Morgunblaðið - 08.07.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
67
Nýtt flutninga-
miölunar-
fyrirtæki
NÝTT flutningamidlunarfyrirtæki,
COSMOS á íslandi hf., hefur tekið
til starfa, en það er hluti af COS-
MOS Shipping Company, sem er al-
þjóðlegt (lutningafyrirUeki í eigu ís-
lendinga og starfrækt hefur verið í
65 ár.
COSMOS rekur fimm skrifstof-
ur í Bandaríkjunum, í New York,
Baltimore, Miami og New Orleans,
auk skrifstofu í Rotterdam.
Starfsmenn COSMOS Shipping
Company eru um 60, þar af tveir á
íslandi, en alls eru 4 íslendingar
meðal starfsmanna. Forstjóri
COSMOS Shipping Co. er íslend-
ingurinn Gunnar Andersen og
starfsmenn hér á landi eru þau
Sigtryggur Jónsson og Drífa
Hilmarsdóttir.
Skrifstofa COSMOS á íslandi
hf. er á 2. hæð í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu í Reykjavík.
(tjr rrétUtilkynningu)
Hlutabréf
falla í BMW
MUnchen, 5. iúlí. AP.
HLUTABREF í vestur-þýzku bfla-
verksmiðjunum BMW féllu mjög í
verði í dag, eftir að kunngert hafði
verið, að enginn arður hafði verið af
rekstri verksmiðjanna á fyrstu 6
mánuðum þessa árs sökum verkfalls
málmiðnaðarmanna í landinu.
Eberhard von Kúhnheim, for-
seti BMW, sagði að verkfallið
hefði haft í för með sér, að verk-
smiðjumar hafðu tapað fullri
mánaðarframleiðslu eða 60.000
bílum og 5.000 bifhjólum að fram-
leiðsluverðmæti um 1.700 millj.
marka.
Þessi frétt varð til þess, að
hlutabréf í BMW féllu í dag um
20,50 mörk hvert í kauphöllinni í
Frankfurt.
Atvinnuleysi
minna í
Bandaríkjunum
WuhinKton, 6. júlí. AP.
Atvinnuástandið í Bandaríkjunum
batnaði í síðasta mánuði er 460 þús-
und atvinnulausir fundu eitthvað
fyrir sig að gera, og hefur atvinnu-
leysi ekki verið minna frá því í aprfl
1980 er 6,9% vinnufærra voru án at-
vinnu.
Atvinnulausum fækkaði í öllum
kynþáttahópum og voru þeldökkir
í meirihluta þeirra sem fengu at-
vinnu í síðasta mánuði.
Samtals höfðu 105.748.000
Bandaríkjamenn atvinnu í júní-
mánuði og hefur sá fjöldi aldrei
verið meiri. Atvinnuleysingjar
voru hins vegar 8.130.000. Arið
1982 voru 10,7% vinnufærra
Bandaríkjamanna á atvinnuleys-
isskrá, eða rúmlega 12 milljónir
manna. Viðreisn efnahagslífsins
hefur skapað rúmlega 6,5 milljón-
ir atvinnutækifæra.
Rekinn úr
flokknum
Varsjá, 28. jún(. AP.
ADAM Schaff, heimspekiprófessor
og sérfræðingur í marxískum fræð-
um, sá hinn sami og sagði um árið,
að Jaruzelski hershöfðingi hefði átt
að fá friðarverðlaun Nóbels fyrir að
setja herlögin í gildi í Póllandi, hef-
ur verið rekinn úr Kommúnista-
flokknum, sagði f málgagni flokks-
ins, Trybuna Ludu, í dag.
Ein af ástæðunum fyrir brott-
rekstri hans er að verk hans hafa
verið gefin út á Vesturlöndum.
w KÁUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUHNAR
Bananar del Monte — Ný uppskera af Outspan appelsínum — Appelsínur
Fuen Mora — Ný uppskera af rauðum eplum New Zeland — Epli Golden
— Epli græn Granny Smith — Sítrónur Outspan — Sítrónur spánskar V4
ks. — Grape Outspan — Grape Rose — Vínber græn Chile — Vinber blá
Chile — Perur Cape — Vatnsmelónur — Melónur gular — Plómur rauöar
— Ferskjur — Nektarínur — Ananas — Kíwi — Avocado — Lime.
Einnig á boðstólum fjölbreytt úrval af fyrsta flokks grænmeti og aö sjálf-
sögöu ný uppskera af hinum frábæru israelsku Alpa kartöflum.
EGGERT KRISTJANSSOINl HF
Sundagörðum 4, sim 6-85300
MeisiaranoKKur hram 1984
Heiðursgestur verður Ríkharður Jónsson
Dagskrá Framdags á grasvelli Fram viö Safamýri.
Kl. 10.30-14.00 Pollamót Eimskips og KSÍ í 6. flokki Kl. 14.00 Leikur í 5. flokki Fram — Breiöablik
Kl. 14.00-18.00 Kl. 15.00
Kaffiveitingar Leikur í 4. flokki
Framkvenna í Framheimilinu Fram — Valur
VERÖLD ISLKNSKI BOKAKI I BBI RINN @vbrAld |
Kl. 15.00
íslandsmótiö í 3. flokki
Fram — Fylkir
Kl. 17.00
íslandsmótiö í 2. deild karla
Fram — FH
DAGUR1984
Stórleikur í 1. deild á aðalleikvangi
AKRANES
Sunnudagskvöld 8. júlí kl. 20.00.