Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 13
61 % * ♦ r»*W <- i - MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 Áratugur þjáning- ar, biðar og bæna AVITAL Shcharansky á bráö- um 10 ára brúðkaupsafmæli. I‘á eru einnig liðin 10 ár frá því að hún sá mann sinn, An- atoli, síðast. Þetta hefur ver- ið áratugur þjáningar, biðar og bæna, segir hún í viðtali við New York Times. Þau giftu sig í Moskvu 4. júlí 1974. Skömmu síðar lét hún undan þrábeiðni hans og flutt- ist til ísrales, um það bil sem fararleyfi hennar var að renna út. Þau voru sannfærð um, að hann fengi einnig leyfi til að fiytjast úr landi, þótt það gæti dregist nokkra mánuði. En mánuðirnir urðu að árum. Það urðu sífellt fleiri Gyðingar til þess að sækja um brottfar- arleyfi og sovésk yfirvöld tóku óþyrmilega á móti. Árið 1977 hlaut Shcharansky, sem er stærðfræðingur að mennt, 13 ára fangelsisdóm fyrir landráð. Hafði hann þá um tíma verið opinskár talsmaður þeirra, sem flytjast vildu úr landi. Þegar hér var komið sögu, voru þau enn ung og glöð og bjartsýn. „Eftir að við giftum okkur, leið okkur eins og við hefðum unnið stórsigur," segir Avital Shcharansky, „og þegar leiðir okkar skildi, vorum við þess fullviss, að við fengjum að hitt- ast á ný.“ Hann er orðinn 36 ára gam- all; hún 33 ára. Hluti úr lífi þeirra er horfinn. Ef dæma á hins vegar eftir bréfunum, sem hann sendir úr fangelsinu, eða stöðugri viðleitni hennar til þess að fá hann leystan úr haldi, hafa þau ekki horfið hvort öðru. Samband þeirra er jafnnáið og það var. Hún hefur farið á fund Ron- ald Reagans Bandaríkjaforseta og forvera hans, Jimmy Cart- ers. Hún hefur rætt við Marg- aret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, Francois Mitt- errand Frakklandsforseta og marga af æðstu embættis- mönnum Ítalíu. Mótlætið hefur ekki gert hana bitra. „Ég er sannfærð um, að hann kemur. Ef til vill Avital Shcharansky: „Sam- band okkar er mjög náið. Við kunnum að hafa breyst að ytra útliti, en hið innra er allt óbreytt.“ ekki á næstunni, en hann kem- ur.“ Hún segir, að eiginmaður sinn sé bjartsýnn og hafi alltaf verið. Fólk geti ekki annað en hrifist með og trúað því, að hann verði frjáls. Og þetta gef- ur henni byr undir báða vængi. „Á síðastliðnu hálfu ári hef ég fengið tvö bréf,“ segir hún. Þriðja bréfið hefur verið gert upptækt. En móðir Anatolis, Ida P. Milgrom, sem býr rétt fyrir utan Moskvu, fær bréf mánaðarlega. Þá hringir hún í Avital og les fyrir hana. Móðir hans fær að heim- sækja hann tvisvar á ári. Hann kvartar við móður sína, þegar honum finnst hún ekki segja honum nógu ítarlega af kon- unni, sem hann elskar. Þegar minnst er á þetta við Avital, breiðist út innilegt bros yfir andlitið. Síðustu bréfin frá honum hafa verið full af rómantískum og fyndnum vangaveltum. Hún man eftir honum þannig, þegar þau voru saman í Moskvu. „Þeir hjá KGB reyna að drepa hverja tilfinningu í brjósti hans,“ heldur hún áfram. „Þeir reyna að brjóta hann niður andlega til þess að hann verði einn af þeim. Þeir sögðu við Anatoli, að þeir skyldu leysa hann úr haldi, þegar hann hefði afplánað helming tímans, ef hann skrif- aði æðsta ráðinu, segðist vera veikur og bæðist afsökunar. Hann var ófáanlegur til að gera slíkt. Með því hefði hann orðið samsekur í glæpnum. Avital býr í ísrael. Fyrir þremur árum hóf hún að nema gömul gyðingleg fræði. Og svo lærir hún að mála í kvenna- skóla rétt fyrir utan Tel Aviv. En allt hennar líf snýst um mál eiginmanns hennar. Hverju hefur þetta breytt fyrir hana? Hefur hún sjálf breyst? Á hvern hátt ætli Shcharansky finnist hún hafa breyst, þegar þau ná saman á nýjan leik? „Hann sér auðvitað, að ég er orðin eldri,“ segir hún hlæj- andi. „Samband okkar er mjög náið. Við kunnum að hafa breyst að ytra útliti, en hið innra er allt óbreytt." QOTT P0I.K mmmmmmm “wr im TILNOREGS Nú er svo komið að það er aðeins eftir ein sérstaklega ódýr Úrvalsferð til Noregs í sumar. Flogið verður í beinu leiguflugi til Oslóar þann 18. júlí með heimkomu 1. ágúst. Flugfar báðar leiðir ásamt bílaleigubíl, í eina viku, kostar aðeins krónur 8.600 á mann miðað við 4 í bíl. Flugfar og bílaleigubíll í 2 vikur kostar aðeins krónur 10.000 á mann miSað við 4 í bíl. Samfara þessari síðustu Noregsferð bjóðum við Úrvalsgistingu í sumarhúsum eða íbúðum í Alpia Apartments í ævintýradalnum Hemesdal, sem er miðja vegu á milli Oslóar og Bergen. Vikuleiga á íbúð fyrir 2-4 er kr. 5.280.- Vikuleiga á íbúð fyrir 3-6 er kr. 6.720.- Þar að auki getum við útvegað úrval annarra gististaða í höfuðborginni Osló eða annars staðar í Noregi. Það fer hver að verða síðastur að tiyggja sér far - því það eru aðeins fá sæti óseld. FBHHsiammaN Ert þú ekki samferða í síðustu Noregsferðina í sui Síminn er 26900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.