Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 Prestastefnan 1984: Ýmsar breytingar á döfinni hjá kirkjunni Nú stendur yfir á Laugar- vatni Prestastefnan 1984. Aðalumræöuefni stefnunn- ar eru tvö; ár Biblíunnar og starfsmannafrumvarp kirkj- unnar. Morgunblaðið tók nokkra presta tali í gær. Kirkjan ábyrgari um eigin mál Önundur Björnsson, prestur á Höfn, Hornafirði, sagði mikil- vægasta viðfangsefni Presta- stefnunnar vera starfsmanna- frumvarpið. Hann sagði enn- fremur: „Ég er undrandi á að kirkjan skuli setja allt löggjaf- arvald í sínum málum í hendur Alþingis. Kirkjan ætti að vera ábyrgari varðandi eigin mál, fjármál sem önnur. Reyndin sýnir, að löggjafar- og fram- kvæmdavald hefur ekki staðið sig í stykkinu varðandi mál kirkjunnar, og má sem dæmi nefna eignir hennar, sem eru látnar grotna niður þótt skylt sé að halda þeim við. Kirkjan hefur ekki sjálfstæð fjármál, eins og mér fyndist hún ætti að hafa og getur því ekki sinnt slíku sjálf. Hvað starfsmannafrumvarpið varðar, hefði ekki átt að breyta gömlum lögum, heldur semja nýtt frumvarp frá grunni, því með þessu frumvarpi er aðeins verið að bæta nýju klæði á gamla flík. Auðvitað hlýtur gamla klæðið að rifna, það er svo fúið.“ Mikilvægast að fá þrjá biskupa Séra Halldór Gunnarsson, prest- ur að Holti undir Eyjafjöllum, hef- ur setið kirkjuþing undanfarin ár, þar sem fjallað hefur verið um starfsmannafrumvarpið. Sr. Önundur Björnsson Hann kvaðst ekki sammála séra Önundi:„Ég tel okkur ekki búa við þau skilyrði hér á landi að uppstokkunar sé þörf. Við þurf- um að líta til sögunnar, um leið og við horfum fram á við. Að mínum dómi er mesta hags- munamál kirkjunnar nú að fá þrjá biskupa, í stað eins, líkt og nú er. Það er ógjörningur fyrir einn mann að halda utan um alla þá þætti, sem kirkjunni heyra til og nýta þá aðstöðu, sem hún hef- ur nú.“ Því skal bætt hér inn, að biskuparnir þrír myndu sitja í Skálholti, að Hólum og í Reykja- vík, og yrði biskupinn í Reykja- vík eins konar „yfir“-biskup. Sr. Halldór Gunnarsson Væntum mikils af Biblíuári Árið 1984 er Biblíuár hér á landi og er svo í tilefni af því að 400 ár eru nú liðin frá útgafu Guðbrandsbiblíu. Séra Arni Pálsson, prestur í Kópavogi, sagði tilgang kirkjunnar með Biblíuári vera að vekja athygli fólks á Biblíunni. „Við viljum fá fólk til að lesa Biblíuna og kenna því að lesa hana. Biblían hefur alltaf verið meðal mest seldu bóka heims, en okkur presta grunar að hún sé ekki jafn mikið lesin og salan segir til um. Lestur Biblíunnar er mikil sálarbót og ný útgáfa Biblíunnar frá 1981 er þannig uppsett, að léttara er að finna þá staði, sem leitað er að. Prestar ætla að vera með Bibliu- lestra, hver í sínum söfnuði, og gefa fólki þannig kost á að nýta sér þekkingu prestanna á Bibli- unni. Einnig hefur sú nýjung verið rædd hér á Prestastefn- unni, að myndbönd verði notuð i safnaðarstarfi. Við höfum fengið Sr. Árni Pílsson myndbönd frá Norðurlöndunum og munum bæði texta slíkar myndir erlendar og afla inn- lendra." Fróðleg Prestastefna Dmvíð Baldursson, prestur á Eskifirði, kvaðst mjög ánægður með Prestastefnuna, erindi væru öll mjög fróðleg og skipulag til fyrirmyndar. Hann sagði, líkt og aðrir viðmælendur Mbl., að prestar væru ekki sammála um starfsmannafrumvarpið og væri líklegt að þeir krefðust þess að það mál yrði skoðað betur.Hann sagði ennfremur: „Það verður örugglega gert stórátak i að kynna fólki Biblíuna, nú á þessu Biblíuári. Biblíuleshópar safn- aða eru mikilvægir, markmið þeirra er að fólk verði sér meira meðvitað um þann trúarkjarna, sem það byggir á og glöggvi sig á því, hvernig hann verði ljósastur í daglegu lífi þess.“ Starfsmannafrumvarp kirkj- unnar, sem prestum er tiðrætt Sr. Davíð Baldursson um, er til umsagnar á Presta- stefnu, en mun síðar verða sent til Alþingis til afgreiðslu. Sam- þykki Prestastefnu er ekki skil- yrði fyrir afgreiðslu þess, en við- mælendur Mbl. kváðust vona að tillit yrði tekið til þess, er þeir hefðu fram að færa. Þjóðhátíðardagurinn í Kaupmannahöfn: Á fjórða hundrað tók þátt f hátíðahöldunum Jónxhú.si, 18. júní. ÍSLENDINGAR í Kaupmannahöfn minntut 40 ára afmælis lýðveldisins með veglegum hætti í blíðskapar- veðri. Fór hátíðarfundurinn, sem ís- lendingafélagið stóð fyrir, fram í Austurgarði á móti Jónshúsi. Kristín Oddsdóttir Bonde, ritari félagsins, setti samkomuna og stjórnaði henni. Fyrst var helgi- stund, þar em sendiráðspresturinn talaði og félagar úr íslenzka kirkjukórnum leiddu sönginn und- ir stjórn Guðrúnar Kristjánsdótt- ur. Þá flutti Einar Ágústsson sendiherra hátíðarræðu, minntist 40 ára afmælis lýðveldisins og höfðaði m.a. til orða Gísla Sveinssonar á Þingvöllum fyrir 40 árum. Ávarp fjallkonunnar flutti Ásta Karlsdóttir Lauritzsen skörulega, Hátíðaljóð Huldu frá 1944. Þá lásu nemendur fslenzk- uskólans upp, en kennarar hans, Bergþóra Kristjánsdóttir og Sig- ríður Sigurjónsdóttir, stjórnuðu leikjum hinna fjölmörgu barna. En við lok samkomunnar afhenti Éinar Már Guðvarðarson lista- verk eftir Karl Júlíusson til varð- veizlu í Jónshúsi. Fór hátíðin hið bezta fram, en á fjórða hundrað manns voru þarna saman komin. Á eftir var gengið til Jónshúss og var þar þröng á þingi, en starfsfólk félagsheimilis- ins undir forystu gestgjafa, Bergljótar Skúladóttur og Arfeqs Úr sýningu Leikfélags Sólheima á Lífmyndum í Eyrarsundsgarði. Frá hátíðarfundinum í Austurgarði. Jóhansen gerðu sitt til að sem flestir nytu góðgerðanna. Sýning Leikfélags Sólheima um kvöldið Um kvöldið var sýning Leikfé- lags Sólheima í Grímsnesi á Eyr- arsundsgarðinum á látbragðs- leiknum Lífmyndum, sem fjaílar um líf og kjör vangefins fólks. Var sýning þeirra óviðjafnanleg og eiga leikstjórinn Magnús J. Magn- ússon og samhöfundur hans, Hall- dór Júlíusson og heimilisfólk á Sólheimum mikinn heiður skilinn fyrir túlkun sína. Lét hún engan ósnortinn þar í salnum. Var leikur aðalleikarans, Árna Alexenders- sonar, sérstakrar athygli verður, en öll lögðu þau sitt fram til að gera kvöldið ógleymanlegt. Leikhópurinn frá Sólheimum hefur verið á ferðalagi í rúmar 4 vikur, sýndi fyrst á Akureyri og Egilsstöðum á leið til skips. Siðan í Lögstör á Jótlandi, á Emma Hjort-stofnuninni í Ósló, en þaðan lá leiðin til Járna í Svíþjóð. Og nú er ferðinni heitið til Árósa, en síð- asta sýning fararinnar verður í Færeyjum í heimleið. Hefur ferð þessa 13 manna leikhóps ásamt 12 aðstoðarmönnum gengið vel og víða verið góðar móttökur, einkum hjá félögum aðstandenda þroska- heftra. G.L Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.