Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 31 Þór sigraði Austra eftir framlengingu Fré Skúla Svainsayni, Maúamannl Morgunblaúaina. I upphafi leikslns sóttu Austfirð- ingarnir meira og virtist sem Þórs- arar ættu erfitt meö aö fóta sig á mölinni. Strax á 11. mín. þurfti Þorsteinn Ólafsson að sýna hvaö í honum býr eftir gott skot Sófusar Hákonarsonar. Skömmu síðar átti Nói Björnsson ágætis skalla en beint i fangiö á Benedikt mark- veröi Austra. Benedikt sparkaöi rakleiöis út eftir aö hafa variö frá Nóa, boltinn barst til Sigurjóns Kristjánssonar sem lék á einn varnarmann og skoraöi meö góöu skoti frá vítateig. Þaö sem eftir liföi hálfleiksins voru Þórsarar meira meö boltann en sköpuöu sér ekki teljandi færi. Þór skoraöi strax á 46. mín., fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Jón- as Róbertsson átti háa sendingu á markteigshornið fjær þar sem Kristján Kristjánsson stökk manna hæst og skallaöi fallega efst í blá- horniö. Óverjandi fyrir Benedikt þrátt fyrir góöa tilburöi. Eftir mark- iö sóttu Þórsarar stíft en sóknir þeirra voru annaöhvort stöövaöar af varnarmönnum eöa markveröi Austra. Þórsarar fengu nokkur mjög góö færi — þaö besta fókk Halldór Áskelsson á 81. mín. Hann komst þá einn inn fyrir vörn Austramanna en Benedikt kom út á móti og bjargaöi vel. Þór náöi ekki aö bæta viö marki þrátt fyrir nokkur góö færi og því þurfti aö framlengja. Strax á þriöju mín. framleng- ingarinnar átti Einar Arason þrumuskot af vítateigslínu sem söng efst í utanveröri stöng Austramarksins og þaöan útaf. Á 107. mín. skallaöi Jónas Ró- bertsson naumlega framhjá Austramarkinu eftir fyrirgjöf Bjarna Sveinbjörnssonar en tveim- ur mín. síöar varö Benedikt mark- vöröur Austanmanna aö yfirgefa völlinn vegna meiösla. Sigurjón Kristjánsson fyrirliöi liösins tók stööu hans. Þremur mín. síöar haföi hann fengiö á sig mark — Einar Arason skoraöi þá með óverjandi hörku- skoti frá vitateig. Glæsilegt mark. Fjórum mín. síöar skoraöi Þór þriöja mark sitt. Jónas Róberts- son, sem átti mjög góöan leik í gær, hóf sókn — sendi á Halldór, hann áfram á Óla Þór og Óli síöan á Nóa sem kominn var í dauöafæri og skoraöi örugglega framhjá Sig- urjóni. Á 117. mín. minnkaöi Austri muninn, Bjarki Unnarsson skoraöi þá eftir góöan undirbúning Brynj- ars. Sigur Þórs var sanngjarn í leikn- um. Jónas Róbertsson var besti maöur liösins en hjá Austra voru þeir Benedikt markvöröur og Bjarki Unnarsson bestir. * 5 i | t * ' « . . -'v>; m • Júlíus Júlfusson, lengst til vinstri, skorar hér annaö mark Þróttar eftir mjög slæm varnarmistök Víkinga. Magnús Jónsson nær ekki aö komast fyrir knöttinn og ögmundur é enga möguleika á aö verja þetta þrumuskot. Glæsimark Péturs — kórónaði bikarsigur Þróttar á Víkingum Þróttarar unnu verðskuldaöan sigur á Víkingum 3—1 á Laugar- dalsvelli í bikarkeppninni í gær- kvöldi. Á sjöundu mínútu fyrri hálfleiks sendi Kristján Jónsson laglega fyrir mark Víkinga þar sem Þorsteinn Sigurösson af- greiddi knöttinn snyrtilega í netiö meö skalla. Á fjórtándu mínútu jöfnuóu Víkingar, en flestum til mikillar furóu var markió dæmt af vegna rangstööu. Heimir Karlsson tók aukaspyrnu sem Guömundur Erlingsson varöi, Bretar troða upp í hálfleik „ÞETTA var erfiöur leikur og Austra-strákarnir komu á óvart, spiluðu mjög vel. Ég átti von á miklu meirí bardagaleik, en þeir létu boltann ganga vel á milli sín og spiluöu „knattspyrnu“,“ sagói Þorsteinn Ólafsson, þjálfari 1. deildarliös Þórs frá Akureyri, eftir aö hans menn höföu slegið Austra úr bikarkeppni KSI ( gærkvöldi á Eskifiröi í framlengd- um leik, 3:2. Staöan eftir venju- legan leiktíma var 1:1. Veðriö á Eskifiröi var eins og best veröur á kosiö meöan leikur- inn fór fram. Sól og blíöa. Malar- völlurinn á staönum var einnig í mjög góöu ásigkomulagi. Löng ferð Þórsara Þórsarar fóru meö langferóa- bifreiö í leikinn gegn Austra ( gærkvöldi. Þeir lögóu af staó frá Akureyri kl. 8 í gærmorgun og áætlaöur komutími til Akureyrar var kl. 5 í morgun. Feröalagiö átti því aö taka um 21 klukkustund. Ekki var hægt aó koma þvi viö aö fljúga frá Akureyri og austur þannig aö grípa varö til þessa ráös. • Jón Páll Sigmarsson. Evrópumet- ið í hættu? — iandskeppni við Skota í kraftlyftingum ÍSLENDINGAR og Skotar heyja landskeppni í kraftlyft- ingum i Glasgow um helgina og veröur það ( fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt ( landskeppni — fyrir utan Noróurlandamótiö. Níu keppendur fara héöan á mótiö: Kári Elíson, Freyr Aöal- steinsson, Baldur Borgþórs- son, Höröur Magnússon, Vík- ingur Traustason, Óskar Sigur- pálsson, Jón Páll Sigmarsson, Hjalti Árnason og Torfi Ólafs- son. Skv. heimildum Morgun- blaösins er Jón Páll i mjög góðu formi þessa dagana og gæti Evrópumetiö í réttstööu- lyftu veriö í hættu. Englendingarnir Phil Thomp- eon frá Liverpool og Brian Talbot frá Arsenal veröa ( sviósljósinu ( kvöld í leikhléi leiks KR og ÍBK. Þá leika tvö fimm manna liö á Laugardalsvellinum og veröa þeir Thompson og Talbot i ööru þeirra ásamt tveimur öörum Bretum sem hér eru meö þeim við kennslu i Knattspyrnuskólanum á KR-svæö- inu. i hinu liöinu veröur meöal ann- arra Ellert B. Schram, formaöur KSÍ. Meö honum leika nokkrir ung- ir og efnilegir KR-ingar. en hélt ekki boltanum sem barst fyrir fætur Ragnars Gíslasonar sem skoraöi. En Víkingum tókst aö jafna metin á 54. mínútu er Guö- mundur kýldi boltann út í teiginn þar sem Andri Marteinsson var fyrir og sendi jaröarbolta í markiö. Annaö mark Þróttara kom svo á 67. minútu er Júlíus Júlíusson sendi boltann meö góöu skoti ofarlega í vinstra hornið eftir klaufaleg varnarmistök Víkinga. Pétur Arnþórsson innsiglaöi síöan sigur Þróttara meö gullfallegu marki af 25 m færi beint í vinkilinn. Óverjandi skot. „Eg er ánægöur meö leik minna manna sem allir böröust vel. Völl- urinn var erfiöur og spýttist boltinn mikiö og hálfvorkenni ég Víkingun- um sem spiluöu annan leik sinn meö aöeins 48 stunda millibili," sagöi Ásgeir Elíasson þjálfari og leikmaöur Þróttar etir leikinn. Leik- urinn var skemmtilegur á aö horfa og tækifæri mörg. Þróttarar spil- uöu af meira öryggi og gekk bolt- inn vel á milli manna, og sköpuö- ust oft hættuleg færi af þeim sök- um. Ársæll, Þorvaldur, Pétur og Ásgeir áttu góöan dag sem og Þróttarar allir og sveif Pétur Arn- þórsson um í sæluvímu eftir aö hafa skoraö sitt glæsilegasta mark á sínum knattspyrnuferli. Víkingar náöu aldrei virkilega saman en efldust þó eftir aö hafa gert jöfnunarmarkið. Sendingar voru ónákvæmar og virtust þeir þreyttir eftir síöasta leik sunnu- dagsins. Bestu menn voru fyrirlið- inn Ögmundur Kristinsson og Heimir Karlsson. Þróttarar áttu mun meira í leiknum eins og fyrr segir, og björguöu Víkingar til dæmis á línu tvívegis á 26. mínútu. Markveröir beggja liöa höföu nóg aö gera og stóöu vel fyrir sínu. Á 29. mínútu lenti fyrirliði Þróttar í samstuöi og var borinn af leikvelli og inn kom Ottó Hreinsson. f stuttu máli: Laugardalsvöllur, bikarkeppni KSl. Þróttur — Vík- ingur 3—1. Mörk Þróttar: Þorsteinn Sig- urðsson á 7. mínútu, Júlíus Júlí- usson á 67. mínútu og Pétur Arn- þórsson á 93. mínútu. Mark Vikings: Andri Marteins- son á 54. mínútu. Dómari var Þóroddur Hjaltalín og linuveröir Kjartan Ólafsson og Róbert Jónsson og komust vel frá sínu. sms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.