Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 34
% Siggi Heljji — Sipiró- Jón Árnanon harmon ur Helgi Jóhannsson. ikkuleikari. Ilðvard F. Vilhjálms- llallbjörn Hjartarson son — Eddi. kántrý-kón^ur. Fjórar nýj- ar íslenskar hljómplötur STÚDÍÓ Bimbó á Akureyri hefur gefið út fjórar hljómplötur. Fyrsta platan er med Sigurði Helga Jó- hannssyni og nefnist hún „Siggi Helgi — feti framar". Flest lögin á hljómplötunni eru eftir Sigurð, svo og nokkrir textar. Sigurður syngur og leikur á bassa og hefur fengið tii liðs við sig nokkra hljómlistarmenn, sem sjá um annan hljóðfæraleik. Bimbó gefur einnig út hljóm- plötuna „Jón Árnason — Kleifar- ball“. Á henni leikur Jón Árnason frá Syðri-á á Kleifum við Ólafs- fjörð nokkur harmonikkulög, valsa, polka, skottís og ræl. Jón hefur spilað með mörgum hljómsveitum, s.s. KK-sextett. „Eddi — Tvöfeldni" nefnist hljómplata Eðvarðs F. Vil- hjálmssonar frá Keflavík. Eðvarð leikur á öll hljóðfæri sjálfur, bassagítar, trommur, hljómborð o.fl. auk þess sem hann syngur. Á plötunni eru 8 lög, sem öll eru eft- ir Eðvarð. Síðast en ekki síst gefur Stúdíó Bimbó út þriðju plötu kántrý- kóngsins Hallbjarnar Hjartarson- ar. Lögin eru flest eftir Hallbjörn sjálfan, en Snorri Guðvarðsson út- setti þau, auk þess sem hann spil- ar á gítar og hljómborð. Fá hljóð- færi eru notuð til að ná fram hin- um raunverulega kántrý-blæ, bæði amerískum og Skagastrand- ar. flr rrétutilkynaÍBgu Islensk fyrirtæki sýndu vörur í Aberdeen Sjávarútvegssýningunni „Catch ’84“ í Aberdeen lauk á laugardag. Fjögur íslensk fyrirtæki sýndu fram- leiðslu sína þar. J. Hinriksson hf. sýndi toghlera og seldi fyrirtækið yf- ir 20 pör af þeim. Söluverðmæti er um 2,4 milljónir króna. Plastein- angrun hf. sýndi bæði sínar eigin vörur, fiskkassa, trollkúlur og neta- hringi, og einnig plastker frá Sæ- plasti hf. Loks sýndi Stálvinnslan hf. flokkunarvél sína fyrir loðnu, síld o.fl. og gerði fyrirtækið ráð fyrir að selja 6—8 vélar til írlands og eina til Skotlands á þessu ári. Um 100 fyrirtæki frá 8 löndum tóku þátt í sýningunni, sem er sú tíunda í röðinni, en þetta var í annað sinn sem íslensk fyrirtæki voru með. loor h/T>r oo tjTT^ » rrrrr * MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 Nordia ’84: Stærsta frímerkjasýning sem haldin hefur veriö hérlendis Sýningin verður haldin í Laugardalshöllinni og hefði sjálfsagt fáum dottið i hug að svo stór og mikil bygging yrði til þess að koma fyrir frímerkjum í. Standandi fyrir framan líkan af sýningarsvæðinu eru: (Lf.v.) Halfdán Helgason, formaður sýningarnefndar, Gunnar Bjarnason, sem hannaði sýningarsvæðið, Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssambands frímerkjasafnara, Sigurður Pétursson, aðalumboðsmaður sýningarinnar, og Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar. NORRÆN frímerkjasýning, Nordia '84, verður haldin 3.-8. júlí næst- komandi í Laugardalshöll í Reykja- vík. Þetta er í fyrsta sinn sem norræn frímerkjasýning er haldin hér á landi og er þetta jafnframt stærsta fri- merkjasýning sem hérlendis hefur verið haldin. Norræn frímerkjasýn- ing var fyrst haldin í Helskinki í Finnlandi árið 1966 en síðan hafa sýningarnar einnig verið haldnar í Svíþjóð og Noregi. Sýningin er haldin á vegum Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara og er hún haldin í því skyni að efla samband og sam- vinnu milli norrænna frímerkja- safnara. Sýningin, Nordia ’84, skiptist í tvær aðaldeildir, sam- keppnisdeild og sýningu á frí- merkjum þar sem engin keppni fer fram en einstaklingum sem eiga framúrskarandi söfn er boðið að sýna þau. 1 samkeppnisdeildinni er hins vegar keppt um hin ágætustu verðlaun og til að öðlast rétt til þátttöku þurftu þátttakendur fyrst að ná ákveðnum árangri á frí- merkjasýningum erlendis eða í sínu heimalandi. Á sýningunni að þessu sinni gefst gestum kostur á að sjá 781 ramma með marskonar frímerkja- efni sem 149 einstaklingar eiga. Þá veðrur einni boðið upp á fleiri sýn- ingar í Laugardalshöllinni á með- an á frímerkjasýningunni stendur. Til dæmis verður haldin blómasýn- ing á vegum Blómamiðstöðvarinn- ar í anddyri Laugardalshallarinn- ar og einnig veðrur sýning á ker- amik frá Gliti og ljosmyndasýning á myndum eftir Ralph Hannan, en það er Breti sem búsettur hefur veirð hér á landi síðan 1948 og eru myndirnar frá fyrstu árum hans hér lendis. Einnig verða sýnd land- abréf sem Kjartan Gunnarsson á og myndverk eftir fjóra myndlist- armenn. í tilefni Nordiu ’84 hefur Póst- og símamálastofnunin gefið út þrjár smáarkir eða blokkir með yf- irverði sem rennur til sýningarinn- ar. Þá teiknaði Snorri Sveinn Frið- riksson minnispening í tilefni sýn- ingarinnar og hefur hann verið gerður í 300 eintökum. Pósthús veður í sambandi við Nordiu ’84 og sérstimplar notaðir fyrir hvern sýningardag. Einnig verða póst- stjórnir Norðurlanda með pósthús og á sumum þeirra verða notaðir hliðarstimplar, tengdir Nordiu ’84. RJAFU KERFIÐ FRÁ RÖNNING fyrir lýsingu og raflagnir — „Allt í einu lofti" sannkallað kerfisloft frá JÁRNKONST í RJÁFURKERFINU má m.a. staðsetja lagnir fyrir rafmagnsdreifingu, loftræstingu, neyðarljós, síma- og samskiptakerfi. Þaraðauki uppfyllir kerfið kröfur um hljóðdeyfingu og breytilega staðsetningu ljósabúnaðar innan kerfisins. RJÁFURKERFIÐ er auðvelt í uppsetningu RJÁFURKERFIÐ er ódýrara en venjuleg loft. RJÁFURKERFI má breyta á auðveldan máta. RJÁFURKERFIÐ er hagkvæm lausn. Ummæli Kolbeins Kristinssonar, frkvst. hjá Brauð hf.: „Ég hef samanburð á tveimur loftum sem sett voru upp nýlega, — þ.e. hefðbundnu og RJÁFURKERFI, og það er engin spurning að RJÁFURKERFIÐ er hagkvæmara." © RÖNNING^ .//‘RÖNNING Sundabors sirni 84000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.