Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 „Við ættum ekki að tapa á þessu“ * — segja starfsmenn Alafoss, sem hyggjast kaupa hlut í fyrirtækinu UM 200 starfsmenn Álafoss hf. hafa lýst áhuga sínum á að kaupa 20% hlutabréfa í fyrirtækinu af Framkvæmdastofnun ríkisins. Upphaf þessa var, að Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, lýsti vilja til að selja eign- arhluta ríkisins í fyrirtækjum. Starfsmenn Álafoss voru fúsir til kaupa á Vh hluta fyrirtækis- ins, eða 20% hlutabréfa. Skipuð var sameiginleg nefnd Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og starfsmanna. Nefndin skilaði áliti í apríl og skömmu síðar ákvað Framkvæmdastofnun að selja umrædd 20% hlutabréfa. Enn er ekki búið að meta bréfin til fjár, en það mun verða á næstu dögum. Starfsmenn Álafoss, sem Mbl. ræddi við, voru sammála um ágæti þess, að eignast hlut í fyrirtækinu. Guðríður Pálsdóttir hefur starfað hjá Álafossi í tvö ár. Hún sagði m.a.: „Mér finnst þessi kaup alveg sjálfsögð og starfsmenn ættu að hafa for- gangsrétt á hlutabréfum í fyrir- tækjum, sem þeir starfa hjá. Fólk, sem kann vel við sinn vinnustað, ber meiri virðingu fyrir fyrirtækinu ef það á hlut í því. Þetta er mjög góð hugmynd og svona mætti þetta vera víð- ar.“ Guðjón Hjartarson, verk- smiðjustjóri, sagði: „Ég hef trú á fyrirtækinu og okkur starfs- mönnum þykir vænt um það. Við vitum að fyrirtækið er vel rekið og hefur skilað hagnaði, svo ekki ættum við að tapa á þessu." Sigvaldi Haraldsson, verk- stjóri, sagði mjög jákvætt að nú sæju starfsmenn fram á að fá fulltrúa í stjórn fyrirtækisins og væri ýmislegt sem þeir gætu komið á framfæri þar. Það feng- ist góður vinnukjarni með stór- um hóp starfsfólks, sem ætti hlut í fyrirtækinu. Það hefði líka sannast þegar verksmiðjan brann fyrir rúmu ári að starfs- fólki væri verulega annt um hana og hefði allt viljað gera til að hún kæmist í gagnið aftur. Það væri því gott að þetta fólk ætti kost á að eignast hlut í fyrirtækinu. Loks var rætt við Harald G. Guðmundsson, litunarmeistara. Hann sagðist taka þátt í kaup- unum í gróðaskyni og svo væri auðvitað traust að vera eigin vinnuveitandi. Hann sagði einn- ig, að það væri enginn tilgangur með því að ríkið væri með putt- ana í rekstrinum þegar fyrir- tækið væri rekið með gróða. Ála- foss stæði undir sér sjálft og einu tengsl þess við ríkið ættu að vera skattagreiðslur. Það kom einnig fram í samtali við starfsmenn, aö áhuga þeirra á kaupunum má að hluta rekja til laga, sem nýlega voru sett, um Sigvaldi Haraldsson að fjárfesting í atvinnurekstri væri frádráttarbær frá skatti. Álafoss hf. var stofnað árið Guðjón Iljartarson Mbl./Júllus. Haraldur G. Guðmundsson 1898 og eru starfsmenn nú um 370. Hagnaður fyrirtækisins síð- asta ár var 18,5 milljónir. Guðríður Pálsdóttir Vinnuhópur unglinga í tengsl- um við starfsemi æskuiýðsráðs Á sl. vikum hafa farið fram miklar umræður hjá Æskulýðsráði Keykjavíkur um atvinnumál ungs fólks í Reykjavík nú í sumar og hafa starfsmenn ráðsins lagt fram ákveðnar hugmyndir fyrir æsku- lýðsráð í þessum efnum. Sú hugmynd var kynnt í vor hvort möguleiki væri á því að stofna vinnuhópa unglinga í tengslum við félagsmiðstöðvar æskulýðsráðs í Reykjavík og í hóp- um þessum yrðu unglingar sem ekki fá vinnu hjá borginni, á al- mennum vinnumarkaði eða hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Borgarráð Reykjavíkur og At- vinnumálanefnd Reykjavíkur hafa fallist á tillögur æskuiýðsráðs um að ráðið megi í sumar gera tilraun með vinnuhóp unglinga í tengslum við starfsemi sína og mun hópur- inn hafa aðsetur f Tónabæ. Fyrir- hugað er að hópur 15 unglinga ásamt 2 verkstjórum verði til þjónustu fyrir borgarbúa, fyrir- tæki og stofnanir í Reykjavík. Verkefni fyrir hópinn verður aflað með tilboðum I ýmiss konar verk, t.d. garðhreinsun, gluggaþvott, hreingerningu, snyrtingu og um- hirðu kringum fyrirtæki og stofn- anir og fl. (FrétUtilkynnini!) Starfsmaður Ellihjálpar á ferð um Snæfellsnes StykkÍHhólmi. 21. júni. STARFSMAÐUR Ellihjálparinnar, sem er hluti af starfsemi Elliheimilis- ins Grundar í Reykjavík, hefír undan- farna daga ferðast um Snæfellsnes til að kynna sér viðhorf sveitarfélaga og ýmissa samtaka þessara sveitarfé- laga, um viðhorf þeirra til málefna aldraðra hér á landi. Einnig hefír hann kynnt starfsemi Ellihjálparinnar og hugmyndir um framtíðaráform. Hann befír á þessum tíma hitt að máli þá sem að þessum málum vinna og áhuga hafa fyrir meira starfí í þágu aldraðra. Þá var rætt um hvort ekki kæmi til mála nánara samstarf og samhugur milli staða á Snæfellsnesi og Ellihjálparinnar í Reykjavík. í dag hélt hann svo fund í Stykk- ishólmi með þeim aðilum sem eru i fararbroddi þessara ágætu menn- ingarmála og skýrði viðhorf og sagði frá ferðum sínum um héraðið. Var þessi fundur fróðlegur og lögðu bæjarbúar skerf til af sinni reynslu, en hér eru áform um að bæta við dvalarheimili aldraðra og þegar hafa verið gerðar teikningar af fyrirhugaðri viðbót. Dvalarheimili aldraðra hér í Hólminum hefir starfað um árabil við vaxandi vin- sældir og traust og má segja að þetta sé eitt af þeim bestu verkefn- um sem sveitarfélagið hefir unnið. Það er vitað mál að Gísli Sigur- björnsson, sem unnið hefir að mál- um aldraðra í hálfa öld, hefir mikla þekkingu og er óbilandi að gera alltaf betur og betur með hverju ári sem líður. Það er ekki lítið sem hann hefir áorkað í þeim málum í Reykjavík og víðar. Líklega hefir enginn hér á landi, að öðrum ólöst- uðum, lagt meiri alúð og vinnu í að bæta aðstöðu aldraðra i þessu landi. Hann hefir einnig sýnt hug sinn til annarra byggðarlaga með leiðbein- ingum og hjálp. Óþreytandi er hann að ræða við menn um málefni aldr- aðra og ekkert tækifæri hefir hann látið ónotað til að koma til liðs við málefni þeirra. Þetta þekkir undir- ritaður vel af löngum kynnum sín- um við Gísla og starfsemi hans. Hann kynnir sér vel hugmyndir og vinnu annarra og styður allar góðar hugmyndir og í því skyni að lengra mætti þoka þessum málum er þessi ferð farin. Þökk sé honum fyrir það. TILBOÐ Furuborö 75X115. + bekkur + 2 stólar. Aðeins kr. 7.900. Borö á hvítum járnfæti 70X110 cm. kr. 2.280. Hvítur járnstóll kr. 903.00. Fururúm 90X200 cm. kr. 5.500. Fururúm 140X200 cm. kr. 6.800. Ath: Verðiö er meö dýnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.