Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1984 Ferðin var ön ævirrtýri „Það eru rúm 6 ár síðan áhugi okkar hjónanna vaknaði fyrir aivöru á siglingum. Þá byrjuöum viö aö sigla meö vinum okkar hér heima, á skútu, sem þeir eiga,“ sagöi Ólafur Sigurösson arkitekt í samtali viö blaöamann um siglingar, en hann og kona hans, Svava Ágústsdóttir, hafa sl. 4 sumur brugðið sér í sigl- ingar á Miöjarðarhafiö. Siglingaíþróttin er í örum vexti hér á landi og má án efa þakka þaö starfsemi siglingaklúbba æskulýösráöa. Hér á landi er mjög fært siglingafólk og aöstaöa til siglinga nokkuö góö. Vindar hér eru yfirleitt hagstæöir til sigl- inga, en kuldinn er þó dragbítur á ánægjuna. Reynsla sem fæst af siglingum hér viö land er góö, því hór þarf árvekni og aðgæsla ætíö aö vera í fyrirrúmi og þegar góöur kennari er með á skútunni er óhjákvæmi- legt aö eitthvaö sitji eftir hjá nýliö- unum. Viö höfum aldrei lagt út í þaö aö eignast okkar eigin skútu. heldur valiö þá leiö aö leigja okkur skútur erlendis, eöa njóta góös af skútueign vina okkar. Síöan 1980 höfum viö farið á hverju sumri til Miðjaröarhafsins til aö sigla þar, í tvær vikur í senn. Áriö 1979 fréttum viö af breskum siglingaklúbbi, sem leigöi skútur viö strendur Grikklands. Þá reyndum viö strax aö panta okkur ferö en fengum ekki, því ásókn í ferðirnar er þaö mikil aö panta þarf meö margra mánaða fyrir- vara, ef maöur vill fá aö sigla á ákveðnum staö á ákveönum tíma. Þessi reynsla hefur kennt okkur aö skipuleggja frí okkar tíman- lega. Rætt viö Ólaf Sigurðsson arkitekt um ferðir hans meö enskum siglingaklúbbi á skútum til Júgóslavíu, Grikklands og Tyrklands Þurrkaöur smokkfiskur ó Grikklandi. Fyrirkomulag þessara siglinga er þaö aö floti 9—12 skútna siglir undir leiösögn þriggja manna, tvær vikur hver hópur í senn. Leiösögufólkiö er þaulkunnugt staöháttum bæöi á sjó og landi og gefur greinagóöar upplýsingar um allt, sem aö gagni má koma. Hægt er aö velja á milli báta frá 26 fetum upp í 33 fet. Þessir bátar eru meö svefnplássi fyrir 6—7 manns í tveimur káetum, og meö eldhúsi og snyrtingu, vsl búnir í alla staöi. i upphafi feröar eru bátar og siglingasvæðiö kynnt þátttakend- um vel og rækilega. Síöan sigla menn af staö hver í sína áttina ef þeim sýnist svo. Daglegur sigl- ingatími er mjög misjafn, en sjald- an lengri en 5—6 stundir. Mikiö er af víkum og vogum, sem heppileg eru til aö varpa akk- eri í, ef menn vilja bregöa sér í sjóinn eöa fá sér bita um miöjan daginn. Á kvöldin er ævinlega gengið Þrjár skútur saman viö Júgóslavíu, laiösögubáturinn, Ólafur og Kan adamenn, að snasöa saman hádegisverö. tryggilega frá bátunum, annaö- hvort viö bryggju eöa akkeri. Þetta er mikilvægt því aö þó aö yfirleitt sé logn á næturnar eru undantekningar á þeirri reglu og þær geta veriö hressilega hvass- ar. Og víst er þaö aö enginn sefur vært i báti, sem er ótryggilega bundinn. Á þessum fjórum feröum höf- um viö siglt einu sinni viö strendur Júgóslavíu og Grikklands og tvisvar viö strendur Tyrklands. Allar þessar feröir hafa verið ólíkar, hvaö umhverfi og fólk snertir. Kom okkur mjög á óvart hvaö Júgóslavar voru vestræn- astir af þessum þremur þjóöum þrátt fyrir pólitíska einangrun. Hvarvetna höfum viö mætt mjög indælu og hjálplegu fólki, TRYGGVAGATA 2467 1#1 192

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.