Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
„Hvað er mannskepnan
annað en vani?“
Rœtt við Guðjón Sigurðsson bakarameistara á Sauðárkróki
Svo lengi sem elstu menn
muna hefur aðeins eitt
bakarí verið á Sauðár-
króki frá því bærinn
byggðist. Þetta bakarí stendur nú
við Aðalgötu númer fimm. Húsið
er frekar lítið en í stórri íbúð á
efri hæðinni býr Guðjón Sigurðs-
son bakarameistari, sem var
kóngur í ríki sínu í um 51 ár, en
hann lét af störfum um síðustu
áramót. Þetta er langur tími en
Guðjón gefur lítið út á það. Hann
hefur bakað brauð alla sína tíð og
gefur lítið út á það líka. Segir
þetta allt hafa verið tíðindalaust.
Og hann hefur fengist við meira
en bakaraiðnina, því hann hefur
lengi verið frammámaður í leik-
listarlífi á Króknum og svo hefur
hann líka fengist við pólitík á
lífsleiðinni eöa um 28 ára skeið.
Guðjón er ekki Sauðkræklingur
heldur Skagfirðingur, segir hann
með áherslu en hann hefur búið á
Króknum frá árinu 1927 „mínus
tvö ár“.
Frá Mannskaðahóli
„Ég er nú eiginlega allra sveita
kvikindi," sagði hann aðspurður
um hvaðan hann væri úr Skaga-
firði. „Ég fæddist á Mannskaða-
hóli í Hofshreppi."
„Hvernig stendur á þessu heiti,
Mannskaðahóll?"
„Ég er nú ekki alveg viss um
það en ég held að þarna hafi verið
drepnir útlenskir ræningjar í eina
tíð. Þeir voru þá búnir að vinna
spjöll á heimilinu og misþyrma
konu bóndans. Bóndinn gerði sér
hægt um hönd, eftir því sem sag-
an segir, reið á bæi og fékk bænd-
ur og búalið á hestum til liðs við
sig og leitaði hefnda. Ræningjarn-
ir og óbótamennirnir uggðu ekki
að sér. Þeir lágu þarna í laut
skammt frá bænum og bændurnir
riðu yfir þá og drápu. Einhverjir
munu hafa komist undan og leitað
hælis í Hóladómkirkju."
„Varst þú lengi á Mannskaða-
hóli?“
„Nei, það var ekki lengi. Ég var
tekinn í fóstur á næsta bæ, sem
nú er ekki til lengur. Svo fór ég
fram í Lýtingsstaðahrepp og vann
sveitastörf til 16 ára aldurs.
Næstu tvö sumur var ég á Siglu-
firði til sjós og uppúr því byrjaði
ég að læra hér á Sauðárkróki hjá
forvera mínum, Snæbirni Sigur-
geirssyni bakara. Ég hafði verið
hjá honum vorið áður.“
„Hvernig leiddist þú út í bak-
araiðnina?"
„Mér þótti vínarbrauðið og púð-
ursykurinn svo mikið sælgæti,"
sagði Guðjón og hló. „Svo var ekki
auðhlaupið að fá vinnu í þá daga.
Ég var hjá Snæbirni að læra í
þrjú ár og fór eftir það til Kaup-
mannahafnar og var þar í tvö ár
og tók þar próf. Snæbjörn hvatti
mig til að fara út til Danmerkur.
Hann hafði sjálfur verið í Kaup-
mannahöfn og var mjög mikil-
hæfur fagmaður. Hann dó nokkru
eftir að ég kom að utan.
Það var lítið um vélakost á
þessum árum. Allt var gert í
höndunum. Bakaríið var þá hérna
rétt við rafstöðina í Gamla bak-
aríinu eins og húsið hefur verið
kallað en 1940 flutti ég það hingað
á Aðalgötu fimm. Þá kom raf-
magnsofninn til sögunnar og
hann er ennþá við lýði hérna
niðri.“
Af dönskum
brandara
„Ég heyrði eina sögu ..."
„Það hefur ekki verið ..."
„ ... um þig.“
„ ... stóra lygasagan um rottu-
skítinn?"
„Jú.“
„Það var nú meiri vitleysan.
Þetta er 100 ára gamall danskur
brandari, sem lærlingarnir hjá
Anker Jörgensen bakarameistara
sem ég lærði hjá í Kaupmanna-
höfn sögðu mér. Hann er um bak-
ara, sem var ákærður fyrir að
hafa selt brauð með rottuskít. Svo
var hann kallaður fyrir dómara,
sem tilkynnti honum að það væri
rottuskítur í brauðunum hans.
Dómarinn rétti fram lófann til að
sýna bakaranum sönnunargagnið
en bakarinn var snöggur upp á
lagið og sagði:
„Dommer, er De rfgtig klog?
Kan De ikke se at det er kun en
brændt rusine," um leið og hann
krækti í sönnunargagnið úr lófa
dómarans og stakk uppí sig.
Þegar ég kom heim til íslands
sagði ég Friðriki Sigurbjörnssyni
þennan brandara en hann vann á
Morgunblaðinu, og hann snéri
honum uppá mig og tilgreindi
meira að segja dómarann, sem
átti að vera Sigurður Sigurðsson
sýslumaður. Sigurður hringdi í
mig þegar hann heyrði þetta og
var vondur eins og vonlegt var. Og
sagan flaug svo hratt um bæinn
að innan skamms héldu allir bæj-
arbúar að þetta væri heilagur
sannleikur. Ég var öskuvondur út
af þessu, mér þótti þetta ekki gott
eins og þú skilur en ég erfði þetta
aldrei við Friðrik vin minn. Það
góða við þetta allt saman var að
þessi danski brandari er engin
íygi heldur sönn saga.“
Leiklistin
„Þú hefur mikið unnið að leik-
listinni hér á Króknum í gegnum
tíðina. Hvenær fékkstu áhuga á
henni?"
„Það mun hafa verið ... vertu
nú rólegur, veturinn 1925 eða sex.
Þá átti ég heima hér nokkuð frá,
úti á Reykjaströnd og kom hingað
á Krókinn til að horfa á uppsetn-
ingu á „Skugga-Sveini". Það var
dæmalaus upplifun. Alveg stór-
kostlegt allt saman. Svo fór ég
upp á svið. Húsbóndi minn, Snæ-
björn, narraði mig til að leika
smáhlutverk í leikriti árið 1927,
árið sem ég kom hingað. Ég lék
svértingja í stykki sem hét
„Gæfumunurinn". Það var sett
upp á vegum stúkunnar. Þeir voru
þá mikið með leiklistarstarfsemi í
Templarahúsinu. Síðan þegar
Bifröst var opnuð árið 1925 fór
fram leiklistarstarfsemi í báðum
þessum húsum.
Svo byrjaði ég að leika aftur
eftir að ég kom frá Kaupmanna-
höfn. Það var í Bifröst árið 1932 í
„Lénharði fógeta“. Það var örlítið
hlutverk. Og svo hefur þetta geng-
ið svona í gegnum árin. Tímarnir
eru sko aldeilis breyttir. Á þess-
um árum var mikið um að haldið
væri upp á félagsafmæli og það
þótti engin skemmtun ef ekki var
boðið upp á einþáttunga. En nú
hefur fólkið við svo margt að
vera.“
„Það hefur þá alla tíð verið
blómlegt leiklistarstarf á Krókn-
um?“
„Já, það hefur verið blómlegt.
Leikfélagið var stofnað árið 1941
og þá voru nú mörg stórstykki
tekin. Það var alltaf eitthvert
stórstykki tekið einu sinni á ári, á
Sæluviku, og svo var annað á milli
jóla og nýárs og var kallað jóla-
leikrit. Félagssamtök settu líka
upp leikrit í fjáröflunarskyni. Og
það hefur yfirleitt verið mikið um
íslensk leikrit og þau voru afar vel
sótt. Ég man sérstaklega eftir
einu leikriti, sem var sérstaklega
vel sótt og gekk ægilega vel en það
var „Á útleið" eftir danska prest-
inn Kaj Munk. Og ef ég áð að telja
upp fleiri leikrit, sem eru ofarlega
í huga, þá má nefna „Gullna hlið-
ið“, „Fjalla-Eyvindur", „Nýárs-
nótt“, „Maður og kona“ og „Piltur
og stúlka", „íslandsklukkan" og
„Kjarnorka og kvenhylli", eftir
Agnar Þórðarson, sem var mjög
vel lukkað.
Ég held það sitji nú í fólki að
vilja helst íslensk stykki. Það
voru sýnd hér mörg ágætisstykki
fyrir nokkrum árum en ég held að
leikfélagið sé i lægð núna, ekki
fyrir það að fólk hafi ekki skilað
hlutverkum sínum vel, þetta hef-
ur allt verið mjög vel gert, en leik-
ritin hafa ekki fallið að smekk
fólksins hin síðari ár. Sjálfur fer
ég á hvert einasta stykki, sem
sýnt er hérna, ef ég er heima. Mér
finnst að það hafi komið upp mik-
ið af ungu hæfileikafólki, sem
hefur gert sína hluti vel.
Það var voðalega gaman að
vinna þarna í þessu. Eyþór Stef-
ánsson var leiðandi maður í ára-
tugi í þessu öllu saman og I vel-
flestum tilvikum var hann leik-
stjóri þótt aðrir kæmu þar einnig
við sögu.“
Pólltíkin
„En svo er það pólitíkin. Hvern-
ig gerðist það að þú fórst að taka
þátt I henni?"
„Ég get nú ekki lýst því eigin-
lega. Ég var nú bara þessu mark-
inu brenndur að ég hneigðist að
ákveðnum flokki, sem er Sjálf-
stæðisflokkurinn. Ég fór útí þetta,
er óhætt að segja, fyrir áeggjan
Eysteins heitins Bjarnasonar,
sonar Bjarna frá Vogi. Hann plat-
aði mig í framboð til bæjarstjórn-
ar 1947 þegar Sauðárkrókur fékk
kaupstaðarréttindi og fyrst var
gengið til slíkra kosninga."
„Og hver voru helstu málin á
oddinum í þá daga?“
„Það voru þessi venjulegu bæj-
armál. Það var margt ógert sem
þurfti að gera, margt framundan.
Allt hefur þetta þróast í áttina
sem betur fer. Svona hægt og bít-
andi.“
„En af hverju kaustu Sjálfstæð-
isflokkinn fram yfir aðra?“
„Ég var mjög andvígur komm-
únisma. Hann braut i bága við
mínar skoðanir. Maður vissi ým-
islegt um hann. Þeir hópuðust
hingað þessir áróðursmeistarar
kommanna og það átti að hertaka
Krókinn alveg. Það var auðheyrt
strax að það var tvíræður sann-
leikur sem þeir fóru með.“
„Og hverjar voru varnirnar?"
„Varnirnar voru þær að menn
mættu á fundum hjá þeim og rif-
ust við þá. Þetta voru gamma-
menn allir og þeir voru allir vel
máli farnir. Annars var pólitíkin
yfirleitt róleg. Það voru skiptar
skoðanir og það var deilt svona
heiðarlega. Við misstum óskap-
lega mikið sjálfstæðismenn þegar
Eysteinn Bjarnason dó árið 1951.“
Fótaferðartíminn
„En svo við snúum okkur aftur
að bakaraiðninni, ævistarfi þínu.
Er til eitthvað sem kalla má
heimspeki bakarans?"
„Ekki heid ég það, nema þeir
láta fólk vita að þeir búi til góðan
mat. Ef bakari ætti að fara eftir
einhverjum boðorðum þá væri
fyrsta boðorð hreinlæti, annað
boðorð hreinlæti og þriðja boðorð
hreinlæti. Það er absalútt höfuð-
dyggð hvers bakara. Faginu hefur
farið gífurlega fram um allt land,
sérstaklega hvað vélakost áhrærir
og fjölbreytni I framleiðslu. Það
hefur hreinlega orðið bylting í
brauðgerðinni síðan farið var að
nota meira af korntegundum, það
er að segja ómöluðu korni."
Mestan hluta ævi sinnar hefur
Guðjón farið á fætur klukkan
fjögur á morgnana þegar aðrir
eru enn í fastásvefni. Þannig er
starf bakarans.
„Það er gott að einhverjir
íslendingar fari snemma á fætur.
íslendingar eru mjög morgun-
svæfir. Maður sér það bara í
Reykjavík. Þar eru engir bílar á
ferðinni snemma á morgnana. ís-
lendingar eru latir á morgnana,
held ég, í samanburði við ýmsar
aðrar þjóðir. Svo vakir fólk fram-
eftir allri nóttu. Það er nú meiri
andskotans vitfirringin. Svo kem-
ur það grútsyfjað til vinnu. Þetta
er geysilegur hluti fólks, sem
byrjar ekki að vinna fyrr en
klukkan átta og níu á morgnana.
Tímann á milli sex og sjö á
morgnana myndi ég telja eðli-
legan fótaferðartíma."
Af gömlum vana
„Og vaknar þú enn klukkan
fjögur þótt þú sért hættur í bak-
aríinu?“
„Já, ég vakna enn klukkan fjög-
ur. Þetta er orðið vani. Hvað er
mannskepnan annað en vani?"
„Hvernig er sú tilfinning að
vera hættur að vinna eftir öll
þessi ár?“
„Ég get ekki lýst því. Get það
ekki. Því er ekki hægt að neita að
það er mikil breyting á lífi
manns.“
— ai.