Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984
Bladburðarfólk
óskast!
Austurbær
Lindargata 6—39
Óðinsgata
Grettisgata 2—35
Safamýri 11—95
Þneknriðstöðin
Dalshrauni 4
Hafnarfirði
Sími 54845
Heitur
pottur
Gufa
Ljós
Tœki
Byrjendur
10 ttma kort,
með 2ja tíma tilsögn
kr.990.- fyrir manninn
Framhalds
námskeið
10 tíma kort fyrir
völlinn kr.1600.-
(2-4 manns)
Besti tennisspilari
landsins kennir:
Cristian Staup
Tennisklúbbur
Arskort: Þú getur spilað þegar
þú villt, t.d. utan venjulegs
opnunartíma, því þú fcerð
þinn eigin lykil.
í
Mótspilaramiðlun
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
í
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ROBERT H. REID
mmm
■ r*.f. ■•">***%
, , 1,. m * t r+.JÍWH’-
íranskir hermenn á leið tíl vígstöðvanna.
Kemur valdabarátta í íran
í veg fyrir sóknina miklu?
VALDABARÁ1TA í íran milli Ali Khamanei ríkisforseta og Hajetolaslam
Rafsanjani forseta þingsins hefur orðið til þess að fresta þeirri sókn
írana gegn írökum, sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Halda margir
stjórnmálasérfræðingar, sem fylgjast með framvindu mála við Persaflóa,
fiví fram, að þessi deila sé líka aðalorsök þess, að dregið hefur úr árásum
rana á siglingar flutningaskipa þar. Jafnframt sé þarna að finna fyrsta
vonarneista þess, að unnt verði að koma á samningaviðræðum til þess að
binda enda á stríðið, sem nú hefur staðið yfir í nær fjögur ár.
Talið er, að Khamanei óttist
það, að öflug sókn gegn írak
eigi eftir að kosta íransher mörg
þúsund mannslif og verða til þess
að draga mjög kjark úr írönsku
þjóðinni án þess þó að ná þvi yf-
irlýsta markmiði að velta Sadd-
am Hussein íraksforseta og
stjórn hans úr sessi.
Rafsanjani hefur opinberlega
snúizt gegn Khamanei. Skýrði
blaðið Al-Qabas í Kuwait frá því
14. júní sl., að Rafsanjani hefði
opinberlega ásakað Khamanei
um föðurlandssvik fyrir að fall-
ast á tillögur Javier Perez de
Cuellar, aðalframkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, um að
hætta árásum á óbreytta borg-
ara.
Þá hefur þvl verið haldið fram,
að herstjórnin í fran hafi helzt
neitað að skipa her landsins til
bardaga nú en i þess stað kosið
að láta byltingarsveitirnar bera
þungann af hernaðaraðgerðun-
um og taka á sig mannfallið.
„Skoðanir eru greinilega skiptar
um, hvaða ákvarðanir skuli taka
með tilliti til íraks og Persaflóa
og þetta á rót sína að rekja til
ágreiningsins milli Khamanei og
Rafsanjani," var haft eftir evr-
ópskum sendimanni ( Kuwait
fyrir skömmu. „Það er ljóst, að
tafir hafa orðið á sókninni og að
viss vangeta er fyrir hendi til
þess að taka af skarið um, hvort
hefja skuli sóknina eða ekki,“
sagði hann ennfremur.
Khomeini tekur
ekki afstöðu
Til þessa hefur ayatollah
Khomeini, trúarleiðtogi írans,
haldið að sér höndum og tekið
afstöðu með hvorugum þeirra
Rafsanjani og Khamanei. óvíst
er því með öllu, hvor þeirra verð-
ur ofan á. „Khomeini hefur verið
hlutlaus, eins og svo oft er vandi
hans í deilum af þessu tagi inn-
anlands," er haft eftir einum
vestrænum stjórnmálafréttarit-
ara. „Khomeini kýs heldur að
láta andstæðingana berjast inn-
byrðis um sinn, þar til hann legg-
ur lóð sitt á vogarskálina hjá
öðrum þeirra."
Þangað til Khomeini tekur
ákvörðun, er ólíklegt, að íranir
láti verða af því að hefja sóknina.
Ekki er heidur líklegt, að þeir
dreifi því 500.000 manna herliði,
sem þeir hafa safnað saman
meðfram suðurlandamærunum
við írak.
Fyrir tveimur vikum skoraði
íraska herstjórnin á fyrrverandi
hermenn að „bjóða sig“ fram til
herþjónustu á ný. A hverjum
degi síðan hefur mátt sjá fjölda
bifreiða fullhlaðnar hermönnum
halda frá höfuðborginni Teheran
til vígstöðvanna.
Það er talin enn ein sönnun
valdabaráttunnar, að þessum lið-
safnaði skuli vera haldið svo
lengi aögerðalausum við landa-
mærin. Telja stjórnmálasérfræð-
Hashemi
Rafsanjani
Ali
Khamanei
ingar, að valdabaráttan sýni þá
erfiðieika, sem byltingarstjórnin
stendur frammi fyrir og að hún
geti ekki tekið ákvörðun um af
eða á hvort framkvæmdavaldið
skuli vera í höndum embætt-
ismanna stjórnarinnar eða
klerkanna.
Fyrsti kjörni forseti Írans, Ab-
olhassan Bani-Sadr, var neyddur
til þess að flýja land eftir að
hann hafði misst traust Khom-
einis vegna valdabaráttunnar við
klerkana. Sadem Ghotbzadeh,
fyrrum utanríkisráðherra, var
tekinn af lífi, eftir að honum
hafði verið gefið að sök að hafa
gert samsæri við andófsmenn um
að kollvarpa stjórninni og binda
endi á stríöið við írak.
Samkvæmt frásögn blaðsins
AI-Qabas, sem getið var hér í
upphafi, á Khamanei að hafa
tjáð Khomeini, að það myndi
draga úr valdi hans, ef hafnað
yrði áskorun Sameinuðu þjóð-
anna um hlé á árásum á óbreytta
borgara. Er talið, að Khamanei
sé fús til þess að stöðva stríðið
nú, en kjósi að notfæra sér hót-
unina um nýja sókn til þess að
komast að eins hagstæðum frið-
arskilmálum og unnt er við ír-
aka. Rafsanjani er hins vegar
sagður telja, að hernaðarsigur
yfir írökum sé enn mögulegur.
Allt getur gerzt
„Ástandið i íran er nú svo
ruglingslegt, að allt getur gerzt
þar,“ sagði embættismaður í
Kuwait nú i vikunni. „Sóknin
gæti hafizt á morgun en það gæti
allt eins verið, að friður yrði
saminn.“
Talið er, að það séu margar
ástæður, sem áhrif hafi á afstöðu
írana nú. í fyrsta lagi verði
greinilega vart vaxandi stríðs-
þreytu á meðal almennings i ír-
an, eftir þvf sem stríðið dregst á
langinn. Þannig berast nú fréttir
af þvi, að íranskar fjölskyldur
séu óspart teknar að fela syni
sína, sem komnir eru á her-
skyldualdur.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum á Vesturlöndum, að
íranir séu alls ekki vissir um
áframhaldandi stuðning Sýr-
lendinga, ef þeir byrji mikla sókn
lengst inn á landsvæði Iraks.
Sabah Al-Ahmed Al-Jaber, utan-
ríkisráðherra Kuwait, sagði á
fundi með fréttamönnum 18.
júní, að hann hefði fengið trygg-
ingu fyrir því hjá Hafez Assad
Sýrlandsforseta, að Sýrlendingar
myndu hætta öllum stuðningi
sínum við íraka, ef þeir legðu
undir sig landsvæði frá nokkru
ríki múhameðsmanna.
Stuðningur Sýrlands við íran
er talinn mjög mikilvægur af
mörgum ástæðum. Sýrlendingar
hafa lokað aðaloliuleiðslu íraks,
sem liggur um sýrlenzkt land-
svæði og með því svipt Irak
helzta möguleika sínum á að
flytja út oliu. Fram að þeim
tíma, er Sýrlendingar lokuðu
olíuleiðslunni, gekk írökum vel f
styrjöldinni og efnahagslíf
þeirra gekk nokkurn veginn
hindrunarlaust. Það kæmi þvi ír-
önum afar illa nú, ef Sýrlend-
ingar opnuðu leiðsluna á ný fyrir
olíuútflutning frá írak.
Að svo komnu máli veit eng-
inn, hver endirinn verður á þeirri
valdabaráttu, sem nú á sér stað i
íran og enn sfður, hvaða áhrif
hún á eftir að hafa á styrjöldina
við írak. „Skoðanir manna á því
hljóta að breytast frá einni viku
til annarrar, svo breytilegt er
ástandið núna,“ var haft eftir
einum stjórnmálafréttaritaran-
um nú í vikunni.
(Kohert H. Keid er fréttsritari við
fréttastofuna Associated Press.)