Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 7

Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 7
NÁMSFERÐ VIDSKIPTAFR/EOINEMA MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 55 Námsferð viðskipta- fræðinema um Evrópu Um árabil hefur þótt við hæfi að nemendur í lokanámi í viðskiptadeild Háskóla íslands efndi til námsferðar til að kynna sér fyrirtæki og efnahagslíf annarra þjóða. Ólíkir siðir og venjur hljóta alltaf að vera gagnlegt athugunarefni. En fyrst og fremst er þörfin á að kynnast af eigin raun stjórnunaraðferðum og tækni stærri þjóða sem er hvatinn að slíkum ferðum. A þessu ári lagði 41 nemandi ásamt einum kennara lönd undir fót og hélt til Hollands, Þýskalands, Frakklands og Belgíu. Hér fara á eftir frásagnir nemenda af helstu fyrirtækjum og stofnunum, sem heimsóttar voru í ferðinni. Af öðrum minnisverðum atriðum má nefna höfðinglegar móttökur borgaryfirvalda í Frankfurt í ráðhúsi borgarinnar, Römer, nánar tiltekið í hinum sögufræga keisarasal, krýningarstað þýskra kcisara öldum saman. Óhætt er að fullyrða að ferðin hafi skilað skýrari hugmyndum um dugmikið atvinnulíf, háþróaða tækni og stjórnunarþekkingu meðal stórþjóðanna. Getur ís- lenskt atvinnulíf staðist slíkum fyrirtækjum snúning, sem jafnframt gætu haft alla vinnufæra Reykvíkinga, eða jafnvel íslendinga, í þjónustu sinni? Oft er talað um hagkvæmni stórrekstrar og víst er um það að hennar gætir sérstaklega þegar þróa þarf upp og hagnýta afkastamikla framleiðslutækni og nýjar vörutegundir. Kostir smárekstrar eru þó einnig til. Smáfyrirtækin hafa oft meiri sveigjanleika, komast oft inn á sérmarkaði og geta fyllt betur í markaðsglufur. Þau eru einnig aðhaldssamari í stjórnunarkostnaði þótt þau ráði ekki alltaf vfir nýjustu stjórnunar- tækni. Mestu munar þó að smærri fyrirtæki geta staðist þeim stærri snúning vegna meiri frumkvæðis, athafnasemi og áræðis. Eftirtekjunni af heimsókn íslendinga í erlend stórfyrirtæki mætti lýsa með hinum fleygu orðum móður í Spörtu, þegar sonur hennar kvartaði yfir því að hefðbundið sverð hans var styttra en sverð Aþeninga: „Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá feti framar.“ Sértu frá lítilli þjóð með litlar rekstrareiningar verður þú að vera duglegri og athafnasamari en ella. Prófessor Þórir Einarsson. Ferðalangarnir í Mainz í Þýskalandi. Prófessor Þórir Einarsson flytur ræðu í ráðhúsi Frank- furt-borgar, í boði sem borgarstjórinn hélt viðskiptafræði- nemum. eftir Þorleif Þór Jónsson Þegar ferðahópur viðskipta- fræðinema var á leið frá Brússel til Amsterdam, þá var komið við í verksmiðjum P.J. Zweegers í Geldrop í Hollandi. Það sem fyrir okkur vakti var að skoða fyrirtæki sem að þrátt fyrir hæverska stærð (um 1000 starfsmenn) var þekkt um allan heim. Það má telja eina megin sérstöðu fyrirtækisins að það hef- ur u.þ.b. 85% af framleiðslu sinni Þorleifur Þór Jónsson. í útflutningi til 66 þjóðlanda, og er þó staðsett í einu af betri landbún- aðarlöndum Evrópu. Við vildum endilega sjá hvernig þeir færu að þessu í Hollandi og þá hvort við ættum nokkurn möguleika á að gera eins hér heima. Fyrirtækið er stofnað af hol- lenskum verkfræðingi, Petrus J. Zweegers, og var fyrsta fram- leiðsluvaran þreskivél. Árið 1937 er framleiðslan farin að greinast út í hinar ýmsum tegundir hey- vinnuvéla. Eftir að þrír synir stofnandans taka við fyrirtækinu við lát hans 1948 fer að koma verulegur fjörkippur í framleiðsl- una. Nýjar verksmiðjur eru reist- ar í Geldorp á árunum 1956—7 og aðrar í Nijverdal 1958 og eins í Asten 1961. Byltingin verður þó fyrst 1964 þegar Peter Zweegers finnur upp sláttuþyrluna. Þetta áhald vann á allt öðrum grundvelli en hin hefðbundna greiðusláttuvél og hentaði mun betur fyrir hinar grófari grastegundir sem voru að koma á nýræktir. Nú eru seld u.þ.b. 75.000 stk. af þessari vél ár- lega undir hinum ýmsu merkjum. En frá 1965 hefur P.Z. selt yfir 300.000 stk. til bænda út um allan heim. Þetta er ein megin uppistaðan í framleiðslunni en auk þess er Sjálfvirk COyARGON-rafsuduvél hjá Zweegers. framleitt fjölbreytt úrval upp- skeruverkfæra. Með því að hafa samskonar stykki í mörgum tækj- anna þá geta þeir verið sjálfir með framleiðslu á eigin pörtum og þurfa því að kaupa tiltöluega fáa hluti frá öðrum framleiðendum. Það eru helst hlutir eins og kúlu- legur, reimar og hjólbarðar sem koma tilbánir, að öðru leyti kemur hráefnið sem plötur eða stengur og er fullunnið á staðnum. Hópurinn fór í mjög góða skoð- unarferð um verksmiðjuna í fylgd P. Zweegers í Hollandi hr. Jan Collart eins af fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins. Að skoðunarferðinni lokinni var farið inn í söludeildina og þar þegið kaffi meðan að sýnd voru mynd- bönd af vélunum í starfi. Ef-tir það hófust spurningar, og var mikið spurt um markaðssetningu, og fengust þau svör að verksmiðjan gerði lítið af því sjálf að mark- aðssetja nýjungar, heldur væru það umboðsaðilar í hverju landi sem sæu um þá hlið niálsins, eins og t.d. véladeild SÍS gerir á ís- landi. Þá var spurt um sjálfvirkni, en hjörtu margra framleiðslusinn- aðra manna slógu örar þegar þeir sáu i verksmiðjunni heljar mikið rafsuðuvélmenni sem setti saman stykki og rafsauð í sífellu án þess að mannshöndin kæmi þar nærri. Því var svarað til að það væri stöðugt reynt að fylgja helstu nýj- ungum á sviði framleiðslu, því annars dyttu menn fljótt út úr samkeppninni. Þarna var líka komið svarið við mest brennandi spurningunni. Hverju væri vel- gengnin að þakka? Það kom í ljós að það er ekki nóg að koma fram með nýja hugmynd eins og sláttu- þyrlan var á sínum tíma, heldur þarf að vinna stöðugt að endurbót- um, og reyna að vera fyrstir með nýjungar. Það væri lykillinn að velgengni, ásamt vöruvöndun og þjónustu. Það var öllu fróðari og bjart- sýnni hóipur sem kvaddi Geldrop þennan eftirmiðdag og vonandi verður einhverju af þessum fróð- leik skilað út í íslenskt atvinnulíf i framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.