Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 12

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 o r Gæslumaður ráðinn að Skógarhólum — liður í auknu samstarfí þjóðgarðsins og Landsambands hestamanna Landsamband hestamanna hef- ur nú í samvinnu vió þjódgards- vörð ríðið gæslumann að Skógar- hólum, en meiningin er að nota staðinn fyrir ríðandi fólk. Verður seld beit fyrir hrossin og gert er ráð fyrir að tjaldað verði innan girðingar Skógarhóla. Gísli Jóns- son fyrrverandi forstöðumaður í Arnarbolti og kunnur hestamaður mun sjá um eftirlit og umsjón í sumar og verður hann á staðnum um helgar og eitthvað í miðri viku. Blaðamaður brá sér austur að Skógarhólum fyrir skömmu og voru þar staddir þeir Gísli og Sigurður Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LH. Aðspurðir kváðu þeir að um væri að ræða töluverða þjónustu við ferðamen sem veitt væri bæði af LH og eins á vegum þjóðgarðsins. Mætti þar nefna að boðið væri upp á flutning farangurs til Skógarhóla frá t.d. Reykjavík og nágrenni og geta menn sem áhuga hafa á því haft samband við Gísla í síma 666078. Einnig bentu þeir á að þeir er hyggðu á ferð til Skógarhóla ættu að hafa samband við Gísla áður en hald- ið er af stað. Þá munu starfs- menn þjóðgarðsins sjá um að flytja fólk frá Skógarhólum Ljónjwlir/ Vmldimar KrMiiuiiwo. Umgengni hefur ekki verið nógu góð á Skógarhólum fram til þessa en þess er vænst í sumar að þeir sem um staðinn fara á næstu vik- um gangi snyrtiiega um. niður á Þingvöll ef þess er óskað, en pöntun á slíkri þjónustu þarf að gerast með góðum fyrirvara með þvi að hringja í síma 99- 4077. Á Skógarhólum er mikið og stórt hesthús og verða mönnum leyfð afnot af því auk aðgangs að beitarhólfum. Búið er að koma vatnsmálum í lag en þeir félagar voru einmitt að fara í það þegar blaðamann bar að garði. Vatnið er tekið úr Öxará og leitt eftir rúmlega tveggja kílómetra lang- ri leiðslu niður i Skógarhóla. Möguleikar á svefnpokaplássi eru fyrir hendi ef á þarf að halda. Einnig vildu þeir félagar sér- staklega minna menn á að ganga vel um staðinn, ekki eingöngu Skógarhóla heldur og allan þjóð- garðinn en þvi væri ekki að neita að oft hefði borið á slæmri um- gengni á Skógarhólum. Hefði stundum mátt halda að þar sem ekki hefur verið stöðugt eftirlit með staðnum hefðu menn haldið að allt væri leyfilegt. Margar góðar reiðleiðir eru á Þingvöllum og nágrenni en þó rétt að geta þess að mælst er til að einungis verði riðið eftir mal- arbornum stígum innan svæðis- ins á Þingvöllum. Þegar blaðamaður var á ferð á Skógarhólum um miðjan júní var ekki um beit að ræða þó jörð væri orðin græn á að líta þannig að menn geta tæplega stólað á beitina eingöngu. Kvað Sigurður að boðið yrði upp á grasköggla til að byrja með meðan jörð væri að ná sér á strik. Landsamband hestamanna hefur haft Skógarhóla í sinni umsjá síðastliðin 24 ár og rennur samningurinn sem gerður var við Þingvallanefnd á sínum tíma út 1. október 1985. Haldin hafa verið fimm Landsmót á Skóg- arhólum. Fyrir liggja hjá Þing- vallanefnd og LH drög að áfram- haldandi leigusamningi og er reiknað með að sá samningur gildi til tíu ára. 1 þessum samn- ingi er gert ráð fyrir að Skóg- arhólar verði fyrst og fremst án- ingarstaður fyrir hestamenn. Rétt er að geta þess að þjóð- garðurinn sér um greiðslu launa gæslumanns að verulegum hluta og að sögn Heimis Steinssonar þjóðgarðsvarðar ber að líta á það sem útrétta hönd þjóðgarðs- ins til hestamanna. „Ég bind miklar vonir við þetta samstarf og vona að að beri góðan ávöxt, ekki bara hvað varðar almenna umgengni á staðnum heldur einnig hvað viðkemur samstarfi Þjóðgarðsins og LH. Fram að þessu hefur samstarf mitt og framkvæmdastjóra LH verið með miklum ágætum.“ Fundur ráðherra á Sauðárkróki SuAárkróki. 21. jání 1984. MATTHÍAS Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra boðaði til almenns fundar í Safnahúsi Skag- firðinga í gærkvöldi. Þar gerði ráðherrann ítarlega grein fyrir þeim málum sem ráðu- neyti hans fjallar um þessa stund- ina og fyrirhuguð eru. Ræddi hann sérstaklega heilbrigðismál Norð- urlands vestra, gerði grein fyrir, ástandi þar og fyrirhuguðum fjár- framlögum og framkvæmdum. Aðrir framsögumenn á fundinum voru Ingibjörg Magnúsdóttir, full- trúi, dr. Guðmundur Þorgeirsson, læknir, og Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Fluttu þau öll fróðleg erindi, hvert um sinn málaflokk. Að lokum tóku nokkrir fund- armanna til máls og báru fram fyrirspurnir. Ráðherra og fylgd- arliði hans var þökkuð koman til Sauðárkróks og kom fram í máli manna að þeir teldu slíka fundi til Misritun SÚ misritun varð í grein Gunnars Helga Guðmundssonar um heil- brigðismál sem birtist í Morgun- blaðinu í gær að sagt var að fram- lög til heimilislækninga og heilsu- verndar hefðu minnkað á tímabil- inu 1979—1981. Hér átti að standa á tímabilinu 1970—1981. Málsgrein er því leiðrétt svo: Á tímabilinu 1970—1981 minnka framlög til heimilislækninga úr 5,0% niður í 1,8% og framlög til heilsuverndar úr 3,8% niður í 1,5%. HAGKVÆM MALMSUÐA Nú býðst hagkvæmari og ódýrari aðferð til málmsuðu i stað basiskra rafsuðuvíra, hinn nýi. Dual Shield II" flúx fylltur rafsuðuvír frá Alloy-Rods/Smitweld Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711. V^terkur og k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! Húseign viö Skólavöröuholt ásamt miklum byggingarétti Húseign 2 hæöir, ris og kjallari, gr.fl. 80 fm. Samtals ca. 300 fm. Mögul. á aö innrétta 3—4 íbúöir í húsinu. Vel byggt steinhús á góöum staö. Einnig bygginga- réttur aö húsi upp á 4 hæðir. Upplýsingar á skrifstof- unni, ekki í síma. Séreign — Baldursgötu 12, símar 29077 — 29736. fyrirmyndar, sem aðrir mættu líta til. Matthías Bjarnason hefur á næstunni boðað til fleiri funda víða um land og er ástæða til að hvetja fólk til að sækja þá, því mikill fróðleikur kemur þar fram um málefni er alla varðar. Kári Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og og tryggingamálaráðherra, í ræðu- stól á fundinum á Sauðárkróki. Við hlið hans situr fundarstjóri, Sæ- mundur Hermannsson. Æðarvarp eykst á Snæfellsnesi ÆÐARVARP virðist vera fremur í aukningu en hitt eftir því sem ég hefi heyrt á þeim mönnum sem varpið stunda. Minkur hefir verið með minna móti og vargfugl meiri en nægur þótt honum megi að skaðlausu fækka að mun. Það er erfitt að verja varpið því margt sækir þar að. Krían hefir verið með minna móti seinustu ár, hvað sem því veldur, en þó held ég hún sé að aukast hér á þeim stöðum sem hún nemur land. Stykkishólmi 24.6. 1984, Árni. LÍFLEGT í MIÐFJARÐARÁ „Þetta hefur gengið bara fínt,“ sagði starfsstúlka í veiðihúsinu Laxahvammi við Miðfjarðará 1 samtali við blm. Mbl. í gærdag. Þá var hópur að pakka saman og halda heim á leið, en í valnum lágu 48 laxar, en veitt er á 10 stangir. Þá höfðu 135 laxar veiðst frá opnun. Laxinn hefur veiðst um alla á, en drýgstir eru nokkrir veiði- staðir neðarlega í Vesturá. „Meðalviktin er góð, en enginn hættulega stór fiskur hefur veiðst,“ sagði viðmælandi Mbl. ennfremur. Þetta er miklu mun betri veiði í Miðfjarðará en á sama tíma í fyrra, þá var áin mjög slök, en flest bendir nú til að veiðin verði mun betri. LANGÁ LÍFLÍTIL Lítið hefur sést af laxi í Langá eftir því sem Mbl. hefur eftir ábú- endum á Ánabrekku, en fyrir landi þeirrar jarðar ásamt Langárfossi veiðist jafnan best á þessum hluta veiöitímans. „Þetta hefur ekki ver- ið eitt eða neitt, menn hafa varla séð lax,“ sagði viðmælandi blaðsins á Ánabrekku í gær og kvaðst jafn- framt vona að betri tímar væru í vændum. Svipaða sögu er að segja frá Jarðlangsstöðum og Stangarholti eftir því sem Mbl. kemst næst, hvergi virðist hafa verið líf í ánni nema efst, fyrir löndum Grenja og Litla Fjalls, en þar hefur dálítið veiðst og var vart við lax þegar í upphafi veiöitímans. Á hinn bóg- inn hefur áin oft verið illveiðandi fyrir vatnagangi. SAMI FISKUR TVISVAR? Þær eru að byrja að seytla inn veiðisögurnar og er hendi ekki slegið við góðum frásögnum og jafnvel myndum. Einn var að kasta flugu í Urriðapolli á Arnar- vatnsheiði fyrir skömmu er á hljóp hjá honum hin vænsta bleikja. Þreytti hann fiskinn um hríð og voru vitni að því að fiskurinn væri hinn ágætasti að sjá. Hins vegar losnaði flugan úr honum um það bil er háfurinn var mundaður og gerður klár. Sneyptur og leiður hélt veiðimaður á önnur mið en varð lítt eða ekki var á þeim og eftir 2 til 3 klukkustundir var vin- urinn enn kominn í Urriðapoll. Eftir nokkur köst var hann kom- inn með öfluga bleikju á flugu sína og festi i henni þrátt fyrir að hann hafi verið að gjamma við félaga sína er hún tók. Þetta var ákaflega þreyttur fiskur og innan fárra and- artaka var bleikjan í háfnum, fisk- ur vel á fjórða pund. Flugan var kirfilega föst í kjaftviki hennar, en rétt fyrir framan var nýtt og blæð- andi sár í kjaftinum. Sami fiskur- inn?? Svari hver fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.