Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 145. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óreyndur maður í stól Lambs- dorffs Bonn, 27. júní. AP. HELMUT Kohl kanzlari útnefndi Martin Bangcmann eftirmann Otto Lambsdorffs á stól efnahagsráðherra, en Lambsdorff sagði af sér í gær- kvöldi vegna hneykslismálsins, sem kennt er við Flick-auðfélagiö. Lambsdorff sagði af sér þegar honum varð ljóst að hann yrði ákærður fyrir mútuþægni, sem hann ber af sér. Er hann sagður hafa þegið 135 þúsund mörk í mút- ur frá Flick-félaginu. Bangemann, sem er 49 ára, er úr flokki frjálsra demókrata (FDP) og hefur lítið sýslað við efnahagsmál. Búist er við að hann sverji embætt- iseið á morgun, fimmtudag. Saksóknari í Bonn gaf sekt Lambsdorffs í skyn í desember sl. en hann neitaði þá og sat sem fastast, en ákvað að segja af sér nú til að veikja ekki stjórn Kohls í sessi. Bangemann hlaut tilnefningu flokks síns eftir rúmra tveggja stunda neyðarfund í morgun, eftir að Hans Dietrich Genscher flokks- formaður hafði náð samkomulagi við Franz Josef Strauss, forsætis- ráðherra Bæjaralands, sem sótzt hafði eftir sætinu. Sjá nánar á bls.22. Martin Bangemann Sáttum í EB fagnað Briissel, 27. júnt. AP. LEO Tindemann, utanríkisráðherra Belgíu, og Gaston Thorn, formaður stjórnarnefndar Evrópubandalagsins (EB), lýstu fögnuöi sínum með sam- komulagið, sem náðst hefur um fjár- framlög Breta til EB. Tindemann sagði samkomulagið marka „upphaf nýrrar Evrópu" og Thorn sagði bandalagið nú starf- hæft að nýju. Einnig táknaði sam- komulag um hækkun þess hluta virðisauka- og söluskatts í banda- lagslöndunum, sem rennur í sjóði EB, að gjaldþrot myndi ekki blasa við bandalaginu næstu fimm árin a.m.k. Evrópumeistarar fagna Simamynd AP. Nýbakaðir Evrópumeistarar í knattspyrnu, Frakkar, fagna hér ásamt þjálfara sínum, Michel Hidalgo, eftir-2:0 sigurinn á Spánverjum í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða á Parc des Princes- leikvanginum í París í gærkvöldi. Fremstir eru, frá vinstri: Joel Bats, Manuel Amoros, Alain Giresse og Didier Six. Þjálfarinn Hidalgo er í ljósum jakkafötum með bindi. Það er Luiz Fernand- ez, fyrir miðju, sem greinilega stjórnar sigursöngnum. Sjá nánar á íþróttasíðum. írakar ráðast á svissneskt skip Manama, 27. iúní. AP. Manama, 27. júní. AP. íraskar orrustuþotur réðust á svissnesk tankskip suður af Kharg-eyju, að sögn Lloyd’s- tryggingafélagsins, og er það spurðist út hækkaði dollar skyndilega á gjaldeyris- mörkuðum, eftir að hafa farið lækkandi í morgun. Hefur sterl- ingspundið aldrei verið lægra gagnvart dollar, en það kostaði 1,35 dollara í kvöld. írakar kváðust hafa ráðist á tvö stór skip, en aðeins hefur verið staðfest árás á tankskipið Tibur- un, sem er 260 þúsund smálestir. Hæfði flugskeyti vélarúm skips- ins, sem laskaðist, en skipið var þó ofansjávar þegar síðast spurðist. Á sunnudag sögðust írakar hafa hæft fjögur skip á Persaflóa, en aðeins var staðfest árás á eitt, Al- exander mikla. írakar lýstu hafn- banni á Kharg-eyju í febrúar. íranir kváðust hafa hrakið á íranir fá hæli í írak Bagdad, 27. júnf. AP. írönsku flugræningjarnir, sem rændu Boeing 727-farþegaþotu í innanlandsflugi í íran og stefndu henni til Egyptalands, eru komnir til Bagdad í írak þar sem þeir hafa fengið hæli sem pólitískir flóttamenn. Flugvélin hélt frá Kaíró í kvöld og var á leið til írans þegar síðast fréttist. brott íraskar orrustuþotur sem rufu hljóðmúrinn yfir Teheran. Yfirmenn herafla Saudi Arabíu, Kuwait, Sameinuðu furstadæm- anna, Bahrain, Qatar og Oman hittust í dag til að leggja á ráðin um sameiginlegar loftvarnir á skipaleiðum við strendur ríkjanna sex. Telja þeir árangursríkast að verja lögsögu sína, strendur og skipaleiðir undan þeim með þess- um hætti. Verkföll á enda í V-Þýskalandi: Samið um 38,5 klst. vinnuviku Stuttgut, 27. júní. AP. Málamiðlun tókst í dag í deilu málmiðnaðarmanna og vinnuveitenda þeirra og sagðist ríkissáttasemjari eiga von á því að samningarnir yrðu samþykktir og verkföllum aflýst, en þau hafa staðið í sjö vikur. Samkomu- lag tókst um styttingu vinnuvikunnar í 38,5 stundir. Rúmlega 400 þúsund málmiðnað- armenn hafa setið auðum höndum vegna verkfalla og refsiaðgerða vinnuveitenda, en deilan er hin kostnaðarsamasta fyrir V-Þýska- land eftir stríð. Hlaupi engin snurða á þráðinn ætti framleiðsla að vera komin i eðlilegt horf í næstu viku. Af hálfu vinnuveitenda er því haldið fram að í síðustu viku hafi framleiðslutap af völdum verkfalls- ins verið komið upp í níu milljarða marka, eða um 90 milljarða króna. Samkvæmt samkomulaginu gengur ákvæðið um 38,5 stunda vinnuviku í gildi 1. apríl 1985, en um næstu mánaðamót fá málmiðn- aðarmenn 3,3% kauphækkun. Einn- ig fær hver maður um sig 250 marka uppbót á tímabilið frá því samningar runnu út 31. janúar sl. Jökull á 60 m. kr. Skm, Sriss, 27. júní. AP. ST/F'.RSTI jökull í einkaeign í Sviss, Rhone-jökullinn, verður senn almenningseign, þar sem fylkisþingið í Valais hefur sam- þykkt að kaupa jökulinn af erf- ingjum Alexander Seiler, stofn- anda frægrar hótelkeðju, fyrir jafnvirði tveggja milljóna doll- ara, eða 60 milljónir króna. Rhone-jökullinn er einn af stærstu jöklum Sviss, um 38 ferkílómetrar að stærð. 1 kaup- bæti fylgja tvö hótel og hellir, sem vinsæll er meðal ferða- manna. Reagan friðmælist viö Rússa: Vill meiri viðræður en hótar gagnrýni Washington, 27. júní. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði í dag aö hann vildi ræða oftar við Rússa en kvaðst mundu gagnrýna þá ef ástæða væri til. Reagan fjallaði í ræðu sinni fyrst og fremst um þau svið í sam- skiptum Bandaríkjamanna og Rússa þar sem allt er með felldu. Ræðunni var ætlað að draga úr ótta heima fyrir vegna aukins kulda í samskiptum stórveldanna. Hefur Reagan m.a. verið ákaft hvattur af flokksmönnum sínum og demókrötum að stofna til fleiri viðræðufunda við Rússa. Hefur hann sætt ámæli fyrir aðgerða- leysi í því að koma viðræðum um vígbúnaðartakmörkun af stað að nýju. Reagan sagði að þegar Rússar stofnuðu friði í hættu með aðgerð- um sínum, eða tröðkuðu á lýðrétt- indum, væri útilokað að þegja þunnu hljóði, því það jafngilti sviksemi við dýrmætustu verð- mæti hins frjálsa manns og myndi síðar meir draga úr stöðugleika í heiminum og friðarvonum. Reagan sagði að hegðan Rússa varðaði sambúð stórveldanna og jafnan hefðu aðgerðir þeirra orðið til að veikja sambandið. íbúar Sovétríkjanna, og reyndar heims- byggðarinnar allrar, þyrftu jafn- an að gjalda það dýru verði er Rússar gripu til kúgunaraðgerða. Notaði Reagan tækifærið til að draga athyglina að örlögum sov- ézkra andófsmanna, þ.á m. Andrei Sakharovs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.