Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 6

Morgunblaðið - 08.07.1984, Síða 6
2? a 5* MOÍíGUNBLÁblb: MMtíöióTO B ARNSEIGNIR Hversvegna V- Þjóðverjar eru að týna tölunni Fyrir nokkru var haldinn blaðamannafundur i Köln í Vestur-Þýzkalandi þar sem skýrt var frá því, að þýzka þjóðin ætti á hættu að deyja út. Einn blaða- mannanna, sem sat fund þennan, lét það verða sitt fyrsta verk, þeg- ar hann kom á vinnustað að hon- um loknum, að ávarpa einkaritara sinn með þeim orðum að hún ætti umsvifalaust að krækja sér í eig- inmann og eignast bðrn. En stúlk- an varð síður en svo hrifin af til- lögunni. „Hún náfölnaði," segir blaðamaðurinn, „og rauk svo í að raða skjölum." Slík viðbrögð koma sérfræðing- um í innanríkisráðuneyti Vestur- Þýzkalands varla á óvart, því að þeir telja þjóðfélag sitt fjandsam- legt börnum. Þeir segja að á næstu 50 árum muni Þjóðverjum, sem nú eru tæplega 60 milljónir talsins, fækka niður í liðlega 38 milljónir, verði ekkert gert til að sporna gegn þróuninni. En þeim er hins vegar ekki ljóst, hvað til bragðs skuli taka. Þessar- ar óheillaþróunar varð fyrst vart fyrir um það bil áratug, og þjóð- félagsfræðingar eru á einu máli um að orsakanna sé að leita í hinu svonefnda efnahagsundri Þjóð- verja seint á sjötta áratugnum og snemma á þeim sjöunda. Þetta er líka allt og sumt sem þeir geta komið sér saman um. Karl-Martin Bolte, prófessor við háskólann í Munchen, er viður- kenndur sérfræðingur í þessum efnum og segir hann að menn hafi greint um það bil 30 orsakaþætti en enginn geti sagt með nokkurri vissu hverjir séu öðrum áhrifarík- ari. Hann skiptir þessum þáttum í þrjá flokka. I fyrsta lagi telur fólk sig enga þörf hafa fyrir að eignast börn, í öðru lagi verður stöðugt dýrara að eiga börn og koma þeim til manns og loks hafa getnaðar- varnir orðið sífellt útbreiddari og öruggari. Prófessor Bolte segir að allt önnur viðhorf ríki en í löndum þriðja heimsins. Fólk telji sig ekki þurfa að eiga stóra fjölskyldu til þess að tryggt sé, að það njóti um- önnunar í ellinni. Velferðarríkið sjái um það. Þá hefur smáfyrir- tækjum og litlum verzlunum fækkað, og því er það viðhorf ekki lengur ríkjandi, að börnin eigi að taka við atvinnurekstri af foreldr- um. Þegar barnadauði var algeng- ur, þótti fólki vissara að eignast nokkur börn, því að við því var ekki að búast að þau næðu öll full- orðinsaldri. Þetta viðhorf heyrir líka sögunni til, því að heilsugæzla hefur nálega unnið bug á ung- barnadauða. En prófessorinn viðurkennir að allir þessir þættir komi við sögu hjá iðnríkjum Vesturlanda, þótt hvergi sé eins lítið um fæðingar og í Vestur-Þýzkalandi. Þar fækkar fólki stöðugt og þar þyrftu að fæð- ast þriðjungi fleiri börn en nú til þess eins að fólksfjöldinn stæði í stað. Sjálfselska þykir nokkuð sér- einkenni á Þjóðverjum og er hún talinn fylgifiskur þeirrar vaxandi velmegunar sem þar hefur orðið síðustu tvo áratugi. Það verður stöðugt dýrara að sjá fjölskyldu farborða, þannig að auðveldarara er að fá sér nýjan bíl en að eignast barn. En fólk hefur ekki bara peninga. Það hefur líka tíma til að eyða þeim. Þjóðverjar eru miklir ferða- garpar og eru flestum Evrópu- mönnum víðförlari og i augum þeirra jafnast börn ekki á við ferðalög. HAMBORG Þá ber einnig á það að líta að millistéttin f Vestur-Þýzkalandi er hlutfallslega stærri en í öðrum iðnríkjum Vesturlanda og milli- stéttarkonur eru yfirleitt mjög framagjarnar. Þær velja sér störf sem þær telja að geti boðið upp á frama fremur en að þær sækist eftir peningum. Konur geta hugs- að sér að skerða fjárhagsleg kjör sín til þess að eignast böm og ala þau upp. Þeim veitist hins vegar erfiðara að fórna frama sínum fyrir börnin. Prófessor Bolte segir að allmörg hjón sem langi til að eignast börn, hiki hins vegar við það vegna ástandsins í heimsmálunum. Kvíði blundar stöðugt í Þjóðverjum og hann hefur blossað upp að undan- förnu vegna umræðna um að ný heimsstyrjöld kunni að vera yfir- vofandi. Þá eru þeir mjög uggandi um efnahagshorfur eins og sakir standa og allt ber því að sama brunni. — TONY CATTERALL Allt var á floti í baneitruðum úrgangsefnum Ráðstafanir, sem vestur- þýskur dómstóll ákvað að gripið yrði til í umhverfismálum, hafa haft það í för með sér, að um 200 verkamenn hafa misst atvinn- una í Hamborg. Forráðamenn efnafyrirtækisins CH Böhringer, sem er gamalgróið fyrirtæki í borginni, segja það með öllu úti- lokað að fara eftir nýju reglunum, þær séu alltof strangar og því ekki um annað að ræða en loka fyrir- tækinu. „Það er útilokað að halda áfram upp á þessi býti,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. „Okkur hefur verið þröngvað til að taka þessa ákvörðun af ástæðum, sem ekkert koma við rekstrinum sjálfum eða þeim efnum, sem unnið er úr.“ Það er þó ekki alveg rétt hjá honum því að efnin, sem unnin eru 1 verksmiðjunni, skiptu öllu máli þegar nýju reglurnar voru settar og sérstaklega eitt, efnið TCDD dioxin, en það er eitthvert eitrað- asta efni sem fyrirfinnst. Af því er líka meira en nóg í Hamborg. Á því var fyrst vakin athygli í eftirminnilegri heimildamynd í sjónvarpi þar sem fram kom, að í Hamborg fæddust miklu fleiri vansköpuð börn en annars staðar í Vestur-Þýskalandi. í myndinni kom fram víetnamskur barna- læknir og sagði að margir fæð- ingargallanna væru þeir sömu og komu fram í Víetnam eftir að Bandaríkjamenn sprautuðu efn- inu „Agent Orange" yfir skóga til að aflaufga þá. Það hefur einnig inni að halda dioxin. Fylkisstjórnin lét athuga sorp- haugana, sem fyrirtækið notaði, og einnig þann úrgang, sem enn hafði ekki verið fluttur frá SVÖRTU HARÐSTJORARNIR Mættu sjálfir hugsa meira um mannslífin NNú fyrir nokkru voru sjö manneskjur leiddar fyrir aftökusveit og teknar af lífi fyrir að hafa reynt að steypa af stóli stjórn hersins í Afríkurík- inu Efra-Volta þar sem nú ríkir mikið hallæri af völdum þurrka. Nokkrum dögum áður voru 12 menn skotnir í Líbýu fyrir að hafa ráðist á aðalstöðvar Khad- afys í Trípolí. í nágrannaríkinu Súdan eru þjófar handhöggnir þegar til þeirra næst og menn drepnir fyrir meiri sakir. Mestu aftökurnar í einu ríki voru þó í Kamerún í maímánuði sl. eftir að bæld hafði verið niður uppreisnartilraun gegn Paul Biya, forseta, en þá var 46 mönnum stillt upp við vegg og skotnir. Pólitískar aftökur hafa einnig farið fram í öðrum Afríkuríkjum og sumar leyni- legar. Á innsíðum erlendra stór- blaða er stundum sagt frá dómsmorði í Afríku, álfu, sem orðlögð er fyrir ofbeldi, og þykir ekki tíðindum sæta. Þá er at- hyglinni beint að einstaklingum í einu landi en þegar horft er yfir álfuna alla blasir við svo grimmileg mynd, að ætla má að Afríka sé horfin inn í hinar myrku miðaldir. Ríkisstjórnir kenna sig ýmist við hægri eða vinstri og þótt blæbrigðamunur sé á röksemda- færslunni er munurinn enginn þegar um er að ræða morð og manndráp. Þær athuga hins vegar ekki, að með grimmilegu framferði sínu draga þær úr samúð fólks í betur megandi löndum með þjáningum sinna eigin þegna, sem falla nú unn- vörpum víða í Afríku fyrir þurrkunum og hungurvofunni. Þegar Anna Bretaprinsessa kom til Efra-Volta fyrir nokkr- um mánuðum rann henni til rifja hlutskipti fólksins, sem sinnulaust af hungri reynir að draga fram lífið á skrælnuðu landinu. Koma hennar vakti at- hygli og auðveldaði alþjóðlegum hjálparstofnunum aðstoðina en ef afrískar ríkisstjórnir ætla að halda áfram ofbeldinu gegn þegnum sínum kemur að því, að fólk á Vesturlöndum spyr sig þessarar spurningar: „Hvaða Skæruliöi í Chad stendur vörö yfir herteknum löndum sínum úr liöi stjórnarhersins. munur er á lífi eins manns og annars? Ef Afríkubúum er sama þótt þeir drepi hvern annan, hvers vegna ættum við þá að hafa áhyggjur af því þótt þeir falli úr hungri?" Afríska mannréttindaskráin, sem ráðherranefnd á vegum Einingarsamtaka Afríku, setti saman í borginni Banjul í Krabbameinsvaldur meíru. — meö Gambíu fyrir fjórum árum, er ennþá bara marklaust plagg vegna þess, að hún hefur ekki verið staðfest af nógu mörgum ríkisstjórnum. Ráðamönnum í Afríku og þegnum þeirra væri það fyrir bestu ef þeir huguðu betur að mannréttindum í fram- tíðinni. — CAMERON DUODO verksmiðjunni. Niðurstaðan var, svo notuð séu orð eins embætt- ismanns umhverfismálaráðuneyt- isins, „meira dioxin en nokkurn okkar hafði órað fyrir“. Hvert kíló af því sem forráða- menn CH Böhringer sögðu vera „skaðlausan úrgang", innihélt allt að 250 míkrógrömm af TCDD dioxin og 32 grömm af OCDD, sem er næstum því eins eitrað. önnur dioxin-efni hækkuðu þessa tölu upp í 46,5 grömm í hverju kílói. Bandarískir sérfræðingar áætla að daglegur skammtur, sem aðeins nemur einum hundraðasta úr míkrógrammi af TCDD, hafi al- varlegar afleiðingar fyrir heilsu manna, einkum hvað viðkemur krabbameini og skemmdum á erfðavísum. Tímaritið Der Spiegel hefur gef- ið í skyn, að umhverfismálaráð- herra Haniborgar hafi vitað þegar í september á síðasta ári, að haug- arnir, þar sem efnunum var kast- að, hafi verið þrælmengaðir diox- in, sem var farið að menga grunn- vatnið, en að hann hafi ekki talið neina „yfirvofandi hættu" á ferð- um. Vegna viðbragðanna, sem sjónvarpsmyndin olli, urðu yfir- völdin hins vegar að taka á mál- inu. CH Böhringer var gert að hreinsa allan dioxin-mengaðan úrgang af verksmiðjulóðinni og forráðamönnum þess sagt, að hér eftir mætti ekki meira dioxin en einn milljónasti úr grammi í rúmmetra sleppa út í loftið og að- eins einn þúsundmilljónasti úr grammi í hverju kílói berast út í vatn. „Að öðrum kosti," sagði Wolfgang Curilla, umhverfismála- ráðherra, „verður verksmiðjunni lokað". Nokkru síðar tóku eigend- urnir þá ákvörðun að hætta rekstrinum og sögðu upp 224 starfsmönnum verksmiðjunnar. Enginn fagnar því, að mennirn- ir skuli hafa misst atvinnuna, en umhverfisverndarmenn eru þó sigri hrósandi yfir að þessari hættu skuli hafa verið bægt frá borginni. Þeir segja þó, að það hafi átt að vera búið að gera fyrir mörgum árum. - TONY CATTERALL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.