Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ1984 LAXVEIÐIN gengur upp og ofan þessa dagana, léleg sums staðar, góð annars staðar, er að glæðast, versna og allt þar á milli. Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR lúrði á nýjum og nýlegum fréttum úr nokkrum af ám félags- ins. 21-pundari úr Stóru-Laxá „Það veiddist 21 punds hæng- ur við Bergsnös á 2. svæði í Stóru-Laxá í Hreppum á mánu- daginn. Veiðimaðurinn heitir Terry Douglas og tók laxinn 18 gramma svartan Toby-spón. Laxinn greip agnið klukkan 11 um morguninn og náðist ekki fyrr en fimm korterum síðar og tveimur kílómetrum fyrir neðan veiðistaðinn," sagði Friðrik. Hann gat þess einnig, að milli 150 og 160 laxar væru komnir á land sem væri ákaflega góð veiði. 67 höfðu veiðst á svæði 1 og 2, milli 20 og 30 á svæði 3 og 68 laxar á svæði 4. Meðalþung- inn er mjög góður og mikill lax í ánni. Blanda, Svartá og Laxá Friðrik sagði að nú væru komnir um 120 laxar á land úr Blöndu og hefði verið jöfn veiði I henni, kannski minni að undan- förnu en verið gæti vegna slæmra skilyrða. Stærsti laxinn 24 punda, sem fyrr hefur verið greint frá. Meðalþunginn hár að hætti Blöndu. Þá eru yfir 200 laxar komnir upp fyrir laxastig- ann þannig að horfurnar i Svartá eru góðar. Veiðin hófst einmitt í Svartá á sunnudaginn og fyrsta daginn veiddust þrír vænir laxar, sá stærsti 14 pund. Eitthvað sáu menn af fiski þannig að ástæða er til bjartsýni. SVFR er einnig með á leigu að hluta til Laxá í Refasveit, en þar Friðriks hefur veiðin byrjað vel í þeirri fallegu á, í gær voru 25 laxar komnir á land, margir þeirra 10 til 14 punda. Á þessi var slök í fyrra þannig að byrj- unin nú hefur gert lukku. Nær Reykjavík Veiðin hófst í Leirvogsá á sunnudaginn og veiddust 3 laxar fyrsta daginn. Lítið sáu menn af laxi, en framkvæmdir fyrir neð- an Vesturlandsveg og einnig fyrir ofan Tröllafoss kunna að hafa fælt laxinn og gert bæði löxum og veiðimönnum erfitt fyrir. Friðrik hafði ekki nýjar tölur úr Elliðaánum, en af þeim er það þó að frétta, að veiði hefur glæðst mjög upp á síðkastið og líf að færast í laxagöngur á ný. Tugir laxa hafa „skráð sig“ í teljaranum síðustu sólarhringa. Friðrik frétti af tveimur veiði- félögum sem voru heilan dag í ánum fyrir skömmu, annar átti árdegið, hinn síðdegið og skiptu þeir með sér stönginni. Þeir veiddu 15 laxa. Þá eru það nýjustu tíðindi úr Soginu, en þar hófst veiðin 20. júní. f gær höfðu 14 veiðst fyrir landi Ásgarðs, 5 frá Syðri-Brú, 2 fra Bildsfelli, en ekki bein frá Alviðru. Þar hafði þó sést fiskur og einhver hafði sett í lax en misst hann. Vænn lax á þessum slóðum. Friðrik gat þess að vel yrði fylgst með selnum í Soginu að þessu sinni, en mikið var af sel í fljótinu í fyrra og spillti veiði. Sogið er venjulega heldur seint til og er því enginn farinn að örvænta þar eystra enn sem komið er. — gg. Anna Gissurardóttir á Volkswagen Golf árgerð 1984. Petta erannar „Golfinn" sem hún eignast, hún veit nefnilega að beir á smurstöð Heklu hf. nostra við bílinn, pegar hann er smurður, en það tryggir örugga endingu. Mikilvægur þáttur í viðhaldi „Golfsins" er TMO - tímamótaolían frá Shell. TMO: Tvímælalaust smurolían fyrir Golf '84 og aðra slíka. GOTT FÓLK Yfirburðir Shell TMO felast einkum í: • Auðveldari gangsetningu. TMO er þunnfljótandi 10W/30 smurolía. • Minna sliti. Skjótari smurning í gangsetningu í kulda. • Betri meðferð á rafgeymi og ræsi. Minna viðnám ívélinni minnkarálag á rafgeymi og ræsi. • Hreinni vél. í TMO eru engin fjölþykktarbætiefni sem falla út á stimpla og ventla. • Hámarks smureiginleikum. TMO heldur seigjueiginleikum sínum sérstaklega stöðugum. • Eldsneytissparnaði. MeðTMO næst allt að 3% sparnaður miðað við hefðbundn- ar smurolíur. Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.