Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 „Einokun“ Sölufé- lags garðyrkjumanna Opið bréf til Jóns Magnússonar formanns Neytendasamtakanna - eftir Þorvald Þorsteinsson Opið bréf til Jóns Magnússonar formanns Neytendasamtakanna vegna „einokunar" Sölufélags garðyrkjumanna. í Morgunblaðinu í gær bls. 14 er m.a. orðrétt haft eftir yður eftir- farandi: „Það er ekki eingöngu einokun Grænmetisverslunarinnar sem þarf að taka á, heldur þarf einnig að brjóta einokun Sölufélags garð- yrkjumanna niður svo og öll önnur einokunarkerfi." Þar sem undirritaður í einfeldni sinni gerði ráð fyrir að ofanritað væri sökum einhvers misskilnings ranglega eftir yður haft, hringdi ég til yðar í morgun til að benda yður á þetta svo að þér gætuð komið leiðréttingu á framfæri. Mér til mikillar furðu staðfest- uð þér hinsvegar að allt væri rétt eftir yður haft. Þetta væri skoðun yðar, sem þér væruð reiðubúinn að standa við hvar og hvenær sem væri. Þar sem Sölufélag garðyrkju- manna hefur ekkert einkaleyfi, hvorki til sölu á innlendu græn- meti né innfluttu og er þar af leið- andi enginn einokunaraðili, skora ég á yður enn á ný að endurskoða afstöðu yðar og biðjast opinber- lega afsökunar á ofangreindum ummælum. Að öðrum kosti hlýt ég fyrir hönd félagsins að leita leið- réttingar eftir öðrum leiðum. Þetta tel ég þeim mun nauðsyn- legra sem gera má ráð fyrir að einhverjir lesendur umræddrar greinar taki mark á orðum for- manns Neytendasamtakanna, sem jafnframt er starfandi lögmaður. Greinilegt er af ummælum yðar að þér eruð lítt kunnugur eðli og uppbyggingu Sölufélags garð- yrkjumanna og vil ég því í ör- stuttu máli upplýsa yður um eftir- farandi: Sölufélag garðyrkjumanna (S.F.G.) var stofnað árið 1940 á samvinnugrundvelli af nokkrum ylræktarbændum. Það hefur alla tíð síðan staðið opið hverjum þeim sem þess hefur óskað, að uppfyllt- um þeim lágmarksskilyrðum að viðkomandi hafi a.m.k. umráð yfir 300 fm undir gleri. Við inngöngu skuldbinda aðilar sig til að hlýða lögum og reglum félagsins eins og eðlilegt og sjálf- sagt má telja. Auk venjulegra ákvæða í lögum félagsins um stjórn þess og starf- semi, er í gildi samþykkt sem skyldar félagsmenn til innleggs á öllu ylræktuðu grænmeti. Undan- þegin þessu ákvæði er þó svoköll- uð heimasala. Vilji einhver félagsmaður ekki una þessu ákvæði, eða öðrum í lög- um félagsins og samþykktum, get- ur viðkomandi hvenær sem er sagt sig úr félaginu og þannig losnað við allar skuldbindingar. Frá sjónarmiði stjórnar félags- ins er reglan einföld. Annaðhvort eru menn félagsmenn með fullum skyldum og réttindum, eða EKKI. Á undanförnum árum hefur það margoft komið fyrir að menn hafi sagt sig úr félaginu. Venjulegasta ástæðan er sú að þeir telja sig ná betri fjárhagslegum árangri með því að selja afurðir sínar sjálfir í samkeppni við Sölufélagið og aðra. Einnig hefur komið fyrir að aðilar hafi verið reknir úr félaginu, og þá fyrst og fremst fyrir þá sök að sinna ekki innleggsskyldunni, þ.e. að selja fyrst allt sem þeir geta sjálfir og skila síðan afganginum til sölumeðferðar hjá félaginu. Sumir þessara aðila, sem ann- aðhvort hafa sagt sig úr félaginu eða verið reknir úr því, hafa að fenginni reynslu að mislöngum tíma liðnum sótt um og fengið að- ild að félaginu á ný. Þessum til viðbótar eru svo þeir framleiðend- ur sem aldrei hafa gerst félagar í Sölufélagi garðyrkjumanna. Sum- ir þessara ofangreindu aðila eru meðal stærstu framleiðendanna með að því talið er um allt að þriðjung framleiðslunnar, sem þeir selja í samkeppni við félagið, oftast (sennilega alltaf) með und- irboðum, sem neytendur verða þó sjaldnast varir við. Getur þetta kallast einokun, Jón Magnússon? Innflutningur grænmetis í lögum nr. 101/1966 (og síðari breytingum) um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. er m.a. ákvæði (33. gr.), sem kveður svo á að ríkisstjórnin (landbúnað- arráðuneytið) hafi einkarétt til að flytja til landsins kartöflur og nýtt grænmeti. Fyrir hönd land- búnaðarráðuneytisins hefur Grænmetisverslun landbúnaðar- ins í reynd annast þessi mál og hafði lengst af ein á hendi allan innflutning. Þær grænmetisteg- undir, auk kartaflna, sem GL flutti og flytur inn þegar innlend framleiðsla er ekki á markaðnum, er einkum laukur, gulrætur, hvít- kál, rauðkál, gulrófur og aðrar slíkar tegundir sem mest geymslu- þol hafa og eru því tiltölulega áhættulítið fluttar til landsins með skipum. Með vaxandi neyslu og vinsæld- um „viðkvæmari" grænmetisteg- Þorvaldur Þorsteinsson „Þar sem Sölufélag garð- yrkjumanna hefur ekkert einkaleyfl, hvorki til sölu á innlendu grænmeti né innfluttu og er þar af leið- andi enginn einokunarað- ili, skora ég á yður enn á ný að endurskoða afstöðu yðar og biðjast opinber- lega afsökunar á ofan- greindum ummælum.“ unda s.s. tómata, agúrkna, salats o.fl. o.fl., sem íslenskir garðyrkju- bændur geta þó aðeins af eðli- legum ástæðum (lega landsins o.fl.) framleitt hluta úr ári (5—7 mán.) í nægjanlegu magni, hlaut að koma að því að þeir leituðu leiða til úrbóta fyrir viðskiptavini sína. Auðvitað er það hagur ísl. garðyrkjubænda að alltaf sé til á markaðnum eins fjölbreytt úrval grænmetis og nokkur kostur er á. Við þetta hlýtur neyslan að aukast og þeir sjálfir njóta góðs af þann tíma sem framleiðsla þeirra er á markaðnum. Til þess að bæta úr þessu fór SFG þess á leit við þáverandi landbúnaðarráðherra (1971), Ing- ólf Jónsson, að fá leyfi til inn- flutnings þeirra grænmetisteg- unda, sem Grænmetisverslun landbúnaðarins hefði ekki til þessa flutt inn, m.ö.o. þeirra við- kvæmu tegunda, sem ekki eru taldar hæfar til flutnings með skipum. Fyrir víðsýni Ingólfs náðist samkomulag um þetta, þó með þeim skilyrðum að SFG sækti um leyfi (fengi áritun) í hvert skifti sem innflutningur á sér stað. Hef- ur svo verið síðan. Til frekari upplýsinga má benda á umsögn stjórnar SFG til land- búnaðarnefndar efri deildar Al- þingis, dags. 12. jan. 1984, svo- hljóðandi: I. Með tilvísun til bréfs yðar dags. 25. nóv. 1983 varðandi 76. frum- varp til laga um breytingu á lög- um nr. 95/1981 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnað- arvörum o.fl., vill stjórn Sölufé- lags garðyrkjumanna taka fram eftirfarandi: a) Varðandi 1. gr. Þar sem vísað er til 1. mgr. 5. gr. laganna, skal það fram tekið, að fram til þessa hefur Framleiðsluráð (6-manna- nefnd) aldrei ákveðið verð á inn- lendu grænmeti (kartöflur undan- skildar?) hvorki í heildsölu né smásölu. Hingað til hafa markaðs- aðstæður hverju sinni, þ.e. fram- boð og eftirspurn, ráðið verðlagn- ingunni. b) Varðandi 2. gr. Sjá svar við 1. gr- c) Varðandi 3. og 4. gr. Sjá síðar — almennar athugasemdir. d) Varðandi 5. gr. Hér virðist ekki lagt til að um neina breytingu verði að ræða hvað SFG snertir, þar sem í tilvitnaðri grein (38. gr. gildandi laga) er samskonar heim- ild til að viðurkenna starfsemi SFG, og einnig heimild til að við- urkenna aðra heildsöluaðila, þó á annan hátt sé orðuð. { þessu sambandi er rétt að taka fram, að enda þótt margir ylrækt- arbændur, sem grænmetisræktun stunda, séu ekki félagar í SFG og selji því sjálfir, eða láti selja af- urðir sínar beint á markað, hafa þeir ekki — okkur vitanlega — sótt um heimild til heildsöludreif- ingar, hvorki sem einstaklingar né samtök, og þar af leiðandi ekki á það reynt hvort fengist hefði. Fáll Gi.sla.son, læknir, tekur fyrstu skóflustunguna að byggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða við Bólstaðarhlíð. íbúðir og þjónustu- húsnæði fyrir aldraða Samtök aldraðra, Reykjavíkurborg og Ármannsfell hf. eru nú að hefja byggingu íbúða fyrir eldri borgara við Bólstaðahlíð 41—45. Um er að ræða 66 íbúðir tveggja og þriggja herbergja auk 700 fermetra þjónusturýmis þar sem aðstaðe. er til að matast, sam- komuhalds, tómstunda, líkamsræktar o.fl. Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði teknar í notkun í árslok 1985. íbúðirnar verða eignaríbúðir og eiga þeir sem eru 67 ára og eldri forkaupsrétt, en 6.3 ára og eldri hafa kauprétt. Reykjavíkurborg mun sjá um rekstur þjónustu. Ármannsfell hf. hefur séð um framkvæmdir en arkitektar eru Þormóður Sveinsson og Rúnar Gunnarsson. í frétt frá samtökum aldraðra, er stofnuð voru 1973, segir að til- gangur félagsins sé að vekja at- hygli stjórnmálamanna og ráða- manna bæjarfélaga á vandamál- um ellinnar — einangrun margra gamalmenna í eigin íbúðum, stór- um og smáum. fbúðum sem oftast eru mjög óhentugar og dýrar fyrir þá sem farnir eru að stirðna og lýjast. Þannig reynir félagið að leiða mönnum fyrir sjónir hve mikill fjöidi aldraðs fólks hefur þörf fyrir hentugar íbúðir með fé- lagslega þjónustu og aðstoð við hin daglegu störf og þarfir. Svipmyndir úr borginni Eftir Ólaf Ormsson „Ekki aðra mannveru að sjá en þrekvaxinn bifvélavirkja í óhreinum samfestingi“ „Ekki aðra mannveru að sjá en þrekvaxinn bifvélavirkja í óhrein- um samfestingi ..." Ég man óljóst eftir mér barn að aldri í rólu og sandkassa inní Laug- arnesi. Það var á árunum eftir síð- ari heimsstyrjöld þegar kyrrð var loks komin á mannlífið í Evrópu eftir mikinn hildarleik. Herliðið sem hér dvaldi á stríðsárunum byggði í Laugarnesi myndarlegt braggahverfi. f þá daga þóttu báru- járnsbraggarnir þokkalegustu vist- arverur og fólki boðlegir, í dag tæp- um fjörutíu árum síðar þykja svo- leiðis húsakynni ekki hæf útigangs- fólki hvað þá fólki á Stór-Reykja- víkursvæðinu sem sættir sig ekki við neitt minna en einbýlishús með útisundlaug og stofu, er minnir á sal í félagsheimili á landsbyggðinni. Það eru nokkuð mörg ár síðan síð- ustu braggarnir í Laugarnesi voru rifnir. Þeir gegndu stóru hlutverki í húsnæðiseklu stríðsáranna og allt fram á sjötta áratuginn. Ég gekk um Laugarnesið mánu- dagseftirmiðdag í maímánuði og kom ekki auga á minjar um bragg- ana en aftur ýmislegt sem minnir á forna tíð. Það var skýjað, rign- ingarskúrir og loft þungbúið. Gras- ið í Laugarnesi er orðið grænt á litinn og í rústum eftir gamalt fall- byssuhreiður yst á nesinu norðan- verðu, þar sem hermenn breska heimsveldisins munduðu áður fall- byssur á viðsjárverðum tímum, tel ég að krían og aðrir farfuglar muni huga að hreiðurgerð nú í sumar. Leikvöllur barnanna í braggahverf- inu var líklega áður fyrr á þeim slóðum þar sem nú er bifreiðaverk- stæði í hrörlegum skúr og bílhræ á hlaðinu, tákn um þá öld sem hefur dýrkað bifreiðina fram úr hófi. Klukkan var langt gengin í fimm þegar ég gekk um Laugarnesið og ekki aðra mannveru að sjá en þrek- vaxinn bifvélavirkja í óhreinum samfestingi sem skreið undir eitt bílhræið með skrúfjárn í hendi og flautaði ákaft lagstúf. Fuglar himins flögruðu í sjávar- briminu undan útsýnisskffunni norðan við hús Sigurjóns heitins Ólafssonar, myndhöggvara, þar sem baujur eru í sjónum og olíuskip liggja þegar þau koma til landsins að losa farm sinn. Fuglarnir gáfu frá sér hljóð af og til. Áð öðru leyti ríkti kyrrð og friður þarna yst á nesinu þar sem í austurátt eru Tollvörugeymslan hf. og Fiski- mjölsverksmiðjan Klettur. Gamla Laugarneshúsið, ekki langt frá gatnamótum Laugarnes- vegar og Kleppsvegar, stendur upp á hól og hefur einhvern tímann hér fyrr þótt glæsileg villa og kónga- fólki sæmandi sem dvalarstaður. Húsið er nú afar hrörlegt og báru- járnið utan á því greinilega illa far- ið af veðri og vindum. Þar bjó fram á síðustu ár Sigurður ólafsson, hinn kunni og vinsæli söngvari er annaðist tilraunadýr frá Rannsókn- arstofu Háskólans, t.d. rottur og mýs um tíma, fóðraði kvikindin og sá um að þeim liði sem best. Hann hefur líklega farið með vögguljóð og sungið þau í svefn á síðkvöldum. Engan úrgang er að finna í Laug- arnesi og snyrtimennskan ríkjandi þar sem ég fór um. Séð frá Laug- arnestanganum er útsýnið fagurt til borgarinnar, Viðeyjar og Eng- eyjar. Áð vestanverðu á nesinu eru fjögur hús sem búið er i og skammt undan íbúðarhúsunum sem eru snyrtileg og vel til höfð er gamall virkishóll, minjar frá stríðsárun- um. Á Laugarnesinu eru ýmis sérstæð örnefni sem vekja athygli, svo sem Mígandi, Hangandi, Þjófaskörð, Skólapiltahólar, Stúlknaklettur, Gunnarshólar, Pálsfluga og Ást- arhólar. Skammt undan þar sem Laugarnesvegur og Kleppsvegur mætast er þúfa, hún mun heita Hallgerðarleiði. Undir henni er tal- ið að sú merka kona Hallgerður langbrók hvfli, er seinast átti heima í Laugarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.