Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984
Arnarstofninn vex hægt
Athugasemd frá Fugla-
verndunarfélagi íslands
Nokkuð hefur verið skrifað und-
anfarið um hafernina á íslandi,
meinta fjölgun þeirra og tjón sem
þeir eru sakaðir um að valda. Þar
hefur verið fremstur í flokki Árni
G. Pétursson, hlunnindaráðunaut-
ur, en hann virðist hafa misskilið
upplýsingar sem hann fékk hjá
Náttúrufræðistofnun fslands. Því
vill Fuglaverndarfélagið taka
fram eftirfarandi:
1. Skv. athugun sem gerð var
sumarið 1984 eru nú 30—40 arn-
arpör á landinu. Hærri talan er
fengin með þvi að telja par alls
staðar þar sem fullorðinn örn sást
um sumarið og eins ef gert er ráð
fyrir pari á þeim stöðum sem ekki
voru kannaðir 1983, en ernir hafa
sést á undanfarin ár.
Til samanburðar má geta þess
að á árunum 1974—1976 töldust
vera 30—35 pör á landinu svo að
fjölgun um 10 pör á undanförnum
þrem árum, eins og haldið hefur
verið fram, hefur ekki átt sér stað.
Arnarstofninn hefur vissulega
farið vaxandi undanfarna tvo ára-
tugi (á miðjum sjöunda áratugn-
um voru um 20 pör á landinu), en
aukningin hefur verið mjög hæg
og allt tal um að stofninn hafi
vaxið um þriðjung á þrem árum er
út í hött. Slíka stofnstærðaraukn-
ingu væri frekar að finna hjá kan-
ínum en haförnum. Þess má geta
að hjá nokkrum af arnarpörunum
hérlendis er annar fuglinn ókyn-
þroska en slíkt er merki þess að
stofninn sé langt fyrir neðan eðli-
lega stærð.
2. Ungir ernir eru á flakki
fyrstu árin og sjást því víða um
land. Það er því ekkert nýtt að
ernir sjáist utan hefðbundinna
arnarsvæða.
3. Undanfarinn áratug hafa
ernir byrjað að verpa á nýjum
stöðum en á móti kemur að arn-
arvarp hefur lagst af á nokkrum
gömlum og grónum stöðum.
4. Því er haldið fram að skýring
á dauða þeirra arna sem fundist
Tirc$tonc
Nýbýlavegi 2
Kópavogi
Sími 42600
W S-211
ER FJOLSKYLDA MN
. GOÐRA
HJOLBARÐA VIRÐI?
Firestone S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir
undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt
og fjölskyldu þinnar.
JÖFUR
HF
Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt
bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks
öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan.
Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru
sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki.
Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og
endist og endist . ..
UMBOÐSMENN
UM LAND ALLT!
hafa sjóreknir sé sú að þeir hafi
drukknað við veiðar, en ekki farist
af eitri. Þessi skýring stenst ekki
því örninn veiðir oft fisk með því
að skella sér í sjóinn og á þá ekki í
neinum vandræðum með að ná sér
aftur á flug. Mörg dæmi um slíkt
hafa verið kvikmynduð og má t.d.
minna á breska mynd um haförn-
inn sem sýnd var í sjónvarpinu
ekki alls fyrir löngu.
5. Það er ekki unnt að sanna að
þeir ernir sem fundist hafa dauðir
hafi drepist af svefnlyfi því (fen-
emali), sem dreift er á arnarsvæð-
um, en það er þó ekki ólíklegt.
Eitrinu er dreift á slor og hræ og
er eins líklegt að ernir komist í
eitrið eins og svartbakur og hrafn-
ar. Einnig getur örninn étið hræ
þeirra fugla sem drepist hafa af
völdum eitursins.
Sl. ár var dreift tæplega 55 kg af
fenemali á strendur landsins.
Banvænn skammtur fyrir mann er
um 1 gr og á einu ári var því dreift
eitri sem nægir til að bana fjórð-
ungi íslendina. Má telja furðulegt
að slíkt skuli viðgangast, sér í lagi
þar sem slíkur eiturútburður er
gersamlega tilgangslaus til fækk-
unar máfum.
Það hefur margoft komið fram
að álit sérfróðra manna er að dráp
nokkurra þúsunda, jafnvel tug-
þúsunda, máfa árlega hefur lítil
sem engin áhrif á stofnstærð
þeirra. Miklu árangursrikara væri
að reyna að minnka hið takmarka-
lausa framboð á fæðu í formi fisk-
úrgangs, sem þessir fuglar hafa
aðgang að. Á þetta hefur aldrei
verið hlustað, enda myndu umsvif
embættis veiðistjóra minnka mjög
ef þessi leið væri farin.
Það er ljóst að arnarstofninn er
enn mjög lítill og því full ástæða
til að vara við þeim áhrifum sem
útburður svenflyfs kann að hafa á
arnarstofninn. Nægir þar að
minna á að eitrun fyrir refi hafði
nær útrýmt örnum af landinu.
Eigendaskipti að
hárgreiðslustofu
HÁRGREIÐSLUSTOFAN að Blönduhlfð 35 í Reykjavík hefur nú skipt um
eigendur. Nýju eigendurnir eru hárgreiðslumeistararnir Lovísa Sampsted og
Anna Dýrfjörð. Stofan nefnist nú hárgreiðslustofan Aida.
Fjallamaraþon á
Suðvesturlandi
LANDSSAMBAND hjálparsveita
skáta gengst fyrir svokallaðri „fjalla-
maraþon“keppni á Suðvesturlandi
dagana 25. til 26. ágúst nk. Keppnin
verður haldin fyrir starfandi félaga í
björgunarsveitum landsins, og er hún
sú fjórða í röðinni sem LHS hefur
staðið að. Keppnin felst í því að kom-
ast milli tveggja staða innan ákveð-
inna tfmamarka, og lcysa ýmis rötun-
arverkefni á leiðinni.
Fjallamaraþonkeppnin mun hefj-
ast að morgni laugardags, á stað
sem verður tilgreindur með skömm-
um fyrirvara, og henni lýkur á
Laugarvatni síðdegis á sunnudag.
Keppt verður í karlariðli og kvenna-
riðli á sömu vegalengd og er þáttaka
heimil öllum úr björgunarsveitum
landsins, að þvi er segir í fréttatil-
kynningu Landssambands hjálpar-
sveitar skáta. Keppninni verður
skipt i tvo áfanga, álíka langa, með
náttstað á milli.
Á Laugarvatni verður báða
keppnisdagana starfrækt upplýs-
ingamiðstöð, þar sem aðstandendur
keppenda og annað áhugafólk geta
fylgst með framvindu keppninnar
innandyra.
Myndin var tekin í einni af fyrri fjallamaraþonkeppnum Landssambands hjálp-
arsveita skáta.