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kennari og námssviðsstjóri við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og Sigurður Pálsson skáld, formaður Rithöfundasam- bands íslands. 1. spurning: Hvernig er unnt að glæða skilning nemenda á hinum svonefndu fagurbók- menntum þannig að þeir skynji hinn lifandi kjarna sem felst í góðu hugverki? Sjöfn svarar: Það er mín skoðun að ekk- ert einhlítt svar sé við þess- ari spurningu. Ég vil þó benda á sérstaka sögutíma fyrir börn, sem bókasöfnin hafa haft um margra ára skeið. Nauðsynlegt verður því að teljast að góð sam- vinna myndlist milli móður- málskennara, ungra nem- enda og bókavarða til þess að örva og glæða áhuga þeirra á fagurbókmenntum okkar þegar í upphafi skóla- göngu þeirra. Þeim verði bent á og kynntar bók- menntir er taki mið af þroska þeirra. Nemendur verða að hafa góðan bóka- kost til þess að velja úr. Við- komandi kennari verður að hafa góða þekkingu á bók- menntum og hafa gaman af þeim. Höfunda þarf að kynna mjög vel. Nauðsynlegt er að kynn- ing öll verði skýr og lifandi til þess að vekja áhuga nem- enda — sérstaklega þeirra sem eru að kynnast bók- menntum í fyrsta sinn. Það er því nauðsynlegt að mínu mati að gera sér grein fyrir því hvaða bókmenntir hæfa hverju aldursskeiði. Kennar- inn njóti bókmenntanna sjálfur og hafi ánægju af að leiða nemendur í skilning á þeim. Sigurður svarar: Já, hvernig er það unnt? — Hvernig er unnt að glæða skynjun og skilning á fegurð, á lifandi kjarna hugverks? Stórt er spurt og mikils- vert að svörin séu í stíl. Fyrstu tilraunir mínar til svars eru á þá leið að svarið velti á því að spurningunni sé haldið opinni; að stöðugt sé leitað svars við ofan- greindri spurningu og jafn- framt forðist menn endan- legar lausnir, algild svör, yf- irlætislega fullvissu. Ég held að nothæfasta svarið við þessari spurningu Sjöfn SigurbjörnsdóUir sé að reyna að halda henni brennandi ástríðuheitri: — hvernig er unnt að glæða skilning og skynjun á feg- urð? Ég sé ekki betur en uppal- endur og leiðbeinendur hafi alla tíð haft þessa spurningu að leiðarljósi í starfi sínu og hafi vonandi enn um sinn. Reynslusögur: — Já, ég neita því ekki að ég hef átt því láni að fagna að kynnast uppeldisfræðilegum meist- urum. í þetta skipti gef ég ekki upp nöfnin. Ég hef tekið eftir því hjá þeim öllum að þau hafa ekki einvörðungu látið sitt eigið ljós skína heldur reynt að tendra peruna hjá nemand- anum, viðmælandanum, móttakandanum. Þannig hafa þessir upp- eldisfræðilegu meistarar fundið hverfult svar við ofangreindri spurningu í hverri einustu kennslustund og svarið aldrei verið sam- Siguröur I’álssun hljóða því síðasta en samt raðtengt ef svo má segja: raðtengingin er ofangreind lifandi spurning. Enginn gengur í annars stað og enginn þroskast fyrir annars hönd né fæðist né deyr. Þetta skynja uppeldis- fræðilegir meistarar og þess vegna hafa þeir undarlegt lag á því að leiða nemendur fyrstu mikilvægu skrefin fordómalaust en forðast að ganga fyrir þá. Báðir halda frumkvæði sínu óskertu. Þetta finnst mér mikilsvert. Frumkvæði og framtak. 2. spurning: Geta rithöfund- ar komið grunnskólanum til liðsinnis og samstarfs á þessu sviði? Sjöfn svarar: Ég svara þessari spurn- ingu játandi. í því sambandi vil ég benda á, að skólamenn hafa um árabil boðið rithöf- undum að kynna verk sín í skólum landsins og hefur sú kynning orðið mörgum nem- endum ógleymanleg og mikil hvatning til þess að lesa fag- urbókmenntir — ekki aðeins okkar heldur einnig annarra þjóða. Sigurður svarar: Það held ég nú og hefur nýkjörin stjórn Rithöfunda- sambands Islands fullan hug á því. Ég get sem betur fer ekki tilgreint ennþá nákvæmlega hvernig þessu samstarfi yrði best fyrir komið enda leiti grunnskólarnir og Rithöf- undasambandið saman að svarinu. Ég hygg samt að í orðinu samstarf liggi stefnu- miðið samstarf og gagn- kvæmni. Þetta kostar auðvitað stóreflingu höfundamið- stöðvar Rithöfundasam- bandsins en það verður bara að hafa það. Höfundar verða að mæta til leiks. Allir. Ekki einungis svonefndir barna- bókahöfundar heldur öll deildin. Ljóst er að menning og mennt er ræktun. Á mörgum málum er þetta samstofna: Culture. Mig minnir að flaggskipið í virðingarverðri umræðu á síðasta Alþingi hafi verið málrækt. í þetta skipti voru alþingismenn nauðsynlegir heiðursmenn. Gera menn sér ljóst í tölvuvæddri myndbanda- taugaveiklun að í skólunum er íslenskan ekki eins og hver önnur námsgrein held- ur er íslenskan aðalnáms- greinin; við fjöllum um öll mál og allar greinar á því máli. Gera menn sér ljóst hvern arf við höfum fengið? Heillegasta og stærsta menningarsamfélag norður- hjarans. í stað þess að svara stórt fer ég nú að spyrja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.