Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 30
78
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984
-.Klæðum og bólstrumj
ígömul húsgögn. Gott
,úrval af áklæðum
BÓLSTRUNi
ASGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Simi 16807.
Sandur:
Kvikmyndatökur
hefjast 19. júní
TÖKUR vegna „Sandsins", kvik-
myndar Ágústs Guðmundssonar,
leikstjóra, hefjast að öllum líkindum
þann 19. júní nk. á Kirkjubæjar-
klaustri, en þeim verður væntanlega
lokið um verslunarmannahelgina.
Að sögn Ágústs er ráðgert að kostn-
aður við gerð myndarinnar verði um
7 milljónir króna, en kvikmynda-
sjóður, við síðustu úthlutun, 1,8
milljónir króna til hennar.
Tökur fara að mestu fram á
Kirkjubæjarklaustri og í Land-
broti, en einnig verður kvikmynd-
að í Reykjavík og víðar á Suður-
landi. Á fimmta tug manna vinna
við gerð myndarinnar, þar af 25
leikarar í nafngreindum hlutverk-
um, auk staðgengla og 12 manna
hópur vinnur við upptökur. Leik-
stjórinn, Ágúst Guðmundsson,
gerði jafnframt kvikmyndahand-
ritið, Sigurður Sverrir Pálsson
annast kvikmyndatöku, Guðný
Halldórsdóttir, framkvæmda-
stjórn og Halldór Þorgeirsson
gerði leikmynd.
Að sögn Ágústs er ekki búið að
velja i öll hlutverkin, fyrir utan
þau helstu. Aðalleikarar eru Pálmi
Gestsson, Edda Björgvinsdóttir og
Arnar Jónsson, en vegna meiðsla
hans er ekki útséð með hvort hann
geti leikið í myndinni. Þá eru þeir
Jón Sigurbjörnsson og Borgar
Garðarsson einnig í stórum hlut-
verkum.
Nýr sykurlaus
Nýjung!
Sætefnið Nutra Sweet
er notað í Topp
appelsínudrykkur
Fæst í öllum matvöruverslunum
SÓL H/F.
Aóalgeir Pálsson, skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, við skólaslit. * ^ ™ í'V’*'ric
Akureyri:
Iönskólanum slit-
ið í síðasta sinn
Akurerrj, 4. júní.
IÐNSKÓLANUM á Akureyri var slitið
í 79. og síðasta sinn af skólastjóra, Að-
algeiri Pálssyni, á fimmtudag í síðustu
viku. Skólinn sem slíkur hefur nú verið
lagður niður og við hlutverki hans tek-
ur Verkmenntaskólinn á Akureyri, sem
formlega bóf starfsemi sína 1. júní sl.
I skólaslitaræðu Aðalgeirs Páls-
sonar kom m.a. fram, að nemenda-
fjöldi skólans á haustönn var 265 en
á vorönnn 270. Einnig að 360 ein-
staklingar voru innritaðir í skólann
á síðasta starfsári. Af þessum
nemendafjölda eru 64% frá Akur-
eyri, 29% frá öðrum stöðum á Norð-
urlandi og 7% annars staðar frá.
Brautskráðir iðnnemar frá skólan-
um að þessu sinni voru 58.
í lokaorðum sínum sagði Aðalgeir
Pálsson m.a.: „Á þessum krossgötum
f lífi ykkar skulum við hver um sig
nota örfá andartök til að staldra við
og hugsa til framtíðarinnar. í leit að
lífsþægindum og skemmtunum
gleymist alltof oft að í sjálfri vinn-
unni er fólgin lífsnautn, sem ekki
skilur eftir sig tóm eða timburmenn.
I hverju starfi er fólgin bæði sköpun
og ábyrgð. Að lokum bætist við fögn-
uðurinn yfir loknu verki. Vinnugleð-
in er undirstaða hamingjusams lffs,
en lífshamingja einstaklinganna er
ein þess megnug að skapa farsælt
þjóðfélag... Þegar upp verður stað-
ið verður það skyldurækni f starfi og
siðgæði mannsins, sem mun vega
mest í sjóði okkar. Minnist þess að
hamingjuna er að finna á veginum,
ekki á enda vegarins."
Að lokum flutti skólastjóri árnað-
aróskir til nýs skólameistara Verk-
menntaskólans, óskaöi honum og
skólanum velfarnaðar og sleit síðan
Iðnskólanum á Akureyri f síðasta
sinn.
GBerg
KUNGER
Gæðavara á góðu ver%:
Við eigum nú til á lager
8 stærðir af KLINGER
kúlulokum frá W'
til 2".
Mjög hagstætt
verð.
Heildsala —
Smásala
Allt
til pípulagna
Burstafell
Byggingavöruverslun
Bíldshöfða 14
Sími 38840
_ Plastpoka og prentun færðu hjá
I1.ISÍ.OS lll 82655