Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 23
55
MÖRGUNBLAÐIÐ ’ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984
Á aö selja aðstöðuna i Miðnesheiði?
A að selja varnir landsins?
SGH skrifar.
Velvakandi.
Það hefur sjálfsagt farið fyrir
fleirum eins og mér, að fyllast
nokkurri undrun yfir niðurstöðum
úr nýbirtri skoðanakönnun. Hún
fjallaði um hvort gjald ætti að
taka af varnarliðinu og það með
Bandaríkjunum, fyrir þá aðstöðu
sem við látum þeim í té hér á
landi. Tveir af hverjum þremur
aðspurðra lýstu sig samþykka
gjaldtökunni.
Jafnframt leiðir þetta hugann
að því að stjórnmálaflokkarnir
hafa fram að þessu forðast það
eins og heitan eldinn að taka af-
stöðu til þessarar tillögu. Raunar
verður ekki annað séð, en ekki sé
seinna vænna fyrir flokkana að
fara að taka þessi mál til umræðu
innan sinna raða og móta þar
skýra og vel rökstudda stefnu í
málinu, með eða á móti.
Ég er ekki alveg viss um að fólk
átti sig almennt á því að hér er
stórt og þýðingarmikið mál á ferð-
inni. Með því að játast undir
gjaldtökuhugmyndina, eða
aronskuna eins og hún hefur einn-
ig verið nefnd, erum við um leið
komin inn á þá braut, að reyna að
hagnast eða græða á því fjárhags-
lega, að við fáum að njóta frelsis i
landi okkar. Slíkt er hreint út sagt
ósköp aumur og litilfjörlegur
hugsunarháttur. Hefur það fólk á
kosningaaldri, sem áðurnefnd
könnun náði til, gert sér grein
fyrir því, að með því að fara fram
á við Bandaríkin, að þau láti
okkur í té fjármuni fyrir aðstöð-
una, sem liðsafli þeirra hefur hér
á landi, þá erum við í raun að ger-
ast háðari þeim en við annars
værum. Þetta tel ég, að sé lykilat-
riði þessa máls, þegar kemur að
því að vega og meta rök þau sem
mæla með og móti þessari gjald-
töku.
Engum blandast hugur um að
þjóðin gengur í gegnum erfitt
tímabil efnahagslega séð um þess-
ar mundir. Er því að vissu leyti
skiljanlegt, að fólki detti í hug
ýmsir möguleikar til fjáröflunar
fyrir ríkissjóð og þjóðarbúið. En
af þeim tillögum sem heyrst hafa
held ég að gjaldtökuhugmyndin sé
einna síst.
Þjóðin hefur áður í sögu sinni
gengið í gegnum erfiðleika á sviði
efnahagsmála og sigrast á þeim
með þrautseigju og dugnaði. Má í
því sambandi nefna hvernig ríkis-
stjórn Bjarna Benediktssonar, við-
reisnarstjórninni, tókst í góðri
samvinnu við almenning að sigr-
ast á miklum efnahagsörðugleik-
um undir lok sjöunda áratugarins,
sem stöfuðu af aflabresti og verð-
falli á erlendum mörkuðum. Þetta
nefni ég, vegna þess að það er ekk-
ert nýtt í þjóðarsögunni að takast
þurfi á við mikla erfiðleika og
sigrast á þeim. Affarasælast væri,
að gleyma gjaldtökuhugmyndinni.
Það hlýtur að vera hægt að sigrast
á þeim raunum sem nú hrjá okkur
með þrautseigju og fórnum af
hálfu allra aðila þjóðfélagsins.
Vonandi ber núverandi ríkisstjórn
einnig gæfu til þess að leysa þetta
vandamál. Um það hljóta allir að
vera sammála því að frelsi og full-
veldi íslensku þjóðarinnar er
dýrmætara en svo, að þjóðin
hagnist á því fjárhagslega.
óþægilegt að mæta of seint vegna
ótugtar þessara manna, svo ekki
sé minnst á þann leiðinlega anda
sem skapast.
Er lýðræði í
verkalýðs-
félögunum?
Athugull hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Ég vildi fá
að tjá mig um þær atkvæða-
greiðslur sem nú eru í gangi hjá
verkalýðsfélögunum.
Nýlega sá ég niðurstöður frá
atkvæðagreiðslu í Borgarnesi
þar sem greitt var atkvæði um
uppsögn samninga. Þeir vildu
ekki fallast á verkföll 1. sept-
ember.
Nú er það í mörgum verka-
lýðsfélögum, t.d. Dagsbrún, að
atkvæðagreiðslur eru haldnar á
300 manna fundum þótt félagar
séu um 5.000. Það hlýtur því að
vera ljóst að niðurstöður gefa
alls ekki rétta mynd af skoðun
félagsmanna. Til að bæta gráu
ofan á svart virðist forystan
hafa úrslitin í hendi sér þar sem
oftast er um handauppréttingar
að ræða á kosningafundum. Við
vitum öll að sumir eru hræddir
við að brjóta ef til vill á móti
vilja þeirra sem ráða og fylgja
þvi annarra skoðunum. Þessi
leið til að lýsa vilja almenns fé-
laga er alls ekki lýðræðisleg og
því síður þegar örsmátt hlutfall
félagsmanna ráða því hvort far-
ið sé út í jafn alvarlegar aðgerð-
ir og verkföll.
Það minnsta sem hægt er að
gera til að bæta úr þessum
skorti á lýðræði, er að hafa all-
ar kosningar leynilegar sama
hvað þær virðast ómerkilegar
við fyrstu sýn. Einnig á að
koma fram opinberlega, þegar
niðurstöður eru birtar, hvað
margir kusu og hvað margir séu
í viðkomandi félagi. Það er lág-
mark til að hægt sé að taka
mark á ákvörðunum sem teknar
eru hjá verkalýð þessa lands.
Um hárgreiðslu-
stofuna
Lótus
Viðskiptavinur hringdi og
vildi koma eftirfarandi á fram-
færi:
Fyrir skömmu fór ég í klipp-
ingu á hárgreiðslustofuna Lótus
í Alftamýrinni. Það var nú eig-
inlega í hálfgerðu reiðileysi þar
sem hvergi svaraði annars stað-
ar þegar ég pantaði mér tíma.
En nú sé ég ekki eftir því. Stúlk-
urnar sem vinna á stofunni
bjóða upp á sérlega góða þjón-
ustu og hlýlegt viðmót. Þar er
vel tekið á móti manni og til-
finningin um fjöldaframleitt
fínt hár læðist ekki með veggj-
um eins og á mörgum stöðum í
bænum.
Það er ekki svo oft sem konur
fá það hrós sem þær eiga skilið
og því vil ég þakka kærlega fyrir
frábæra þjónustu á þessari hár-
greiðslustofu.
Happdrætti heyrnarlausra ’84
Dregiö var í happdrættinu þ. 29. júní s.l. Vinn-
ingsnúmer eru þessi:
1. 22.646 6. 2.517 11. 6.288
2. 27.449 7. 12.342 12. 3.116
3. 28.096 8. 26.997 13. 15.587
4. 26.236 9. 18.388 14. 21.305
5. 21.437 10. 1.777
FÉLAG HEYRNARLAUSRA
Klapparstíg 28,
sími 13560
Slítþols-
prófun
áklæóa
hafinn
Norðurlanda-
meistarinn
í rúmasölu
er kominn aftur
Viö vorum aö fá sendingu af þess-
um vinsælu rúmum, tegund Anna í
Ijósri og lútaöri furu.
Takiö eftir verdinu
90x200 cm m/dýnum
100x200 cm m/dýnum
120x200 cm m/dýnum
140x200 cm m/dýnum
170x200 cm m/dýnum
Náttborð
Ijós lútuó
8.290,- 8.570,-
9.410.- 9.870,-
10.740,- 11.390,-
12.490- 13.140,-
14.270,- 14.810,-
1.420,- 1.590,-
0g veláminnst
Við erum að taka heim furusófasett 3+1+1 á kr.
9.530
Já niuþúsund fimmhundrud
og þrjátíu allt settiö
2ja ára ábyrgö
QÚSGACNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK » 91-01199 oa 81410