Morgunblaðið - 06.06.1984, Síða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
Svipmyndir frá innrásinni.
baráttuandinn góður. í fótgöngu-
liðinu voru hins vegar margar lé-
legar sveitir, þar á meðal strand-
gæzluliðið.
Margir hermannanna voru of
ungir, eða of gamlir, og margir
þeirra voru „sjálfboðaliðar" frá
Armeníu, Grúsíu og Azerbajdzh-
an, eða Tartarar, sem höfðu held-
ur kosið að klæðast þýzkum ein-
kennisbúningum en tortímast í
fangabúðum.
Rommel gerði sér engar gylli-
vonir. Þýzku herirnir á vestur-
vígstöðvunum voru ekki nógu vei
þjálfaðir, þeir áttu við samgöngu-
erfiðleika að stríða, þá skorti
nauðsynlegan ratsjárbúnað, þeir
urðu stöðugt fyrir barðinu á loft-
árásum og það eina sem þeir gátu *
gert var að bíða þess að árásin
hæfist.
Ef til vill var heppilegt fyrir
Bandamenn að hetjan frá Norð-
ur-Afríku hafði ekki verið skipað-
ur fyrr í stöðu sína, að áætlanir
þessa þróttmikla herforingja nutu
ekki heilshugar stuðnings yfir-
manna hans og að undirmenn
hans framfylgdu þeim ekki út í
æsar.
Um þetta leyti hafði þýzka and-
spyrnuhreyfingin, undir forystu
Ludwig Becks hershöfðingja, fv.
herráðsforseta, og Karl Gördelers,
borgarstjóra í Leipzig, valið hann
æðsta yfirmann þýzka heraflans
og forseta, að Hitler látnum.
Rommel var gramur Hitler.
Hann var í Þýzkalandi þegar inn-
rásin var gerð til að leggja áherzlu
á kröfur sínar um að varnirnar í
Normandi yrðu efldar, m.a. með
SS-skriðdrekaherfylkjum skammt
frá Paris, og betur samræmdar.
Hann átti að ganga á fund Hitl-
ers 6. júní og gisti á heimili sínu f
Herrlingen, skammt frá Ulm.
Sjötti júní var afmælisdagur konu
hans, en hann gat ekki haldið upp
á afmælið og heldur ekki hitt Hitl-
er að máli.
Árla morguns hringdi síminn.
Herráðsforseti hans, Hans Speidel
hershöfðingi, tilkynnti að innrásin
væri hafin. „Bölvaður bjáni get ég
verið,“ hrópaði Rommel í símtólið.
í meginatriðum tryggðu yfirráð
Bandamanna í lofti (frá því árið
áður, þegar langfleygar orrustu-
fylgdarflugvélar af Mustang-gerð
voru teknar í notkun) að Overlord
heppnaðist. En þótt Banda-
mönnum tækist að eyðileggja vegi
og járnbrautir, sem lágu til
orrustusvæðisins, leiddu þær að-
gerðir til langra og harðvítugra
deilna Bandamanna innbyrðis.
„Flutningaáætlunin", eins og
hin geysiharða loftsókn kallaðist,
fólst í hárnákvæmri eyðingu
mannvirkja, sem voru ómissandi
til eftirlits með og til viðgerða og
viðhalds á járnbrautaflutninga-
kerfi Norður- og Vestur-Frakk-
lands, Niðurlanda og Vestur-
Þýzkalands. Um miðjan maí hafði
tekizt að kljúfa þýzku herina í
Frakklandi í tvennt með loftárás-
um á samgöngukerfið.
D-dagur
Sautjánda maí ákvað Eisenhow-
er til bráðabirgða að mánudagur-
inn 5. júní yrði innrásardagur —
D-dagur. Lokaákvörðun átti að
fara eftir veðri. En veðrið var ekki
hagstætt.
J. N. Stagg yfirveðurfræðingur
tilkynnti að rok og brim væri við
strönd Normandí sunnudaginn 4.
júní og Eisenhower ákvað að
fresta innrásinni. Kl. 4 f.h. daginn
eftir rofaði til og Eisenhower til-
kynnti: „Gott og vel, við förum.“
Margir efuðust um að innrásin
mundi heppnast. Forseti brezka
herráðsins, Sir Alan Brooke
hershöfðingi, skrifaði 5. júní:
„Þetta geta hæglega orðið mestu
ófarir stríðsins." Yfirmaður
bandariska sprengjuflugvélaflot-
ans í Evrópu, Carl Spaatz hers-
höfðingi, lýsti því yfir fyrirfram
að hann bæri enga ábyrgð á því
hvernig færi.
Áður en tveir klukkutímar voru
liðnir frá því Eisenhower gaf skip-
un um innrás sigldi voldugur floti
út á úfið Ermarsund frá Fal-
mouth, Fowey, Plymouth, Sal-
combe, Dartmouth, Brixham, Tor-.
bay, Portland, Weymouth, Poole,
Southampton, Shoreham, New-
haven og Harwich.
Fjögur ár voru liðin, næstum
því upp á dag, síðan brezki leið-
angursherinn hafði sloppið með
naumindum frá Dunkerque. Nú
sneru Bretar aftur með öfluga
bandamenn sér við hlið til þess að
hefna auðmýkingarinnar og frelsa
Frakkland.
Meðan þessu fór fram höfðu
flugvélar Bandamanna haldið
uppi dreifiárásum á skotvirki og
strandsvæði í Pas de Calais. Þáef
voru endurteknar þegar líða tók á
daginn til að ýta undir þá skoðun
að innrásin yrði gerð á þessum
slóðum.
Nauðsynlegt var að óvinurinn
kæmist ekki að því hvert innrás-
arflotinn stefndi og því voru þær
ratsjárstöðvar milli Cherbourg og
Le Havre, sem höfðu ekki eyði-
lagzt í loftárásunum, truflaðar.
Villt var um fyrir starfsliði rat-
sjárstöðva milli Le Havre og Cal-
ais til að telja því trú um að flot-
inn væri á leið til þess hluta
strandlengj unnar.
Brezk herskip drógu loftvarna-
belgi og villtu þannig um fyrir
ratsjám Þjóðverja að þeir héldu
að stór skip væru á ferðinni.
Sprengjuflugvélar færðu sig stöð-
ugt nær Frakklandi, hringsóluðu
yfir ströndinni og vörpuðu út
þunnum álþynnum, sem villtu
þannig um fyrir starfsmönnum
þýzkra ratsjárstöðva að þeir töldu
sig verða vara við ferðir stórrar
skipalestar yfir Ermarsund.
D-daginn, 6. júní 1944, lauk
löngum undirbúningi og lang-
vinnri skipulagningu afdrifarík-
ustu aðgerða á sjó, landi og í lofti,
sem um getur í sögunni.
Tuttugu mínútum eftir mið-
nætti stigu fyrstu hermenn
Bandamanna á franska grund.
Þeir voru úr 6. fallhlífaherdeild
Breta og lentu í svifflugu skammt
frá Bénouville til að ná brúnum
yfir Caen-skurðinn og ána Orne.
Hálftíma seinna vörpuðu her-
menn úr 3. og 5. stórdeildunum sér
til jarðar í fallhlífum austan við
Orne. Þeir áttu að þagga niður í
Merville-skotvirkinu, eyðileggja
brýrnar yfir ána Dives og hreinsa
svæði norður af Ranville, svo að 72
svifflugur gætu lent þar kl. 3.30
með fallbyssur, flutningatæki og
þungan útbúnað.
Á sama tíma og 6. fallhlífaher-
fylkið tryggði austurjaðar innrás-
arsvæðisins hafði mönnum úr 101.
og 82. bandarísku fallhlífaher-
fylkjunum verið varpað til jarðar í
suðausturhorni Cotentin-skaga,
skammt frá Ste Mere Eglise og
Vierville, til að leysa af hendi
sams konar verkefni á vesturjaðr-
inum. Þrátt fyrir mannfall og
ringulreið, sem stafaði af því að
landgangan dreifðist yfir stórt
svæði, neyddu Bandamenn óvin-
inn til að heyja varnarhernað og
þeir náðu mikilvægustu vegum.
Á meðan fallhlífahermönnunum
var varpað til jarðar réðust rúm-
lega 1.100 brezkar og kanadískar
sprengjuflugvélar á strandvirki á
svæðinu milli Le Havre og Cher-
bourg. I dögun, á siðasta hálftím-
anum áður en fyrstu hermennirn-
ir réðust til atlögu, var gerð geysi-
hörð flota- og loftárás á strand-
virkin á innrásarsvæðinu.
Þjóðverjar voru vissir um að
ekki yrði hægt að koma þeim að
óvörum, en loftárásirnar og trufl-
anirnar á ratsjártækjum þeirra
höfðu villt þeim sýn. Þeir gátu því
ekki stöðvað fallhlífaliðið og urðu
ekki varir við innrásarflotann fyrr
en hann var kominn svo nálægt
ströndinni að þeir heyrðu í hon-
um.
Landganga
Kl. 6.30 gekk „U-liðsaflinn“
(kjarni hans var 4. bandaríska
fótgönguliðsherfylkið) á land
syðst á Cotentin-skaga vestan-
verðum nálægt þorpinu La Made-
leine, á svæði, sem hafði verið
dulnefnt Utah-strönd. Landgang-
an gekk fljótt og greiðlega fyrir
sig.
Vegna rangra útreikninga hafði
liðið verið sett á land einum og
hálfum kílómetra sunnar en ráð-
gert hafði verið, á svæði þar sem
furðulítið var um varnir. Aðeins
12 féllu og liðinu tókst að koma 28
skriðdrekum af 32 á land, þar sem
þess var gætt að setja þá ekki of
snemma i sjóinn.
„0-liðinu“, sem var sett á land á
svæðinu milli Colleville og
Omaha-strandar, tókst ekki eins
auðveldlega að rjúfa skarð í Atl-
antshafsmúrinn. Samkvæmt áætl-
uninni um aðgerðirnar á þessu
svæði átti 1. bandaríska fótgöngu-
liðsherfylkið að ráðast til atlögu
ásamt tveimur bardagasveitum og
með stuðningi tveggja sveita
DD-skriðdreka og tveggja sér-
þjálfaðra verkfræðingasveita.
Kl. 3 fóru hermennirnir í árás-
arbátana og voru látnir síga f sjó-
inn. Mikill öldugangur var og tíu
litlir bátar fylltust af sjó næstum
því á svipstundu, en hermönnum
tókst að halda öðrum á floti með
þvf að nota hjálma sína til að ausa
úr þeim. Á leiðinni i land sukku 27
DD-skriðdrekar af þvf að ekki var
beðið nógu lengi áður en þeir voru
settir í sjóinn.
Skyggni var slæmt, svo að lítið
gagn var af skothríð, sem Banda-
menn héldu uppi frá skipunum til
að verja áhlaupssveitirnar. Eng-
inn komst þurr í land. Mennirnir
stauluðust upp í fjöru, kvíðafullir,
kaldir, gegnblautir, þrekaðir og
slæptir og veikburða eftir sjóveiki
og þeir lentu strax í skothríð, sem
Þjóðverjar létu dynja á þá úr ótal
vélbyssum og fallbyssum. Þremur
tímum síðar var ströndin þakin
brennandi bílum, ónýtum bátum
og dauðum, dauðþreyttum og
dauðhræddum mönnum.
í nokkra klukkutíma var staðan
á Omaha-strönd mjög tvísýn. En
menn hefðu ekki þurft af hafa svo
miklar áhyggjur af því hvernig
færi og orrustan hefði ekki þurft
að kosta eins mörg mannslff, ef
yfirmaður bandaríska árásarliðs-
ins, Omar Bradley hershöfðingi,
hefði notað meira af sérhæfðum
bryndrekum Hobarts. Þar sem
hann hafnaði þeim varð viður-
eignin í Omaha-fjöru fljótlega að
blóðbaði og Bandaríkjamenn
misstu 1.000 menn fallna og 2.000
særða.
Bandarísku hermennirnir
mættu allharðri mótspyrnu frá
djörfu fótgönguliðsherfylki, sem
ekki hafði verið gert ráð fyrir á
þessum stað, en manntjón þeirra
af völdum skothríðar og jarð-
sprengja hefði orðið langtum
minna, ef nokkrir „Krabbar"
hefðu verið tiltækir til að ryðja
nauðsynlegar brautir út af svæð-
inu. Þess var ekki gætt að setja
DD-skriðdrekana, sem Bradley
hafði verið tregur til að þiggja, á
land á undan fótgönguliðinu og
lftið gagn var af herskipaskothríð-
inni og loftárásunum.
Afleiðingin varð sú að fótgöngu-
liðarnir nrðu auðveld bráð óvin-
anna í virkjunum, sem þeir áttu
að taka með áhlaupi. Þó tókst að
lokum með samfelldum og ná-
kvæmum árásum með fallbyssum
herskipanna og þrákelknislegum
áhlaupum fótgönguliðanna að
brjóta mótspyrnuna á bak aftur
og afstýra staðbundnum óförum,
sem hefðu getað valdið meirihátt-
ar hættuástandi.
Aðgerðir Breta I landgöngu-
svæðum, sem voru dulnefnd
„Gold", „Juno“ og „Sword", hefðu