Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNl 1984 3 Máli Batys frestað í hæstarétti til hausts MÁLI Þjóðverjans Miroslav Peter Baly, sem taka átti fyrir í hæstarétti á föstudag, hefur verið frestað til hausts. Að sögn Björns Helgasonar rit- ara hæstaréttar eru breyttar for- sendur í málinu i Ijósi atburða síð- ustu daga ástæða þess að ákveðið var að fresta málflutningi til haustsins. Björn sagði að Miroslav Peter Baly hefði verið settur í far- bann til 5. júlí en þar sem hann slapp úr landi virtist það skipta litlu máli hvort dómurinn yrði kveðinn upp nú eða í haust. Hann bætti því við að á sumrin væru einungis þau mál tekin fyrir í hæstarétti sem væru mjög aðkail- andi. Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði að ís- lensk yfirvöld mundu hugsanlega upplýsa þýsk yfirvöld um einstök atriði málsins, en jafnframt þyrfti að taka fram að ekki væri búist við dómi í hæstarétti hér fyrr en í haust. „Þýskir dómstólar verða að fjalla sérstaklega um þetta mál því að íslensk lög gilda ekki þar í landi, en mér finnst ólíklegt að það verði tekið þar fyrir ef það verður sent áður en hæstiréttur kveður upp úrskurð sinn hér,“ sagði Baldur Möller. Frá tennisvöllum TBR við Gnoðarvog. MorKunblaðið/Bmilía Tennis nýtur nú vaxandi vinsælda TENNISÍÞRÓTTIN, sem nýtur mik- illar hylli um heim allan, virðist loks vera að skjóta rótum hérlendis að einhverju marki. Framtakssamir menn í Kópavogi hafa æft tennis á malbikuðum völlum þar í bæ um nokkurt skeið og þá hefur tennis verið stundað í Hafnarfirði. Nú hef- ur TBR, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, komið upp þremur af- girtum tennisvöllum við hús sitt í Gnoðarvogi. Að sögn Stefáns Kristjánsson- ar, íþróttafulltrúa Reykjavíkur- borgar, höfðu menn orð á því í íþróttaráði, að slæmt væri að eng- inn löglegur tennisvöllur væri til í höfuðborginni. Reyndar hafði ver- ið notast við velli við Laugardals- höllina, Melaskólann og kannski víðar, en þeir voru ekki afgirtir og ekki byggðir sem slíkir. Varð það úr að samband var haft við TBR og þess farið á leit að félagið gerði átak í þessum efnum gegn því að íþróttaráð styrkti framkvæmdirn- ar. Vellirnir þrír, sem gerðir hafa verið vestanvert við hús félagsins, hafa verið í notkun um nokkurt skeið og hefur fjöldi þátttakenda farið vaxandi með viku hverri. Fyrir skömmu var efnt til móts og fór það vel fram utan hvað veður- guðirnir settu strik í reikninginn undir lokin. Fóru síðustu leikirnir fram innanhúss. Tillögur Seölabankans í kjölfar takmarkana á erlendar lántökur vióskiptabankanna: Dregið verði úr útlánum DRAGA ÚR útlánum, krefja inn lán og laga stöðu sína innanlands eru helstu leiðir viðskiptabankanna til þess að mæta takmörkunum Seðla- bankans á erlendar lántökur þeirra að sögn heimildarmanns Mbl. innan Seðlabankans. „Þetta er mjög erfitt þar sem mörg útistandandi lán eru keðjuverkandi," bætti heimildar- maður blaðsins við. Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af skuldastöðu við- skiptabankanna erlendis og þá sér í lagi Landsbankans og Utvegs- bankans. Hafa bankarnir m.a. notað lánin að greiða yfirdrátt sinn hjá Seðlabankanum. í 10. grein laga nr. 63/1979 er að finna heimild til handa Seðlabankanum til þess að grípa fram í fyrir viðskiptabönkunum. Segir þar m.a. að gjaldeyrisviðskiptabönk- um sé heimilt að semja um yfir- dráttarheimilidir hjá erlendum bönkum til skamms tima enda verði Seðlabanka gerð grein fyrir þeim samningum sé þess óskað. Þá segir í greininni, að notkun slíkrar yfirdráttarheimildar skuli ekki vera meiri en sem svarar erlend- um innistæðum í viðkomandi banka á sama tíma, nema þess er viðskiptaástæður krefjast um skamma hríð. Ennfremur segir i þessari 10. grein að Seðiabankinn geti veitt undanþágu frá þessu séu sérstakar ástæður fyrir hendi. í ljósi þessara laga setti Seðla- bankinn þann 1. mars sl. bönkun- um reglur, þar sem ætlast er til þess að bankarnir séu að jafnaði með núllstöðu erlendis. Þessum reglum mun þó ekki hafa verið fylgt af verulegri hörku enn sem komið er og standa yfir samninga- viðræður á milli Seðlabankans og ofangreindra tveggja banka. Stigahiíð: Lóðin tekin úr endursölu SÚ EINBÝLISHÚSALÓÐ sem Reykjavíkurborg seldi hæstbjóð- endum i Stigahlíð og var auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Húsafelli, hefur verið tekin úr endursölu í bili. Þær upplýsingar fengust hjá sölumanni hjá Húsa- felli, að eigandi lóðarinnar hafi tekið hana úr sölu, en engin skýr- ing var gefin á ástæðu þess. Það erstóra spurningin. Hverjir hreppa 14 glæsilega Ford bíla þann 14. ágúst þegar dregið verður. Með því að kaupa miðann sem þú hefur fengið sendan heim, styður þú æskufólk okkar á Olympíuleikunum í Los Angeles, og hefur um leið möguleika á að hreppa einn af bílunum fjórtán. Verðmæti vinninga 4,7 millj. króna VINNINCSVON PÍN -VON I ÞJÓÐARINNAR UM VERÐLAUN ILOS ANCELES SCuðningurviðxskufolkoMfaríljosAngeles " UAPPDRÆTTI ÓLYMRUNEFNDAR fSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.