Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 , Ekkí honrv!" Ast er ... sætan söng. TM Rea. U.S. Pat. Off.—a» rights reserved ©1984 Los Angeles Times Syndicate Ruggohesturinn er kominn með trjámaðk. Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVlSI /, £6 'ax-jbð hvar a ae> Planta Trxéuo! " Júdas Makkabeus, fyrirmynd hins sanna Krists í túlkun kristinna guðfræðinga um aldir. Myndina teiknaði Gustave Doré. Hinn vopnaði Kristur hefur lengst af ráðið ríkjum í kristninni Sr. Kolbeinn Þorleifsson skrifar: Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifaði fyrir nokkrum vikum fyrirspurn til Velvakanda um það, hvort lærisveinar Jesú hefðu borið vopn. Síðan hafa tveir menn svar- að þessari spurningu, annar svar- aði henni sem sálusorgari, hinn veitti upplýsingar um hagkvæmni þess að vera vopnaður til að verj- ast villidýrum í Palestínu forðum daga. Eg ætla að leggja orð í belg, en lesendur verða að gæta þess, að nú skrifa ég ekki sem sálusorgari eða trúboði, heldur sem gagnrýninn kirkjusagnfræðingur, sem er að velta fyrir sér upphafsárum krist- indómsins. Hinar sögulegu heimildir, sem við höfum í höndunum, eru ákaf- lega fábrotnar frá sögulegu sjón- armiði, en það er hreinasta furða, að hverju er hægt að komast með því að bera textana saman við aðra samtímatexta og fornleifar. Þegar ég skrifa þetta, harma ég það mest að Guðbrandsbiblía er fyrir löngu hætt að vera Guðs orð meðal íslendinga, því að í Guð- brandsbiblíu eru geymdar heim- ildirnar um mikilvægasta vopna- skak í sögu Gyðinga fyrir daga Krists, Makkabeatímabilið. Eg segi hér „fyrir daga Krists“, því að það er venja kristinna manna að kenna tímatal sitt við fæðingu höfðingja síns. Sá reikningur er að vísu ónákvæmur, enda gerður af vanefnum fyrir 1400 árum. Sam- kvæmt guðspjöllunum hefur Jesús frá Nasaret annaðhvort fæðst, þegar konungsstjarnan birtist á himninum árið 7 f.Kr., eins og Matteus segir, ellegar tólf árum síðar, árið 6 e.Kr., þegar Rómverj- ar létu gera fyrsta manntal í Gyð- ingalandi á dögum Kýreníusar Iandstjóra á Sýrlandi, eins og Lúkas segir. Þetta verkar eins og mótsögn, en skiptir miklu máli í sambandi við þróun hugmyndar- innar um Krist, hinn smurða höfðingja Gyðingaþjóðarinnar. Eins og lesa má í einum sálmi í sálmabók þjóðkirkjunnar (nr. 49) er Jesús Kristur samkvæmt krist- inni guðfræði í senn spámaður, prestur og konungur. Það var draumur allra ósvikinna Gyðinga á dögum guðspjallanna, að upp risi sá Kristur, sem sameinaði í einni persónu þessi þrjú embætti. Á dögum Jesú frá Nasaret var til fólk, sem hafði forskot fram yfir aðra í spretthlaupinu að slíkri stöðu. Það voru afkomendur Sím- onar Tassi Makkabea, bróður hins mikla herforingja Júdasar Makk- abeusar, sem allt fram á þessa öld hefur í kristninni verið talin fyrir- mynd hins sanna Krists i kristnu líkingamáli. Afkomendur Símonar Tassi í guðspjöllunum og Postula- sögunni heita Heródías og dóttir hennar, og Heródes Agrippa og börn hans. Það var þetta fólk, sem átti tvímælalausan forgangsrétt að titlinum Kristur. Þessi réttur helgaðist af tvennu. í fyrsta lagi lagaákvæði, sem gert hafði verið um erfðir afkomenda Símonar. 1 öðru Iagi hafði Jóhannes Hýrkan- us sonur hans orðið til þess fyrst- ur manna í sögu Gyðinga að bera þessa þrjá Krists-titla: spámaður, æðsti prestur og konungur. Þessir menn hikuðu ekki við að fara með vopnavaldi gegn sínum andstæð- ingum, því að það var vilji Guðs að þeir héldu völdum. Um það ber Gyðingasagan ljósan vott á þess- um árum. Hver sá maður, sem vildi láta líta á sig sem sannan Krist, varð fyrst að yfirbuga þetta fólk með vopnavaldi. Heródesi mikla tókst þetta að nokkru leyti, en hann eyðilagði sigur sinn með þvi að giftast inn í ættina, stúlku sem hét María (Mariamne). Stúlka þessi hafði svo sannarlega ætt- arstolt og vissi vel um stöðu sína meðal þjóðarinnar, enda lét hún Heródes bónda sinn óspart heyra það. Endaði málið með því, að Heródes lét taka Maríu þessa af lífi ásamt gæslumanni hennar sem Jósef hét, árið 29 f.Kr. Ekki urðu synir hennar og Heródesar neitt skárri, þegar þeir uxu úr grasi. Þeir vissu vel um forgangs- Þessir hringdu .. . „Dallas“ eöa „Berlin Alex- anderplatz“ Hvor er betri? Nokkrir óánægðir skrifa: Við erum sammála þeim sem skrifuðu til Velvakanda 15. júní síðastliðinn undir yfirskriftinni „Tvær frekar og reiðar". Berlin Alexanderplatz er alveg þraut- leiðinlegur og flestar bíómynd- irnar lélegar. í staðinn fyrir þáttinn á miðvikudögum mætti koma Dallas og einnig mætti sýna góða vestra, Áfram-myndir og fleiri góðar. Auk þess leggjum við til að „Ungu ljónin“ „Börn Philadelfíu“ og „Burt með ósóm- ann“ verði endursýndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.