Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚLl 1984 Frakklandspunktar ... PIERRE CARDIN ALEINN Á LEIKSVIÐINU Kínverjar kalla hann „Pi Er Ca Dan“, sem þýðir svo mikið sem „Rauöi Pétur." í tízku- heimsveldi sinu hefur hann komiö sér upp viöeigandi sýningarglugga, en þaö er sjálft Maxim's veitingahúsiö í París, sem er í hans eigu, og fram- leiösluvörur hans eru til sýnis í verzl- uninni í Marco Polo-miðstöðinni. Verksmiöjurnar hans í Mið-Austur- löndum, í Kúweit, Egyptalandi og í Saudi-Arabiu hafa i allt aö því áratug framleitt fatnaö meö vörumerkinu heimskunna, Pierre Cardin. Pierre Cardin-gæöastimpillinn tengist núorðið um 500 aöilum í 95 löndum. Vörumerkiö er einasta fram- leiðsluvaran, sem samnefnt fyrirtæki, Pierre Cardin, flytur út til annarra landa. Ársvelta fyrirtækisins er um 4,5 milljaröa fr. franka. Allt er þetta ávöxtur af starfi eins einasta manns, sem sumir álíta framar öörum fútúr- istískan hönnuö eöa framtíöarsinn- aöasta tízkuhöfund sins tíma. Sjálf ársveltan ber einnig skipu- lagsgáfu hans órækt vitni, en sú gáfa byggist aftur á næmri innsýn hans í hlutina, er gerir honum kleift aö beita starfskröftum sinum á mismunandi sviöum. í upphafi ferils síns sem tízkuhönn- uöur ávann Pierre Cardin sér vegleg- an sess innan hátizkunnar. Áriö 1967 geröi hann svo stormandi lukku í Bandaríkjunum meö hinum fræga blazer sem hann hannaöi. Upp frá því hefur hann, til þess aö hagnast sem bezt á Pierre-Cardin-vörumerkinu, látiö framleiöa fatnaö frá sinni hendi viöa um heim meö sérstöku fram- leiösluleyfi, sem hann veitir erlendum framleiðendum. Sérhvert erlent fyrir- tæki, sem hefur leyfi Cardins til aö framleiöa fatnaö, hannaöan af meist- aranum, veröur aö ábyrgjast vissa ársveltu og greiöa Pierre Cardin þetta 5—7% af heildarveltunni sem leyfisgjald og auk þess 1% til aö standa straum af auglýsingakostnaöi fyrir Cardin-framleiðsluna. En svo gerist þaö, ekki löngu eftir aö Cardin haföi veitt erlendum aöil- um framleiösluleyfi fyrir Pierre Cardin-fatnaö, aö þetta sama vöru- merki tekur aö ryöja sér óöfluga til rúms á sviöi ýmiss konar framleiöslu fyrir „umhverfiö", og þaö án þess aö Cardin segöi á nokkurn hátt skilið viö sína frægu fataframleiöslu. Skyndi- lega tóku aö koma fram á markaöinn framleiösluvörur meö vörumerki Pierre Cardins af mismunandi tagi, húsgögn, úr, veggfóöur, innréttingar í flugvélar og bifreiöar, ilmvatn, leik- föng, kaffivélar, hljómflutningstæki og bátar . .. allt þetta tók nú aö birtast á markaðnum meö þessu fræga nafni, sem þekkt er heims- hornanna á milli. Og svo núna, eða allt frá árinu 1981, trónar lika nafn Maxim’s á meðal annarra máttarstólpa í heims- veldinu Pierre Cardin, en það ár keypti hann þetta fornfræga veit- ingahús i Rue Royale í París. Kaupin á Maxim’s stuöla, eins og Cardin sjálfur kemst að oröi, „aö því aö skapa hinn rétta glæsibrag fyrir mik- inn orðstír." Sams konar hlutverki gegnir raunar „Espace Cardin" í Avenue Marigny, enn eitt gersemiö í fyrirtækjabákni Cardine, en sá stað- ur var opnaður sem leikhús áriö 1970. Innan skamms bætist svo í hópinn heil keöja af litlum „frænd- um“ hins stórviröulega Maxim’s, en þaö eru alþýölegri veitingahús, sem öll eiga aö bera nafnið „Minim’s" og veröa aö teljast enn ein ný og óvænt nóta í Cardin-melódíunni. Eitt sinn, er Pierre Cardin var enn- þá ungur að árum og dreymdi stóra drauma um hátískuna, fór hann á fund spákonu til að leita frétta af framtíð sinni sem tízkuhönnuöur: „Ég sé yður komast afar langt, mjög hátt, upp yfir öll heimsins höf; ég sé nafn yðar alls staöar ..." Þessi orö spákonunnar hafa svo sannarlega náð að rætast á áþreifanlegan hátt, því nafn Cardins hefur borizt um all- an heim. Heimsveldi Pierre Cardins — stór- fyrirtækiö, sem samtals meö öllum sinum fjölda framleiöenda, veitir um 100.000 starfsmönnum atvinnu, er samt sem áöur eign eins einasta manns, sem líka stjórnar því einn og það beint og milliliöalaust. Pierre Cardin er eigandi alls þessa, án nokkurs náins lögerfingja, einn og engum bundinn í einkalífi sínu og er eins og hinn „einmana drottnari" í veldi sínu. JARNBRAUTARSAMGÖNGUR Franska TGV Trompið TGV-lestirnar þjóta á milli Parísar og Lyon á tveimur klst. Aö komast á tveimur tímum meö lest frá París til Lyon ...! Allt frá því í september á síö- astliönu ári er slík hraöferö ekki neinn draumur lengur, heldur blákaldur veruleiki og raun- ar ekki neitt stórmál: Þarna er nefnilega á feröinni nýja örskotslestin franska, TGV — train á grande vitesse. Allt frá því að síöasti kaflinn af brautinni (um 116 km) var tekinn í notkun, og þá hætt aö fara krókinn um Dijon, er járnbrautarleiöin milli Parísar og Lyon aöeins oröin 426 km á lengd. TGV-lestin fer þess vegalengd á hvorki meira né minna en 270 km/klst. hraöa, en þaö samsvarar aö jafnaöi 75 m á sekúndu. Tekiö var aö vinna aö þessari háþróuöu sam- göngutækni fyrir rúmum áratug. Eftir fyrstu reynsluferöirnar áriö 1978, hófu TGV-lestirnar fastar áætlunarferöir á nokkrum járnbrautarleiðum í suö-austurhéruöum Frakklands í septembermán- uöi 1981. Vígsluathöfnin fór þá fram meö pompi og pragt aö viöstöddum Francois Mitterand, Frakk- landsforseta, og ööru stórmenni. Á fyrstu tveimur árunum, sem TGV hefur veriö í feröum, hafa allar Part-Dieu stööina í Lyon — teljast lestarferöir meö TGV fyllilega samkeppnisfærar viö flugferöir á þessum leiðum; heildarferðatíminn veröur í reynd áþekkur, hvort sem flogiö er eöa ekiö meö TGV-lestum, en fargjaldiö er næstum því helmingi lægra meö lest. Þaö er víst óhætt aö segja, aö mikil bylting hafi átt sér staö í feröalögum landleiöina frá dögum hestvagnanna fyrir rúmlega 100 árum. Þá tók þaö fjóra daga eöa um 100 klst. aö hristast á ósléttum, mjóum vegi á milli Parísar og Lyon. Viö upphaf lestarferöa á þessari leiö áriö 1867 var „hraðlestin” 12 klst. og 45 mín. á leiöinni, en um aldamótin var hraöinn oröinn slíkur, aö þessi ferö tók aðeins 8 klst. Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina var oröiö hægt aö komast á milli Parísar og Lyon á 6 klst. Öryggi TGV-lestanna er m.a. tryggt meö tvö- og þreföldu straumkerfi, og einnig hafa veriö teknar upp tækninýjungar eins og „cab signal”, en þaö táknar, aö allar upplýsingar birtast á skjá t stjórn- boröi lestarinnar, i staöinn fyrir þær upplýsingar um leiöina, sem gefnar eru meö merkjum meöfram þær björtustu vonir, sem viö þessa miklu nýjung voru bundnar, fyllilega rætzt. Þessi nýja gerö hraö- lesta hefur þegar ekiö um 30 milljón km og fært fullar sönnur á áreiöanleika sinn í allri gerö, og TGV heldur hárnákvæma áætlun um brottfarar- og komutíma. Nú hafa þegar meira en 15 milljónir farþega feröast meö rauögulu TGV-lestunum, en þaö samsvarar um 23—24.000 manns á degi hverj- um, og menn Ijúka miklu lofsorði á þennan fram- úrskarandi þægilega og örugga ferðamáta. Á aöeins tveimur árum hefur tímalengd lestar- feröar milli Parísar og Lyon þannig stytzt um helm- ing. En þaö er sem sagt ekki bara á þessari leiö, því TGV-lestirnar aka núoröiö í öllum helztu leiöum til suö-austurhluta Frakklands meö viökomu í alls 23 stærri borgum. 54 TGV-lestir aka daglega á þess- um leiöum, þar af 18 lestir, sem daglega aka leiöina París-Lyon fram og aftur. TGV-feröir til Genf eru þegar komnar á, og núna í vor tengist Lausanne þessu lestakerfi líka. Þar sem brautarstöðvar TGV-lestanna eru í miöbæjum borganna — en þaö á ekki sízt viö um brautinni. Þetta nýja upplýsingakerfi hefur reynzt meö ágætum. Þótt mjög háar fjárupphæðir hafi fariö í aö þróa gerö TGV-testarinnar á sínum tíma, viröist þaö fjár- magn ætla aö skila sér aftur eftir ótrúlega stuttan tíma, þvt lestin reynist vera mjög aröbær í rekstri. Strax á fyrstu tveimu'’ árunum tók TGV að skila verulegum hagnaöi, ekki sízt vegna þess, að sæta- nýtingin hefur aö jafnaöi verið um 65%, á móti 50—55% í hefðbundnum gerðum lesta. Frakkar hafa því ákveöiö aö hefja smíöi svo- nefndrar TGV-Atlantique, sem á aö aka á lengri leiöunum í suð-vesturhéruöum landsins. Þá eru einnig uppi áætlanir um nýja TGV-leiö frá París um Brússel til Kölnar. Mörg lönd hafa sýnt þessari nýju frönsku lestargerö mikinn áhuga, alveg sérstaklega Bandaríkin, því aö þær tækninýjungar, sem fram koma í smíöi TGV-lestanna, þykja marka tímamót i rekstri nútíma járnbrauta. Þaö bendir því allt til þess, að TGV eigi mjög svo bjarta framtíö fyrir höndum sem nútíma samgöngutæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.