Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 • INNSTRÆTI, SÍMI 11630 OPIÐ ÖLL FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS-, LAUGARDAGS-, OG SUNNUDAGSKVÖLD. jóinm 'rtewetíj AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11340 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Frjáls innflutningur garðávaxta: V iðskip taráðher ra leggur fram til- lögu í ríkisstjórn Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun lagði viðskiptaráðherra, Matthías Á Mathiesen, fram fyrir hönd ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tillögu um að leyfður verði frjáls innflutningur á garðávöxtunum þegar innanlands- framleiðsla annar ekki eftirspurn. Þetta kom fram í máli Friðriks Sophussonar á fundi sem lands- málafélagið Vörður hélt í gær- kvöldi um innflutning á kartöfl- um. Tillagan var ekki afgreidd en viðskiptaráðherra og landbúnað- arráðherra munu hittast á morg- un og er vonast til að hægt verði að afgreiða hana á ríkisstjórnar- fundi á fimmtudag. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki enn fjallað um tillögu viðskiptaráð- herra, en aðspurður sagði Friðrik Ijóst að þingmenn flokksins væru henni sammála, sem og endur- skoðun á verðmyndunarkerfi landbúnaðarvara, fréttir um ann- að væru ósannar. Aðrir frummælendur á fundin- um voru Gísli Blöndal fram- kvæmdastjóri og Jón Magnússon formaður Neytendasamtakanna. Fundarstjóri var Dr. Jónas Bjarnason. Gísli Blöndal gagn- rýndi linkind þingmanna Sjálf- stæðisflokksins gagnvart land- búnaðarráðherra og Grænmetis- versluninni, og benti á hve mjög núverandi fyrirkomulag á inn- flutningi skaðar neytendur, bæði i formi lélegrar vöru og hás verðs. Aðspurður útilokaði Jón Magn- ússon ekki þann möguleika að Neytendasamtökin stefni Græn- metisversluninni fyrir sölu á skemmdri vöru. Morgunblaðid/Júlfus. Lögreglumenn með annan mannanna, sem handteknir voru síðastliðna nótt við Álfabakka. Tveir lögreglumenn eru að befja leit í bflnum og fundust 700 grömm af amfetamíni og 400 grömm af hassolíu. Lögreglan tók 700 grömm af amfetamíni og 400 af hassolíu: Söluverð fíkni- efnanna 10 millj. Fá skoðunarmiða senda í pósti Eins og komið hefur fram í fréttum befur reglum um skoðun nýrra öku- tækja verið breytt og þurfa eigendur þeirra ekki að færa þá til skoðunar fyrr en á þriðja ári. Að sögn Kagnars Jóns- sonar, hjá Bifreiðaeftirlitinu, verða límdir sérstakir miðar á nýja bfla, t.d. fá þeir sem skráðir voru ’82, miðs merktan ’84. Eigendur þeirra þurfa því ekki að koma til skoðunar fyrr en 1985. Mið- arnir verða sendir í pósti. En í fram- tíðinni verður reglan sú að við inn- flutning fá bifreiðar þennan sér- staka miða. Aðspurður sagði Ragnar að skoð- un gengi yfirleitt vel, en búast mætti við aðgerðum gagnvart eigendum óskoðaðra bifreiða mánuði eftir að viðkomandi átti að mæta til skoðun- FJÓRIR menn voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum í gærkvöldi vegna stórfellds fíkni- efnasmygls með Eyrarfossi. Dóm- ari tók sér frest til dagsins í dag til þess að úrskurða yfir fimmta manninum. Tveir mannanna hafa játað að hafa keypt fíkniefnin er- lendis en tveir hafa ekki tjáð sig um aðild. Fimmti maðurinn, 25 ára gamall, neitar að hafa staðið í smyglinu, en segist hafa aðstoðað mennina við að flytja fíkninefnin frá skipi. Hinir mennirnir fjórir eru um og yflr þrítugt. Þeir hafa aldrei áður verið staðnir að stór- felldu flkniefnasmygli. Ekkert hefur komið fram í málinu, sem bendir til þess að skipverjar á Eyrarfossi séu viðriðnir málið. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur um margra mánaða skeið unnið að því að upplýsa mál þetta og má fullyrða að aldrei í sögu deildarinnar hafi jafnmikil vinna verið lögð í nokk- urt mál svipaðs eðlis. Fíkniefna- deild lögreglunnar hefur fylgt þeim sem skugginn um nokkurt skeið og leiddi það að lokum til þess að málið upplýstist. Tveir mannanna fóru um borð í Eyrarfoss upp úr miðnætti að- faranótt þriðjudagsins. Lög- reglu- og tollgæzlumenn fylgdust með ferðum þeirra og handtóku við Álfabakka. í bifreið þeirra fundust 700 grömm af amfetam- íni og um 400 grömm af hassolíu. Undir morgun voru hinir þrír handteknir á tveimur stöðum í Reykjavík. Reikna má með að andvirði fíkniefnanna sé allt að 10 milljónir króna á markaði hér ef efnagreining leiðir í ljós svip- aðan styrk og áður hefur þekkst varðandi efni keypt í Hollandi. Svo sem fyrr ságði hafa menn- irnir verið mikið erlendis og voru fíkniefnin keypt í tveimur ferð- um. í fyrri ferðinni voru keypt 100 grömm af amfetamíni í Rotterdam í Hollandi. Amfeta- mínið var flutt til Spánar og skipt á því og 500 grömmum af hassolíu. Að því loknu var aftur haldið til Rotterdam og um 700 grömm af amfetamíni keypt. Fíkniefnunum var síðan komið fyrir á þilfari Eyrarfoss án vit- undar skipverja, þegar skipið lestaði í Rotterdam. Einn mann- anna var fyrir nokkru skipverji á Eyrarfossi og þekkti vel til að- stæðna um borð. Tveir mannanna hafa viður- kennt að hafa í janúar síðastliðn- um smyglað fíkniefnum til landsins með svipuðum hætti. Þá tókst þeim ætlunarverk sitt og komu 300 grömmum af amfeta- míni og hálfu kílói af hassi inn í landið. Samkvæmt heimildum Mbl., kostuðu fíkniefnin, sem tekin voru í fyrrinótt, aðeins um 100 þúsund krónur, þannig að verðið hingað komið er um 100 falt hærra. Fíkniefni hafa lækk- að mjög í verði í Evrópu á undan- förnum misserum vegna mikils framboðs. Af þessum mikla verð- mun má ráða að magn fíkniefna hér á landi hefur ekki aukíst í nokkru samræmi við markaði á Evrópu. Þá má þess geta, að sam- kvæmt heimildum Mbl. liggur enn ekkert nákvæmt fyrir hvað varðar fjármögnunarleið en hin- ir grunuðu hafa þó þegar orðað í því sambandi kreditkort og lífeyrissjóðslán. Sjá: „Ekkert bendir til að skip- verjar á Eyrarfossi séu viðriðnir smyglið,” í miðopnu. Frá og með 1. júní nk. kostar mánaðaráskrift Morgunblaðsins kr. 275,- og í lausasölu kr. 25,- eintakið. Grunnverð auglýsinga verður frá og með sama tíma kr. 165,- pr. dálksentimetra. Afiakóngurinn Siguröur á Suðurey VE kominn með 1.550 tonn: Mannskapurinn, útgerðin og heppni — hafa lagt grunninn að velgengninni „ÞAÐ ER ekki nein bein upp- skrift að þessari velgengni okkar í ár. Það er fyrst og fremst góður mannskapur, virk útgerð og heppni, sem hafa valdið því, að við urðum afla- kóngar að þessu sinni. Ég neita því að sjálfsögðu ekki, að þetta hefur verið ánægjulegt, sérstaklega með til- liti til þess, að þetta er fyrsti titillinn, en tvisvar hef ég orðið í öðru sæti,“ sagði Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey VE 500, en hann hefur aflað um 1.550 lesta það sem af er árinu. Sigurður sagði ennfremur, að sér teldist til að um 1.200 lestir aflans væru þorskur, hitt væri blandað, en mest ufsi. Hann væri fyrir nokkru búinn með eig- in kvóta, en hann hefði samtals numið um 1.200 lestum og nú væri hann að fiska upp í kvóta annars báts útgerðarinnar, sem væri Hraðfrystistöðin í Eyjum. Hann hefði náð um 1.000 lestum á síðasta ári, en um 1.100 1982, en nú hefði hann verið miklu lengur að, svo þetta væri í raun svipaður afli miðað við úthald. Nú væri að draga úr veiðinni, aflinn á þriðjudag hefði verið N .. Sigurður Georgsson. um 6 til 8 lestir svo þetta virtist vera að dragast upp. Ef svona héldi áfram tæki hann líklega upp um helgina og færi á fiski- stroll í sumar. Þá sagði hann, að það væri orðið ótrúlega lítið, sem sjómenn bæru úr býtum. Það væri tekið allt of mikið framhjá skiptum og það næmi líklega orðið einum þriðja á síðastliðinn fimm árum sem sjómenn bæru minna úr býtum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.