Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 20

Morgunblaðið - 06.06.1984, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 Tíu ár síðan rannsóknir á vist- kerfi Þingvallavatns hófust Rætt við Pétur M. Jónasson, vatnalfffræðing, sem hefur yfirumsjón með verkefninu. I.jósm Mbl. Júlíus. Pétur M. Jónasson, prófessor í vatnalíffræði, á lóó Norræna hússins. Pétur flutti fyrirlestur um rannsóknirnar við Þingvallavatn í Norræna húsinu fyrir skömmu og var húsfyllir. HÉR Á landi er nú staddur ís- lenski vatnalíffræðingurinn Pétur M. Jónasson, en síðastliðin 45 ár hefur hann verið búsettur í Dan- mörku. Pétur lauk stúdentsprófi frá MR 1939 og fór þá strax um haustið til Danmerkur að læra fiskifræði en snéri sér fljótlega að vatnalíffræði. Hann lauk doktorsprófi og starf- ar nú sem prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla. Pétur hefur samt sem áður starfað mikið hér á landi og fyrir fimm árum kom út bók um vistfræði og lífríki Mý- vatns sem hann ritstýrði. Síðan 1974 hefur hann ásamt fleirum unnið við rannsóknir á líf- ríki Þingvallavatns og er markmið- ið að gefa út samskonar fræðirit um vatnið og gefið var út um Mý- vatn. Rannsóknir hófust 1974 „Það var árið 1974 að þáver- andi forseti Þingvallanefndar Alþingis, Eysteinn Jónsson, kom að máli við mig um að lífríki Þingvallavatns yrði rannsakað og til verkefnisins yrði veitt fé frá Alþingi. Síðan var þess farið á leit við Landsvirkjun að veita jafnmiklu fé til rannsóknanna og Alþingi og með þessum fjár- veitingum var hægt að hefjast handa," sagði Pétur um tildrög þess að hafist var handa á þessu verkefni. „fslenski vísindasjóðurinn hefur einnig veitt styrki til okkar og eftir að farið var að kanna fiskinn í vatninu hefur Byggðasjóður stutt okkur. Þá höfum við einnig verið studdir af erlendum aðilum og ekki má gleyma stuðningi Norræna menningarsjóðsins en menn frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í rannsókninni. Við byrjuðum 1974 á því að rannsaka svif í Þingvallavatni og Markús Á Einarsson hóf veð- urathuganir á svæðinu. Þá rann- sökuðum við einnig vatnshæðina og það sem við köllum vatns- búskap vatnsins, en það er hversu mikið vatn rennur í Þing- vallavatn og hversu mikið renn- ur úr því. Segja má að til ársins 1980 höfum við ekki farið okkur að neinu óðslega við athuganirnar en þá færðumst við allir í auka- na því þá hafði ég lokið við út- gáfu bókarinnar um Mývatn og því ekkert sem truflaði að hægt var að einbeita sér að Þingvalla- vatni. Við hófum að rannsaka fisk- inn í vatninu þetta ár en fram til ársins 1980 lögðum við áherslu á að kanna hvaða dýra- og plöntu- tegundir væru í vatninu." I»arf að kanna Jífræna og ólífræna þætti „í rannsókn sem þessari þarf að athuga alla þætti lífríkisins og vistkerfið í heild. Þá þarf einnig að kanna ólífræna þætti til að ekkert fari á milli rnála við rannsóknina. Þó svo vistkerfi Þingvallavatns sé mun einfald- ara en margra annarra vatna er verkefni sem þetta ákaflega viðamikið og margir mæla jurta- og dýrasvif en það eru þættir sem m.a. ákvarða stofnstærð sil- ungsins í vatninu. Höfum við lagt mikið upp úr því að finna út hversu mikið af hverri tegund sé á hverju stigi. Jurtasvifið í vatn- inu er sem svarar 20 þúsund tonnum og það virðist gefa af sér 80 tonn af fiski. Það er mjög áríðandi að kanna svifið og þotngróðurinn því hvort tveggja er mjög mikilvægt fyrir lífríkið í vatninu. Botndýr og dýrasvif beita sér á þörung- ana og því verður að vita nákvæmlega hversu mikið af þörungum er í vatninu til að kanna áhrif þess á fjölda botn- dýra og dýrasvifs. Botndýrin og dýrasvifið hefur svo aftur á móti áhrif á stofnstærð silungsins og því er mikilvægt að vita fram- leiðnina á þeirri fæðu sem hann ieggur sér til munns. Við erum þegar búnir að kanna svifkeðjuna en það er sú keðja þar sem dýrasvifið lifir á jurtasvifinu og murtan lifir á dýrasvifinu. Næsta verkefni verður að kanna botnkeðjuna en það er sú keðja þar sem botndýr- in lifa á þörungum á botninum og síðan gæðir silungurinn sér á botndýrunum. Ofan á þessar tvær keðjur bætist síðan rándýr- ið í kerfinu, urriðinn, en hann leggur bæði murtuna og silung- inn sér til munns. Reyndar er urriðinn að hverfa úr Þingvalla- vatni og spurning hvort ástæða sé til að hleypa honum aftur í það því hann myndi þá beita sér á murtuna og silunginn og myndi þeim þá fækka. Aðal verkefni okkar í sumar verður hins vegar að kanna hvernig þessar tvær fæðukeðjur, sem ég áður nefndi, eru aðskild- ar og einnig að rannsaka stofnstærð murtu í vatninu með aðstoð bergmálsdýptarmælis." Eina vatnið í heim- inum sem hefur fjór- ar tegund ir silungs „Rannsókn Þingvallavatns er ólík þeirri rannsókn sem gerð var á Mývatni því þessi tvö vötn eru um margt ólík. Þingvalla- vatn er mun stærra og dýpra en Mývatn og auk þess er vatns- búskapur þess ólíkur þar sem Þingvallavatn endurnýjast á 300 dögum en Mývatn endurnýjast á tveimur mánuðum. Þingvalla- vatn er líka mjög gróðursælt, þriðjungur vatnsbotnsins er gróðri vaxinn og er það mjög mikiö. Vegna þessa höfum við þurft að bera okkur öðru vísi að við rannsóknirnar og nota öðru- vísi tækni, og segja má að erfið- ara hafi verið að vinna að þeim. Þá hefur fjölbreytileiki sil- ungsins í vatninu líka sitt að segja við gerð þessara rann- sókna, en Þingvallavatn er eina vatnið í heiminum sem hefur fjórar tegundir af silungi." Mikið starf framundan „Framundan er mikið starf við að ljúka þessum rannsóknum þannig að ekki er hægt að segja neitt um hvenær þeim ljúki. Ætlunin er síðan að gefa út bók um rannsóknir okkar á vatninu en það eru alls um 25 manns sem hafa staðið að þeim og má því búast við að bókin verði mun stærri en bókin um lífríki Mý- vatns. Nú þegar erum við komnir með um 1500 vélritaðar blaðsíð- ur og mikið á eftir að bætast við þannig að búast má við að ritið verði stórt. En eins og ég sagði er enn talsvert í land með að við Ijúkum rannsóknunum. Við ætl- um að reyna að ljúka við rann- sóknir á fiskinum í vatninu sem fyrst til að geta farið að snúa okkur að öðrum þáttum. Og eins og stendur er kominn hingað til lands hópur Norðurlandabúa sem taka þátt í rannsóknunum í sumar ásamt íslendingunum," sagði Pétur M. Jónasson. Asókn illra anda eða móðursýki? Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Entity. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Framleiðandi: Harold Schneider. Handrit: Rank De Fitíta sam- kvæmt metsölubók hans með sama nafni. Tónlist: Charles Bernstein. í Nýja Bíói er nú verið að sýna dálítið óhugnanlega mynd er segir af ungri konu vestur í Kali- forníu, en kona þessi taldi sig verða fyrir ásókn yfirnáttúru- legra vera sem nauðguðu henni og misþyrmdu á ýmsan hátt. Nafn konunnar er Karla Moran og áttu fyrrgreindir atburðir sér stað árið 1976. Nafn myndarinn- ar er á frummálinu: The Entity en skrifast innan sviga í auglýs- ingu (Veran). Svo er þá komið málvitund vorri að vér teljum hæfa að læsa nöfn kvikmynda innan sviga í auglýsingu, þá þau hafa hlotið íslenskun, en hið enska heiti trónir utan sviga í heiðurssæti. Mætti þetta verða oss umhugsunarefni en ekki var nú ætlun mín að fjalla um ásókn enskrar tungu í málhelgi vora heldur um ásókn ókunnra vera í Körlu Moran. Dulsálarfræðingar telja ásókn þessa til komna vegna þess að Karla hafði sextán ára að aldri komist í tæri við strák er gerði henni barn, en sá það eigi skjót- ast úr móðurskauti, því stráksi fórst í millitíðinni á mótorhjóli. Telja þeir að barnsfaðirinn ungi hafi ekki komist alveg gegnum múrinn er skilur að tlf og dauða, og sé hann enn á ferð nálægt heimkynnum Körlu. En Karla blessunin leitar einnig til geð- lækna af skóla Freud þá hún finnur ásókn magnast. Þeir skýra ósköpin á þann veg að Karla hafi bælt minninguna um strangan föður og barnsföðurinn unga uns hún varð óbærileg og olli ásókn þeirri er fyrr var lýst. Ég veit ekki hvort skal fremur trúa skýringum dulsálfræð- inganna er staðhæfa að Karla hafi verið andsetin eða hinna er segja þetta heilaspuna af schiz- ophrenískum toga. Hitt er ljóst að höfundar myndarinnar telja Körlu Moran andsetna og leggja sig alla fram um að sannfæra áhorfandanum um tilvist hinna illu anda. Beita þeir hefðbundn- um aðferðum í þessu skyni, að- ferðum er við kynntumst í kvikmynd Spielberg: Poltergeist. Það er svo aftur annað mál að þótt þessi kvikmynd styðjist við myndmál Spielberg og sé því dá- lítið ófrumleg síðasta hálftím- ann, þá gjörningar magnast; er hún framanaf næsta athyglis- verð fyrst og fremst fyrir þá sök að Karla Moran getur ekki vænst hjálpar samfélagsins í raunum sínum. Geðlæknisfræð- in hefir náð slíkum tökum á hinu vestræna samfélagi að sá er finnur ókunn öfl á sveimi á í rauninni ekki í önnur hús að venda en inná geðspítala eða í lyfjameðferð. Við sem nú lifum erum svo upptekin af vísindalegum afrek- um að við teljum að hægt sé að skýra alla hluti með hjálp skyn- semi og þekkingar og höfum steingleymt að í árþúsund hefir maðurinn verið umvafinn önd- um og kynjaverum. Þótt tuttug- ustu aldar maðurinn hafi þannig afneitað slíkum verum þá er ekki þar með sagt að verurnar hafi af- neitað manninum. Er endiiega sjálfgefið að sál okkar sé fastbundin þeim líkama er vér klæðumst, að maður sem er tal- inn geðveikur sé ekki bara búinn að missa sál sína útí buskann, og nú berjist verurnar um hin auðu heimkynni? í sál Körlu Moran var ekkert slíkt pláss laust en hvað hefði gerst ef slíkt rými hefði verið fyrir hendi, hefði Karla ekki umsvifalaust verið úrskurðuð schizophrenísk? Ekki treysti ég mér til að úr- skurða hvoru megin hryggjar Karla Moran hafnar á spjöldum geðlæknisfræðinnar, en allt um það er mál hennar einkar at- hyglisvert, og vekur ótal spurn- ingar í huga þess er hefir áhuga á því flókna sigurverki er mannshugur nefnist. Hver veit nema nútíma læknavísindi ættu að taka höndum saman við forna læknisdóma og beita í senn at- ferlislækningum, lyfjameðferð, sálgreiningu og særingum, handayfirlagningu og fyrirbæn. Kannski er hluti vandans fólg- inn í of efniskenndri, dogma- tískri meðhöndlun þess mikla leyndardóms er við nefnum sál- arlíf. Minnumst þess að sálin hefur eigi landamæri þessa heims né annars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.