Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 11
»‘J WHftrSftttóVilbSKIPfAFW/ÉbWEMA MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGCR 6. JtlNÍ 1984 59 rv •■»» hvort öðru til að standa við og framfylgja gerðum samningum. Þá var rætt um myndina „The Day After“ sem nýlega var sýnd hér á landi og hefur vakið miklar vangaveltur víða um heim. Einnig kom fram að mesta hættan stafaði ekki endilega frá austantjalds- blokkinni heldur frá „terroristum" sem gætu komið sér upp kjarn- orkusprengju til framdráttar eig- in málstað, en öðrum jarðarbúum til hrellingar. Margt fleira var rætt þarna og væri alltof langt mál að rekja þau orðaskipti hér, en þó má geta þess að í umræðun- um kom fram megn andstaða hópsins gegn vopnum alveg sama hvaða nafni þau voru nefnd eða hver var eigandi þeirra. Umræð- urnar voru engu að síður mjög fróðlegar og skemmtilegar og leyst var fljótt og vel úr öllum okkar spurningum. Að þessu loknu var okkur boðið í ágætis máltíð þarna á staðnum þannig að enginn fór svangur. Eft- ir matinn fengum við aðeins að ráfa þarna um og kom það okkur á óvart að þarna inni voru verslanir og önnur þjónusta, en mesta at- hygli vakti þó að í bókabúðinni þarna var til sölu á áberandi stað „PRAVDA“, málgagn Sovéska kommúnistaflokksins, og auðvitað fjárfestum við í einu slíku og kom í ljós að aðeins ein mynd var í blaðinu, nánar tiltekið á forsíðu. Við áttuðum okkur fljótlega á því að myndin væri örugglega bara til þess að átta sig á því hvað væri upp og hvað niður á blaðinu, því engin önnur leið var til þess að átta sig á því. liggja fyrir tveimur dögum eftir að viðskipti eru gerð. En hvað kostar að kaupa og selja verðbréf? Hlutabréfakostnaður er um l'h% en kostnaður við vaxtabréf er um 1% af verði. Eitt af því sem verslað er með í kauphöllinni er hlutabréfaréttur (options), en það er rétturinn til annað hvort að kaupa eða selja bréf í framtíðinni á ákveðnu verði. Þannig er hægt að festa verðið í dag gegn vægu gjaldi, 4—10% af verði, gegn réttinum á að kaupa eða selja aftur eftir tvo, þrjá eða 6 mánuði. Dæmi um slík viðskipti er kaupréttur á bréfi sem í dag kost- ar DM 300 og greitt er 5%, eða DM 15 fyrir réttinn. Hafi bréfið eftir 2 mánuði hækkað í verði á mark- aðnum eftir tvo mánuðií t.d. DM 325 er bréfið keypt á DM 300 og selt á markaðsverði fyrir DM 325. Hagnaður er þá DM 10 á DM 15 fjárfestingu. Viðskipti einstaklinga með gull eru lítil vegna virðisaukaskatts sem lagður er á slík viðskipti. Kauphallarviðskipti eru for- senda þróaðs fjármálalífs. Eftir að hafa kynnt sér kauphöllina í Frankfurt fer ekki hjá því að mað- ur saknar þess að ekki sé til kaup- höll á íslandi. Vonandi verður þess ekki langt að biða að kaup- hallarviðskipti með verðbréf sjái dagsins ljós hérlendis. stéttarfélög vítt og breitt um landið eins og hér á landi, enda launagreiðslugeta fyrirtækjanna mismunandi eftir því hversu vel þau standa sig. OPEL-fyrirtækið sér um margs- konar þjónustu við sína starfsmenn og fjölskyldur þeirra, s.s. heilbrigð- isþjónustu, sjúkratryggingar og fleira, en einnig eru í gangi ýmiss konar endurmenntunarnámskeið og þjálfunarnámskeið. OPEL greiðir líka fyrir góðar arðbærar hugmyndir sem starfs- menn koma með um reksturinn. Að meðaltali greiða verksmiðjurnar upp í 570 þúsund kr. fyrir góðar hugmyndir. Þó hefur verið borgað allt upp í 440 milljónir kr. fyrir stórkostlegar hugmyndir. Slíkt gætu íslensk fyrirtæki ásamt fleiru nýtt sér betur til aukinnar hag- kvæmni. OPEL-verksmiðjurnar eru nú að ná sér aftur eftir mikil tapár vegna efnahagskreppunnar og aukinnar samkeppni og varð hagnaður á rekstrinum 1982 upp á 960 millj. kr. um boðið í hádegisverð en móttök- urnar voru í alla staði hinar höfð- inglegustu hjá forráðamönnum OPEL-verksmiðjanna í Russelsheim í Þýskalandi. Hjá IBM eftir Gunnlaug Þráinsson Við heimsóttum stórfyrirtækið IBM tvisvar sinnum. Við fórum í aðalskrifstofur þess í Frakklandi sem eru í París og einnig skoðuð- um við verksmiðju sem er í borg- inni Mainz í V-Þýskalandi. I aðalskrifstofunum í París hlýddum við á þrjá fyrirlestra. Sá fyrsti fjallaði um stefnu fyrirtæk- isins í málefnum starfsmanna. Markmiðið með þeirri stefnu er að hafa ávallt mjög hæfa starfsmenn í hverju starfi innan fyrirtækis- ins. Aðferðirnar til þess að ná þessu markmiði eru í fyrsta lagi að borga vel fyrir vel unnin störf. Við ákvörðun launa er tekið tillit til stöðu, frammistöðu og hversu lengi viðkomandi hefur gegnt starfinu. f öðru lagi að veita góða starfs- þjálfun og endurmenntun en þetta var nánar rætt í næsta fyrirlestri. í þriðja lagi nýtur hver starfsmað- ur fulls vinnuöryggis, þ.e. starfs- mönnum er aldrei sagt upp vegna efnahagsþrenginga eða annarra slíkra ástæðna. Ef ekki er lengur þörf fyrir einhvern er hann þjálf- aður í nýtt starf en þetta er mikil- vægt atriði í flestum Evrópu- löndum þar sem atvinnuleysi er mikið vandamál. Áhersla á þjálfun Annar fyrirlesturinn var eins og áður sagði um starfsþjálfun og endurmenntun. Þar kom fram að 11% af öllum sölutekjum fyrir- tækisins fara í þjálfunarkostnað og að á hverju ári ver hver starfs- maður að meöaltali 88 klukku- stundum af vinnutíma sínum í starfsþjálfun. Á síðasta ári voru aðeins ráðnir menn til sölustarfa. Þeir eru látn- ir gangast undir þjálfun í heilt ár áður en þeir raunverulega hefja störf. Það er því augljóst að fyrir- tækið leggur afar mikla áherslu á að starfsmenn kunni þau störf sem þeir gegna. Þetta er ein aðal- undirstaðan að velgengni IM og í þessum málum þarf algjöra hug- arfarsbreytingu hjá íslenskum fyrirtækjum. Ástæðurnar fyrir þessari miklu þjálfun voru sagðar miklar og stöðugar breytingar á starfsvett- vangi fyrirtækisins. Nauðsynlegt væri að allir starfsmenn fylgdust vel með og einnig væru menn látn- ir læra störf sín áður en þeir byrja að vinna við þau. Auk þess er Gunnlaugur Þráinsson mönnum ekki sagt upp þegar ekki er lengur þörf fyrir þá í tilteknu starfi heldur eru þeir þjálfaðir í ný störf. Þriðja og síðasta fyrirlesturinn flutti „Herra Gæði“ eins og sam- starfsmenn kölluðu hann. Þar fjallaði hann með áhrifaríkum hætti um þetta hugðarefni sitt. Gæðin í fyrirrúmi Hann taldi mjög til fyrirmynd- ar hvernig Japönum hefur tekist á síðustu áratugum að auka gæði á sínum framleiðsluvörum. Áður fyrr var litið á japanska fram- leiðslu sem rusl en nú eru þeir í forystu á flestum sviðum iðnaðar og hafa um margt skotið Vestur- landabúum ref fyrir rass. Þetta Samsetning á föstum diski hjá IBM. byggir ekki síst á því að þeir verja miklu í rannsókna- og þróunar- starfsemi og vinna markvisst að því að bæta gæði afurða sinna. Einnig hafa þeir tamið sér ann- an hugsunarhátt í gæðamálum. Gott dæmi um það er notkun á mælikvörðum við mat á gæðum. í stað prósentutalna nota þeir gjarnan part per million (ppm — fjöldi gallaðra stykkja af hverjum milljón) sem er 10.000 sinnum stærri eining. Engu að síður hefur þeim tekist að koma þessari tíðni niður í núll á meðal gallatíðni samkvæmt samskonar mælingum í Bandaríkjunum skiptir mörgum hundruðum. Verksmiðjan í Mainz Eins og áður sagði heimsóttum við einnig IBM-verksmiðju í Mainz í V-Þýskalandi. Þar starfa 3.000 manns í afar tæknivæddri og vel skipulagðri verksmiðju. Gott dæmi um hve mikil áhersla hefur verið lögð í skipulag hennar er að starfsmenn voru kyrrir við sína vinnustöð þar sem þeir höfðu hrá- efni og verkfæri við höndina en þurftu ekki að eyða tíma sínum í hlaup fram og aftur um salinn þegar eitthvað vantaði. IBM skiptir framleiðslu sinni í Evrópu á margar verksmiðjur og er skýr verkaskipting meðal þeirra. í þessari verksmiðju eru framleiddir seguldiskar og les- og skrifhausar. Þetta er síðan sett saman í svokallaða fasta diska. Afurðirnar eru síðan sendar til annarra verksmiðja þar sem end- anleg samsetning á tölvum fer fram. Hjá gestgjöfum okkar kom fram að bilið á milli leshaussins. og disksins er sambærilegt við Júmbóþotu sem flygi í 9mm hæð yfir jörðu. Smásteinvala í vegi þotunnar er eins og rykarða á diskinum. Loftið sem framleiðslan fer fram í er hreinsað og eins og sést á myndinni klæðast starfs- menn hlífðarfötum til þess að forðast ryk af sjálfum sér. Þetta er mikil nákvæmnis- framleiðsla og því er nauðsynlegt að gera miklar kröfur um gæði. Á þessu og áðurnefndum fyrirlestri í París sést að IBM setur sjálfu sér háar gæðakröfur og stefnir markvisst að því að þeirra vörur séu betri en keppinautanna. Þetta er einn af hornsteinum velgengni fyrirtækisins og gæti mörg íslensk framleiðslan batnað ef markið væri sett hærra í þessum efnum. Útflutningsstofnun Hollands eftir Sigrúnu Hörpu Hafsteinsdóttur Síðasta dag ferðar okkar á meg- inlandi Evrópu heimsóttum við Útflutningsstofnun Hollands (The Netherlands Foreign Trade Agency) sem staðsett er í Haag. Einn af yfirmönnum stofnunar- innar tók á móti okkur, kynnti starfsemi hennar og svaraði fyrir- spurnum okkar. Síðan var farið með okkur í bóka- og skjalasafn stofnunarinnar, sem er mjög stórt og fullkomið. Okkur var kennt að nota spjaldskrána sem er á míkró- filmum og einnig að leita að efni með aðstoð tölvu. Þá var okkur sýnt hvernig hægt er að komast í samband við gagnabanka í Banda- ríkjunum sem stofnunin hefur að- gang að. í lok heimsóknarinnar var okkur boðið í nýstárlegan há- degisverð sem var glæsilegt úrval af hollenskum ostum. Útflutningsstofnun Hollands var stofnuð árið 1936 og heyrir undir efnahagsráðuneyti landsins. Þarna fer fram skipuleg söfnun gagna um viðskipta- og efna- hagsmál allsstaðar frá í heimin- um. Stofnunin notfærir sér utan- ríkisþjónustu landsins við öflun gagna og fær einnig efni í gegnum sendiráðin og fleiri aðila. Þannig berast upplýsingarnar víða að. Þangað geta hollensk fyrirtæki leitað til að afla sér upplýsinga um markaði sem þau hafa áhuga á Sigrún Harpa Hafsteinsdóttir að fara inn á. Þessar upplýsingar geta verið um efnahagsástand í viðkomandi landi, fólksfjölda, samgöngur og ótal margt fleira sem getur verið erfitt að henda reiður á á einum stað. Þannig get- ur þessi stofnun orðið að miklu liði fyrir hollensk útflutningsfyr- irtæki og hjálpað þeim við að koma vörum sínum á framfæri erlendis. Bóka- og skjalasafnið Bóka- og skjalasafnið er sú deild sem hefur að geyma allar þessar upplýsingar en þar er að finna yfir 100 þúsund titla sem fjalla um hagfræðileg málefni og um 1.800 tímarit um samskonar efni. Þar eru einnig um 3.500 orðabækur og uppsláttarrit en þau geta einmitt verið mjög gagnleg fyrir fyrirtæki sem eru að hefja útflutning því það eru ótal smáatriði sem nauð- synlegt er að vita um markað áður en útflutningur getur hafist og því gott að geta flett þeim upp í þann- ig ritum. Þarna sáum við meðal annars nokkur íslensk uppslátt- arrit eins og t.d. Fyrirtækja- handbókina sem þeir mættu nú fara að endurnýja. Á bókasafninu er sérstök deild sem sérhæfir sig í markaðsmálum og gerir skýrslur um erlenda markaði eftir óskum frá fyrir- tækjum. Skýrslurnar innihalda stutta en greinargóða lýsingu á viðkomandi markaði ásamt töl- fræðilegum upplýsingum. Það er mjög algengt að fyrirtæki kaupi sér þjónustu þessarar deildar því nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir lifnaðarháttum og fleiru í viðkomandi landi áður en útflutn- ingur hefst. Allt efni sem bókasafninu berst er fært á spjaldskrá en efni frá árinu 1974 er einnig til á míkró- filmum og í gagnabanka sem stofnunin hefur komið sér upp. Gagnabankinn inniheldur um 145 þúsund atriði, en á hálfsmánaðar- fresti er nýjum upplýsingum bætt inn í hann eða um 14 þúsund at- riðum á ári. Hægt er að kaupa aðgang að þessum banka en auk þess býður stofnunin upp á leit í gagnaþönkum í Bandaríkjunum, Sviss og Belgíu. Fyrir tilstilli bóka- og skjala- safnsins eru gefin út tvö rit sem koma út hálfsmánaðarlega og hafa að geyma upplýsingar um út- komið efni varðandi viðskipta- og efnahagsmál í heiminum. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum ritum og er þá mögulegt að fá þau á míkrófilmum. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að upplýsingum um ákveðin sérsvið sem fyrirtæki eru inn á og fá þá upplýsingar um allt sem er að gerast á því sviði. Að ofansögðu má vera ljóst hversu mikið gagn má hafa af stofnun sem þessari. Hún sérhæf- ir sig fyrst og fremst í þjónustu fyrir útflytjendur en upplýs- ingarnar sem hún safnar ná yfir svo vítt svið að önnur fyrirtæki geta einnig haft mikið gagn af henni. Þarna er hægt að ganga að upplýsingum um viðskipta- og efnahagsmál í öllum heiminum á einum stað sem sparar mikinn tíma sem annars færi í leit. Þær upplýsingar sem þarna er að finna eru mikið notaðar af hollenskum útflytjendum, þær auðvelda þeim að fara inn á nýja erlenda mark- aði og allur útflutningur úr land- inu verður markvissari. Það væri athugandi fyrir okkur tslendinga að koma okkur upp slíkri stofnun eða að kaupa okkur aðgang að gagnabanka sem þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.