Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.07.1984, Qupperneq 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 Bilanir í gervihnöttum eru óalgengar en ný- verið unnu bandarísk- ir geimvísindamenn frækilegt tækniafrek er þeir lag- færðu nær óstarfhæfan hnött, Solar Max, í 500 km hæð yfir jörðu. Með afrekinu brutu þeir blað í sögu geimvísinda, en með- fylgjandi litmyndir voru teknar við þetta tækifæri. Meö tilkomu bandarísku geimferjunnar hafa opnast m.a. möguleikar til viðgerða á gervi- hnöttum, sem eitthvað hefur far- ið úrskeiðis í. Gervihnettir eru dýrir, kosta hver um sig tugi ef ekki hundruð milljóna dollara, og tjónið því tilfinnanlegt fyrir eig- endur ef bilun á sér stað. Viðgerðin á Solar Maximum Mission-hnettinum, eða Solar Max, vakti verðskuldaða athygli. Hnötturinn er í eigu bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, og var á sinum tíma smíðaður með viðgerð eða endur- nýjun ýmissa hluta hans í huga. Honum var skotið á braut f febrúar 1980 til rannsókna á sól- inni, og með aðstoð hans voru gerðar ýmsar uppgötvanir á sól- inni og eðli sólgosa. En í desem- ber 1980 biluðu vartappar í raf- kerfi hnattarins með þeim afleið- ingum að stýribúnaður hnattar- ins bilaði og fjögur af sjö rann- sóknartækjum hans urðu óstarf- hæf. Láta mun nærri að viðgerðin á Solar Max hafi kostað um 60 milljónir dolara þegar allt er tal- ið með, en kostað hefði 200 millj- ónir að smíða nýjan hnött og tækjabúnað í hann. Solar Max var á braut í um 500 km hæð yfir jörðu og því varð að beita nýjum aðferðum við að koma geimferjunni á braut, því hingað til hafði hún ekki farið fjær jörðu en 305 km. En allt gekk eins og í sögu og á öðrum degi ferðarinnar var Challenger á sínum stað í 90 m fjarlægð frá gervihnettinum. Þaðan athöfn- uðu James Van Hoften og George Nelson sig. Smávægilegar tafir urðu við að ná Solar Max um borð i geimferjuna en um sfðir tókst að stöðva snúning hans og taka hann innfyrir til viðgerðar. Viðgerðin á Solar Max gekk síðan greiðlega. Skipt var um búnað sem stýrir hnettinum og stillir hann af gagnvart sólu, samkvæmt boðum visindamanna á jörðu niðri. Einnig var skipt um hluti í tæki til að mæla krónu sólar og útgeislun hennar, auk þess sem tækifærið var notað til að endurnýja ýmsa smáhluti. Meðan á viðgerð stóð gengu vísindamenn á jörðu niðri úr skugga um að viðgerðin hefði tekist með því að senda ýmiss konar fyrirmæli til tölvu hnatt- arins. Þegar ljóst var að allt starfaði eðlilega var hnettinum lyft út fyrir ferjuna og komið á braut um jörðu. Og að þessu afreki loknu er undirbúningur hafin að viðgerð og endurheimt annarra hnatta, sem eitthvað hefur gengið úr- skeiðis í. Beinist athyglin einkum að Landsat 4-gervihnettinum, sem er nánast óstarfhæfur vegna bilana í sólrafhlöðum. Athuganir hafa leitt í Ijós að viðgerð á hon- um úti í geimnum er framkvæm- anleg. En þar sem braut Landsat 4 er um pólana er örðugt að nálg- ast hnöttinn með geimskoti frá Canaveralhöfða, og verður við- gerð því líklega að bíða þar til geimferjuflug hefjast frá Vand- enberg-flugstöðinni í Kaliforníu, sem verður seint á næsta ári. í millitiðinni er liklegt að reynt verði að bjarga og færa til jarðar Westar VI og Palapa B2 hnetti Hughes, sem náðu ekki nægri jarðfirrð á sínum tíma vegna bilana í flaug, sem flutti þá á braut. Viðgerð í geimnum — James van Hoften fjarlægir rafeindakassa úr Solar Max-gervihnettinum. Neðst til vinstri er George Nelson, sem ásamt van Hoften annaðist viðgerðina á Solar Max. Van Hoften stendur á þar til gerðum palli á krana geimferjunnar Challenger. SOLAR MAX BlaÖ brotid í sögu geimvísindanna Viðgerð á Solar Max lokið — Hnettinum lyft að lokinni viðgerð út fyrir Challenger eftir að gengið hefur verið úr skugga um að viðgerð hafí heppnazt og tæki störfuðu með eðlilegum hætti. B * vv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.