Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 Árni Jóhannsson kennari — Minning Fæddur 21. febrúar 1926 Diinn 21. júní 1984 Árni fæddist á Eyrarbakka, sonur Jóhanns Bjarna Loftssonar og Jónínu Hannesdóttur. Árni lærði vélsmíði í Vélsmiðjunni Héðni, lauk iðnskólaprófi 1948 og vélstjóraprófi 1951. Hann varð kyndari á ms. Goða- fossi 1944, þá aðeins 18 ára gam- all. Skipið var kolakynt og þýddi ekki fyrir neina aukvisa að gegna því starfi. Þá varð hinn ungi mað- ur fyrir mikilli lífsreynslu. Eins og kunnugt er geisaði heimsstyrj- öldin þá og varð Goðafoss fyrir kafbátaárás í Faxaflóa þegar skip- ið var að koma frá Ameríku. Með skipinu voru 12 farþegar en skipshöfnin var 31 maður. Tíu far- þegar fórust og 14 skipverjar. Skipið sökk svo skjótt að björgun- arbátum varð ekki komið á flot. Þeir sem björguðust höfðu kastað sér í sjóinn og komist á fleka. Goðafoss var að koma heim eftir rúmlega tveggja mánaða fjarveru og átti aðeins eftir þriggja tíma siglingu til heimahafnar. Þetta gerðist fvrir 40 árum og vafalaust hefur þessi harði skóli reynslunn- ar haft varanleg áhrif á hinn unga upprennandi sjómann og vél- stjóra. Árni starfaði á skipum Eimskipafélagsins og hjá ísbirn- inum um 10 ára skeið. Árið 1960 hóf hann kennslu á mótorvél- stjóranámskeiðum Fiskifélags ís- lands. Árið 1966 var allt vélstjóra- námið sameinað í Vélskóla íslands í Sjómannaskólanum og hóf þá Árni störf þar og kenndi um ára- bil við skólann og sigldi sem vél- stjóri á togurum á sumrin. Síðan réðst hann sem vélstjóri á ms. ísa- fold, sem gerð var út frá Dan- mörku, og starfaði þar þangað til hann veiktist. Árni var ákaflega þægilegur maður í allri umgengni, ljúfur og glaðvær enda vinsæll sem kennari og yfirmaður. Hann var mjög fær í sínu starfi. Kennarar og skólastjóri Vél- skólans minnast Árna og þakka liðnar samverustundir, sem varpa yl og Ijóma á liðna ævi hins lífs- glaða og góða drengskaparmanns. Við kveðjum hann með þakklátum huga og sendum eftirlifandi eig- inkonu, fjölskyldu og öðrum að- standendum hlýjar samúðarkveðj- ur. Andrés Guðjónsson skólastjóri. Unnur Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 11. mars 1912 Dáin 15. maí 1984 Á vordögum barst mér óvænt sú fregn, að vinkona mín, Unnur Þorsteinsdóttir væri látin. — Hugur minn flaug til löngu liðinna daga, vestur á æskustöðvarnar við Breiðafjörð, fyrir meir en 50 ár- um, þegar fundum okkar bar fyrst saman. Við vorum í heimsókn hjá sam- eiginlegum vinum í hópi kátra jafnaldra. „Þá var lífið fagurt og eftirsóknarvert", eins og skáldið segir. Allt var svo auðvelt — og létt að blanda geði við aðra og ævintýri að hitta telpu frá Reykjavík. Fljótlega urðum við Unnur miklir mátar og kynni okkar á sveitaballinu forðum, hafa varað vel og lengi. Unnur átti heima í Reykjavík og ólst hér upp með foreldrum sínum, Katrínu Guðmundsdóttur og Þorsteini Jóhannssyni kaupm., sem bæði voru breiðfirskrar ætt- ar. Unnur og móðir hennar áttu saman heimili hér í Reykjavík í mörg ár, þar til Katrín dó i hárri elli. — Frá unglingsaldri stundaði Unnur alla tíð störf utan heimilis; lengst af hjá Landsíma íslands. Oft lágu leiðir okkar saman þegar haldið skyldi í sumarfrí og kom sér þá vel skipulagsgáfa Unnar og fyrirhyggja, svo stuttur frítími rynni ekki út í sandinn. Stór hópur skyldfólks og vina var Unni alla tíð handgenginn og gott var að koma á heimili hennar og gleðjast með þessu góða fólki, þar sem og annars staðar sem fundum bar saman. Húsmóðir var hún frábær og átti auðvelt með að láta öðrum líða vel í návist sinni. Með þessum fáu kveðjuorðum ætla ég ekki að fjölyrða um störf Unnar og hæfiieika, sem vissulega voru miklir og nýttust vel. Það sem mér er efst í huga eru þakkir fyrir öll árin, sem liðin eru frá vordögunum góðu fyrir vestan. Systkinum hennar og nánum ættingjum og vinum, votta ég innilega samúð, og í fullri vissu þess, að leiðin hennar Unnar ligg- ur nú góð og greið, þar sem sam- úðin ríkir og fegurðin býr. Þangað sendi ég henni mína allra bestu kveðju. GJ. Kveðjuorð: Guðrún Sigurborg Kristbjörnsdóttir Guðrún Sigurborg Kristbjörns- dóttir lést hinn 1. júní síðastlið- inn. Ætt hennar og uppruna hafa verið gerð ítarleg skil. Hún var komin af sterku, kjarnmiklu fólki, sem sjá mátti af öllu hennar svipmóti og lífsstíl. Lífsskólinn var henni strangur, vegna veik- inda eiginmannsins, sem oft var úr helju heimtur, ekki síst vegna hjúkrunar hennar og þrautseigju. Það var lærdómsríkt að fylgjast með samstöðu þeirra hjóna, hvernig þau studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Þegar litið er til baka, þau þrjá- í GÆR lést hér í borg dr. Oleg Ker- ensky, sonur Alexanders Kerenskys, síðasta forsætisriðherra f Rúss- landdi fyrir byltingu. Dr. Oleg Kerensky var verk- fræðingur að mennt og þekktur hönnuður á sviði brúarsmíði. tíu ár, sem við þekktumst, unnum við saman að málefnum sem okkur voru báðum hugstæð. Ég gleymi aldrei hlýjunni í handtak- inu, þegar hún bauð mig velkomna til starfa. Henni var einkar lagið að vinna að hugsjónum sínum. Þá var aldrei séð eftir tíma eða fyrir- höfn, eða kvartað um álag, þó búið væri að skila löngum vinnudegi við önnur störf. Hún kunni að þjóna í kærleika. Með sínu létta brosi veitti hún mörgum innsýn og kjark, og gaf þeim skilning á erf- iðleikum líðandi stundar. Mörg sumur stóð hún fyrir sumardvöl barna, ásamt manni Hann fluttist til Englands árið 1920. Alexander Kerensky var forsæt- isráðherra þegar bolsévíkar tóku völdin árið 1917. Hann varð að flýja land og settist loks að í Bandaríkjunum. sinum Friðþjófi, bæði á Jaðri og Sogni. Það voru hamingjusöm börn, sem þar dvöldu við leik og störf. Þegar hún var kvödd í kirkj- unni, hljómaði yndisfagur söngur. Þar var fagur samhljómur, eins og lífið hennar, engir falskir tónar, ekkert ósamræmi, bara fegurð og mildi. Friðþjófur minn og þið öll vin- irnir hennar. Það er mikil blessun að hafa átt samleið með henni, minnast áranna sem aldrei féll neinn skuggi á. Magnea Hjálmarsdóttir, kennari. Dr. Oleg Kerensky látinn London, 26. júní. AP. '&7 FRÁ CLOSE YOULE I ALLAR HEYVINNU- VÉLAR FRÁ OKKUR MJOG HAGSTÆTT VERÐ Algengasti KUHN tindurinn á kr. 79,00 með söluskatti. VÉIADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 VARAHLUTAVERSLUN SÍMI 39811 Alltaf á fóstudögum MEINLOKA, AÐ EKKI SÉ HÆGT AÐ LEIKA TENNIS Á ÍSLANDI Rætt viö tennisáhugafólk DALALÍF Rætt viö Þráin Bertelsson leik- stjóra og Ara Kristinsson kvik- myndatökumann um nýja kvik- mynd, sem verið er aö taka og er framhald af Eyjaævintýrinu Nýju lífi. GÖNGUFERÐ Á HORNSTRANDIR Föstudagsblaðid er gott forskot á helgina i!-------------------------------------- augivswgastofa KRJSTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.