Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 3 Ljósm. Mbl. ölafur K. Magnússon. Útfór Ólafs Jóhannessonar ÚTFÖR dr. Ólafs Jóhannessonar fyrrum forsætisrád- herra var gerð á vegum ríkisins frá Dómkirkjunni í Reykjavík i gær að viðstöddu fjölmenni. Dómkirkjan var þéttsetin og hlýddu margir á athöfnina utan dyra, en gjallarhornum hafði verið komið upp á Alþingishús- inu. Athöfninni var útvarpað, en séra Þórir Stephensen jarðsöng. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð er kista dr. Ólafs var borin úr kirkju. Kistuna báru, talið frá vinstri á myndinni: Hall- dór E. Sigurðsson fyrrum ráðherra, Jón Aðalsteinn Jónsson framkvæmdastjóri, Eiríkur Pálsson fyrrv. bæjarstjóri, Kjartan Guðjónsson, Magnús Þ. Tor- fason hæstaréttardómari, Ármann Snævarr hæst- aréttardómari, Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra og Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra. Á eftir kistunni ganga fremst ekkja dr. Ólafs, frú Dóra Guðbjartsdóttir, dætur þeirra og tengdasonur. Dr. Ólafur var jarðsettur i Fossvogskirkjugarði. Fyrirkomulagi sam- ræmdra prófa breytt ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta fyrir- komulagi samræradra prófa í 9. bekk grunnskóla fyrir næsta vetur. Fram að þessu hafa nemendur í síðasta bekk grunnskólans þurft að þreyta prófin í febrúar en á næsta skólaári stendur til að halda þau í byrjun maí. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri skólamála i menntamálaráðu- neytinu, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að auk þess að breyta því hvenær prófin væru hald- in væri einnig fyrirhugað að kennar- ar grunnskóianna færu yfir próf- lausnir nemenda en fram að þessu hefði verið farið yfir þær á vegum prófanefndar. „Það er mjög tímafrekt að fara yfir allar þessar prófúrlausnir, en prófað verður í sömu fögum og áður, og ef á að halda prófin í maí er hent- ugast að farið verði yfir prófin á veg- um skólanna, en vissulega verður að gæta þess að samræmi verði í ein- kunnagjöfinni," sagði Sólrún. Aðspurð um hvort einkunnir yrðu gefnar samkvæmt normalkúrfu sagði hún að það yrði ekki gert held- ur fengju nemendur einkunnir sam- kvæmt eigin frammistöðu en ekki samkvæmt frammistöðu annarra. Sólrún bætti því við að ekki hefði verið gengið frá því enn hvaða kröf- ur yrðu gerðar til nemenda til að þeir kæmust inn í framhaldsskólana en tekin yrði ákvörðun um það í sumar eða haust. Ríkisstjórnin: Fyrsta umræða um fjárlaga- frumvarp 1985 FYRSTA umræða um fjárlagafrum- varp ársins 1985 fór fram á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar var þetta fyrsta umræða ríkisstjórnarinnar um fjárlagafrumvarpið, sem nú er að hefjast vinnsla á í embættis- mannakerfinu. Umræðan byggðist á bráðabirgðaáætlun um stöðu þjóðarbúsins. Brynjar Valdimars- son yfirlœknir látinn BRYNJAR Valdimarsson yfirlæknir á Kristneshæli andaðist á heimili sínu aðfaranótt 26. maí sl. tæplega 54 ára að aldri. Brynjar var fæddur á Akureyri 19. júní árið 1930 sonur hjónanna Valdimars bónda að Espihóli í Eyjafirði, síðar verkamanns á Ak- ureyri og konu hans Áslaugar Jó- hannsdóttur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og læknisprófi frá Háskóla íslands árið 1961. Hann starfaði við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri á árunum 1%1 og 1962, og við Slysavarðsstof- una í Reykjavík og á Landspítalan- um sem námskandidat á sömu ár- um. Hann hóf störf við Kristnes- hæli árið 1962, fyrst sem deildar- læknir, en var yfirlæknir þar er hann lézt. Eftirlifandi eiginkona Brynjars er Dagbjört Guðlaugsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Brynjar Valdimarsson yfirlæknir. Ljósm. GBerg. Akureyri: Harkalegur árekst- ur í Aðalstræti Akureyri, 29. maí. MJÖG harkalegur árekstur varð í Aðalstræti um kl. 9 í gærkvöldi, þegar ungur piltur á nýlegum bíl, sem hann hafði nýlega keypt, missti stjórn á bifreiðinni, er hann kom af malarvegi inn á malbik, rétt sunnan við Minjasafnið. Kast- aðist bíllinn á þrjár kyrrstæð- ar bifreiðir, sem voru á plan- inu framan við safnið, stór- skemmdi tvær þeirra, eina lít- illega, auk þess sem brak kast- aðist á enn eina bifreið. Að auki var bíllinn sem árekstrin- um olli, stórskemmdur. Með- fylgjandi mynd var tekin rétt eftir að áreksturinn átti sér stað. G. Berg. Sjö„smá"atriói sem stundum gleymast viðiÆf á nýrri þvottavél IÞvottavél sem á að nægja venju- lcgu heimili, þarf að taka a.m.k. 5 kfló af þurrum þvotti. því það ér ótrúlega Öjótt að koma f hvert kfló af handklæðum, rúmfötum og bux- um. Það er líka nauðsynlegt að hafa sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn af taui, s.s. þegar þarf að þvo við- kvæman þvott. 2Það er ekki nóg að hægt sé að troða 5 kílóum af þvotti inní vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög stóran bvottabelg og þvo í miklu vatni, til þess að þvotturinn verði skfnandi hreinn. Stærstu heimilis- vélar hafa 45 lítra bvottahplo 3Vinduhraði er mjög mikilvægur. Sumar vélar vinda aðeins með 400-500 snúninga hraða á mfnútu, aðrar með allt að 800 snúninga hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki aðeins að þvotturinn sé fljótur að þorna á snúrunni (sum efni er reynd- ar hægt að strauja beint úr vélinni), heldur sparar hún mikla orku ef notaður er þurrkari. 4Qrkuspamaður er mikilvægur. Auk vemlegs sparnaðar af góðri þeytivindu, minnkar raforkunotkun- in við þvottinn um ca. 45% ef þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. 5Verðið hefur sitt að segja. Það má aldrei gleymast að það er verðmætið sem skiptir öllu. Auð- vitað er lítil þvottavél sem þvær lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti- vindur illa, ódýrari en stór vél sem er afkastamikil, þvær og vindur vel og sparar orku. Á móti kemur að sú litla er miklu dýrari og óhentugri f rekstri og viðhaldsfrekari. 6Þjónustan er atriði sem enginn má gleyma. Sennilega þurfa eng- in heimilistæki að þola jafn mikið álag og þvottavélar og auðvitað bregðast þær helst þegar mest reynir á þær. Þær bestu geta líka brugðist. Þess vegna er traust og fljótvirk viðhaldsþjónusta og vel birgur vara- hlutalager algjör forsenda þegar ný þvottavél er valin. 7Philco er samt aðalatriðið. Ef þú sérð Philco merkið framan á þvottavélinni geturðu hætt að hugsa um hin „smáatriðin" sem reyndar eru ekki svo lítil þegar allt kemur til alls. Framleiðendur Philco og þjónustudeild Heimilistækia hafa séð fyrir þeim öllum: 5 kíló af þurrþvotti, 45 lítra belgur, 800 snúningar á mfnútu, heitt og kalt vatn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Við erum sveigianlegir í samningum! yertu orussur velduFnilco heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.