Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 30

Morgunblaðið - 28.06.1984, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1984 Fréttir frá Reyðarfirði Kerjarfjördur, 20. júní. I>AÐ VORAÐI snemma á þessu ári, sauðburður gekk vel hjá bændum, kartöflur komnar víða niður í garöa síðast í apríl, gróður tók fljótt við sér og vor í hugum okkar, enda vorið minnst mánuði fyrr á ferðinni en við eigum að venjast. Grunnskóla Reyðjarfjarðar var slitið 13. maí og hélt 9. bekk- ur í skólaferðalag daginn eftir. Var farið hringinn eins og sagt er með viðkomu í Vestmannaeyj- um. Þá var Tónlistarskólanum einnig sagt upp 13. maí. Tveir kennarar hafa starfað við skól- ann í vetur, þau Mairi Robertson frá Skotlandi, sem kenndi söng yngri barna og David Roscoe frá Englandi. Við skólaslit sungu nemendur og léku á hljóðfæri. Var þetta bæði skemmtilegt og áhugavert hvað börnin höfðu náð miklum árangri eftir vetur- inn, sérstaklega þau yngstu. Yngsti nemandinn er 6 ára. í vor var haldin kvöldskemmt- un fyrir eldra fólk og ferming- arbörn í Félagslundi. Þar var ýmislegt til skemmtunar, veit- ingar og dansað til miðnættis. Höskuldur Stefánsson, kaup- maður, lék á harmonikku fyrir dansi, og ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér vel þótt talsverður aldursmunru væri. Þessi skemmtun eldri borgara er orðin árlegur viðburður hér, og er þetta 4. árið í röð sem kvenfélagið og Rauöa kross-fé- lagar sjá um skemmtunina. Hér hafa verið haldin þrenns- konar námskeið í vor. Eru það tölvunámskeið og félagsmála- námskeið sem haldin voru í Verkalýðshúsinu og voru vel sótt, svo voru hestamenn með reiðnámskeið. Sóttu það 49 manns frá 7 ára aldri uppí 60 ára aldur. Er reiðnámskeiði tauk fóru hestamann hópreið um bæ- inn í einfaldri röð yfir 40 talsins og var þetta tignarleg sjón. Al- gjör nýjung að sjá svo marga reiðmenn fara hér um plássið á gæðingum sínum, en hesta- mennska er alltaf aö aukast hér, og áhugi fyrir hestum mikil. Þennan dag var 16 stiga hiti og glaða sólskín. Sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur með hefðbundn- um hætti. Leiðindaveður var og setti það sinn svip á daginn, en allt fór vel fram. Mánudaginn 4. júní varð harður árekstur hér í bænum kl. 8, að morgni, 3 menn sem voru að aka til vinnu sinnar urðu fyrir bíl frá Fáskrúðsfirði með 4 ungum mönnum í, sem voru að halda upp á sjómanna- daginn og ekki í ökufæru standi. Einn mannana í aðkomna bíln- um hentist út úr bíl þeirra við áreksturinn. Það má undrun sæta að mennirnir skyldu ekki slasast alvarlega, en þeir sluppu með skrámur, einnig sá sem féll úr bílnum. Báðir bílarnir skemmdust mikið. Nú um hvítasunnuna var gott veður. Hátíðarmessa var í Reyð- arfjarðarkirkju kl. 10.30 um morguninn, séra Davíð Baldurs- son messaði. Kirkjunni bárust að gjöf tveir fagrir blómavasar, handmálaðir og áletraðir af frú Kolfinnu Ketilsdóttur. Vasarnir eru gefnir af foreldrum til minn- ingar um syni þeirra, sem létust i vetur, þá Ólaf Þorsteinsson og Guðberg Má Reynisson. Þá kvaddi séra Davíð póst- meistarahjónin, Kolfinnu Ketilsdóttur og Þorstein ólafs- son, sem nú eru að flytja til Stykkishólms, þar sem Þor- steinn tekur við póstmeistara- starfi þar. Þakkaði hann Kolf- innu fyrir gott samstarf, en hún hfur starfað í sóknarnefnd kirkj- unnar. Þá var þeim óskað heilla á nýjum slóðum. Fatasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar var dagana 14.—15. júní og gekk söfnun mjög vel. Togarinn Snæfugl er búinn að fara 10 veiðiferðir síðan um ára- mót, aflamagn er 1.083,8 tonn og er skiptaverðmæti 13 milljónir og 550 þúsund. Á þessum tíma hefur togarinn farið 3 söluferðir til Þýskalands og selt vel. 26. maí kom togarinn heim eftir góðan sölutúr og hefur ver- ið bundinn við bryggju vegna vélahreinsunar þar til aðfara- nótt 14. júní að togarinn hélt til veiða og er væntanlegur heim á föstudag 22. júní. Atvinna er ekki sem best hér, illa hefur skólafólki gengið að fá vinnu hér, nema þá helst 4 tíma á dag í fiskvinnu, nokkrir hafa leitað sér vinnu annars staðar á land- inu. Annars er unglingavinna nú á vegum hreppsins við að hreinsa til í bænum, en hún verður sjálfsagt ekki lengi ef miða má við undanfarin ár. Gréta. Kauptúnið í mars-skrúða. Ljéom. Ageir Metúsalemsson. Sjúkraliðaskóli íslands brautskráir 26 stúdenta SJÚKRALIÐASKÓLI íslands hefur brautskráð 26 sjúkraliða. Á myndinni er hópurinn, i fremstu röð frá vinstri: Sesselja ó. Einarsdóttir, Vilborg S. Birgisdóttir, Anna Dóra Garðarsdóttir, Gunnhild- ur Júlíusdóttir, Ásrún Björg Sveinsdóttir, Edda Jónsdóttir og Sigríður Erna Hafsteinsdóttir. Mið- röð frá vinstri: Stefanía Schram, Ástríður Elín Björnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Sigurrós Ríkarðsdóttir, Ragnheiður Þóra Benediktsdóttir, Auður Eyþórsdóttir, Charl- otta ólsen Þórðardóttir, Auður Jónsdóttir og Elín J. F. Magnúsdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Stef- anía Jensdóttir, Helga Stefánsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Hanna Heiðbjört Jónsdóttir, Kristin S. Sigurleifsdóttir, Petrún I. Jörgensen, Ester Har- aldsdóttir, Steinunn Kristjánsdóttir og Elsa Þ. Dýrfjörð. Símstöð í Miðbæ og á Seltjarn- arnesi stækkuð AÐ KVÖLDI fostudagsins 29. júní nk. verður nýja stafræna rafeinda símstöðin fyrir miðbæjarsvæðið í Keykjavík tekin í notkun. Það er 1000 númera stækkun. Númer nýju stöðvarinnar eru sex stafa og byrja ýmist á 61 eða 62. Ennfremur er áætlað að nýja 1000 númera sex stafa símstöðin fyrir Seltjarnarnesið verði tekin í notkun um miðjan júlí 1984. Fyrirlestur um hvali í DAG, fimmtudaginn 28. júní, kl. 16 heldur dr. Úlfur Arnason fyrirlestur um rannsóknir á fjölfölduðu DNA hjá hvölum. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G6 að Grensásvegi 12. Öllum er heimill aðgangur. (FréttatilkynninK-) Fööurnafn rangt SKIPSTJÓRINN á frystitogaran- um Akurey var í Morgunblaðinu í gær sagður heita Jón Magnússon. Þetta er rangt, hann er Hall- dórsson og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. _______________msuii Vinna við tölvuskjái 4 Leédbeiningar um vinnutækni og vinnuadstödu Jfe VjpnuMtiHa nm Riusms Leiðbeiningabæklingar vinnueftirlits ríkisins ÚT ERU komnir tveir leiðbeiningar- bæklingar Vinnueftirlits ríkisins, annars vegar um loftræstingu og hins vegar um vinnu við tölvuskjái, og verður þeim dreift á vinnustaði, í stofnanir og fyrirtæki, sem þessi mál varða. Bæklingnum um loftræstingu er ætlað, eins og segir í formála að honum, „að veita hagnýtar leið- beiningar um loftræstingu á vinnustöðum, sem nýst geta þeim er fjalla um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi, sem og öðrum er áhuga hafa á rnálinu". Bæklingn- um um vinnu við tölvuskjái er ætl- að að veita hagnýtar leiðbeiningar og upplýsingar um vinnutækni og vinnuaðstöðu, þar sem unnið er við tölvuskjái. Megintilgangurinn með útgafu nefndra bæklinga er að efla sam- starf atvinnurekenda og starfs- manna til lausnar á vandamálum sem upp kunna að koma á sviði aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis innan vinnustaðanna sjálfra, að því er segir í frettatil- kynningu frá Vinnueftirliti ríkis- ins. Höfundarnafn féll niður NAFN textahöfundar og ljós- myndara í greininni „Þeir hurfu fram af bjargbrúninni", sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær féll niður. Hann er Þorkell Þorkels- son. Beðizt er velvirðingar á þess- um mistökum. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Óskum eftir íbúö 3ja—4ra herb. í vesturbæ eöa á Seltjarnar- nesi. Upplýsingar í versluninni Vegamótum sími 14161. Atvinnuhúsnæði óskast Óskum eftir aö taka á leigu til lengri tíma 400—800 fm húsnæöi fyrir sýningarsal (verslun) á húsbúnaöi. Húsnæöiö þarf aö vera bjart og gott en má jafnvel vera á tveim- ur hæöum. Tilboö sendist til íslenks húsbún- aöar hf. pósthólf 454, 101 Reykjavík, fyrir I þriöjudaginn 3. júlí 1984. Atvinnuhúsnæði óskast Óskum aö taka á leigu 200—300 m2 húsnæði fyrir skrifstofu og vörugeymslu fyrir neyslu- vörur. Uppl. í síma 73020. Íslensk-Skandinaviska, verslunarfélagiö sf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.