Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 30
rar.A' 30 vT.iri »<Tir4Vi'nv MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 jPH ‘ ■ wi • Njáll Eiósson. Njáll í eins leiks bann Njáll Eiðsson, KA, var í gær dasmdur í eins leiks keppn- isbann vegna tfu refsistiga. Hann missir þvf at leiknum við Þór — „derby“-leiknum á Ak- ureyri á sunnudag. Hann var eini leikmaður 1. deildar sem fór (bann. Fjórir leikmenn úr 2. deild fóru í eins leiks bann; Atli Ein- arsson ÍBÍ og Gunnólfur Lár- usson iBV vegna brottvísunar og Benedikt Hreinsson UMFN og Daníel Einarsson vegna 10 refsistiga. Alls voru 13 leik- menn dæmdir í keppnisbann I gær af aganefnd. Fýluferð Akur- nesinga til Eyja Akurnesingar fóru heldur betur fýluferö til Vestmannaeyja ( gærkvöldi bar sem þeir áttu að leíka gegn IBV ( bikarkeppni KSÍ: Flugvél Skagamanna lenti ( Eyj- um fimmtán mínútum fyrir sjö — en er vélin sem bar dómarana ætlaði að lenda um fimmtán m(n- útum síöar var skollinn á nið- dimm þoka þannig að dómararnir komust ekki til leiksins. • Sigurður Lárusson og félagar fóru fýtuferð til Eyja. Bæöi liö voru tilbúin til leiks — komin í búningana, áöur en til- kynnt var aö dómararnir heföu ekki komist. Leikurinn var settur á aftur í dag, en ekki er vitaö hvort hann fer fram. Spáö er slæmu veöri. Forráöamenn liöanna leituöu eftir því hvort forráöamenn dóm- aramála gætu ábyrgst þaö aö dómararnir kæmu til Eyja með Herjólfi fyrir hádegi í dag, en þaö var ekki gert. ÍA-menn hóldu því aftur heim á leiö í gærkvöldi — vél þeirra gat hafiö sig til flugs þó ekki væri hægt aö lenda. íris og Árni á Ól?: Alþjóðanefnd- in samþykk Alþjóöaólympiunefndin hefur samþykkt að íris Grönfeldt spjót- kastarí og Ami Sigurðsson sund- maður taki þátt ( Ólympfu- leikunum i Los Angeles. fslenska ótympiunefndin mun ákveða á fundi sínum á morgun hvort þau verða send — en Framkvæmda- nefnd ólympiunefndarinnar (s- lensku hefur þegar samþykkt að þau verði send. Sanngjarn Völsungssig- ur á Víkingi í Ólafsvík Völsungur frá Húsavík tryggöi sór sæti í átta liða úrslitum bik- arkeppni KSÍ í gærkvöldi er liöið sigraði Víking ( Ólafsvík með tveimur mörkum gegn einu. Vtkingsmenn léku undan strekk- ingi í fyrri hálfleik en fóllu þá í þá gryfju aö reyna um of langsend- ingar sem varnarmenn og mark- vöröur Völsungs hlrtu fyrirhafnar- Irtið. Völsungar náöu góöum sóknum á milli og skoruöu þá tvö glæsileg mörk. Jónas Hallgrimsson geröi þaö fyrra á 10. mín. meö föstu langskoti og Sigmundur Hreiö- arsson þaö síöara meö glæsi- legum skalla eftir hornspyrnu á 42. mín. Staöan þvt 0:2 i hálfleik. Heimamenn tóku sig mjög á í siöari hálfleiknum og náöu þá und- irtökunum. Pétur Már Finnsson skoraöi gott mark þegar tíu mínút- ur voru til leiksloka en þung sókn • Krietján Olgeirtson, þjátfari og leikmaður Völsungs. Sverrir vann Coca Cola-mótið á Akureyri SVERRIR Þorvaldsson aigraði ( Coca Cola-golfmótinu á Akureyri um helgína. Fór á 159 höggum, en Jón Þór Gunnarsson og Sigurður H. Ringsted voru jafnir ( 2.—3. sæti á 162 höggum. Jón Þór náði öðru sætinu er hann vann Sigurð í bráöabana. Sverrir og Jónína Pálsdóttir uröu efst og jöfn í keppni með for- gjöf — og sigraöi Jónína í auka- keppni um fyrsta sætiö. Jóhann P. Andersen varö þriöji. Verksmiöjan Vífilfell gaf öll verö- laun en fjöldi aukaverölauna var veittur. Jónas Róbertsson, knattspyrnumaöurinn kunni úr Þór, fékk aukaverðlaun fyrir fæst pútt fyrri daginn, 27, en seinni dag hlutu Smári Garöarsson, Jónína Pálsdóttir, Þóröur Svanbergsson og Siguröur Stefánsson þau verö- laun. Voru öll meö 30 pútt. Jón Sæmundsson fékk verölaun fyrir lengsta upphafshögg á 9. holu og Baldur Sveinbjörnsson á 17. holu. Næstir holu fyrri dag voru Jó- hann Andersen (4. braut), Sverrir Þorvaldsson (11. braut) og Sigur- laug Geirsdóttir (18. braut). Seinni dag var Jón Sæmundsson svo næstur holu i upphafshöggi á 18. braut, Bjarni Stefánsson, GOS, á 14. braut og Jón Þór Gunnarsson á 6. braut. Allt hlaut þetta heiöurs- fólk aukaverölaun. Þá fékk Jónína Pálsdóttir verölaun fyrir bestan árangur konu meö forgjöf og best- um árangri karla meö forgjöf náöi Jóhann P. Andersen. Víkings til loka nægöi ekki til jöfn- unar. Sigur Völsunga veröur aö teljast veröskuldaöur enda þótt þeir hafi mátt vera lokaflautinu fegnir. SH/HK Johan Cruyff sýndi gamla takta (gærkvöldi f MUnchen. Cruyff skoraöi — er Holland sigraði Vestur-Þýskaland HOLLENDINGAR sigruðu Vaat- ur-Þjóðverja f landsleik ( knatt- spymu ( gærkvöldi ( MUnchen ( Vestur-Þýskalandi. Það voru sömu leikmenn og léku á sama stað til úrslita um heimsmeist- aratitilinn fyrir tfu árum sem léku f gærkvöldi — og hefndu Hol- lendingar 12 tapsins fyrir tfu ár- um. Það var enginn annar en Jo- han Cruyff sem skoraði eina mark leiksins. .Viö munum sýna fram á í kvöld hverjir voru hinir raunverulegu heimsmeistarar fyrir tíu árum,“ sagöi Cruyff í samtali viö frétta- mann AP fyrir leikinn i gærkvöldi, og í fyrri hálfleiknum voru Hollend- ingarnir mun betri. Cruyff skoraöi markiö meö góöu skoti rétt innan teigs á 38. mín. og fram aö hálfleik haföi Sepp Maier í þýska markinu nóg aö gera. Eftir hlé snerist dæmiö viö. Þjóöverjar sóttu nær látlaust en Piet Schrijvers, sem lék hér á landi í fyrrasumar meö stjörnuliöi Vík- ings gegn Stuttgart, kom í veg fyrir mark meö góöri markvörslu. Aöeins vantaöi einn mann í leik- inn sem var meö í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Johan Neskeens komst ekki frá Bandaríkjunum vegna slæms veöurs. Liöin í gær voru þannig skipuö: Þýskaland: Maier, Beckenbauer, Vogts, Schwarzenbeck, Breltner, Höhness, Bonhof (Kremers á 63. mín.), Overath, Grabowskl (Herzpg á 75. mín.), MGIIer (Netzer á 46. mín.), Hölzenbein. Holland: Jongbloed (Schrljvers ó 46. mín.), Haan, Suurbier, Rijs- bergen, Krol, Jansen, De Jong, Van Hanegen (Rene van der Kerk- hof á 46. mín.), Rep (Wildbret á 75. mín.), Cruyff, Rensenbrink (Geels á 75. nín.). Golfkeppni heilbrigöisstétta HIN árlega golfkeppni heil- brigðÍMtétta á vegum Austur- bakka hf. fer fram fimmtudag- inn 5. júlí kl. 17.00 stundv(s- lega, að Hvaleyri, Hafnarfiröi. Keppt veröur með og án forgjafar og veitt verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, auk auka- verölauna. Farið verður eftir reglum gestaklúbbsins eins og um innanfélagsmót væri að ræöa. Breytingar Docherty hjá Wolves hafnar Fri Bob Hanmnir, fréttamannf MorgunblaAalna t Englandi. Tommy Docherty er þegar far- inn að gera breytingar hjá Wolv- es. Hann lét Mel Eves og Kenny Hibbitt báöa fá frjálsa sðlu — þeir geta þá fariö hvert sem þeir vilja án þoss að Úlfarnir fái nokkuö fyrirþá. Þá setti Docherty Alan Dodd á sölulistann. Úlfarnir keyptu Dodd, sem er varnarmaöur, frá Stoke í fyrra. Hann neitaöi nýjum samningi sem Wolves bauö honum og þaö Ifkaöi Docherty ekki. Sagöi frá opinberlega aö Dodd heföi neitaö 650 punda vikulaunum. „Ef hann getur fundiö sér vinnu utan knattspyrnunnar sem er svo vel launuö vona ég aö hann finni slíkt starf einnig handa mér,“ sagöi Docherty er hann tilkynnti þetta. • QPR mun leika Evrópuleiki sína næsta keppnistímabil á Highbury, leikvangi Arsenal. Ekki má leika í Evrópukeppni á gervi- grasi — eins og er á Loftus Road. • Tottenham Hotspur var sekt- aö á dögunum um 7.500 pund af enska knattspyrnusambandinu fyrir aö mæta ekki með sitt sterkasta liö í deildarleikinn gegn Southampton í vor. Hann fór fram aöeins 48 klst. áöur en fyrri leikur • Tommy Docherty liösins viö Anderlecht í úrslltum UEFA-keppninnar fór fram, og Burkinshaw framkvæmdastjóri liösins hvíldi nokkra af bestu mönnum sínum. • Sunderland hefur keypt framherjann Gary Bannister frá Sheffield Wednesday á 300.000 pund. • Steve McMahon er á sölulist- anum hjá Aston Vllla. Villa keyptí hann í fyrra frá Everton á 300.000 pund. Hann valdi Villa þá frekar en Liverpool. Búlst er vlö því aö Liv- erpool muni kaupa kappann núna. • Coventry hefur keypt mark- vöröinn Steve Ogrizovic frá Shrewsbury. Ogrizovic var um tíma hjá Liverpool fyrir nokkrum árum. Þrír bikar- leikir í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá ( bik- arkeppni KSÍ — 16 liða úrslitum. KR og ÍBK leika á Laugardalsvelli, ÍBÍ og Fram á fsafiröi og Víðir og Breiöablik í Garöinum. Allir hefj- ast leikirnir kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.