Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 36
^6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984
Steinunn Kristjáns-
dóttir — Minning
Fædd 16. des. 1893
Díin 18. júní 1984
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni útför frú Steinunnar Krist-
jánsdóttur, Skólavörðustíg 28 hér
í bænum. Hún lést í sjúkrahúsi
eftir nær tveggja ára spítalavist,
18. júní síðastliðinn. Hún var 90
ára. Steinunn var Suðurnesjamað-
ur fædd á Lambastöðum í Garði.
Foreldrar hennar voru Kristján
Jónsson á Flánkastöðum og kona
hans Sigríður Magnúsdóttir. Þau
voru bæði af Suðurnesjunum. For-
eldrar Steinunnar fluttu til
Reykjavíkur er Steinunn var 7 ára
gömul og hér í bænum átti hún
alla tíð heima. Hún var í Kvenna-
skólanum árin 1908—10. Hún var í
foreldrahúsum uns hún giftist.
Sem ung stúlka vann hún við af-
greiðslustörf í Braunsverslun og
hjá L.H. Möller. Mjög hafði verið
kært með þeim mæðgum. Var það
áfall nokkurt fyrir Steinunni er
móðir hennar lést, aðeins 42 ára
gömul, 1915. Þá var Steinunn lið-
lega tvítug.
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
EYÞÓR INGIBERGSSON,
múrarameistari,
Sólvallagötu 43,
veröur jarösunginn frá Hverageröiskirkju laugardaginn 30. júni kl.
14.00.
Þórdis Sveinbjörg Jónsdóttir og börn.
t
Eiginmaöur minn,
GUDBJÖRN EIRfKSSON,
fyrrverandi bóndi,
Arakoti, Skeiöum,
verður jarösunginn frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 30. júní kl.
14.00.
Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
STEINUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Skólavöróustíg 28,
fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 28. júní, kl. 13.30.
Þeim sem vllja minnast hennar er vinsamlega bent á Styrktarsjóö
Landakotsspitala.
Halldór Magnússon, Jóhanna Guömundsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Höróur Ágústsson,
Magnús Magnússon, Helga V. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og
langömmu.
ÞORBJARGAR EINARSDÓTTUR,
fer fram laugardaginn 30. júní nk. frá Selfosskirkju kl. 13.30.
Guöni Þorsteinsaon,
Eggert Guönason, Valborg Gísladóttir,
Emma Guðnadóttir, Ágúst Eiríksson,
Guömundur Guönason, Fjóla Guömundsdóttir,
Jóna Vigfúsdóttir,
Guðfinna Guönadóttir, Eövarö Torfason,
Ásdís Guónadóttír, Leifur Eyjólfsson,
Benedikta Guönadóttir, Páll Árnason,
Hulda Guönadóttir, Pélmi Jónsson,
Ásgeir Guónason, Þyri Axelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARTA S. ÞORSTEINSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 29.
júní kl. 15.00.
Jónatan Sveinsson,
Guörún N. Jónsdóttir,
Þóra Jónsdóttir, Guómundur G. Jónsson.
t
Sonur okkar og bróöir,
ÞORVALDUR STEINGRÍMSSON,
Laugalaek 16,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júní kl.
10.30.
Steingrimur Þorvaldsson, Helga Sigurjónsdóttir,
Bjarkí Steingrímsson, Sigurjón örn Steingrímsson.
Árið Í921 giftist Steinunn
Magnúsi Skaftfjeld Halldórssyni
frá Kárastöðum í Þingvallasveit.
Hann varð einn hinna fyrstu hér í
bænum sem gerðu leigubílaakstur
að ævistarfi. Hann var handhafi
ökuskírteinis númer 4 í Reykjavík.
Stundaði hann akstur um áratuga
skeið. Um tíma rak hann leigu-
bílastöðvar í Miðbæ Reykjavíkur.
Heimili þeirra Steinunnar og
Magnúsar var á Skólavörðustíg 28
alla þeirra sambúð, allt fram til
ársins 1976 að Magnús lést. —
Magnús reisti það hús ásamt vini
sínum og sveitunga Ásgeiri Jón-
assyni, skipstjóra, frá Hrauntúni í
Þingvallasveit.
Á Skólavörðustígnum fæddust
börn þeirra þrjú. Eftir að Stein-
unn giftist helgaði hún heimili og
börnum alla starfskrafta sína og
gaf sig lítt að öðrum störfum en
heimilishaldi og barnauppeldi.
Góður andi ríkti á Skólavörðu-
stígnum. í þau nær 60 ár, sem
Steinunn og Guðrún Gísladóttir
ekkja Ásgeirs voru að heita má
undir sama þaki ríkti vinátta sem
fór vaxandi milli heimilanna, með
hverju árinu sem leið.
Steinunn var afbragðs húsmóðir
í besta skilningi þess orðs. Heimili
og allur heimilisbragur bar þess
vott að þar var gengið til starfa af
heilum hug. Steinunn var frekar
ómannblendin. Hún var sannur
vinur vina sinna. Hún var við-
ræðugóð kona. Hafði til að bera
góða kímnigáfu og var glögg á hið
kátbroslega í tilverunni og í sam-
skiptum við aðra.
Heimili hennar stóð vinum og
vandamönnum ætíð opið er þeir
áttu leið hjá. Tengdamóðir hennar
Jóhanna Magnúsdóttir frá Kára-
stöðum, naut vináttu hennar í rík-
um mæli. Var hún á heimilinu í
ein 10—12 ár hvern vetur. Og
fleiri af ættingjum þeirra nutu
gestrisni Steinunnar og velvildar.
Var oft mannmargt á Skólavörðu-
stígnum.
Minning:
María Celestina
St. Jósefssystir
Faedd 13. desember 1901
Dáin 23. júní 1984
I dag er jarðsungin frá Landa-
kotskirkju St. Jósefssystirin
Marie Celestine, en svo var systra-
nafn hennar.
Nafnið Anna María Jósefsdóttir
hlaut hún með íslenska ríkisfang-
inu. Skírnarnafn hennar var
Lutcia.
Hún var elst af 9 systkinum, 4
munu á lífi.
Foreldrar voru af pólskum ætt-
um en fluttust til Þýskalands og
ríkisfang fjölskyldunnar varð
þýskt 1921.
Fyrir komuna til Islands starf-
aði systir Celestine 17 ár á sjúkra-
húsi í Esbjerg í Danmörku á
handlæknisdeild.
Hingað til Hafnarfjarðar flutt-
ist hún 1948 og hóf störf á St. Jós-
efsspítala, Hafnarfirði, og nutu
Hafnfirðingar og aðrir er spítal-
t
Faöir okkar og tengdafaöir,
SNÆBJÖRN GUOMUNDSSON OTTESEN,
Syöri-Brú,
áöur bóndi Gjábakka,
veröur jarösunginn frá Þingvallakirkju föstudaginn 29. júni kl.
14.00.
Ferö verður frá Umferöarmiðstööinni kl. 12.45.
Börn og tengdabörn.
t
Jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Hólmgaröi 17,
sem lést t Borgarspítalanum 18. júní, fer fram frá Bústaöakirkju
föstudaginn 29. júni kl. 13.30.
Guörún Árnadóttir, Níels Karlsson,
Hrönn Árnadóttir, Kristínn Kristinsson,
Diana Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu.
t
Móöir okkar, amma og langamma,
KRISTÍN J. JÓNSDÓTTIR
frá Brekku-þingi,
Austur-Hún.,
andaöist 20 þ.m. á hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö í Kópavogi.
Jarösungiö veröur frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júní kl.
15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hennar er
bent á hjúkrunarheimíliö Sunnuhlíö.
Jóhannes Sölvi Sigurösson, Halldóra Ólafsdóttir,
Ingimar Sigurösson, Hulda Alexandersdóttir,
Þórketill Sigurösson, Jóhanna Guölaugsdóttir,
Jón Ebbi Björnsson, Stasia Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Steinunn og Magnús áttu vissu-
leg barnaláni að fagna. — Þau
eignuðust þrjú börn. Halldór,
deildarstjóri hjá Skeljungi,
kvæntur Jóhönnu Guðmundsdótt-
ur, Sigríður, menntaskólakennari
í MR., gift Herði Ágústssyni og
Magnús Magnússon, prófessor,
kvæntur Helgu Vilhjálmsson.
Barnabörn hennar eru niu talsins.
Sem fyrr segir var Steinunn í
sjúkrahúsi í nær tvö síðustu ár
ævi sinnar. Þegar ég kynntist
henni var hún orðin allfullorðin.
Hún var ætíð einstaklega alúðleg í
viðmóti. Hafði áhuga á að fylgjast
með framvindu mála vina sinna og
kunningja, án þess þó að fara yfir
strikið. Kurteisi var henni í blóð
borin og hún vissi hvar mörkin
lágu.
Þegar Steinunn kvaddi þennan
heim, 18. júní, hafði hún vissulega
skilað löngu og góðu dagsverki.
Minnist ég þá þess að í veikindum
Magnúsar annaðist hún hann á
heimili þeirra uns yfir lauk, en
hann lést heima á Skólavörðu-
stígnum.
Vinir og kunningjar Steinunnar,
sem kveðja hana í dag þakka mis-
langa samfylgd. Allir þakka þeir
góða samfylgd. Minningin um svo
mæta konu er gott veganesti fyrir
eldri sem yngri.
Sv. Þ.
ann gistu hjúkrunar hennar fram
á miðjan áttunda áratuginn, er
hún hætti hjúkrunarstörfum.
Undirritaður varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að eiga samleið með
henni á lyflæknisdeild spítalans
þar sem hún stjórnaði hjúkrun-
arstörfunum, frá 1963 til þess að
hún lét af störfum.
Systir Celestine var skarp-
greind kona, smá vexti en kvik í
hreyfingum, svipurinn hreinn og
bjartur, lundin ætíð létt.
Afköst hennar voru ótrúleg er
hún var upp á sitt besta og aldrei
naut hennar betur en þegar ein-
hver átti við þungan sjúkdóm að
stríða, eða átti hér síðustu spor
lífs sins, aldurhniginn og þrotinn
af kröftum. Þá sat systir hjá þeim
og baðst fyrir og veitti þeim ör-
yggi og frið trúarinnar síðustu
stundirnar.
Störf hennar öll hér á spítalan-
um voru rómuð í Hafnarfirði,
bæði meðal ungra og aldinna, mun
orðstýr hennar og annarra Jós-
efssystra er hér störfuðu og minn-
ingin um farsæl störf þeirra í
Hafnarfirði lifa meðan St. Jós-
efsspítali stendur.
Síðustu árin bjó systir á heimili
St. Jósefssystra er þær reistu í
Garðabæ í hópi samstarfssystra
af stofnun reglunnar í Hafnarfirði
og Reykjavík.
Elliárin voru ekki eins gjöful
henni og skyldi, þau voru lituð af
sjúkdómi þeim er hún var farin að
finna fyrir nokkur seinni árin áð-
ur en hún flutti af spftalanum.
En úr hefur bætt að hún naut í
ríkum mæli kærieika og umönn-
unar samsystra sinna á systra-
heimilinu.
Síðustu sporin átti hún hér á
deildinni sinni, sem hún stjórnaði
fyrrum með svo mikilli röggsemi,
og naut nú þess, af hendi einnar
gömlu samstarfssystra sinna, héð-
an af spítaianum, sem hún fyrrum
hafði veitt mörgum við andlátið.
Ég flyt kveðjur og þakkir fyrir
samstarfið frá samferðafólkinu á
St. Jósefsspítala, Hafnarfirði.
Jósef Ólafsson