Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984
45
• Mark McGhee skrifar undir þriggja éra samning viö HSV. Við hlið hans er kona hans Jakie og dr. Klein
forseti HSV, á hinni myndinni má sjá McGhee með fána HSV og með eiginkonuna Jakie sér við hliö.
McGhee fær 3 milljónir
í árslaun hjá
Mark McGhee leikur næsta
keppnistímabil fyrir Hamburger
Sportverein. Hamburger Sport-
verein keypti Skotann frá Aber-
deen fyrir 1,2 milljónir marka.
Hann kemur sjálfur til meö aö
hafa þrjár milljónir króna í árs-
laun og hann skrifaði undir
þriggja ára samning viö HSV.
Flestir sérfræöingar í knatt-
spyrnu eru þeirrar skoöunar aö
hann muni vinna fyrir kaupi sínu.
Hann skoraði á þessu keppnis-
tímabili 24 mörk fyrir Aberdeen og
lagði sitt aö mörkum, aö félag
hans varö skoskur meistari og bik-
armeistari.
Alec Ferguson framkvæmda-
stjóri Aberdeen haföi þetta aö
segja um McGhee: „Hann er ótrú-
lega fljótur og knötturinn er alltaf
eins og límdur viö fætur hans."
Hans ókostur er aö hann er oft á
tíöum full eigingjarn og ætlar sér
um of. McGhee er kallaöur „hlaup-
andi sprengiefni" vegna þess
hversu haröur hann er i návígi (um
HSV
boltann). McGhee tók ákvöröun aö
fara til HSV vegna þess aö Kevin
Keegan gaf félaginu góö meömæli.
Ekki má segja aö Hamburger
Sportverein hafi sýnt honum sínar
bestu hliðar því aö daginn sem
McGhee skrifaöi undir tapaöi HSV
fyrir Frankfurt á heimavelli sínum.
„Eiginlega geröi ég samning viö
Hamburger Sportverein vegna
þess að ég vildi leika meö vestur-
þýsku meisturunum í knatt-
spyrnu," sagöi hann aö leik lokn-
um i Hamburg.
, Tíu ára afmæli
Iþróttafélags fatlaðra
íþróttafélag fatlaðra á um
þessar mundir 10 ára afmæli. Fé-
lagið var stofnað 30. maí 1974. í
tílefni afmælisins veröur efnt til
afmælishátíðar sem hefst í kvöld.
Dagskrá hátíðarinnar er þessi:
Miðvikud. 30. maí kl. 20 í Ár-
túni, Vagnhöföa 11, fyrri hluti að-
alfundar og afmælishóf.
Laugard. 2. júní kl. 14 í Hátúni
12,1. hæö, seinni hluti aöalfundar
og sama dag kl. 21.30 afmælis-
dansleikur á Hótel Esju, 2. hæð.
Stærsta verkefni félagsins um
þessar mundir er bygging íþrótta-
húss viö Hátún, en skóflustungan
var tekin í ágúst á síðasta ári. Fé-
lagsmenn ÍFR hafa tekiö þátt í
fjölda móta erlendis og jafnframt
ólympíuleikum fyrir fatlaða meö
mjög góöum árangri.
Þá hefur félagiö gefiö út veglegt
afmælisrit í tilefni afmælisins. Efni
ritsins er fjölbreytilegt og fróðlegt.
I því má sjá hversu mikil gróska
hefur veriö í starfi félagsins á síö-
astliönum 10 árum.
• Einblínt á kúluna. Frá keppni (
borðtennis fatlaöra.
í undirbúningsnefnd aö stofnun
félagsins voru: Sigurður Magnús-
son, Trausti Sigurlaugsson og
Guömundur heitinn Löve.
Fyrsta stjórn félagsins var skip-
uö: Form. Arnór Pétursson, vara-
form. Höskuldur Kárason, ritari
Elsa Stefánsdóttir, gjaldkeri Vigfús
Gunnarsson, meöstj. Gísli Helga-
son ásamt 10 manna framkv.ráði.
Núverandi stjórn félagsins er
skipuö: Form. Arnór Pétursson,
varaform. Edda Bergmann Guð-
mundsdóttir, ritari Elsa Stefáns-
dóttir, gjaldk. Vigfús Gunnarsson,
meðstj. Guöni Þór Arnórsson
ásamt 5 manna varastjórn.
Æfingastaöir og íþróttagreinar:
Hlíöaskóli: borötennis, boccia og
hjólastólakyifuknattleikur.
Ársel: borðtennis.
Hátún 12: lyftingar, frjálsíþróttir og
sund.
Laugardalshöll: bogfimi.
Hamrahlíö 17: slökun.
Þjálfarar og leiðbeinendur eru 10.
Félagsmenn (fatlaöir og ófatlaöir)
eru um 380.
Norræna
1984 li
sundkeppnin
icfst 1. júní
NORRÆNA
SUNDKEPPNIN ? •;
1984
át
ÁKVEÐIÐ hefur verið að norræna
sundkeppnin fari fram í sumar.
Keppnin verður formlega sett 1.
júní.
Ætlunin er aö hefja öflugan
áróöur fyrir því aö allir landsmenn
sem á annaö'borö geta synt, syndi
200 metrana í ár og þaö ekki einu
sinni, heldur eins oft og hver vill og
getur þó aöeins einu sinni á dag.
Öll Noröurlöndin eru þátttak-
endur í keppninni og á hún aö
standa yfir í 6 mánuöi í hverju
Noröurlandanna fyrir sig.
Löndin ráöa sjálf á hvaöa tíma-
bili ársins hún stendur yfir og hefur
SSl ákveöiö aö 200 metra keppnin
spanni yfir tímabiliö 1. júní til og
með 30. nóvember 1984.
Úrslit í Norrænu sundkeppninni
1984 eru fengin meö því aö telja
200 metra sund yfir 3 bestu mán-
uðina af þeim 6 sem keppnin
stendur yfir og sigrar sú þjóö sem
hefur hlutfallslega mestan fjölda
200 metra sunda.
Þátttökuspjöldin eru númeruö
og gilda jafnframt sem happdrætt-
ismiöar.
I lok keppninnar veröa dregnir
út 100 einstaklingar (númer) og fá
þeir ókeypis aögang aö laug allt
áriö 1985.
Höggpressur
fyrirliggjandi
Njáll Þórarinsson
Heildverslun —
Vélaumboð.
Sími 31985.
Suðurlandsbraut 6.
Fimleikar
Fimleikar
ÞJÁLFARANÁMSKEIÐ
verður haldiö í íþrótta-
húsi Ármanns 1.—7.
júní. Þjálfarar á nám-
skeiðinu veröa hjónin
Men Xiamoing og Bao
Nai Jangy, sem þjálfað
hafa marga af bestu
fimleikamönnum Kína.
Upplýsingar í síma
43931.
FSI
ENERAL ELECTRIC
AMERÍSK HEIMILISTÆKI
hm| í sérflokki km&m
ÞURRKARI