Morgunblaðið - 28.06.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JtJNl 1984
23-
mm R il í
Símamynd AP.
Sovéskir liðhlaupar
Tveir sovéskir liðhlaupar, Igor Rykov og Oleg Khlan, sem struku úr
Rauða hernum og voru í haldi hjá frelsissveitum í Afganistan í eitt
ár áður en þeim var leyft að fara til Bretlands. Hér eru þeir á
blaðamannafundi í London, stuttu eftir komuna þangað.
A-Berlín:
Sendiráði lokað
fyrir flóttafólki
Berlín, 27. júní. AP.
í DAG lokaði vestur-þýska sendiráðið í Austur-Berlín dyrum
sínum fyrir Austur-Þjóðverjum, eftir að maður nokkur hafði
hótað að svipta sig lífi í anddyri sendiráðshússins.
Talsmaður sendiráðsins kvað Á fimmtudaginn var ákveðið
lokunina tímabundna. Vitað er að takmarka aðgang að sendi-
um 55 manns sem beðist hafa
hælis í húsinu til þess að þrýsta
á að austur-þýsk stjórnvöld
leyfi þeim að flytjast til Vest-
ur-Þýskalands. „Það er ekki
hægt að gera sendiráðið að at-
hvarfi fyrir þá sem vilja flytjast
brott," sagði sendiherrann,
Hans Otto Bráutigan, við vest-
ræna fréttamenn á mánudag.
Særðist á leiðinni
yfir „dauðaspilduna“
ráðinu og fengu Austur-Þjóð-
verjar þá aðeins að koma inn í
anddyrið.
Flestir sættu sig við þessa að-
gerð og yfirgáfu húsið, en 10
manna hópur settist að í and-
dyrinu til þess að leggja áherslu
á kröfur sínar um brottfarar-
leyfi. Seinna um daginn bættist
maður á þrítugsaldri í hópinn.
Hann hellti yfir sig bensíni og
gerði sig líklegan til að kveikja
í. Skarst þá vestur-þýskur ör-
yggisvörður í leikinn og færði
manninn inn í sendiráðið, þar
sem honum var veitt hjálp og
búið um minni háttar meiðsl.
Á þriðjudag safnaðist enn
saman fólk í anddyri sendiráðs-
ins og var fólkinu veitt viðtaka,
þegar leið á kvöldið. Síðan hefur
húsið verið lokað fyrir Austur-
Þjóðverjum.
Ilannovcr, Vestur-Þýskalandi, 27. júní. AP.
í MORGUN særðist tæplega þrí-
tugur Austur-Þjóðverji, þegar
hann var að fara yfir „dauðaspild-
ERLENT
una“ á mörkum Austur- og Vest-
ur-Þýskalands, að sögn lögregl-
unnar.
Hörð loftárás
á bækistöð PLO
Tel Aviv, Líbanon, 27. júní. AP.
ÍSRAELSKAR herflugvélar
gerðu í dag harða loftárás á bæki-
stöð palcstínskra skæruliða á eyju
norður af ströndum Líbanon, sam-
kvæmt fréttum frá heryfirvöldum í
ísrael.
Bækistöðin var í eigu stuðn-
ingsmanna Yassers Arafats, leið-
toga PLO, og var hún notuð sem
áfangastaður í árásarferðum
palestínskra fluvéla á fsrael.
Þetta var 12. árás ísraela á
þessu ári, en í fyrsta skipti sem
þeir ráðast á eyjaklasann út af
ströndum Líbanons.
ísraelskar hersveitir héldu
höfnum í Sidon og Tyre lokuðum
annan daginn í röð, meðan skot-
árásir dundu yfir á hæðunum
austur af Beirút.
Á sama tíma fór Amin Gema-
yel, forseti Líbanons, í heimsókn
til Karamis forsætisráðherra í
Trípólí, til að votta honum hlut-
tekningu sína vegna dauða móð-
ur hans, sem lést sl. laugardag.
Þetta var fyrsta heimsókn for-
setans til Trípólí, síðan hann tók
við völdum í september 1982.
Carl Fore-
man látinn
Brverlj Hills, Kaliforniu. 27. júni. AP.
Á ÞRIÐJUDAG lést á heimili sínu
rithöfundurinn og kvikmyndafram-
leiðandinn Carl Foreman, 69 ára að
aldri.
Meðal kvikmynda Foremans má
nefna „The Bridge on the River
Kwai“, „Born Free“ og „The Guns
of Navarone".
Carl Foreman flutti til Eng-
lands árið 1952 en þá hafði hann
orðið að gangast undir yfirheyrsl-
ur hjá óamerísku nefndinni og
lent á svörtum lista. Árið 1975
flutti hann svo aftur til Holly-
wood.
Maðurinn varð fyrir skoti úr
sjálfvirkri hríðskotabyssu og
hlaut sár á baki. fbúar vestan
megin tilkynntu atburðinn og
var læknalið sent á vettvang til
að gera að sárum flóttamanns-
ins. Var hann síðan fluttur á
sjúkrahús en mun ná sér full-
komlega, sagði talsmaður lög-
reglunnar.
Talsmaður innanríkisráðu-
neytisins í Bonn sagði, að at-
burður þessi sýndi, hversu
grimmúðlegt það væri að búa
við landamæri alsett sjálfvirk-
um skotbúnaði. „Vestur-þýska
stjórnin vonast til þess að
Austur-Þýskaland fylgi þeirri
yfirlýstu stefnu sinni að fjar-
lægja þessi tól,“ sagði hann
ennfremur.
Kínamúrinn
að hrynja
Peking, 27. júní, AP.
HLUTI Kínamúrsins fræga,
sem liggur um útjaðar Peking,
er við að hrynja sökum van-
hirðu. Skýrði kvöldblað eitt í
borginni frá þessu í dag. Held-
ur blaðið því fram, að sam-
kvæmt skýrslu, sem stjórnvöld
hafa látið gera, sé sá hluti
múrsins, sem opinn er ferða-
mönnum, sums staðar blátt
áfram varasamur og aðeins lít-
ill hluti múrsins sé í viðunandi
ástandi. Kínamúrinn var reist-
ur á þriðju öld fyrir Krist og er
meira en 2.400 km langur.
Vopn finnast enn í
Gullna musterinu
Nýju Delhí, Indlandi, 27. júní. AP.
GULLNA musterið, helgasta tákn
síka, var í dag opnað aftur pfla-
grímum, en musterinu var lokað í
gær vegna hræðslu yflrvalda við
múgæsingu og vegna þess að vopn
hafa fundist þar.
Musterinu var lokað í byrjun
júní, þegar herinn gerði árás til
að flæma hryðjuverkamenn síka
þaðan út og komast yfir vopna-
búr þeirra. Musterið var aftur
opnað á mánudag og vildu þá
10.000 pílagrímar þangaö inn.
Yfirvöld létu loka musterinu aft-
ur á þriðjudag, vegna of mikillar
ásóknar pílagríma. í dag var það
svo opnað aftur og biðu þá um
5.000 síkar inngöngu.
Yfirvöld sögðu að vegna vopna
sem geymd væru í musterinu,
væri ekki ráðlegt að hafa þar
mikinn mannfjölda saman kom-
inn í einu.
Verkfall í aðsigi
hjá sænskum
flugtæknimönnum
Stokkhólmi, 27. júni.
SÆNSKIR flutningaverka-
menn boðuðu á mánudag til
verkfalls um 400 flugtækni-
manna frá 3. júlí nk. Ef verk-
fallið nær fram að ganga,
mun allt innanlandsflug í
Svíþjóð stöðvast og milli-
landaflug verða fyrir ýmsum
óþægindum.
Deilan milli tæknimann-
anna og vinnuveitenda
snýst í aðalatriðum um
grundvallardeiluefni, s.s.
greiðslur vegna óreglulegs
vinnutíma og ráðningu
nýrra tæknimanna.
Vinnuveitendur hafa
ennþá ekki gert neinar
áætlanir fyrir mótaðgerðir.
Aðeins n
sæti lau
á Ólafs-
vökuna
Kemur bú ekki með okkur?
Einhver skemmtilegasta þjóðhátíð á
öllum Norðurlöndunum, - og þó víðar
væri leitað - er einmitt hjá grönnum
okkar og frændum í Færeyjum. Á Ólafs-
vökunni er söngur, dans og skemmtun
í fyrirrúmi, enda eru hátíðahöld þeirra
þekkt víða um heim.
Við eigum nokkur sæti laus þann 24
og 28. júlí nk., en annars er flogið til
Færeyja alla þriðjudagá og laugardaga.
Svefnpokapláss innifalið í fargjaldinu
Ifavandi
Vesturqötu 4, stmi 17445