Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 Egg Egg Egg Höfum ávallt nægar birgöir af eggjum til sölu og dreifingar hvert á land sem er. Nesbú hf. Vatnsleysuströnd — Sími 92-6591. KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SÍMI 25870 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Egypzkir kjósendur fá aukið valfrelsi FLOKKUR Hosni Mubarak forseta, Þjóðlegi lýðraeðisflokkurinn, hefur unnið yfirburðasigur í þingkosningunum í Egyptaiandi eins og við var búizt og Nýi Wafd-flokkurinn staðið sig bezt af fjórum stjórnarandstöðu- flokkunum. etta voru fyrstu þingkosn- ingarnar í Egyptalandi síð- an Mubarak kom til valda í kjölfar morðsins á Anwar Sadat forseta 1981 og hinar þriðju sið- an Gamal Abdel Nasser steypti Farúk konungi af stóli 1952. Mubarak sagði kosningarnar marka tímamót: kosið væri án þess að kjósendur væru beittir þrýstingi og allir þjóðfélagshóp- ar fengju fulltrúa á þingi. Lýð- ræði hefði aldrei staðið með eins miklum blóma. Með loforði um heiðarlegar kosningar virtist Mubarak vilja koma í veg fyrir kosningasvik, sem Sadat var sakaður um, yfir- gnæfandi áhrif eins stjórnmála- flokks, sem Nasser var legið á hálsi fyrir, og pólitísk hrossa- kaup og spillingu, sem settu svip á konungsstjórnina. En stjórnarandstæðingar sök- uðu stjórn Fuad Mohieddins for- sætisráðherra, sem er ritari stjórnarflokksins, um að beita óheiðarlegum aðferðum til að auka sigurlíkur Þjóðlega lýðræð- isflokksins. Leiðtogi Nýja Wafd-flokksins, Fuad Serag- eddin fv. innanríkisráðherra, sagði að öll loforð um heiðar- leika hefðu verið svikin. En eg- ypzkir kjósendur hafa ekki haft eins mikið valfrelsi siðan 1952. Þjóðlega lýðræðisflokknum stafaði nú í fyrsta skipti hætta frá Nýja Wafd-flokknum, sem þó fær aðeins um 15% atkvæða. Nýi Wafd-flokkurinn er mið-hægri flokkur og arftaki gamla Wafd- flokksins, sem Saad Zaghoul stofnaði 1919 til að knýja Breta til' viðræðna um brottflutning. Hann var stærsti flokkurinn til 1952. Flokkurinn var endurvakinn 1978. Sadat svipti Serageddin stjórnmálaréttindum og starf- semi flokksins var hætt fjórum mánuðum siðar. í ágúst 1983 var flokkurinn enn endurvakinn og hann fór í mál þegar stjórnin sagði að hann yrði að sækja um leyfi til að starfa. Flokkurinn hlaut lagalega viðurkenningu án þess að þurfa að sækja um slíkt leyfi og Serageddin endurheimti pólitísk réttindi. Wafd-istar berjast fyrir frjálsu framtaki, en eru ekki andvígir rikisframkvæmdum. Hann styður friðarsamninginn við ísrael frá 1979, en vill fá af- létt hömlum á dvöl egypzks herl- iös á Sinai. Það háir Wafd-flokknum að hann hefur staðið utan við stjórnmálabaráttuna i rúman aldarfjórðung og að leiðtogar hans eru komnir yfir sjötugt. Flokkurinn nýtur stuðnings landeigenda, smábænda, mennt- aðs fólks, kristinna Egypta (Kopta) og Bræðralags Múham- eðstrúarmanna, samtaka strangtrúarmanna. Trúarof- stækismenn hafa fengið byr í seglin síðan Sadat lézt. Wafd-istar sættu hörðum árásum í kosningabaráttunni. Blaðið „A1 Gomhouria" birti heilsíðugrein, þar sem Serag- eddin og ættmennum hans var lýst sem lénsherrum. „A1 Ahram" birti greinargerð úr bandaríska sendiráðinu frá ár- unum 1946—52, þar sem sagt var að Serageddin hefði boðið leyni- samning um þátttöku Egypta í leynibandalagi Arabaríkja undir forystu Bandaríkjamanna, ef þeir hjálpuðu honum að ná völd- um. Gagnrýnt var í Nýja Wafd- Forsetinn kýs. flokknum að 16 menn úr Bræðralagi Múhameðstrúar- manna voru valdir í framboð. Ýmsir töldu rangt að ganga til samstarfs við samtök, sem berj- ast fyrir myndun islamskrar stjórnar, þótt það yki fylgi flokksins. Raunar getur slíkt samstarf leitt til þess að flokk- urinn missi fylgi margra Kopta. Frambjóðendur úr bræðralag- inu hvöttu til að múhameðskum lögum yrði framfylgt, þótt það sé ekki stefna flokksins. Borðar með vígorðum um þetta voru hengdir upp í Alexandríu og ekki fjarlægðir, þótt flokkurinn bæði um það. Um 15 Wafd-istar voru handteknir fyrir að dreifa trú- arbæklingum með gagnrýni á ríkisstjórnina. Bróðir forsetans, Sami Mubar- ak, kom til liðs við Wafd-ista og talaði fyrir þá á framboðsfund- um. Hann kvað Wafd-flokkinn eina stjórnmálaflokkinn, sem hefði aldrei fangelsað eða pynt- að fólk. Hann er grunaður um stuðning við Bræðralagið og málið hefur komið forsetanum í bobba. Aðrir andstöðuflokkarnir eru Verkamannaflokkur sósíalista, sem er mið-vinstri flokkur og fær um 5% atkvæða, Þjóðlegi einingar- og framfaraflokkur- inn, sem er hlynntur Rússum, og Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægrisinnaður. Verkamannaflokkur sósialista er undir forystu Ibrahim Shukry fv. landbúnaðarráðherra, sem var harður þjóðernissinni fyrir 1952. Hann stofnaði flokkinn 1978, en tókst ekki að fá 20 þing- menn til að skrifa undir beiðni um stofnun hans. Sadat skipaði þá nokkrum þingmönnum sínum að skrifa undir og hélt að auð- velt yrði að hafa taumhald á flokknum, en hann hefur verið harður í stjórnarandstöðu. Flokkurinn styður friðarsamn- ingana, en vill að hætt verði viðskiptum og menningarsam- skiptum við ísrael þar til heild- arlausn finnst. Þjóðlegi einingar- og fram- faraflokkur vinstrimanna er undir forystu Khaled Mohieddin, samstarfsmanns Nassers og Sa- dats eftir byltinguna. Mohieddin var eitt sinn kallaður „rauði majórinn" vegna stuðnings við Rússa. sem flokkurinn stvður. Hann var stofnaður 1976 og nýt- ur stuðnings Marxista eða Nasser-sinna. Sadat lét oft til skarar skríða gegn flokknum, sem varð að hætta starfsemi að mestu þar til Sadat lézt. Hann er oft sakaður um kommúnisma af andstæðingum. Þrátt fyrir umrótið í Miðaust- urlöndum var aðallega deilt um innanlandsmál í kosningabar- áttunni. Þrátt fyrir ólíka hug- myndafræði voru flokkarnir sammála i veigamiklum atrið- um, þótt áherzlumunur væri nokkur. Enginn vildi segja upp friðarsamningnum við ísrael, þrátt fyrir kröfu Nýja Wafd- flokksins um að hömlum á Sinai-skaga verði aflétt. Allir andstöðuflokkarnir kröfðust aukins lýðræðis og kosningareglurnar voru eitt helzta ádeiluefnið. Ráðizt var á núverandi kosningalög, sem kveða í fyrsta skipti á um hlut- fallskosningu og framboð flokka, en ekki einstaklinga. Barizt var gegn ákvæðum, sem banna óháð framboð og segja að flokkar verði að fá 8% atkvæða til að koma manni að. Stjórnarandstæðingar kröfð- ust þess einnig að aflétt yrði neyðarástandslögum, sem hafa verið í gildi síðan Sadat var ráð- inn af dögum, verkfallsréttur yrði viðurkenndur og verkamenn fengju að efna til mótmælaað- gerða. Stjórnin hefur vonað að kosn- ingarnar og nýkjörið þing geti orðið eins konar öryggisventill og komið í veg fyrir að óánægja á ýmsum sviðum brjótist fram i einhverri annarri mynd. En bú- izt er við að nýkjörnir þingmenn muni hamra á mörgu, sem óánægju veldur, þegar þing kem- ur saman i haust, og sú hætta er talin fyrir hendi að stjórnar- flokkurinn klofni, þótt þing- meirihluti hans komist varla i hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.