Morgunblaðið - 08.07.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
57
Stofnun
íslandsvina-
félags í
Frakklandi
ÞANN 22. júní var haldinn stofn-
fundur félagsins „France-lslande“ í
ráöhúsi sjöunda hverfis Parísarborg-
ar. Franski þingmaðurinn Jean-
Pierre Fourré boðaði til fundarins
og var jafnframt fundarstjóri. Um 80
manns sóttu fundinn og samþykktu
stofnskrá. Meðal hugmynda sem
varpað var fram á fundinum má
nefna útgáfu fréttarits um samskipti
íslands og Frakklands og skipulagn-
ingu íslandsviku í Frakklandi.
Félagið mun taka til starfa í
haust. Þegar hefur verið kosin 20
manna stjórn og þriggja manna
framkvæmdastjórn. í þeirri síðar-
nefndu sitja þeir Jean-Pierre
Fourré, Marc Duez og Michel Ric-
art. Lögheimili félagsins er til
bráðabirgða að 116 rue de Gren-
elle, 75007 Paris.
(Úr fréttatilkynningii)
Verkföll
í Bólivíu
La Paz, Bólivíu, 5. júlí. AP.
VERKALÝÐSFORINGJAR í Bólivíu
hafa samþykkt að hefja allherjar-
verkfall tií að fylgja eftir kröfum um
lækkað verð á matvöru, launahækk-
anir og harðari stefnu gegn erlend-
um lánardrottnum.
Yfirlýsing verkalýðsforingjanna
er talin áskorun til Hernan Siles
Zuazo, forseta, sem rænt var í 10
klukkustundir á laugardag.
Yfirvöld í Bólivíu höfðu vonast
til að hægt yrði að komast að sam-
komulagi til að binda endi á stöð-
ugar deilur um laun, verðlag og
erlendar skuldir, sem nú nema um
4,4 milljörðum dala.
Verkalýðsfélögin hafa ekki gert
grein fyrir launakröfum sínum, en
yfirvöld hafa neitað öllum öðrum
kröfum þeirra þar sem þær fælu í
sér bæði verðstöðvun og launa-
hækkanir, en það væri ófram-
kvæmanlegt.
Verkfallið hefur lamandi áhrif á
allt efnahagslíf í landinu og aðeins
nauðsynlegustu þjónustu verður
haldið gangandi. Járnbrautar-
starfsmenn og strætisvagnabíl-
stjórar eru ekki hlynntir verkfall-
inu og svo getur farið að þeir taki
ekki þátt í því.
TVEHMUR
ÁRUMOG 42.173
• • •
Áætlunarflug Arnarflugs til þriggja borga á
meginlandi Evrópu hefur haft mikil ogjákvæð áhrif
á íslensk ferðamál.
íslendingum hafa opnast nýjar og hentugar leiðir
til meginlands Evrópu, sem þeir nótfeera sér
tugþúsundum saman. Erlendum ferðamönnum sem
Arnarflug flyturtil íslands fjölgar stöðugt, og aukning
vöruflutninga er ævintýraleg.
Það.er mikið átak fyrir flugfélag að hefja í fyrsta
sinn áætlunarflug milli landa og þaðtil borga erlendis
sem áður hafa litla kynningu hlotið. En nú. tveimur
árum síðar. þegar stutt er í 50 þúsundasta
farþegann og byrjunarerfiðleikarnir eru að baki er
ástæða til að fagna þeim árangri sem náðst hefur.
Áætlunan/élar Arnarflugs fljúga nú sneisafullar milli
landa ferð eftir ferð.
Arnarflug lítur því björtum augum til
framtíðarinnar og hlakkar til áframhaldandi
samstarfs við íslenska og erlenda ferðalanga á
komandi árum. .
Nú flýgur Amarflug
• Fjórar ferðir í viku til Amsterdam
• Tvær ferðir í viku til Zúrich
• Eina ferð í viku til Dússeldorf
1
cö
>
S
<
Flugfélag með ferskan blæ
WfARNÁRFLUG
Lágmúla 7, slmi 84477
Síóasti
sýningar
dagur
NORDIA 84 —NORDIA 84 —NORDIA 84
Hinni glæsilegu frímerkjasýningu
í Laugardalshöll lýkur í kvöld
kl. 19.00. Opiö frá kl. 10.00 í dag
Foröist þrengsli — mætiö snemma
Sérstimpill: Dagur Svíþjóðar Sýningarnefnd.
Síðasti
sýningar-
Hamir