Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 46

Morgunblaðið - 28.06.1984, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1984 ÍA vann KR ÍA sigraði KR 3:1 í A-riöli 1. deildar kvenna é KR-vellinum í fyrrakvöld. Bergþóra Sig- þórsdóttir skoraði fyrst fyrir KR, en Áea Pólsdóttir jafnaði fyrir ÍA skömmu fyrir hló. Laufey Siguröardóttir skoraöi svo tvívegis fyrir ÍA í seinni hálfleiknum. _ SH/SIG. Ungling; aramót lameist- aramót í golfi Unglíngameistaramót ís- lands 1984 fer fram um næstu helgi é Hvaleyrinni hjé Golf- klúbbnum Keili. Spilaöar verða 36 holur é laugardag og 36 holur é sunnudeginum. Skréning fer fram í öllum Golfklúbbum. Guðjón í bann Aganefnd KSÍ dæmdi Guö- jón Guðjónsson, bakvöröínn knéa úr ÍBK, í eins leiks keppnisbann é fundi sínum í fyrradag. Guöjón missir því af leik ÍBK og Víkings í Keflavík é sunnudag. _ gH. Úldungameist- aramot í golfi Oldungameistaramót fs- lands í golfi veröur haldiö 7. og 8. júlí nk. hjé Golfklúbbi Vestmannaeyja. Þaö ber aó taka sérstaklega fram að nú verður keppt í fyrsta sinn í sögu golfíþróttarinnar é ís- landi í öldungaflokki kvenna og eiga allar konur sem néö hafa 50 éra aldri é fyrri keppn- isdegi rétt til þétttöku. Sjó- vátryggingafélag íslands og tískuverslunin Guðrún hafa gefið tvo farandgripi til kvennaflokksins. Væntanlegir þétttakendur tilkynni þétttöku sína hiö allra fyrsta til heima- klúbbs eöa Golfklúbbs Vest- mannaeyja. (Fréttatilkynning fré GSf.) NK. laugardag og sunnuaag verður Opna GR-mótiö haldið í Grafarholti. Þetta er í 7. sinn sem mótið er haldió. Keppn- isfyrirkomulag er sem fyrr fjórboltaleikur, punktakeppni, Stableford, meö hémarksgef- inni forgjöf 18. Þétttökurétt hafa allir kylfingar 16 éra og eldri. Verölaun eru aö venju mörg og glæsileg. 23 efstu sætin í keppninni gefa verölaun. I 1. verölaun eru sólarlandaferöir á vegum Ferðaskrifstofunnar Úr- vals. j 2. verölaun eru 2 flug- feröir meö Flugleiöum til Lond- on, og í 3. verölaun eru demt- antshringir frá Gulli & silfri. Þeir sem veröa næstir í fyrsta teighöggi á stuttu braut- unum fá allir glæsileg verölaun. Á 2. braut er um aö ræöa utan- landsferö meö Samvinnuferö- um-Landsýn, sem og á 11. braut. Á 6. braut er Kinbag- golfpoki meö kerru og regnhlíf, og á 17. braut er flugfar í milli- landaflugi Arnarflugs í verö- laun. Á mótinu er því keppt um 50 verölaun. Þátttakendum í mótinu er boöið til kvöldfagnaöar nk. föstudag kl. 20.30, þar sem keppnisfyrirkomulag veröur kynnt. Þátttökugjald í mótinu er kr. 1.100 á mann og skrá tveir sig saman i símum 82815 og 84735. Skráningu lýkur nk. föstudag kl. 16.00. * * ' ’ ‘ r........ Æ Æ' T* * ‘ * *■ r f.................m rmm *■■•>■■■ S J’ t v 4 ,* - ~ > i * ékr ' wmmsmmKI Morgunblaðiö/Símamynd AP. • Fyrsta mark Frakka ar staöreynd í leiknum í gærkvöldi. Hroöaleg mistök Arconada markvarðar voru dýr. Hann varöi skot Michel Platini úr aukaspyrnu utan vítateigs — en é óskiljanlegan hétt missti hann knöttinn undir sig og hann rúllaöi inn fyrir línuna. Vonbrigöi Salvador Garcia (til hægri) leyna sér ekki en Frakkar, hins vegar, fagna innilega í baksýn. Ekkert óeölilegt viö þaö. Engir gúmmítékkar í B-liði Tékkóslóvakíu: Náðu jafntefli gegn íslenska landsliðinu ÍSLENDINGAR geröu í gær jafn- tefli vió B-liö Tékka í handbolta, 19:19, é æfingamótinu sem stend- ur yfir í Bardejov í Tékkóslóvakíu. íslendingar voru yfir í leikhléi, 12:10 og var Bogdan landsliós- þjélfari alls ekki óhress meö leik líðsins að sögn Guöjóns Guö- mundssonar, aðstoóarmanns Bogdans. B-liö Tékka er sterkt — í því eru t.d. sex leikmenn fré Evrópumeisturum Dukla Prag. Guöjón sagöi í samtali viö Morgunblaöiö í gær aö Bogdan hugsaöi fyrst og fremst um þessa ferö sem æfingaferö þannig aö úr- slitin skiptu i rauninni ekki miklu máli. Allir leikmenn fengju aö spreyta sig og sýna hvaö i sér býr. „En í leiknum í dag voru menn orö- nir mjög þreyttir er fór aö síga á seinni hlutann — þá datt einbeit- ingin niöur og dauöafæri klúöruö- ust. Þaö er einmitt atriöi sem viö þurfum aö laga. Menn veröa aö geta einbeitt sér þótt þeir séu orð- nir þreyttir. Viö vonum aö okkur hafi tekist aö laga þaö áöur en viö förum á ólympíuleikana/ sagöi Guöjón. íslenska liöið byrjaði ekki vel f leiknum í gær, var undir 6:4, en tók svo viö sér. Jafnaöi 6:6, og komst yfir 9:6. Staöan 12:10 í hálfleik sem fyrr segir og íslenska liöiö komst síöan í 15:10 fljótlega í síöari hálf- Norðmenn unnu NORÐMENN geróu sér lítió fyrir og sigruóu A-lió Tékka í gær í handboltakeppninni í Bardejov, 21:19. Góöur érangur Norömanna því Tékkar tapa ekki oft é heima- velli. Hafa verið í æfingabúöum nýlega og æfa stíft fyrir keppni austantjaldsþjóöa í Berlín sem hefst 16. júlí. Mót sem stofnaó var til aö skapa verkefni í stað ólympíuleikana. leik. „Þá skiptum viö liöinu svolítiö upp,“ sagöi Guðjón. Fariö var aö skipta meira inn á en áöur og riöl- aöist leikur liðsins viö þaö. Sér- staklega sóknarleikurinn. Guöjón sagöi ekki óeölilegt aö menn væru • Alfreö Gíslason skoraöi sjö mörk gegn b-líöi Tékka í gær. Var markahæstur islensku leikmann- anna. þreyttir þar eö æfingar væru mjög erfiöar. Æft er snemma á morgn- ana og síðan leikiö síödegis. „Þetta er eins og versta þræla- vinna,“ sagöi Guðjón, en þrátt fyrir þaö sagöi hann alla leggja sig fram af fremsta megni — „þeir taka allir þátt í því sem verið er aö gera af lífi og sál. Þaö er öruggt aö A-liö Tékka tekur á móti okkur af mikl- um krafti — þaö veröur úrslitaleik- ur þessa móts,“ sagöi Guöjón. ís- land mætir A-liði heimamanna í dag. Þorgils Óttar lék ekki mikiö meö í gær, Siguröur Sveinsson ekki heldur og Þorbergi Aöalsteinssyni var skipt talsvert útaf. Þaö var Al- freö Gíslason sem var markahæst- ur í gær — skoraði 7 mörk, og „var frískur. Hann dalaöi þó er á leikinn leiö," sagöi Guöjón. Kristján Ara- son geröi 5 mörk og Bjarni Guö- mundsson 3. Þeir tveir áttu hvaö jafnastan leik aö sögn Guöjóns. Siguröur Sveinsson geröi 2 mörk, Guömundur Guömundsson og Þorbjörn Jensson 1 hvor. Brynjar Kvaran og Kristján Sigmundsson skiptust á um aö standa í markinu í gær og stóöu sig báöir nokkuö vel. SH. Napoli að ganga frá kaupunum á Maradona LÍTIÐ viróist nú geta komiö í veg fyrir aö italska knattspyrnuliöiö Napoli kaupi knattspyrnusnilling- inn fré Argentínu, Diego Mara- dona. Félagió lét Barcelona hafa 4 milljónir dollara, 120 milljónir íslenskar, í gær, sem fyrirfram- greiöslu fyrir kappann. Barcelona fór fram á aö fá svona mikiö fyrirfram og nú á aö- eins eftir aö skrifa undir endanleg- an kaupsamning. Þessi greiösla er þó aöeins tæplega helmingur þess verös sem Napoli veröur aö punga út fyrir Maradona. Bann viö kaup- um á erlendum leikmönnum til ítal- íu tekur gildi 1. júlí og gildir þaö í þrjú ár þannig aö Napoli-liöiö er alveg á síöasta snúning meö þessi kaup. Félagiö mun þurfa aö greiöa Barcelona alls 9 millj. dollara fyrir Maradona. • Bryndís Hólm Bryndís keppir Bislet E BRYNDÍS Hólm frjélsfþrótta- kona úr ÍR keppir í kvöld ( langstökki é Bislet-leikvang- inum í Osló, en þar er haldió eitt mesta frjélsíþróttamót érsins. Segja norsku blööin, sem berast til Morgunblaös- ins, aö í mörgum greinum taki mótiö Ólympíuleikunum fram. Bryndísi var boöiö aö taka þátt í mótinu eftir aö hún sigr- aöi í langstökki á norrænu unglingamóti í Larvik um helg- ina, þar sem hún stökk 5,79 metra. Egill Eiösson UÍA varö þriöji í 400 metra hlaupi á mótinu í Larvik á 48,98 sekúndum. Hlaupiö vannst á 48,54 sek. Bæöi Egill og Bryndís keppa á íslandsmeistaramótinu i frjálsíþróttum, sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag, sunnudag og mánudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.