Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
Litli klæöskerasonurinn
sem kjörinn var
„ Knattspy r numaður
heimsins“
> Zico þykir hafa ótrúlega mikið jafnvægi í leik sínum. Þessi litlí en
snöggi knattspyrnumaður smýgur á milli mótherja sinna eins og lítill
fugl, þrátt fyrir aö þeir reyni oft og iöulega aö sparka hann niður.
Margur er knár
þó hann sé smár
Artur var bæöi smávaxinn og
veikbyggöur þegar hann 14 ára
gamall kom fyrst til knattspyrnufé-
lagsins Flamengo. Hann fékk strax
viöurnefniö „Arturzico" — eða Art-
ur litli.
En líkamsburöir hans og
knattspyrnuhæfileikar döfnuöu
hratt og vel og áriö 1983 var Zico
kjörinn besti knattspyrnumaöur
heims sem íþróttablaöið „World
Soccer" stóö aö.
Zico varö fyrir valinu vegna
góörar frammistööu hans hjá
Flamengo svo og ítalska félaginu
Udinese þar sem hann leikur nú og
er orðinn átrúnaöargoö margra
þar í landi.
Meöan á æfingum liösins stend-
ur eru áhorfendabekkir þétt setnir
fólki sem fýsir aö sjá Artur Antun-
es Coimbra ööru nafni Zico. Þaö
var á sl. ári sem Udinese, félag í
borginni Udine í norö-austurhluta
Ítalíu, keypti knattspyrnumanninn
snjalla frá Flamengo í Rio de Jan-
eiro fyrir um 120 milljónir króna.
En það er mál manna þar í þorg aö
Zico sé allra þeirra peninga viröi
því hann kann aö skora mörk.
Hann hugsar vel um
aðdáendur sína
Þaö er ekki aö undra þótt Zico
sé einn vinsælasti knattspyrnu-
maður heims því hann er orölagö-
ur fyrir elskusemi og þægilegt viö-
mót og gefur sér ævinlega tíma til
aö gefa eiginhandaráritun og sinna
aödáendum stnum, sem hópast í
kringum hann eftir æfingar á „Via
Montana". Já, þeir eru margir sem
vilja eiginhandaráritun og biöa
lengi í biöröö eftir aö rööin komi
aö þeim, jafnt drengir sem stúlkur
og fleiri eru eldri en Zico sjálfur,
sem nú er þrítugur. Smátt og
smátt tvístrast hópurinn og Zico
kemst loks aö bílnum sínum BMW
735 enda er stærsta stjarna liös-
ins, best launaöi leikmaðurinn og
hefur efni á aö aka á dýrum bíl
þessa tvo kílómetra, sem skilja aö
æfingastaöinn og einbýlishús hans
í útjaöri Udine.
Þar býr Coimbra-fjölskyldan;
Zico og eiginkona hans, Sandra,
börn þeirra þrjú, foreldrar Söndru
og fjórir vinir þeirra. „Mér líöur vel
á Ítalíu en þaö er kalt hérna yfir
vetrarmánuöina" segir Artur Ant-
unes Coimbra. „Allir eru sérlega
vingjarnlegir og mér og fjölskyldu
minni finnst viö velkomin hér í
landi.”
Hræddur um að verða
fyrir meiöslum
Zico sem hefur skorað yfir 600
mörk á knattspyrnuferli sínum í
Brasilíu er ánægöur meö italska
knattspyrnu en hann óttast stöö-
ugt aö veröa fyrir alvarlegum
meiöslum.
„Mér er illa við harövítuga and-
stæöinga," segir hann. „Sjáiö hvaö
kom fyrir Maradona hjá Barcelona:
Þaö var sparkaö svo illa í hann aö
hann hefur ekki snert bolta í hálft
ár. Ég óttast æ meir aö eitthvað
álíka komi fyrir mig.“
Zico kann ráö til aö hindra
ódrengilega framkomu leikmanna
á vellinum; „Bæði dómarar og línu-
veröir þurfa aö vera enn betur á
veröi gagnvart haröskeyttum leik.
Þaö þarf aö heröa reglurnar og
auka eftirlit meö ólöglegu fram-
feröi gagnvart leikmönnum sem
ekki eru meö boltann."
Þaö er einkum tvennt sem heill-
ar Zico mest á Ítalíu: Fólkiö og
landslagiö. En þaö er kalt í noröur-
hluta Ítalíu fyrir Brasilíubúa, sem er
vanur hitanum i Rio.
Ævintýrið um Zico
Lífshlaup Zicos er ævintýri lík-
ast. Sagan um fátæka klæöskera-
soninn úr fátækrahverfinu Quint-
iono Bocaiuva í stórborginni Rio,
sem varö átrúnaöargoö heimsins.
Zico er yngstur fimm bræðra, sem
allir leika knattspyrnu. Faöirinn er
Portúgali en móöirin ítölsk. Bæöi
komu þau ung sem innflytjendur til
Brasilíu.
Zico, sá minnsti í fjölskyldunni,
varð sá stærsti meö um 10 milljón
króna árslaun hjá Flamengo. Hann
sigraði heiminn þrátt fyrir skugg-
ann sem leikur Brasilíumanna
gegn itölum í heimsmeistara-
keppninni á Spáni varpaöi á
frægöarferil hans um skamman
tíma.
Þegar stjarnan yfirgaf Flamengo
og Rio síöastliöiö sumar fór allt á
annan endann í borginni. Enginn
vildi sjá á bak hetjunni. Þjálfarinn
Carlos Alberto gat ekki hafnaö 120
milljónum þrátt fyrir hávær mót-
mæli og peningasöfnun fátækra
íbúanna. Alberto fékk kaldar
kveöjur vegna sölunnar á þessum
snjalla leikmanni, sem haföi veriö
markakóngur brasiliskrar knatt-
spyrnu í áraraöir, og hann sá aö
þaö var nokkuö til í því sem sagt
var aö Zico væri jafn ómissandi
fyrir Flamengo eins og kaffiö fyrir
Brasilíu.
Afleiðingar sölunnar
Þaö varö ekki aftur snúiö og af-
leiöingarnar létu ekki á sér standa.
Bæöi þjálfarinn, Carlos Alberto, og
forseti Flamengo, Antonio Dushee-
de Abranches, voru reknir frá fé-
laginu.
í Brasilíu eru leikmenn taldir of
gamlir þegar þeir hafa náö 26 ára
aldri. Ööru máli gegndi um Zico.
Þó að hann heföi náö 29 ára aldri
vildu aödáendur hans ekki sjá af
honum.
En knattspyrnan er hans líf og
yndi og hann tekur óþægindunum
sem henni fylgja meö jafnaöar-
geði.
„Ég er 30 ára gamall og vonast
til aö geta leikiö knattspyrnu
næstu fimm til sex árin. Knatt-
spyrnan veitir mér mikla ánægju
og ég mun aldrei fá leiö á henni.
Knattspyrnan er dásamleg at-
vinna, hún er mitt líf.“
Hinn hvíti Pele
Vinsældum sínum á Zico aö
þakka frábærum knattspyrnuhæfi-
leikum. Auk titilsins sem besti
knattspyrnumaöur heims áriö
1983 getur hann státaö af því aö
hann var kjörinn besti knatt-
spyrnumaöur Noröur- og Suður-
Ameríku áriö 1982. En hann hefur
ólíkt yfirbragö annarra Brasilíu-
manna. Húölitur hans er Ijós og
hefur hann þess vegna oft veriö
nefndur „hinn hvíti Pele“. Sjálfur er
hann óánægöur meö þá nafngift.
„Þaö er bara til einn Pele eins
og þaö er til einn Zico í heiminum.
En ef þaö er nauösynlegt aö líkja
leikstíl mínum viö leikstíl annars þá
ætti þaö aö vera Tostao, hinn
snjalli miöframherji Brasilíu, sem
meöal annars tók þátt í heims-
meistarakeppninni áriö 1970.“
Margir hinna snjöllu leikmanna
Brasilíu hafa æft sig á sendnum
ströndum Brasilíu. En ekki Zico.
Litli klæöskerasonurinn byrjaöi
æfingar á tiltölulega góöum völlum
í úthverfi borgarinnar. Þar æföu
drengirnir á grasvöllum með góöa
bolta og alvöru mörk.
Þaö var oft þröngt í búi hjá fjöl-
skyldunni og þaö komu dagar sem
engan mat var aö fá. Enda var Art-
ur grannur og heilsa hans bág en
viljinn til aö ná langt sem knatt-
spyrnumaöur var mikill. 14 ára
gamall var hann tekinn í draumafé-
lagið Flamengo. í reynsluleiknum
skoraöi sá stutti fjögur mörk og
þrátt fyrir litla líkamsburöi fékk
hann inngöngu.
Nýja félagiö hans hefur aldrei
unniö keppni „milljóna félaganna"
eins og ítalska fyrsta deildin er
jafnan kölluö. Félögin hreinlega
synda í peningum vegna áhorf-
endafjöldans, sem aö meöaltali er
um 40.000 manns á leik. Hlutverk
Zicos er aö skjóta Udinese á topp-
inn í ítalskri knattspyrnu.
Félagiö var stofnaö áriö 1896 og
er í dag fjármagnaö af Zanussi-
samsteypunni en hún ein stóö aö
kaupunum á besta knattspyrnu-
manni heims.
„Zanussi hefur ekki efni á aö
greiða starfsfólki sínu þokkaleg
laun en hefur nægilegt fjármagn til
aö kaupa knattspyrnumann dýru
veröi,“ er haft eftir þjónustustúlku í
bænum þar sem búa um 103.000
íbúar. Gárungarnir segja aö kaup-
in á Zico hafi kostaö 1.000 manns
vinnuna hjá Zanussi-verksmiöjun-
um.
Fleiri áhorfendur
Þegar Udinese leikur á heima-
velli á móti sterkum liöum eins og
Roma og Juventus þá er hvert sæti
skipaö eöa 50.000 áhorfendur. Á
venjulegum leik á heimavelli eru
áhorfendur á bilinu 40.000 til
45.000. Það eru um 10.000 fleiri
áhorfendur en í fyrra þegar liðiö
hafnaöi í fimmta sæti án Zicos.
Artur litli fékk ógleymanlegar
móttökur á flugvellinum þegar
hann steig á ítalska grund í fyrsta
skiptiö. Þúsundir manna tóku á
móti honum og feröin þaöan var í
stíl viö sigurgöngur rómversku
keisaranna foröum. Segja má aö
hann hafi verið hylltur sem Zico
konungur viö hátíölega athöfn
stuttu eftir komu sína til Ítalíu.
Vinsældir hans hafa fylgt honum æ
síöan og áhangendur hans fylgjast
grannt meö honum.
Vilji og hæfileikar
Þjálfarar Flamengo og aðrir
knattspyrnuáhugamenn sáu strax
aö mikið bjó í þessum mjóslegna
dreng. Á leikvellinum sýndi hann
vilja og hæfileika ásamt sjálfsaga
af Guös náö og Flamengo tók
hann undir sinn verndarvæng.
Hann fékk eins mikiö aö boröa og
hann gat í sig látiö, læknisaöstoð,
tannviögeröir og allt þaö sem
unglingur þarfnast. Smátt og
smátt varö hann aö framúrskar-
andi knattspyrnumanni. I Brasilíu
segja menn aö hann sé fyrsti
knattspyrnumaöurinn sem fram-
leiddur hefur veriö.
Á fjórum árum hafði hann
þyngst um 13 kíló og lengst um 17
sentimetra. í dag er Zico þrítugur
milljónamæringur, 69 kg aö þyngd
og 172 cm á hæö. Hann hefur
komist í góöar álnir og getur veitt
sér þaö sem hugur hans girnist.
Öllu tali um hann sem átrúnaö-
argoð heldur hann í hæfilegri fjar-
lægö enda finnst honum slíkt ein-
ungis eiga viö æöri trúarlega vætti.
Eitt er víst aö þaö er ekki fyrir
tilviljun aö Artur Antunes Coimbra
— litli, fátæki drengurinn frá Rio
— er oröinn „konungur“ í Udine.